2 sekúndna Lean

Það voru þau Pétur Arason, Maríanna Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Þorsteinsson frá MANINO sem kynntu fyrir Stjórnvísifélögum grunnhugsun 2 Sekúndna Lean (2SL) nálgunarinnar sem í sinni einföldustu mynd snýst um: Að kenna öllum að sjá sóun Fara í stríð við sóun Taka upp myndbönd af umbótum og Aldrei gefast upp!

2SL er sprottið frá frumkvöðlinum, fyrirlesaranum og Lean brjálæðingnum Paul Akers en hann hefur slegið í gegn með einstakri og einfaldri sýn á Lean. Paul, sem er eigandi FastCap og höfundur bókarinnar 2 Second Lean hefur innleitt Lean í fyrirtækinu sínu með því einfalda móttói að hver og einn starfsmaður framkvæmi umbætur á hverjum degi sem nemur allavega tveimur sekúndum. Lætur kannski lítið yfir sér en kraftur stöðugra umbóta kemur fyrst í ljós þegar allir leggjast á eitt og vinna sífellt að umbótum. Allir – alla daga. 

Manino teymið brennur fyrir að breyta stjórnun með því að ýta stjórnendum út fyrir kassann.  En hvað þarf að gera til að fara í slíka vegferð?  Það sem veitir mesta forskotið er að vinna í menningu fyrirtækja.  Slíkt er ekki auðvelt því þá erum við að vinna með fólk.  Lean snýst um stöðugar umbætur, betur í dag en í gær.  En rauntilgangurinn er að þróa starfsfólk og að starfsmenn séu hamingjusamur.  Slíkt hefur allt með menningu að gera.  Þannig fæst meira virði fyrir viðskiptavininn.  Maríanna sýndi myndband sem staðfesti að það er eiginleiki okkar að hjálpa öðrum.  Í dags daglegri vinnu er rýmið okkar oft stútfullt af alls kyns verkefnum sem gera okkur ekki kleift að stunda nýsköpun.  Fyrirtæki eiga að skapa menningu þar sem sést sóun og ferli eru stöðugt bætt og fólk er hamingjusamt í vinnunni.  Um leið og sóun er tekin út þá skapast rými fyrir nýsköpun.  Mikilvægt er að draga úr sóun og gera reksturinn hagkvæmari.  Allt byrjar á okkur sjálfum þ.e. starfsfólkinu. Stjórnendur þurfa að lifa gildin.  Stærstu hindranirnar í umbótamenningu eru: Æðstu stjórnendur, millistjórnendur og verkstjórar.  Ástæðan er sú að þeir eru fastir í viðjum vanans.  Paul A.Akers gaf út bókina 2 sekúndna Lean sem fjallar um hvernig á að þróa fóllk og byggja lean-menningu.  Nálgun hans er að kenna fólki að sjá sóun, fara í stríð við sóun, taka upp stutt vídeó og deila og aldrei að gefast upp.  Hann er með fyrirtækið www.fastcap.com og hann hvetur fólk til að bæta sig um 2 sekúndur á dag.  Að stíga hænufet á hverjum degi er að setja fókus á hlutina og þá vex og dafnar það sem er hlúð að og verður að líffstíl.  Tegundir sóunar eru gallar, hreyfing, seinkanir, biðtími, birgðir, flutningur, óþarfa aðgerðir, offramleiðsla o.fl. 

Guðmundur Þorsteinsson sagði stjórnendur kvarta yfir frumkvæðisskorti hjá starfsmönnum og starfsmenn kvarta yfir hvatningu frá stjórnendum.  Guðmundur sagði breytingar geta gerst hratt.  Hann sýndi einstaklega skemmtilegt myndband af framkvæmdastjóra Heimkaupa. Hægt er að bæta öll ferli.  Í Heimkaup eru umbætur alla daga hjá öllum og þau geta náð 100 litlum  breytingum.  Einnig voru sýndar breytingar í bakenda hjá Krónunni. Videóin eru kúltúrinn sem breytir öllu.  Allir starfsmenn vilja sýna videó og deila.   Fæst fyrirtæki veita starfsmönnum umboð til umbóta en sé það gert gerast töfrarnir.  Að gera video er lykillinn að góðum umbótum. 

Í lokin sýndi Pétur Arason videó frá skrifstofu Alþingis og frá Akureyrarbæ þar sem verið er að dreifa þekkingu. Þegar aðrir sjá að einn starfsmaðurinn er að breyta þá byrja hinir að gera það.  Videóin er gríðarlega góð aðferð. En hvernig breytum við menningu fyrirtæja?  Oft gleymist menningin og tólin eru eingöngu notuð.  Með því að setja upp video er frábært að fá umbætur frá öðrum.  Engin nefnd er að skoða hugmyndir, það þarf að sleppa þessu lausu og gefa fólkinu valdið og leyfa því að breyta sínu eigin starfsumhverfi.  Pappakassi til að setja í hugmyndir í drepur þær því þá er einhver nefnd að vinna úr hugmyndunum.  Allt snýst á endanum um að þjálfa fólk og lyfta því á annað level, búa til umbótamenningu.  Það er ekki hægt að búa til umbótamenningu stöðugra umbóta með því að fara í átök heldur verður það að vera hluti af daglegu starfi.  Umbæturnar eiga alltaf á endanum að hafa áhrif á viðskiptavininn.  Hvernig upplifir viðskiptavinurinn þjónustuna eða vöruna.  Setjið myndavélalinsuna á viðskiptavininn.  Hamingjusamt fólk býr til hamingjusama viðskiptavini.  Settu súrefnisgrímuna fyrst á þig, síðan á börnin.  Þetta er endalaus vegferð, áskorun á núverandi ástand!  Það á að vinna í hamingju starfsmanna daglega. Fyrirlesturinn endaði á frábæru myndbandi frá FESTI.  Árangur og tengsl milli fólks er undirstaða þess að ná aukinni tengsl og betri fyrirtækjamenningu.  Gefðu fólki leyfi til að blómstra!

 

 

Um viðburðinn

2 sekúndna Lean

2 Sekúndna Lean – einföld, mannleg og skemmtileg nálgun

Grunnhugsun 2 Sekúndna Lean (2SL) nálgunarinnar í sinni einföldustu mynd snýst um:

  • Að kenna öllum að sjá sóun
  • Fara í stríð við sóun
  • Taka upp myndbönd af umbótum
  • Aldrei gefast upp!

2SL er sprottið frá frumkvöðlinum, fyrirlesaranum og Lean brjálæðingnum Paul Akers en hann hefur slegið í gegn með einstakri og einfaldri sýn á Lean. Paul, sem er eigandi FastCap og höfundur bókarinnar 2 Second Lean hefur innleitt Lean í fyrirtækinu sínu með því einfalda móttói að hver og einn starfsmaður framkvæmi umbætur á hverjum degi sem nemur allavega tveimur sekúndum. Lætur kannski lítið yfir sér en kraftur stöðugra umbóta kemur fyrst í ljós þegar allir leggjast á eitt og vinna sífellt að umbótum. Allir – alla daga.

 

Um fyrirlesara:

Pétur Arason er Chief Challenger of Status Quo hjá Manino og stofnandi Icelandic Lean Institute. Pétur er M.Sc. rekstrarverkfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum breytingaverkefnum og innleitt Lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt Lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla íslands. Hægt er að fylgjast með Manino á Facebook.

Guðmundur Ingi er eigandi Lean ráðgjöf og hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði. Guðmundur er með B.Sc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í framleiðsluverkfræði með áherslu á Lean frá KTH, Stokkhólmi. Hægt er að fylgjast með Lean ráðgjöf á Facebook.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?