2 sekúndna Lean

Það voru þau Pétur Arason, Maríanna Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Þorsteinsson frá MANINO sem kynntu fyrir Stjórnvísifélögum grunnhugsun 2 Sekúndna Lean (2SL) nálgunarinnar sem í sinni einföldustu mynd snýst um: Að kenna öllum að sjá sóun Fara í stríð við sóun Taka upp myndbönd af umbótum og Aldrei gefast upp!

2SL er sprottið frá frumkvöðlinum, fyrirlesaranum og Lean brjálæðingnum Paul Akers en hann hefur slegið í gegn með einstakri og einfaldri sýn á Lean. Paul, sem er eigandi FastCap og höfundur bókarinnar 2 Second Lean hefur innleitt Lean í fyrirtækinu sínu með því einfalda móttói að hver og einn starfsmaður framkvæmi umbætur á hverjum degi sem nemur allavega tveimur sekúndum. Lætur kannski lítið yfir sér en kraftur stöðugra umbóta kemur fyrst í ljós þegar allir leggjast á eitt og vinna sífellt að umbótum. Allir – alla daga. 

Manino teymið brennur fyrir að breyta stjórnun með því að ýta stjórnendum út fyrir kassann.  En hvað þarf að gera til að fara í slíka vegferð?  Það sem veitir mesta forskotið er að vinna í menningu fyrirtækja.  Slíkt er ekki auðvelt því þá erum við að vinna með fólk.  Lean snýst um stöðugar umbætur, betur í dag en í gær.  En rauntilgangurinn er að þróa starfsfólk og að starfsmenn séu hamingjusamur.  Slíkt hefur allt með menningu að gera.  Þannig fæst meira virði fyrir viðskiptavininn.  Maríanna sýndi myndband sem staðfesti að það er eiginleiki okkar að hjálpa öðrum.  Í dags daglegri vinnu er rýmið okkar oft stútfullt af alls kyns verkefnum sem gera okkur ekki kleift að stunda nýsköpun.  Fyrirtæki eiga að skapa menningu þar sem sést sóun og ferli eru stöðugt bætt og fólk er hamingjusamt í vinnunni.  Um leið og sóun er tekin út þá skapast rými fyrir nýsköpun.  Mikilvægt er að draga úr sóun og gera reksturinn hagkvæmari.  Allt byrjar á okkur sjálfum þ.e. starfsfólkinu. Stjórnendur þurfa að lifa gildin.  Stærstu hindranirnar í umbótamenningu eru: Æðstu stjórnendur, millistjórnendur og verkstjórar.  Ástæðan er sú að þeir eru fastir í viðjum vanans.  Paul A.Akers gaf út bókina 2 sekúndna Lean sem fjallar um hvernig á að þróa fóllk og byggja lean-menningu.  Nálgun hans er að kenna fólki að sjá sóun, fara í stríð við sóun, taka upp stutt vídeó og deila og aldrei að gefast upp.  Hann er með fyrirtækið www.fastcap.com og hann hvetur fólk til að bæta sig um 2 sekúndur á dag.  Að stíga hænufet á hverjum degi er að setja fókus á hlutina og þá vex og dafnar það sem er hlúð að og verður að líffstíl.  Tegundir sóunar eru gallar, hreyfing, seinkanir, biðtími, birgðir, flutningur, óþarfa aðgerðir, offramleiðsla o.fl. 

Guðmundur Þorsteinsson sagði stjórnendur kvarta yfir frumkvæðisskorti hjá starfsmönnum og starfsmenn kvarta yfir hvatningu frá stjórnendum.  Guðmundur sagði breytingar geta gerst hratt.  Hann sýndi einstaklega skemmtilegt myndband af framkvæmdastjóra Heimkaupa. Hægt er að bæta öll ferli.  Í Heimkaup eru umbætur alla daga hjá öllum og þau geta náð 100 litlum  breytingum.  Einnig voru sýndar breytingar í bakenda hjá Krónunni. Videóin eru kúltúrinn sem breytir öllu.  Allir starfsmenn vilja sýna videó og deila.   Fæst fyrirtæki veita starfsmönnum umboð til umbóta en sé það gert gerast töfrarnir.  Að gera video er lykillinn að góðum umbótum. 

Í lokin sýndi Pétur Arason videó frá skrifstofu Alþingis og frá Akureyrarbæ þar sem verið er að dreifa þekkingu. Þegar aðrir sjá að einn starfsmaðurinn er að breyta þá byrja hinir að gera það.  Videóin er gríðarlega góð aðferð. En hvernig breytum við menningu fyrirtæja?  Oft gleymist menningin og tólin eru eingöngu notuð.  Með því að setja upp video er frábært að fá umbætur frá öðrum.  Engin nefnd er að skoða hugmyndir, það þarf að sleppa þessu lausu og gefa fólkinu valdið og leyfa því að breyta sínu eigin starfsumhverfi.  Pappakassi til að setja í hugmyndir í drepur þær því þá er einhver nefnd að vinna úr hugmyndunum.  Allt snýst á endanum um að þjálfa fólk og lyfta því á annað level, búa til umbótamenningu.  Það er ekki hægt að búa til umbótamenningu stöðugra umbóta með því að fara í átök heldur verður það að vera hluti af daglegu starfi.  Umbæturnar eiga alltaf á endanum að hafa áhrif á viðskiptavininn.  Hvernig upplifir viðskiptavinurinn þjónustuna eða vöruna.  Setjið myndavélalinsuna á viðskiptavininn.  Hamingjusamt fólk býr til hamingjusama viðskiptavini.  Settu súrefnisgrímuna fyrst á þig, síðan á börnin.  Þetta er endalaus vegferð, áskorun á núverandi ástand!  Það á að vinna í hamingju starfsmanna daglega. Fyrirlesturinn endaði á frábæru myndbandi frá FESTI.  Árangur og tengsl milli fólks er undirstaða þess að ná aukinni tengsl og betri fyrirtækjamenningu.  Gefðu fólki leyfi til að blómstra!

 

 

Um viðburðinn

2 sekúndna Lean

2 Sekúndna Lean – einföld, mannleg og skemmtileg nálgun

Grunnhugsun 2 Sekúndna Lean (2SL) nálgunarinnar í sinni einföldustu mynd snýst um:

  • Að kenna öllum að sjá sóun
  • Fara í stríð við sóun
  • Taka upp myndbönd af umbótum
  • Aldrei gefast upp!

2SL er sprottið frá frumkvöðlinum, fyrirlesaranum og Lean brjálæðingnum Paul Akers en hann hefur slegið í gegn með einstakri og einfaldri sýn á Lean. Paul, sem er eigandi FastCap og höfundur bókarinnar 2 Second Lean hefur innleitt Lean í fyrirtækinu sínu með því einfalda móttói að hver og einn starfsmaður framkvæmi umbætur á hverjum degi sem nemur allavega tveimur sekúndum. Lætur kannski lítið yfir sér en kraftur stöðugra umbóta kemur fyrst í ljós þegar allir leggjast á eitt og vinna sífellt að umbótum. Allir – alla daga.

 

Um fyrirlesara:

Pétur Arason er Chief Challenger of Status Quo hjá Manino og stofnandi Icelandic Lean Institute. Pétur er M.Sc. rekstrarverkfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum breytingaverkefnum og innleitt Lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt Lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla íslands. Hægt er að fylgjast með Manino á Facebook.

Guðmundur Ingi er eigandi Lean ráðgjöf og hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði. Guðmundur er með B.Sc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í framleiðsluverkfræði með áherslu á Lean frá KTH, Stokkhólmi. Hægt er að fylgjast með Lean ráðgjöf á Facebook.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Ávinningur af stjórnkerfisstöðlunum ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001 - Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands

Hér er stórmerkilegur viðburður fyrir allt áhugafólk um ávinning af notkun stjórnkerfisstaðlanna ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001. 

Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.

Höfundar: Elín Huld Hartmannsdóttir MIS, gæða- og skjalastjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Jóhanna Gunnlaugsdóttir PhD, prófessor emerítus.

Nánari texta um erindið er að finna í heildardagskrá ráðstefnunnar, undir síðasta erindinu sem er nr. 46: https://virtual.oxfordabstracts.com/event/73508/session/134454

Vonandi hafa sem flestir tök á að hlýða á þær Elínu Huld og Jóhönnu á föstudaginn kemur.

 

Notkun skapandi gervigreindar meðal stjórnenda tvöfaldast í 72% á milli ára

"Samkvæmt könnun þar sem rætt var við yfir 800 stjórnendur kemur í ljós að vikuleg notkun á skapandi gervigreindar hefur nær tvöfaldast, úr 37% árið 2023 í 72% árið 2024, með miklum vexti í deildum sem áður voru hægari að tileinka sér tæknina, svo sem markaðs- og mannauðsdeildum. Þrátt fyrir aukna notkun standa fyrirtæki enn frammi fyrir áskorunum þegar kemur að því að meta fullan ávinning og arðsemi gervigreindarinnar."

Hér er ný skýrsla frá The Wharton School:
https://ai.wharton.upenn.edu/focus-areas/human-technology-interaction/2024-ai-adoption-report/

Heimsókn í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Við vorum svo heppin að fá boð í heimsókn til HVIN, þar sem Ásdís Halla Bragadóttir  ráðuneytisstjóri og Þórir Hrafnsson mannauðsstjóri tóku á móti okkur í nýju og glæsilegu húsi ráðuneytisins að Reykjastræti 6.
 
Ásdís Halla fór vel yfir það sem þau kalla Stiklur í starfsemi sinni og er leiðarvísir þeirra að árangri fyrir Ísland. HVÍNandinn var ræddur sem leggur áherslu á að samstarfsfólk hjálpist að og vandi sig, viðurkenni mistök og læri af þeim, hlusti, virði og sýni hvert öðru umhyggju, gleðjist og fagni áföngum og viðhaldi heiðarlegum samskiptum. Þau Ásdís Halla og Þórir telja að þetta sé búið að ganga mjög vel og húsið sé eins og hannað fyrir þessi samskipti með opnum rýmum.
 
Þau fóru einnig vel yfir hvernig verkefni innan ráðuneytisins eru unnin. Þá er verkefnum forgangsraðað og þau bútuð niður og unnin í tímasettum sprettum. Þau beita sýnilegri stjórnun þar sem farið er yfir sprettina einu sinn í viku á töflum sem eru sýnilegar öllum. Með þessari aðferð hefur náðst að ljúka við fleiri verkefni, einnig þau sem alla jafna þurfa að bíða þegar önnur mikilvæg verkefni sem brennur á að ljúka koma fram. Verkefnin eru skilgreind sem þríþætt, sífellu verkefni, tilfallandi verkefni og sprettir. Verkefnin eru eðlilega ólík að stærð og úrlausnir þeirra kalla oft á ólík vinnubrögð.  Verklagið stýrir því í hvaða flokk verkefnin fara og stundum geta þau þróast þannig að þau færast á milli flokka.
 
Starfsfólk ráðuneytisins starfar í þverfaglegum teymum þar sem sérfræðingar frá ólíkum skrifstofum starfa saman og leiða saman einstaklinga sem hafa sérþekkingu á ólíkum sviðum. Að lokum fengum við túr um húsnæðið þar sem einn starfsmaður frá hverri skrifstofu sagði stuttlega frá þeirra verkefnum og uppbyggingu.
 
Heimsóknin var virkilega skemmtileg og fróðleg, það var gaman að spjalla við starfsfólkið og allir tóku hópnum okkar vel. Við þökkum öllum í HVIN fyrir að gefa sér þennan dýrmæta tíma til að taka á móti okkur og félögum okkar í breytingastjórnunarhópnum. 

Traust ....í samhengi við góða stjórnarhætti

Mánudaginn 21. október var haldinn viðburður í húsakynnum Akademías í Borgartúni.

Formaður faghóps um góða stjórnarhætti hélt stuttan inngang en að því loknu flutti Dr. Eyþór Ívar Jónsson ákaflega áhugavert og fróðlegt erindi um traust í samhengi við góða/ábyrga stjórnarhætti. Þar fór hann yfir nokkrar kenningar um traust og setti í samhengi við fyrirtækjarekstur, stjórnarhætti, teymisvinnu og fleiri þætti.

Óhætt er að segja að gerður hafi verið góður rómur að erindinu og að því loknu áttu sér stað líflegar umræður og skoðanaskipti sem tengdust efni erindisins, störfum stjórna og stjórnarháttum almennt.

"Slæður/glærur" eru aðgengilegar og einnig er von á að hægt verði að birta upptöku af viðburðinum fljótlega.

Námskeið: Mitigating Unconscious Bias in the Workplace

12/11/2024 – 03/12/2024 (Four online sessions every Tuesday from 9:00 to 12:00, starting on 12th of November)

We are bombarded by millions of pieces of information every day and we simply don’t have the mental capacity to deal with it all consciously. So we develop the habit of taking mental shortcuts that lead to snap judgments (often based on identifiers such as gender, ability, race, sexual orientation, and age) about people’s talents or character. Naturally, sometimes we misjudge people, make mistakes and assumptions that negatively impact workplace safety, recruitment, and promotions decisions, interactions with colleagues, customers, and partners.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?