Það voru þau Pétur Arason, Maríanna Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Þorsteinsson frá MANINO sem kynntu fyrir Stjórnvísifélögum grunnhugsun 2 Sekúndna Lean (2SL) nálgunarinnar sem í sinni einföldustu mynd snýst um: Að kenna öllum að sjá sóun Fara í stríð við sóun Taka upp myndbönd af umbótum og Aldrei gefast upp!
2SL er sprottið frá frumkvöðlinum, fyrirlesaranum og Lean brjálæðingnum Paul Akers en hann hefur slegið í gegn með einstakri og einfaldri sýn á Lean. Paul, sem er eigandi FastCap og höfundur bókarinnar 2 Second Lean hefur innleitt Lean í fyrirtækinu sínu með því einfalda móttói að hver og einn starfsmaður framkvæmi umbætur á hverjum degi sem nemur allavega tveimur sekúndum. Lætur kannski lítið yfir sér en kraftur stöðugra umbóta kemur fyrst í ljós þegar allir leggjast á eitt og vinna sífellt að umbótum. Allir – alla daga.
Manino teymið brennur fyrir að breyta stjórnun með því að ýta stjórnendum út fyrir kassann. En hvað þarf að gera til að fara í slíka vegferð? Það sem veitir mesta forskotið er að vinna í menningu fyrirtækja. Slíkt er ekki auðvelt því þá erum við að vinna með fólk. Lean snýst um stöðugar umbætur, betur í dag en í gær. En rauntilgangurinn er að þróa starfsfólk og að starfsmenn séu hamingjusamur. Slíkt hefur allt með menningu að gera. Þannig fæst meira virði fyrir viðskiptavininn. Maríanna sýndi myndband sem staðfesti að það er eiginleiki okkar að hjálpa öðrum. Í dags daglegri vinnu er rýmið okkar oft stútfullt af alls kyns verkefnum sem gera okkur ekki kleift að stunda nýsköpun. Fyrirtæki eiga að skapa menningu þar sem sést sóun og ferli eru stöðugt bætt og fólk er hamingjusamt í vinnunni. Um leið og sóun er tekin út þá skapast rými fyrir nýsköpun. Mikilvægt er að draga úr sóun og gera reksturinn hagkvæmari. Allt byrjar á okkur sjálfum þ.e. starfsfólkinu. Stjórnendur þurfa að lifa gildin. Stærstu hindranirnar í umbótamenningu eru: Æðstu stjórnendur, millistjórnendur og verkstjórar. Ástæðan er sú að þeir eru fastir í viðjum vanans. Paul A.Akers gaf út bókina 2 sekúndna Lean sem fjallar um hvernig á að þróa fóllk og byggja lean-menningu. Nálgun hans er að kenna fólki að sjá sóun, fara í stríð við sóun, taka upp stutt vídeó og deila og aldrei að gefast upp. Hann er með fyrirtækið www.fastcap.com og hann hvetur fólk til að bæta sig um 2 sekúndur á dag. Að stíga hænufet á hverjum degi er að setja fókus á hlutina og þá vex og dafnar það sem er hlúð að og verður að líffstíl. Tegundir sóunar eru gallar, hreyfing, seinkanir, biðtími, birgðir, flutningur, óþarfa aðgerðir, offramleiðsla o.fl.
Guðmundur Þorsteinsson sagði stjórnendur kvarta yfir frumkvæðisskorti hjá starfsmönnum og starfsmenn kvarta yfir hvatningu frá stjórnendum. Guðmundur sagði breytingar geta gerst hratt. Hann sýndi einstaklega skemmtilegt myndband af framkvæmdastjóra Heimkaupa. Hægt er að bæta öll ferli. Í Heimkaup eru umbætur alla daga hjá öllum og þau geta náð 100 litlum breytingum. Einnig voru sýndar breytingar í bakenda hjá Krónunni. Videóin eru kúltúrinn sem breytir öllu. Allir starfsmenn vilja sýna videó og deila. Fæst fyrirtæki veita starfsmönnum umboð til umbóta en sé það gert gerast töfrarnir. Að gera video er lykillinn að góðum umbótum.
Í lokin sýndi Pétur Arason videó frá skrifstofu Alþingis og frá Akureyrarbæ þar sem verið er að dreifa þekkingu. Þegar aðrir sjá að einn starfsmaðurinn er að breyta þá byrja hinir að gera það. Videóin er gríðarlega góð aðferð. En hvernig breytum við menningu fyrirtæja? Oft gleymist menningin og tólin eru eingöngu notuð. Með því að setja upp video er frábært að fá umbætur frá öðrum. Engin nefnd er að skoða hugmyndir, það þarf að sleppa þessu lausu og gefa fólkinu valdið og leyfa því að breyta sínu eigin starfsumhverfi. Pappakassi til að setja í hugmyndir í drepur þær því þá er einhver nefnd að vinna úr hugmyndunum. Allt snýst á endanum um að þjálfa fólk og lyfta því á annað level, búa til umbótamenningu. Það er ekki hægt að búa til umbótamenningu stöðugra umbóta með því að fara í átök heldur verður það að vera hluti af daglegu starfi. Umbæturnar eiga alltaf á endanum að hafa áhrif á viðskiptavininn. Hvernig upplifir viðskiptavinurinn þjónustuna eða vöruna. Setjið myndavélalinsuna á viðskiptavininn. Hamingjusamt fólk býr til hamingjusama viðskiptavini. Settu súrefnisgrímuna fyrst á þig, síðan á börnin. Þetta er endalaus vegferð, áskorun á núverandi ástand! Það á að vinna í hamingju starfsmanna daglega. Fyrirlesturinn endaði á frábæru myndbandi frá FESTI. Árangur og tengsl milli fólks er undirstaða þess að ná aukinni tengsl og betri fyrirtækjamenningu. Gefðu fólki leyfi til að blómstra!