Þurfum við Lean teymi innan fyrirtækisins ?

Tvö erindi voru flutt á fundi faghóps um Lean í HR þar sem leitað var svara við því hvort þörf sé fyrir Lean teymi innan fyrirtækja.

Það voru þau Helga Halldórsdóttir liðsstjóri í straumlínustjórnunar teymi Arion banka og Hjálmar Eliesersson verkefnastjóra hjá Icelandair sem sögðu frá reynslu sinni og lærdómi. Við innleiðingu straumlínustjórnunar hafa mörg fyrirtæki og stofnanir farið þá leið að mynda faghóp eða teymi sérfræðinga sem sérhæfa sig í aðferðarfræðinni. Hlutverk þessara teyma eru mismunandi, staðsetning í skipuriti ólík og líftími þeirra breytilegur.

Það er rekstrarstýring Icelandair sem heldur utan um formlegt Lean starf Icelandair og heyrir rekstrarstýring undir fjármálasvið, gengur því um leið þvert á allt fyrirtækið. Það eru alls staðar tækifæri til að gera betur í ferlum, það er aldrei neitt búið.  Allt er keyrt á PDCA hugmyndafræði, sýnilegri stjórnun, verefnatöflum, stöðufundum og kaizen.  Hjá Icelandair er gríðarleg sérfræðiþekking til staðar hjá starfsmönnum og starfsmenn eru stærsta auðlindin.  Alltaf er verið að þjálfa fólk í þessum hugsunarhætti og hugmyndafræði.  Icelandair er á réttri leið. Fjöldi verkefna er alltaf að aukast og mikil áhersla hefur verið á sýnilega stjórnun.  Allt í flug-og lyfjaiðnaði er í reglugerð og með mestu reglugerðir í heiminum.  En ef þú ert inn í skýli hvernig á að raða inn?  Þetta eru mjög fjölbreytt verkefni og það eru starfsmenn sem vinna verkefnin.  Varðandi verkefni, þá eru verkefni skópuð saman og settur er upp móðurþristur, Starfsmenn þurfa að geta séð hvað er í gangi og verkefnin verða að vera sýnileg. 

Lykilatriðið er að mæla ávinning, hann þarf að vera sýnilegur.  Mikill ávinningur hefur náðst í RUSH farangri,  Ferlið var gjörbreytt og í nýja kerfinu tekur einungis 97 klst. að afgreiða það sem áður tók 647 klst.  Rauntímamæling er orðin á farangri og Isavia og Icelandair vinna saman.  Lean fólk á að vera sýnilegt.   Annað verkefni var innleiðing nýrra flugvéla í flotann, ferli voru endurhönnuð.  Plan vs Actual var mælikvarðinn.  Nýlega opnaði nýtt skýli og settur var í gang umbótahópur.  Ef unnið er á væng þá eyðir flugvirkinn ekki lengur tíma í að sækja varahluti, allt er til staðar.  Stöðugar umbætur þurfa að eiga sér stað.  Á lagernum er allt skannað inn og út þ.e. ekkert týnist lengur því rekjanleikinn er algjör.  Þessi vinna er búin að standa yfir í 5 ár; hver fyllir á skápinn sem flugvirkjar nota? Hvar fær hann tilteknar vörur? Þetta er flókið en skemmtilegt.   Nýtt þjálfunarsetur var tekið í notkun sem þjálfar flugliða, töluverður fjöldi fer í gegn á hverju ári.  Þar er fullkomin aðstaða til þjálfunar og stöðlun með 5S.  Umbótastarf er ekki bara að kortleggja og endurhanna ferli heldur koma auga á sóun í ferlum og verklagi, að endurbæta vinnustaðinn og keyra verkefni.  Mikilvægt er að tengja umbótastarf við gildi og ávinning. 

En hvað virkar ekki? Það virkar ekki að byrja strax á því sem er dýpst í verkfærakistunni.  Mikilvægast er að sjá stóru myndina, PDCA, af hverju erum við að þessu? Stuðningur lykilmanna e lykilatriði ef þeir eru ekki um borð þá er eins hægt að gleyma verkefninu, Að viðurkenna ekki mistök virkar ekki heldur.  Það er svo mikill lærdómur í því sem fer úrskeiðis.  Skammtímahugsun virkar ekki, umbótastarf er langtímahugsun, fjárfesting í framtíðinni.  Lean teymi er lykilatriði til að samræma og deila þekkingu.  Hlusta – Sjá – Tengja. 

 

Helga sagði að það væri fyrst og fremst fyrirtækjamenning sem kallar á sérstakan leiðtogastíl.  Árið 2011 ákvað Arion banki að fara þessa leið, vegferð A+ sem er Lean leið.  Þegar mest var voru 12 manns í teyminu en nú eru þau 5.  Þannig hefur þekkingin breiðst út um fyrirtækið.  Haldið er í grunninn á þessari aðferðafræði sem eru 5 linsur; rödd viðskiptavinar, skilvirk starfsemi, árangursstjórnun (mælikvarðar), skipulag, hugarfar og hegðun.  Farið er markvisst í gegnum hverja deild, byrjað var á útibúunum, síðan í aðalbankann og að lokum í innri endurskoðun.  Innleiðingin er mikilvægust.  Starfsemin er greind.  Dæmi um áætlun er 18 vikna ferli. Undirbúningur, greining, hönnun, innleiðing og eftirfylgni.  Þegar farið er í innleiðingu er stillt upp ákveðnu teymi og unnið er algjörlega í verkefninu á meðan, ekkert annað.  Farið var yfir hlutverkið, undirbúninginn.  Mikilvægt er að lean-teymið þekki hvað er verið að vinna á hverjum stað.  Alltaf er heyrt í viðskiptavinum bæði innri og ytri.  Allir hafa rödd og eitthvað til málanna að leggja, á hvað á að leggja áherslu á og lagðar eru fram tilgátur.

Upplýsingagjöf er mikilvægur þáttur í innleiðingarferlinu.   Daglegir töflufundir A plús teymis ásamt tengilið frá sviðið.

En hvað er mikilvægt að hafa í huga varðandi innleiðingu á Lean? Í fyrsta lagi 1. Skuldbinding stjórnenda 2. Þjálfun 3. Verkáætlun og eftirfylgni 4. Auðlindir og upplýsingamiðlun 5. Lean verkfærakistan (velja þarf hvað hentar á hverjum stað?) í þjónustufyrirtækjum þarf minna af tólum en í framleiðslufyrirtæki. 

En hvað virkar?  Vera á staðnum, læra af reynslunni og vera ekki hræddur við að breyta, læra af reynslunni litlir sigrar fyrirmyndir skipta máli (gríðarlega mikilvægt), gefa öllum tækifæri, reynslusögur, velja verkefni sem selur,

Allir fái tækifæri til að tjá sig og byggja ákvarðanir á staðreyndum.  Lean teymi Arion banka heyrir undir mannauðssvið bankans sem heyrir undir skrifstofu bankastjóra.  Þau ætla sér að verða deild sem er stefnumiðaður samherji, þau þekkja starfið mjög vel og eru frábærir ráðgjafar að gera businesinn betri.  Lean snýst allt um fólkið og það er vegferðin sem Arion banki er á.  Verkefnið verður aldrei búið, Arion banki er lærdómsfyrirtæki, „Þetta er langhlaup og við erum bara rétt að byrja“.  

Um viðburðinn

Þurfum við Lean teymi innan fyrirtækisins ?

Við innleiðingu straumlínustjórnunar hafa mörg fyrirtæki og stofnanir farið þá leið að mynda faghóp eða teymi sérfræðinga sem sérhæfa sig í aðferðarfræðinni. Hlutverk þessara teyma eru mismunandi, staðsetning í skipuriti ólík og líftími þeirra breytilegur. Á fundinn fáum við Helgu Halldórsdóttur liðsstjóra í staumlínustjórnunarteymi Arion banka og Hjálmar Eliesersson verkefnastjóra hjá Icelandair til að segja frá reynslu sinni og lærdómi.

Fjallað verður um þróun á lean verkefnum og teymum innan fyrirtækja.

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?