Þurfum við Lean teymi innan fyrirtækisins ?

Tvö erindi voru flutt á fundi faghóps um Lean í HR þar sem leitað var svara við því hvort þörf sé fyrir Lean teymi innan fyrirtækja.

Það voru þau Helga Halldórsdóttir liðsstjóri í straumlínustjórnunar teymi Arion banka og Hjálmar Eliesersson verkefnastjóra hjá Icelandair sem sögðu frá reynslu sinni og lærdómi. Við innleiðingu straumlínustjórnunar hafa mörg fyrirtæki og stofnanir farið þá leið að mynda faghóp eða teymi sérfræðinga sem sérhæfa sig í aðferðarfræðinni. Hlutverk þessara teyma eru mismunandi, staðsetning í skipuriti ólík og líftími þeirra breytilegur.

Það er rekstrarstýring Icelandair sem heldur utan um formlegt Lean starf Icelandair og heyrir rekstrarstýring undir fjármálasvið, gengur því um leið þvert á allt fyrirtækið. Það eru alls staðar tækifæri til að gera betur í ferlum, það er aldrei neitt búið.  Allt er keyrt á PDCA hugmyndafræði, sýnilegri stjórnun, verefnatöflum, stöðufundum og kaizen.  Hjá Icelandair er gríðarleg sérfræðiþekking til staðar hjá starfsmönnum og starfsmenn eru stærsta auðlindin.  Alltaf er verið að þjálfa fólk í þessum hugsunarhætti og hugmyndafræði.  Icelandair er á réttri leið. Fjöldi verkefna er alltaf að aukast og mikil áhersla hefur verið á sýnilega stjórnun.  Allt í flug-og lyfjaiðnaði er í reglugerð og með mestu reglugerðir í heiminum.  En ef þú ert inn í skýli hvernig á að raða inn?  Þetta eru mjög fjölbreytt verkefni og það eru starfsmenn sem vinna verkefnin.  Varðandi verkefni, þá eru verkefni skópuð saman og settur er upp móðurþristur, Starfsmenn þurfa að geta séð hvað er í gangi og verkefnin verða að vera sýnileg. 

Lykilatriðið er að mæla ávinning, hann þarf að vera sýnilegur.  Mikill ávinningur hefur náðst í RUSH farangri,  Ferlið var gjörbreytt og í nýja kerfinu tekur einungis 97 klst. að afgreiða það sem áður tók 647 klst.  Rauntímamæling er orðin á farangri og Isavia og Icelandair vinna saman.  Lean fólk á að vera sýnilegt.   Annað verkefni var innleiðing nýrra flugvéla í flotann, ferli voru endurhönnuð.  Plan vs Actual var mælikvarðinn.  Nýlega opnaði nýtt skýli og settur var í gang umbótahópur.  Ef unnið er á væng þá eyðir flugvirkinn ekki lengur tíma í að sækja varahluti, allt er til staðar.  Stöðugar umbætur þurfa að eiga sér stað.  Á lagernum er allt skannað inn og út þ.e. ekkert týnist lengur því rekjanleikinn er algjör.  Þessi vinna er búin að standa yfir í 5 ár; hver fyllir á skápinn sem flugvirkjar nota? Hvar fær hann tilteknar vörur? Þetta er flókið en skemmtilegt.   Nýtt þjálfunarsetur var tekið í notkun sem þjálfar flugliða, töluverður fjöldi fer í gegn á hverju ári.  Þar er fullkomin aðstaða til þjálfunar og stöðlun með 5S.  Umbótastarf er ekki bara að kortleggja og endurhanna ferli heldur koma auga á sóun í ferlum og verklagi, að endurbæta vinnustaðinn og keyra verkefni.  Mikilvægt er að tengja umbótastarf við gildi og ávinning. 

En hvað virkar ekki? Það virkar ekki að byrja strax á því sem er dýpst í verkfærakistunni.  Mikilvægast er að sjá stóru myndina, PDCA, af hverju erum við að þessu? Stuðningur lykilmanna e lykilatriði ef þeir eru ekki um borð þá er eins hægt að gleyma verkefninu, Að viðurkenna ekki mistök virkar ekki heldur.  Það er svo mikill lærdómur í því sem fer úrskeiðis.  Skammtímahugsun virkar ekki, umbótastarf er langtímahugsun, fjárfesting í framtíðinni.  Lean teymi er lykilatriði til að samræma og deila þekkingu.  Hlusta – Sjá – Tengja. 

 

Helga sagði að það væri fyrst og fremst fyrirtækjamenning sem kallar á sérstakan leiðtogastíl.  Árið 2011 ákvað Arion banki að fara þessa leið, vegferð A+ sem er Lean leið.  Þegar mest var voru 12 manns í teyminu en nú eru þau 5.  Þannig hefur þekkingin breiðst út um fyrirtækið.  Haldið er í grunninn á þessari aðferðafræði sem eru 5 linsur; rödd viðskiptavinar, skilvirk starfsemi, árangursstjórnun (mælikvarðar), skipulag, hugarfar og hegðun.  Farið er markvisst í gegnum hverja deild, byrjað var á útibúunum, síðan í aðalbankann og að lokum í innri endurskoðun.  Innleiðingin er mikilvægust.  Starfsemin er greind.  Dæmi um áætlun er 18 vikna ferli. Undirbúningur, greining, hönnun, innleiðing og eftirfylgni.  Þegar farið er í innleiðingu er stillt upp ákveðnu teymi og unnið er algjörlega í verkefninu á meðan, ekkert annað.  Farið var yfir hlutverkið, undirbúninginn.  Mikilvægt er að lean-teymið þekki hvað er verið að vinna á hverjum stað.  Alltaf er heyrt í viðskiptavinum bæði innri og ytri.  Allir hafa rödd og eitthvað til málanna að leggja, á hvað á að leggja áherslu á og lagðar eru fram tilgátur.

Upplýsingagjöf er mikilvægur þáttur í innleiðingarferlinu.   Daglegir töflufundir A plús teymis ásamt tengilið frá sviðið.

En hvað er mikilvægt að hafa í huga varðandi innleiðingu á Lean? Í fyrsta lagi 1. Skuldbinding stjórnenda 2. Þjálfun 3. Verkáætlun og eftirfylgni 4. Auðlindir og upplýsingamiðlun 5. Lean verkfærakistan (velja þarf hvað hentar á hverjum stað?) í þjónustufyrirtækjum þarf minna af tólum en í framleiðslufyrirtæki. 

En hvað virkar?  Vera á staðnum, læra af reynslunni og vera ekki hræddur við að breyta, læra af reynslunni litlir sigrar fyrirmyndir skipta máli (gríðarlega mikilvægt), gefa öllum tækifæri, reynslusögur, velja verkefni sem selur,

Allir fái tækifæri til að tjá sig og byggja ákvarðanir á staðreyndum.  Lean teymi Arion banka heyrir undir mannauðssvið bankans sem heyrir undir skrifstofu bankastjóra.  Þau ætla sér að verða deild sem er stefnumiðaður samherji, þau þekkja starfið mjög vel og eru frábærir ráðgjafar að gera businesinn betri.  Lean snýst allt um fólkið og það er vegferðin sem Arion banki er á.  Verkefnið verður aldrei búið, Arion banki er lærdómsfyrirtæki, „Þetta er langhlaup og við erum bara rétt að byrja“.  

Um viðburðinn

Þurfum við Lean teymi innan fyrirtækisins ?

Við innleiðingu straumlínustjórnunar hafa mörg fyrirtæki og stofnanir farið þá leið að mynda faghóp eða teymi sérfræðinga sem sérhæfa sig í aðferðarfræðinni. Hlutverk þessara teyma eru mismunandi, staðsetning í skipuriti ólík og líftími þeirra breytilegur. Á fundinn fáum við Helgu Halldórsdóttur liðsstjóra í staumlínustjórnunarteymi Arion banka og Hjálmar Eliesersson verkefnastjóra hjá Icelandair til að segja frá reynslu sinni og lærdómi.

Fjallað verður um þróun á lean verkefnum og teymum innan fyrirtækja.

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?