Febrúar 2015

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
26
  •  
27 28 29 30
  •  
31
  •  
01
  •  
02
  •  
03
  •  
04 05 06
  •  
07
  •  
08
  •  
09
  •  
10 11 12
  •  
13
  •  
14
  •  
15
  •  
16
  •  
17 18 19 20
  •  
21
  •  
22
  •  
23
  •  
24 25 26 27
  •  
28
  •  
01
  •  

Big data - Viðskiptalegt notagildi og tæknihliðin

Big data - eða gagnagnótt eins og það heitir á íslensku - er fremur víðtækt hugtak sem tekur yfir ma. það gríðarlega magn gagna sem skapast í heiminum á degi hverjum, þá tækni, aðferðir og ferla við að höndla og vinna úr þessum gögnum og svo þau verðmæti/breytingar/hættur sem þessi vinna skapar fyrir fyrirtæki, stofnanir, neytendur og hópa.

Fyrirlesarar:

Páll Ríkharðsson, ráðgjafi hjá Herbert Nathan & Co og kennari við HR

Erindi Páls snýst um að skilgreina gagnagnótt og beina ljósi (með dæmisögum) að hvernig gagnagnótt mun m.a. breyta ákvarðanatöku í fyrirtækjum.

Grímur Tómasson, ráðgjafi hjá GT Hugbúnaðarráðgjöf og kennari við HR

Erindi Gríms mun taka tæknihliðina og sýna hvaða gagnagrunsfræði er grundvöllurinn fyrir notkunar.

Uppbygging áhættustýringar

Capacent hefur þróað aðferðarfræði sem byggir á alþjóðlegum stöðlum og er til þess gerð að fyrirtæki standi eftir með skýrari sýn yfir mögulega áhættu í rekstrinum en einnig að ljóst sé hvar nauðsynlegt er að grípa til aðgerða. Aðferðir Capacent stuðla að því að áhættuvitund starfsmanna aukist og stjórnendur séu betur upplýstir um stöðuna og um þær áhættur sem þarf að taka tillit til við rekstur fyrirtækja.

Nálgun Capacent snýst um að koma með heildstæða nálgun við uppbyggingu áhættustýringar, ekki einungis fyrir upplýsingatækni, heldur fyrir allan rekstur fyrirtækisins. Allar áhættur og atvik sem upp koma fara sama farveg og eru metnar eftir sömu viðmiðum. Áhættumat er notað í undirbúningi stærri verkefna til að greina enn frekar það sem mögulega getur haft áhrif á að niðurstaðan verði sú sem stefnt er að við upphaf.

Í kynningu sinni mun Capacent fara yfir uppbyggingu áhættustýringar, framkvæmd áhættumats og framsetningu niðurstaðna á greinilegan og skiljanlegan máta.

Framsögumenn: Ólafur R. Rafnsson, Sigurður Hjalti Kristjánsson og Símon Þorleifsson.

Staðsetning:
Capacent
Ármúli 13
108 Reykjavík

Mannamót á Kexinu miðvikudaginn 28.janúar kl.17:-18:30

Fyrsta Mannamót ársins verður haldið að þessu sinn í samstarfi við Stjórnvísi. Það verður haldið á KEXINU nk. miðvikudag frá kl. 17-18.30. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Fyrirlesarar kvöldsins verða:

Sesselja Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri og stofnandi Tagplay, mun fjalla um nýtt sprotafyrirtæki sitt, Tagplay, sem hefur þróað hugbúnað sem gerir fyrirtækjum kleift að uppfæra heimasíður sínar með notkun samfélagsmiðla.
Sjá myndband hér
https://www.youtube.com/watch?v=0fdAswInuyw&feature=youtu.be

Rúna Magnúsdóttir, alþjóðlegur fyrirlesari og stjórnendamarkþjálfi mun fjalla um hvernig fólk getur fundið og ,,brandað" sinn eigin X-factor.
Sjá myndband hér
https://www.youtube.com/watch?v=mGEZEOI9A6g&feature=youtu.be

Hér er slóðin að glærunum á slideshare -
http://www.slideshare.net/RunaMagnusdottir/xfactor-imark

Embed slóð til að setja á heimasíðu:

Allir eru mikilvægir í gæðastarfinu. Hvernig virkjum við starfsfólkið og aðra stjórnendur með okkur?

Allir eru mikilvægir í gæðastarfinu. Hvernig virkjum við starfsfólkið og aðra stjórnendur með okkur?
Starfsmenn eru auðlind fyrirtækja og allir eru þeir mikilvægir þegar kemur að því að bæta gæði, auka framleiðni og draga úr kostnaði. Til að ná markmiðum um stöðugar umbætur á öllum sviðum er nauðsynlegt að virkja starfsmenn - það verða allir að draga vagninn. Millistjórnendur gegna þar lykilhlutverki.

Í erindi sínu mun Björg Eggertsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri, fjalla um hlutverk stjórnenda, sérstaklega millistjórnenda, og þær leiðir sem eru færar fyrir þá til að virkja starfsfólk meðal annars hvatningu og ábendingakerfi. Ennfremur nauðsynlegar forsendur til að árangur verði sem mestur. Viðfangsefnið verður skoðað frá þremur sjónarhornum, það er einstaklingnum, teyminu og skipulagsheildinni því mikilvægt samhengi er á milli þessara þátta.

Fyrirlesari: Björg Eggertsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri.
Dagsetning, tími: 29. janúar kl. 8:30 - 10:00.
Staðsetning: Innovation House, Eiðistorgi 13-15. Gengið er inn á Eiðistorg, upp á 2.hæð gegnt Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð Innovation House.

Lean á Landspítalanum - stuðningur frá McKinsey.

Landspítali hóf LEAN vegferð sína haustið 2011 með stuðningi frá McKinsey. Margt hefur áunnist á þessum tíma en mikið verk óunnið.
Landspítali mun kynna stuttlega vegferð sína en leggja megináherslu á dæmi þar sem lean aðferðafræði hefur verið beitt.

Fundurinn verður á Landspítala Hringbraut, Hringsal, fundarsalur á Barnaspítalanum, 4. febrúar kl. 8:30 - 10:00.

Íslenska ánægjuvogin 2014

Afhending Íslensku ánægjuvogarinnar 2014

Kynning á niðurstöðum mælinga 2014 og afhending viðurkenninga
Fimmtudaginn 5. febrúar 2015, kl. 8:30 -10:00
Grand Hótel - Hvammi - Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins.
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2014.

Þórhallur Ólafsson sérfræðingur hjá Capacent Gallup kynnir niðurstöður ánægjuvogarinnar 2014, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.
Fyrirkomulagi mælinga og viðurkenninga var breytt í fyrra og verður með sama hætti í ár.
08:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2014 veittar
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og Nótt Thorberg, stjórnarmaður Íslensku ánægjuvogarinnar afhenda viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.

Að kynningu og verðlaunaafhendingu lokinni munu framkvæmdastjórar/forstjórar þriggja fyrirtækja sem öll hafa staðið sig með ágætum í Íslensku ánægjuvoginni segja frá því hvernig unnið hefur verið markvisst með niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar í þeirra fyrirtækjum. Einnig verður forvitnilegt að heyra hvernig þessi fyrirtæki vinna með viðskiptavininum og hvernig þau þjálfa starfsmenn þannig að þeir veiti afburðaþjónustu.
.
Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is
Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is
Verð kr. 2.650.- greiðist á staðnum. Ef óskað er eftir skuldfærslu þarf að koma með beiðni

Samfélagsábyrgð og mannauður fyrirtækja

Samfélagsábyrgð er farin að skipa mikilvægan sess í starfsemi fyrirtækja og hefur hugtakið samfélagsábyrgð þróast í þá átt að snerta alla þætti í starfsemi fyrirtækja. Faghópar Stjórnvísi um samfélagsábyrgð fyrirtækja og mannauðsstjórnun hafa því skipulagt sameiginlegan fund þar sem fjallað verður um snertifleti samfélagsábyrgðar og mannauðs fyrirtækja.

Á fundinum mun Fanney Karlsdóttir, fræðslustjóri Betware, fjalla um þátttöku starfsfólks í innleiðingu á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans, mun svo fjalla um hvernig áherslur Landsbankans í samfélagsábyrgð hafa áhrif á mannauðsstjórnun bankans, s.s. ráðningar, þjálfun, frammistöðustjórnun, menningu o.fl.

Staðsetning: Mötuneyti Landsbankans Hafnarstræti 5 Reykjavík

Sameining stofnana og deilda hjá Samgöngustofu - Hvað þurfti til að láta allt ganga upp?

Samgöngustofa býður til fundar miðvikudaginn 11. febrúar 2015 að Ármúla 2, inngangur frá Háaleitisbraut.

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Dagný Jónsdóttir, mun taka á móti okkur og fara yfir sameiningu stofnana og deilda á einn stað undir merkjum
Samgöngustofu.

Verður meðal annars farið yfir þá fjölmörgu þætti sem verða að ganga upp til að vel takist til. Mun verða komið inn á það sem vel gekk og eins það sem betur hefði mátt fara.
Þáttur mannauðsmála verður skoðaður, aðkoma hins opinbera og fleira.

Mæting er kl. 8:30 og gert er ráð fyrir að viðburðurinn sé búinn kl. 10:00.

Þorsteinn Gunnarsson frá sprotafyrirtækinu Cooori segir reynslusögu fyrirtækisins.

Á fyrsta Nýsköpunarhádegi ársins mun Þorsteinn Gunnarsson frá sprotafyrirtækinu Cooori segja okkur reynslusögu fyrirtækisins.

Cooori var stofnað haustið 2010 og þróar nýstárlegar aðferðir til tungumálanáms byggðar á tækni sem getur umbylt tungumálanámi. Cooori lauk fyrstu fjármögnun í byrjun árs 2011 með aðkomu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins auk nokkurra engla. Fyrsta útgáfa lausnarinnar leit dagsins ljós um mitt ár 2012 og haustið 2013 vann Cooori eina virtustu frumkvöðlakeppni Japans. Í dag býður félagið upp á japönsku fyrir enskumælandi og ensku fyrir Japani. Síðastliðið haust lauk félagið öðrum hluta fjármögnunar sem leidd var af Eyri sprotum. Félagið er í dag með um 45.000 skráða notendur og leggur megináherslu á fyrirtækjamarkað í Japan.

Á Nýsköpunarhádegi mun Þorsteinn fjalla um sögu Cooori, fjármögnun félagsins, þróunarferlið og helstu áskoranir sem fyrirtækið hefur staðið frammi fyrir.

Að auki verða fulltrúar sjóðanna þriggja sem kynntir voru til sögunnar í síðustu viku, Brunnur, Eyrir Sprotar og Frumtak II, á staðnum. Þeir munu kynna sjóðina og spjalla við frumkvöðla að viðburði loknum.

Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit, Nýherja og Stjórnvísi og verða haldin reglulega á þriðjudögum í vetur.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Innovation House Reykjavik á Eiðistorgi klukkan 12:00

Vinnustofa í samningatækni fyrir stjórnir faghópa Stjórnvísi

Stjórnvísi býður stjórnum faghópa upp á vinnustofu í samningatækni. Ætlunin er að verðlauna fyrir gott starf.
Samningagerð og ákvörðunartaka kemur við sögu nánast daglega í starfi allra stjórnenda. Hvernig til tekst skiptir miklu máli fyrir velgengni stjórnenda og viðkomandi fyrirtækis. Þjálfa má upp hæfileikann til góðrar ákvörðunartöku umtalsvert með því að beita einföldum grundvallarreglum og vinnuaðferðum. Á þessari stuttu vinnustofu takast þátttakendur á við hagnýta æfingu í samningatækni og fá endurgjöf frá leiðbeinanda.
Lengd: 2 klst
Leiðbeinandi: Kristján Vigfússon, forstöðumaður MBA náms HR. Kristján er með MA próf í stjórnmálafræði og MBA próf frá HR

Staður: Háskólinn í Reykjavík, 2hæð stofa M215
Stund: 17.febrúar 16:30-18:30

Mat á forystu, samfélagslegum árangri og lykil árangri

Hvernig notum við CAF sjálfsmatslíkanið til að met árangur í forystu, samfélagslegum árangi, og lykil árangri.

Hvar er verið að gera vel í forystunni og hver er árangurinn og hvar má gera betur.

Farið er yfir CAF sjálfsmatslíkanið í þessum þáttum og tekið fyrir hvernig þetta hefur reynst í raunveruleikanum.

Sveigjanleiki og agi í verkefnum: Hvað er Wagile verkefnastjórnun?

Sveigjanleiki og agi í verkefnum: Hvað er Wagile verkefnastjórnun?

Leiðir í að vinna agað en viðhalda sveigjanleika í verkefnum með Agile og Waterfall = Wagile

Fimmtudaginn 19. febrúar kl. 15.30 - 16.30

Efni fundar:

Torveldur framgangur verkefna - hvað veldur?

Erum við að beita réttum verkfærum?

Takmarkanir Agile og Waterfall aðferða í verkefnastjórnun

Hvað er Wagile?

Notagildi Wagile

Spurningar og umræður í lokin

Fyrirlesari

Dan Morris, pistlahöfundur og ráðgjafi fjölmargra virtra fyrirtækja eins og t.d. Infosys og IBM. Dan er
höfundur 3. bóka, hefur birt yfir 50 greinar og skrifar reglulega pistla á PEX network vefsíðunni um
verkefnastjórnun, BPM og upplýsingatækni.

Staðsetning: Össur, Grjóthálsi 5, 3. hæð.

Kynning Dan fer fram á ensku.

Fyrir hvern er fundarefnið: Verkefnastjóra, starfsmenn og stjórnendur sem koma að
verkefnavinnu, starfsmenn í gæða- og ferlamálum auk starfsmanna í UT málum.

FUNDURINN FRESTAST v/veikinda: Vörustjórnun hjá Vífilfelli, ferlar og mælikvarðar

FUNDURINN FRESTAST v/veikinda - verður auglýstur aftur fljótlega:
Vörustjórnun hjá Vífilfelli, ferlar og mælikvarðar

Vala Rún Gísladóttir, sérfræðingur í framleiðslustjórnun og Rósa Dögg Gunnarsdóttir, forstöðumaður aðfangastýringar og söluáætlana halda erindi þar sem þær ætla að fjalla um vörustjórnun hjá Vífilfelli, þá ferla sem eru í notkun og þróun á árangursmælikvörðum í tengslum við vörustjórnun.

Svæðisgarðurinn á Snæfellsnesi

Svæðisgarður er samstarfsvettvangur þar sem byggt er á sérstöðu svæðis og hún nýtt á markvissan hátt til verðmætasköpunar. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður vorið 2014 af sveitarfélögum og félagasamtökum í atvinnulífi á Snæfellsnesi. Eitt af markmiðunum með stofnun garðsins er að vera samstarfsvettvangur sem stuðlar að efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum ávinningi.
Ragnhildur Sigurðardóttur umhverfisfræðingur og framkvæmdastjóri hins nýstofnaða Svæðisgarðs mun halda erindið. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta segir nokkur orð í upphafi fundar.
Heimasíða svæðisgarðsins er http://svaedisgardur.is/
Boðið verður upp á morgunbrauð frá kl. 8:15. Inngangur Vegagerðarinnar er á milli húsanna nr. 5 og 7 í Borgartúni (beint á móti Kaffitári). Fundarsalurinn er merktur með gulu skilti.

FUNDURINN FRESTAST: Kjörís á breytingatímum

FUNDURINN FRESTAST - verður auglýstur aftur fljótlega.

Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri hjá Kjörís mun segja ítarlega frá þeim breytingum sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum á undanförnum árum.

Hvað gerir þú er flytja skal hluta starfssemi fyrirtækis og enginn starfsmaður vill fylgja þér í því ferli?
Hvað gerir þú þegar þú stendur frammi fyrir því að þú ert ekki með söludeild lengur né skrifstofu?
1991 ákvað stjórn Kjörís að sameina alla starfssemi í Hveragerði og flytja söludeild og skrifstofuhald austur fyrir fjall.
Enginn starfsmaður vildi flytja úr Reykjavík austur þannig að ráða þurfti nýtt fólk í stað þeirra sem áður höfðu starfað í Reykjavík.
Einhverjir myndu segja að þetta væri óðs manns æði en útkoman varð ein besta ákvörðun sem tekin hefur verið í KJörís
Komdu og heyrðu söguna á bak við störfin.

Er gæðastjórnun misskilinn kostnaður?

Sameiginlegur viðburður tveggja faghópa, annars vegar Gæðastjórnun og hins vegar Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining.

Í drögum að nýrri útgáfu ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalsins sem gefinn verður út á árinu er ein af breytingunum frá fyrri útgáfu að aukin áhersla er lögð á að gæðastjórnun skili auknu virði fyrir skipuheildir og hagsmunaaðila. En hvernig á að meta virði gæðastjórnunar? Getur verið að gæðastjórar séu ekki að leggja nægilega áherslu á að sýna fram á virði gæðastjórnunar? Er mögulegt að af þeim sökum er litið frekar á gæðastjórnun sem kostnað en virðisauka? Í mörgum tilfellum, er litið svo á að kostnaður sé bara sá kostnaður sem er tilgreindur í rekstrarreikningi.

Rekstrarhæfi er hins vegar miklu víðtækara hugtak, en kostnaður í rekstrarreikningi til tólf mánaða. Reynt veður að svara þeirri spurningu hvernig gæðastjórnun, rekstrarkostnaður og rekstrarhæfi tengjast.

Reynslusaga fundarins verður frá Arion banka en farið verður yfir Gæðaverkfæri bankamannsins. Fjallað verður um straumlínustjórnun í daglegum rekstri og hvernig sett voru fram virðisaukandi markmið fyrir viðskiptavini bankans við opnun stærsta útibú hans

Fyrirlesarar:
Elín Ragnhildur Jónsdóttir, frá Gæðastjórnun
Einar Guðbjartsson, frá Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu
Ragnheiður Jóhannesdóttir, frá Arion banka

Kynning á ValuePlan áætlanakerfinu - ValuePlan á tímamótum - Áætlanagerð í heild- og smásölu

ValuePlan áætlanakerfið hefur verið í notkun hjá fjölda íslenskra fyrirtækja allt frá árinu 2003. Kerfið hefur verið þróað hratt áfram á undanförnum misserum. Þorsteinn Siglaugsson hjá Sjónarrönd kynnir helstu nýjungar í kerfinu og hvernig það styður við nýjungar í áætlanagerð s.s. Beyond Budgeting.

Brynja Blanda Brynleifsdóttir fjármálastjóri hjá A4 og Egilsson segir frá notkun ValuePlan kerfisins við sölu- og fjárhagsáætlanagerð, en kerfið var innleitt hjá fyrirtækinu síðastliðið haust.

Arjen Bruggemann, framkvæmdastjóri Ultima BV í Hollandi gerir að lokum stuttlega grein fyrir útrás ValuePlan kerfisins, sem nú er í startholunum.

Kynningin verður í sal Innovation House á 3ju hæð á Eiðistorgi.

Galdurinn við að skapa ánægjulega upplifun viðskiptavina

Upplifun viðskiptavina
-Galdurinn við að skapa ánægjulega upplifun viðskiptavina
Þriðjudagurinn, 3. mars, kl 8.30-10
Reykjavík City Hostel, Sundlaugavegur 34

Kl 8.30 - Margrét Reynidóttir, framkvæmdastjóri, Gerum betur ehf
-Er fræðilegt samhengi á milli starfsgleði og ánægjulegri upplifun ?
Margrét er höfundur 5 bóka um þjónustu og 6 þjónustumyndbanda um góða og slæma þjónustu.
Kl 8.50 - Sirra Sigríður Ólafsdóttir, rekstarstjóri Loft Hostel, Reykjavík City Hostel og Reykjavík Downtown Hostel
-Hver er galdurinn við að skapa ánægjulega upplifun?
Sirra er nýbúin að taka við tvennum verðlaunum sem 3.000 Hi-hostel keppa um.
Kl 8.50 - 9.05 - Sigríður Snævarr, sendiherra

  • Tengir á léttan og skemmtilegan hátt fyrirlesturinn Ástríðuna fyrir vinnunni við upplifun viðskiptavina.
    9.05 - 9.30 -Umræður

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2015

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2015 hinn 5. mars nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku í Turninum í Kópavogi kl. 16.00 til 18.00
Hér má sjá lista yfir þá sem voru tilnefndir: http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin/tilnefningar2015
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir en yfir fimmtíu stjórnendur hlutu tilnefningu til verðlaunanna og má sjá nöfn þeirra á vefnum http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin/tilnefningar2015
Dagskrá:
Setning hátíðar: Teitur Guðmundsson læknir, framkvæmdastjóri Heilsuverndar og formaður Stjórnvísi
Hátíðarstjóri: Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi

Fyrirlesarar: Þrír áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi sem tengist þema hátíðarinnar:
„Ísland, land tækifæranna, verðmætasköpun til framtíðar“.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og formaður samtaka ferðaþjónustunnar.
María Bragadóttir, framkvæmdastjóri Alvogen á Íslandi.
Jens Garðar Helgason formaður SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Bára Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Termu og formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2015.
Viðurkenning veitt heiðursfélaga Stjórnvísi 2015.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun
Aðgangur er ókeypis!

Dómnefnd 2015 skipa eftirtaldir:
Agnes Gunnarsdóttir, stundakennari við Háskólann á Bifröst
Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi Capacent
Bára Sigurðardóttir, formaður dómnefndar og mannauðsstjóri hjá Termu.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Helgi Þór Ingason, dósent og forstöðumaður MPM náms við HR.
Hjörleifur Pálsson, stjórnarmaður og ráðgjafi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin
Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Marel sem heilsueflandi vinnustaður

Marel býður upp á ávexti og brauðmeti föstudaginn 6. mars 2015 kl. 8.30-9.45 samhliða því að fjallað verður um heilsueflandi aðgerðir sem starfsfólki stendur til boða. Einnig verður fjallað um vinnuverndarmál, möguleika á líkamsrækt á vinnustað og breytingar á mötuneyti. Rúsínan í pylsuendanum: Hvað er Tour de Marel?

Fyrirlesarar eru:

Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri hjá Marel, Garðabæ
Ágúst Már Garðarson matreiðlsumaður

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?