Vegagerðin, Borgartúni 7, 105 Reykjavík hýsir
Öryggisstjórnun,
Svæðisgarður er samstarfsvettvangur þar sem byggt er á sérstöðu svæðis og hún nýtt á markvissan hátt til verðmætasköpunar. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður vorið 2014 af sveitarfélögum og félagasamtökum í atvinnulífi á Snæfellsnesi. Eitt af markmiðunum með stofnun garðsins er að vera samstarfsvettvangur sem stuðlar að efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum ávinningi.
Ragnhildur Sigurðardóttur umhverfisfræðingur og framkvæmdastjóri hins nýstofnaða Svæðisgarðs mun halda erindið. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta segir nokkur orð í upphafi fundar.
Heimasíða svæðisgarðsins er http://svaedisgardur.is/
Boðið verður upp á morgunbrauð frá kl. 8:15. Inngangur Vegagerðarinnar er á milli húsanna nr. 5 og 7 í Borgartúni (beint á móti Kaffitári). Fundarsalurinn er merktur með gulu skilti.