Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1. Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1, 101 Reykjavík, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar, ÖÖ: óvirkur: Kostnaðarstjórnun ,
Sameiginlegur viðburður tveggja faghópa, annars vegar Gæðastjórnun og hins vegar Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining.
Í drögum að nýrri útgáfu ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalsins sem gefinn verður út á árinu er ein af breytingunum frá fyrri útgáfu að aukin áhersla er lögð á að gæðastjórnun skili auknu virði fyrir skipuheildir og hagsmunaaðila. En hvernig á að meta virði gæðastjórnunar? Getur verið að gæðastjórar séu ekki að leggja nægilega áherslu á að sýna fram á virði gæðastjórnunar? Er mögulegt að af þeim sökum er litið frekar á gæðastjórnun sem kostnað en virðisauka? Í mörgum tilfellum, er litið svo á að kostnaður sé bara sá kostnaður sem er tilgreindur í rekstrarreikningi.
Rekstrarhæfi er hins vegar miklu víðtækara hugtak, en kostnaður í rekstrarreikningi til tólf mánaða. Reynt veður að svara þeirri spurningu hvernig gæðastjórnun, rekstrarkostnaður og rekstrarhæfi tengjast.
Reynslusaga fundarins verður frá Arion banka en farið verður yfir Gæðaverkfæri bankamannsins. Fjallað verður um straumlínustjórnun í daglegum rekstri og hvernig sett voru fram virðisaukandi markmið fyrir viðskiptavini bankans við opnun stærsta útibú hans
Fyrirlesarar:
Elín Ragnhildur Jónsdóttir, frá Gæðastjórnun
Einar Guðbjartsson, frá Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu
Ragnheiður Jóhannesdóttir, frá Arion banka