Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi. Eiðistorg, Reykjavik, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Allir eru mikilvægir í gæðastarfinu. Hvernig virkjum við starfsfólkið og aðra stjórnendur með okkur?
Starfsmenn eru auðlind fyrirtækja og allir eru þeir mikilvægir þegar kemur að því að bæta gæði, auka framleiðni og draga úr kostnaði. Til að ná markmiðum um stöðugar umbætur á öllum sviðum er nauðsynlegt að virkja starfsmenn - það verða allir að draga vagninn. Millistjórnendur gegna þar lykilhlutverki.
Í erindi sínu mun Björg Eggertsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri, fjalla um hlutverk stjórnenda, sérstaklega millistjórnenda, og þær leiðir sem eru færar fyrir þá til að virkja starfsfólk meðal annars hvatningu og ábendingakerfi. Ennfremur nauðsynlegar forsendur til að árangur verði sem mestur. Viðfangsefnið verður skoðað frá þremur sjónarhornum, það er einstaklingnum, teyminu og skipulagsheildinni því mikilvægt samhengi er á milli þessara þátta.
Fyrirlesari: Björg Eggertsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri.
Dagsetning, tími: 29. janúar kl. 8:30 - 10:00.
Staðsetning: Innovation House, Eiðistorgi 13-15. Gengið er inn á Eiðistorg, upp á 2.hæð gegnt Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð Innovation House.