Ármúli 13, 108 Reykjavík Ármúli 13, Ármúli 13, Reykjavik, Ísland
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur,
Capacent hefur þróað aðferðarfræði sem byggir á alþjóðlegum stöðlum og er til þess gerð að fyrirtæki standi eftir með skýrari sýn yfir mögulega áhættu í rekstrinum en einnig að ljóst sé hvar nauðsynlegt er að grípa til aðgerða. Aðferðir Capacent stuðla að því að áhættuvitund starfsmanna aukist og stjórnendur séu betur upplýstir um stöðuna og um þær áhættur sem þarf að taka tillit til við rekstur fyrirtækja.
Nálgun Capacent snýst um að koma með heildstæða nálgun við uppbyggingu áhættustýringar, ekki einungis fyrir upplýsingatækni, heldur fyrir allan rekstur fyrirtækisins. Allar áhættur og atvik sem upp koma fara sama farveg og eru metnar eftir sömu viðmiðum. Áhættumat er notað í undirbúningi stærri verkefna til að greina enn frekar það sem mögulega getur haft áhrif á að niðurstaðan verði sú sem stefnt er að við upphaf.
Í kynningu sinni mun Capacent fara yfir uppbyggingu áhættustýringar, framkvæmd áhættumats og framsetningu niðurstaðna á greinilegan og skiljanlegan máta.
Framsögumenn: Ólafur R. Rafnsson, Sigurður Hjalti Kristjánsson og Símon Þorleifsson.
Staðsetning:
Capacent
Ármúli 13
108 Reykjavík