Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi 1.desember nk. í Ölgerðinni kl.17:00-19:00.

Vordagskrá Stjórnvísi kynnt í Nauthól fimmtudaginn 8.janúar 2015.

Stjórnvísi þakkar stjórnum faghópa fyrir frábæra dagskrá það sem af er vetri og Stjórnvísifélögum fyrir þátttökuna sem hefur aldrei verið meiri. Í haust buðu faghóparnir upp á hvorki meira né minna en yfir 50 viðburði.
Þann 8.janúar kl.15:30-17:00 fer fram kynning á vordagskrá Stjórnvísi í Nauthól.
Stjórn Stjórnvísi og stjórnir allra faghópa Stjórnvísi munu kynna hvað er framundan hjá þeim í vor. Fundurinn er öllum opinn og félagar hvattir til að koma og kynna sér spennandi vordagskrá.
Dagskrá:
Teitur Guðmundsson, formaður stjórnar Stjórnvísi
Þjónustu og markaðsstjórnun
Viðskiptagreind
Virðismat og virðismatstækni
Viðskiptagreind
Verkefnastjórnun
Umhverfi-og öryggi
Stjórnun viðskiptaferla (BPM)
Stefnumótun og árangursmat
Samfélagsábyrgð fyrirtækja
Nýsköpun og sköpunargleði
kaffihlé
Markþjálfun
Mannauðsstjórnun
Lean-Straumlínustjórnun
Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining
ISO-hópur
Innkaup og innkaupastýring
Heilsueflandi vinnuumhverfi
Gæðastjórnun
Fjármál fyrirtækja
CAF/EFQM Sjálfsmatslíkan
Breytingastjórn

Hverju þarf að huga að vegna breytinga á ISO 9001 á árinu 2015?

ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalinn er nú í endurskoðun en fyrirhugað er að ný og endurbætt útgáfa staðalsins komi út í lok næsta ár. Af þessu tilefni ætlar Sigurjón Þór Árnason gæðastjóri hjá Tryggingastofnun að fjalla um helstu breytingar en í nýju útgáfunni verður uppbyggingu staðalsins breytt til samræmis við aðra ISO-staðla sem auðveldar notkun staðalsins. Þá verður lögð meiri áhersla á áhættustjórnun en áður hefur verið auk ýmissa annarra áherslubreytinga.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Félag gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu.

Staðsetning fundar:
KLAK-INNOVIT
Innovation House
3.hæð
Eiðistorgi 13-15
170 Seltjarnarnes

Innovation House er á 3.hæð á Eiðistorgi. Gengið er inn á torgið, upp á 2.hæð, á móti Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð.

Samfélagslega ábyrg nýsköpun í atvinnulífinu

Stjórnir faghópa samfélagsábyrgðar og sköpunargleði og nýsköpunar hjá Stjórnvísi standa fyrir morgunverðarfundi þann 21.janúar næstkomandi kl 8.30-10.00 í húsakynnum Arion banka í Borgartúni. Á fundinum verður fjallað um samfélagslega ábyrga nýsköpun í atvinnulífinu. Nýlegar rannsóknir sýna að það hefur jákvæð áhrif á nýsköpun og starfsemi fyrirtækja að vera samfélagslega ábyrg.

Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri fjárfestinga og framleiðsluþróunar hjá Alcoa Fjarðaáli mun segja frá samfélaglega ábyrgri nýsköpun innan fyrirtækisins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Dögg Ármannsdóttir hjá Inspirally fjalla um þá samfélagsábyrgu þætti sem höfðu áhrif á stofnun vefsíðunnar inspirally.com. Jafnframt mun Ingi Rafn Sigurðsson einn af stofnendum Karolina Fund tala um velgengni fjármögnunar samfélagslega ábyrgra sprotafyrirtækja.

Fundarstjóri er Einar Gunnar Guðmundsson hjá Arion banka.

Hvað er eiginlega þessi orkustjórnun?

Hinrik Sigurður Jóhannesson ráðgjafi hjá Hagvangi heldur erindi um Orkustjórnun og sögð verður reynslusaga frá Endurhæfingargeðdeild Landspítala þar sem aðferðin hefur verið notuð.

Tækniframfarir, aukinn hraði, kreppa og niðurskurður hafa gert það að verkum að kröfur til vinnandi fólks hafa stóraukist undanfarinn áratug. Stundaskrá flestra er fullbókuð, linnulaust áreiti dynur á úr öllum áttum, athyglin hefur tilhneigingu til að vera alls staðar og hvergi og skilin milli vinnu og einkalífs verða sífellt óljósari.

Orkustjórnun sækir í þekkingarbrunn rannsókna á afburðaframmistöðu, sem koma meðal annars úr sálfræði, lífeðlisfræði, mannauðsstjórnun og íþróttafræði. Hún gengur út á að gera einfaldar en áhrifamiklar breytingar á hegðun og hugarfari til að endurheimta stjórn á lífinu, og bæta þannig frammistöðu í starfi samhliða því að auka svigrúm til að sinna eigin heilsu og velferð.

Kl. 8.30 morgungrautur og hressing
Kl. 8.45 Hvað er eiginlega þessi Orkustjórnun? Hinrik Sigurður Jónsson ráðgjafi hjá Hagvangi
Kl. 9.05 Manda Jónsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild Landspítala
Kl. 9.25 Spurningar og umræður
Kl. 9. 40 Lok

Framtíðarsýn, skipulag og verndun ferðaþjónustusvæða

Fjallað verður um framtíðarsýn, skipulag og verndun ferðaþjónustusvæða á Íslandi og kynnt verður verkefni er vann til 1. verðlauna í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun á Landmannalaugasvæðinu.

Fyrirlesarar: Kristveig Sigurðardóttir, skipulagsverkfræðingur hjá Verkís, Aðalheiður Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt hjá Landmótun og Anna S. Jóhannsdóttir, arkitekt hjá VA arkitektum.

Big data - Viðskiptalegt notagildi og tæknihliðin

Big data - eða gagnagnótt eins og það heitir á íslensku - er fremur víðtækt hugtak sem tekur yfir ma. það gríðarlega magn gagna sem skapast í heiminum á degi hverjum, þá tækni, aðferðir og ferla við að höndla og vinna úr þessum gögnum og svo þau verðmæti/breytingar/hættur sem þessi vinna skapar fyrir fyrirtæki, stofnanir, neytendur og hópa.

Fyrirlesarar:

Páll Ríkharðsson, ráðgjafi hjá Herbert Nathan & Co og kennari við HR

Erindi Páls snýst um að skilgreina gagnagnótt og beina ljósi (með dæmisögum) að hvernig gagnagnótt mun m.a. breyta ákvarðanatöku í fyrirtækjum.

Grímur Tómasson, ráðgjafi hjá GT Hugbúnaðarráðgjöf og kennari við HR

Erindi Gríms mun taka tæknihliðina og sýna hvaða gagnagrunsfræði er grundvöllurinn fyrir notkunar.

Uppbygging áhættustýringar

Capacent hefur þróað aðferðarfræði sem byggir á alþjóðlegum stöðlum og er til þess gerð að fyrirtæki standi eftir með skýrari sýn yfir mögulega áhættu í rekstrinum en einnig að ljóst sé hvar nauðsynlegt er að grípa til aðgerða. Aðferðir Capacent stuðla að því að áhættuvitund starfsmanna aukist og stjórnendur séu betur upplýstir um stöðuna og um þær áhættur sem þarf að taka tillit til við rekstur fyrirtækja.

Nálgun Capacent snýst um að koma með heildstæða nálgun við uppbyggingu áhættustýringar, ekki einungis fyrir upplýsingatækni, heldur fyrir allan rekstur fyrirtækisins. Allar áhættur og atvik sem upp koma fara sama farveg og eru metnar eftir sömu viðmiðum. Áhættumat er notað í undirbúningi stærri verkefna til að greina enn frekar það sem mögulega getur haft áhrif á að niðurstaðan verði sú sem stefnt er að við upphaf.

Í kynningu sinni mun Capacent fara yfir uppbyggingu áhættustýringar, framkvæmd áhættumats og framsetningu niðurstaðna á greinilegan og skiljanlegan máta.

Framsögumenn: Ólafur R. Rafnsson, Sigurður Hjalti Kristjánsson og Símon Þorleifsson.

Staðsetning:
Capacent
Ármúli 13
108 Reykjavík

Mannamót á Kexinu miðvikudaginn 28.janúar kl.17:-18:30

Fyrsta Mannamót ársins verður haldið að þessu sinn í samstarfi við Stjórnvísi. Það verður haldið á KEXINU nk. miðvikudag frá kl. 17-18.30. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Fyrirlesarar kvöldsins verða:

Sesselja Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri og stofnandi Tagplay, mun fjalla um nýtt sprotafyrirtæki sitt, Tagplay, sem hefur þróað hugbúnað sem gerir fyrirtækjum kleift að uppfæra heimasíður sínar með notkun samfélagsmiðla.
Sjá myndband hér
https://www.youtube.com/watch?v=0fdAswInuyw&feature=youtu.be

Rúna Magnúsdóttir, alþjóðlegur fyrirlesari og stjórnendamarkþjálfi mun fjalla um hvernig fólk getur fundið og ,,brandað" sinn eigin X-factor.
Sjá myndband hér
https://www.youtube.com/watch?v=mGEZEOI9A6g&feature=youtu.be

Hér er slóðin að glærunum á slideshare -
http://www.slideshare.net/RunaMagnusdottir/xfactor-imark

Embed slóð til að setja á heimasíðu:

Allir eru mikilvægir í gæðastarfinu. Hvernig virkjum við starfsfólkið og aðra stjórnendur með okkur?

Allir eru mikilvægir í gæðastarfinu. Hvernig virkjum við starfsfólkið og aðra stjórnendur með okkur?
Starfsmenn eru auðlind fyrirtækja og allir eru þeir mikilvægir þegar kemur að því að bæta gæði, auka framleiðni og draga úr kostnaði. Til að ná markmiðum um stöðugar umbætur á öllum sviðum er nauðsynlegt að virkja starfsmenn - það verða allir að draga vagninn. Millistjórnendur gegna þar lykilhlutverki.

Í erindi sínu mun Björg Eggertsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri, fjalla um hlutverk stjórnenda, sérstaklega millistjórnenda, og þær leiðir sem eru færar fyrir þá til að virkja starfsfólk meðal annars hvatningu og ábendingakerfi. Ennfremur nauðsynlegar forsendur til að árangur verði sem mestur. Viðfangsefnið verður skoðað frá þremur sjónarhornum, það er einstaklingnum, teyminu og skipulagsheildinni því mikilvægt samhengi er á milli þessara þátta.

Fyrirlesari: Björg Eggertsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri.
Dagsetning, tími: 29. janúar kl. 8:30 - 10:00.
Staðsetning: Innovation House, Eiðistorgi 13-15. Gengið er inn á Eiðistorg, upp á 2.hæð gegnt Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð Innovation House.

Lean á Landspítalanum - stuðningur frá McKinsey.

Landspítali hóf LEAN vegferð sína haustið 2011 með stuðningi frá McKinsey. Margt hefur áunnist á þessum tíma en mikið verk óunnið.
Landspítali mun kynna stuttlega vegferð sína en leggja megináherslu á dæmi þar sem lean aðferðafræði hefur verið beitt.

Fundurinn verður á Landspítala Hringbraut, Hringsal, fundarsalur á Barnaspítalanum, 4. febrúar kl. 8:30 - 10:00.

Íslenska ánægjuvogin 2014

Afhending Íslensku ánægjuvogarinnar 2014

Kynning á niðurstöðum mælinga 2014 og afhending viðurkenninga
Fimmtudaginn 5. febrúar 2015, kl. 8:30 -10:00
Grand Hótel - Hvammi - Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins.
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2014.

Þórhallur Ólafsson sérfræðingur hjá Capacent Gallup kynnir niðurstöður ánægjuvogarinnar 2014, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.
Fyrirkomulagi mælinga og viðurkenninga var breytt í fyrra og verður með sama hætti í ár.
08:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2014 veittar
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og Nótt Thorberg, stjórnarmaður Íslensku ánægjuvogarinnar afhenda viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.

Að kynningu og verðlaunaafhendingu lokinni munu framkvæmdastjórar/forstjórar þriggja fyrirtækja sem öll hafa staðið sig með ágætum í Íslensku ánægjuvoginni segja frá því hvernig unnið hefur verið markvisst með niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar í þeirra fyrirtækjum. Einnig verður forvitnilegt að heyra hvernig þessi fyrirtæki vinna með viðskiptavininum og hvernig þau þjálfa starfsmenn þannig að þeir veiti afburðaþjónustu.
.
Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is
Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is
Verð kr. 2.650.- greiðist á staðnum. Ef óskað er eftir skuldfærslu þarf að koma með beiðni

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?