Fjölbreytileiki og inngilding (e. diversity & inclusion): Liðnir viðburðir

From vision to action: building a DEIB function from the ground up

Charlotte Biering will discuss her experience at Marel over the last 4 years establishing a DEIB function, designing a long-term strategy, training over 4000 employees, and winning awards along the way. She will provide advice on how to start and sustain effective DEIB initiatives and begin to create a culture of inclusion in your own workplace. 
 
Charlotte is an award-winning diversity and inclusion leader with over 15 years of experience in consulting and industry. She excels in developing DEI strategies that align with organizational goals, creating lasting impact for both people and business. Her multidisciplinary background enables her to see strategic connections and foster synergies among diverse groups, ideas, and challenges. Having lived and worked in over a dozen countries, Charlotte thrives in multicultural environments and complex stakeholder networks.
 
Curious and compassionate, Charlotte is a principled leader who motivates others around a shared vision. Her expertise spans managing DEI and talent programs, advising senior management and boards, and delivering large-scale initiatives that drive meaningful cultural change.
 
Miriam Petra Omarsdóttir Awad will coordinate the meeting. Miriam Petra is a senior adviser at the Icelandic Center for Research (Rannís) where she works as the inclusion officer of Iceland's national agency for Erasmus+ (hosted by Rannís). She is also an independent advisor and educator on inclusion, racism and cultural prejudice in Iceland.
 
Presentation will be in English. 
 

Fjölbreytileiki og inngilding hjá Hrafnistu-reynslusaga

Join the meeting now

Í þessu erindi fjalla mannauðsráðgjafar Hrafnistu um hvernig er unnið með fjölbreytileika og inngildinu hjá Hrafnistu, hvar þau eru stödd og hver markmiðin eru.

Hrafnista er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins, rekur 8 heimili í 5 sveitarfélögum, og býr því að baki sterkur hópur starfsfólks eða um 1700 talsins. Starfsfólki fer fjölgandi þar sem Hrafnista Boðaþingi og Hrafnista Nesvöllum stækka
umtalsvert á næsta ári. 

Starfsfólk Hrafnistu er lykillinn af farsælum rekstri Hrafnistu og leggur Hrafnista áherslu á að fá til liðs við sig öflugt, traust og metnaðarfullt starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn.

Hlutfall starfsfólks með erlendan bakgrunn er misstór á milli Hrafnistuheimila og er frá 6-20% og hefur um 40 þjóðerni. Tekin hefur verið ákvörðun um að leggja höfuðáherslur á þann hóp til að byrja með t.a.m. aukinni fræðslu til stjórnenda og
inngildandi ráðningar- og móttökuferli.

Fyrirlesarar: Freyja Rúnarsdóttir mannauðsráðgjafi, sér einnig um ráðningar á
Hrafnistuheimilunum og Auður Böðvarsdóttir mannauðsráðgjafi, sér einnig um
fræðslu á Hrafnistuheimilunum.

Saman sköpum við góðan vinnustað á hverjum degi

Join the meeting now

Hvernig tæklum við erfið samskipti á vinnustað? Hvernig búum við til vinnumhverfi sem ýtir undir heilbrigð og góð samskipti?

Fyrirlestur um mikilvægi góðra samskipta fyrir heilbrigða vinnustaðamenningu.

Helga Lára Haarde, Klíniskur sálfræðingur og ráðgjafi hjá Attentus

Pallborð um fordóma

Join the meeting now

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís og inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ býður í rafrænt kaffispjall og umræður um fordóma á íslenskum vinnumarkaði. Spjallið er hugsað til þess að leiða saman sérfræðinga um málefnið á hversdagslegum nótum, þ.e. ekki verða haldnir eiginlegir fyrirlestrar heldur einfaldlega gefið rými fyrir vangaveltur þeirra sem velta málefninu mikið fyrir sér - sem þátttakendum gefst færi á að hlusta á og senda inn spurningar sem brenna á þeim.

Í pallborðinu verða Achola Otieno stofnandi Inclusive Iceland, en Achola er ráðgjafi sem aðstoðar fyrirtæki við að vinna heildrænar inngildingarstefnur, Jovana Pavlović, fjölmenningarfulltrúi hjá Símenntun á Vesturlandi en Jovana heldur fræðsluerindi um fjölmenningarfærni fyrir fyrirtæki á Vesturlandi og starfar einnig við rannsókn um afnýlenduvæðingu háskólanáms hjá Háskóla Íslands og Tanya Korolenko sem er menningarmiðlari hjá Reykjavíkurborg sem vinnur að því að tengja úkraínskt flóttafólk við íslenskt samfélag, en Tanya hefur einnig skrifað greinar fyrir Heimildina um reynslu sína af því að vera kona á flótta. 

 

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu (DEI)

Join the meeting now

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á irina.s.ogurtsova@gmail.com

 

Inngildingarstefna Rannís - hvar við erum núna

Click here to join the meeting

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís og inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ fer yfir stöðuna á inngildingarstefnu landskrifstofunnar og veltir fram ýmsum hugmyndum um gerð inngildingarstefna yfirhöfuð. Nú er stefnan og aðgerðaráætlunin komin í nokkuð ágætan farveg en ýmsar vangaveltur hafa sprottið upp hjá inngildingarfullrúa á meðan vinna við stefnuna og aðgerðaráætlunina stóð yfir. 

Farið verður yfir uppsetningu stefnunnar eins og hún er í dag, hvaða breytingar áttu sér stað og hvers vegna. Miriam ætlar einnig að velta fyrir sér stöðunni, hvernig hún vonar að stefnan gagnist samstarfsfólkinu og hver séu næstu skref. Miriam veltir fyrir sér hvort að gerð slíkrar stefnu hafi tilætluð áhrif og hvað það sé sem skiptir mestu máli. 

Diversity & Inclusion - cognitive diversity

 
You cannot fix the problem if you are not aware of what the issue truly is. This is the challenge many businesses face when working with Diversity, Equity and Inclusion (DEI) initiatives. Much of the DEI discussion is focused on creating a visible diversity with teams composed of different genders, various nationalities and a range of ages. Yet, these three factors have been shown to be the worst predictors of one’s personal culture. Join this workshop to learn about the kind of diversity that every company needs to work on if they want to build a thriving, sustainable and successful business.
 
The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

 

 

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu 2023

Click here to join the meeting

Farið verður yfir starf faghópsins á síðustu ári. 

Kynhlutleysi í miðluðu efni: Hverju er þetta að skila?

Hér má finna hlekk á viðburðinn

Faghópur í almannatengslum og samskiptastjórnun hjá Stjórnvísi stendur fyrir viðburði þar sem Ingimundur Jónasson, forstöðumaður eignaumsýslu hjá Sýn, kynnir niðurstöður lokaritgerðar sinnar um kynhlutleysi í upplýsingamiðlun en hann tók viðtöl við stjórnendur fyrirtækja sem hafa hafið vinnu við að kynhlutleysa miðlað efni. Ingimundur er að ljúka BA námi í miðlun og almannatengslum hjá Háskólanum á Bifröst. Erna Sigurðardóttir, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR), mun einnig kynna þær breytingar sem OR hefur stuðlað að varðandi kynhlutlausa orðanorkun almennt út á við og í innri samskiptum hjá OR samstæðunni og hverju þær hafa skilað.

Viðburðurinn er fyrir alla stjórnendur sem vilja huga að kynhlutleysi í innri og ytri samskiptum fyrirtækja, vilja heyra um reynslu annarra stjórnenda, og jafnvel deila eigin reynslu með öðrum. Mikil umræða hefur skapast um kynhlutleysi í samfélaginu undanfarin misseri og ólíkar skoðanir komið fram, en hver er ávinningur þess að kynhlutleysa miðlað efni í fyrirtækjasamskiptum að mati stjórnenda?    

Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri miðlunar og almannatengsla við Háskólann á Bifröst, og Heiða Ingimarsdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá Múlaþingi, leiða viðburðinn. 

Hér má finna hlekk á viðburðinn

Reynslusögur fyrirtækja af fjölbreytileika og inngildingu: Nasdaq

Click here to join the meeting

Þóra Björk Smith frá Nasdaq verðbréfamiðstöð segir frá reynslu sinni af inngildingarstefnu Nasdaq. Hún segir frá starfsemi séstakra starfsmanna- og stuðningshópum sem fyrirtæki hefur stofnað og lýsir því hvernig Nasdaq hefur markvisst skapað umhverfi sem styður við aukin fjölbreytileika og nýtt krafta sína sem stór og mikilvægur aðili á fjármálamarkaði til að vekja athygli á þessum málum.  

Leading with Inclusion: Generational Diversity, and Intersectionality in the Workplace with Chisom Udeze

Join meeting here

With the wide span between generations in the workplace today, what is the best way to approach leadership? How can you include all? Chisom will dig into the topic and share her insights.

About Chisom: 

Chisom is an Economist, Organizational Design and DEI Strategist, and a 3 times founder of impact-driven companies. She has over 13 years of experience working with organizations like the European Commission, The United Nations, ExxonMobil and The Economist Group. Chisom is a data enthusiast and analytical. She is passionate about interrogating the cross-sectoral relationship between society’s inhabitants, resources, production, technology, distribution and output. She efficiently and effectively unlocks complex systems, interprets data, forecasts socio-economic trends and conducts research.

Having lived in 7 countries across 3 continents, she is highly adaptable to different circumstances and people, and thrives in uncertain environments.

As the founder of Diversify, Chisom works with companies, governments and civil society to facilitate measurable diversity and inclusion initiatives in the workplace and society. In 2020, mid-pandemic, she founded HerSpace, a diverse and inclusive co-creation community for all genders, with a particular focus on women. HerSpace is launching a Women in Tech incubator in August 2022, for women-led companies, with a focus on the inclusion of diverse founders.

Chisom is a thought leader in Diversity, Equity, Inclusion and Belonging (DEIB) and a passionate advocate for mental health and wellness. She is an entrepreneur at heart and committed to life-long learning. She enjoys playing tennis, reading, binge-watching TV shows and cooking.

Linkedin: https://www.linkedin.com/in/chisomudeze/ 

Viðeigandi aðlögun á vinnustað

Click here to join the meeting

Í erindinu verður fjallað um réttindi fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu á vinnumarkaði og leiðir til þess að mæta fötluðum einstaklingum á vinnustað.

Markmið erindisins er að styðja við stjórnendur og veita ráðgjöf um viðeigandi aðlögun á vinnustað.

Sara Dögg starfar hjá Landssamtökunum Þroskahjálp sem verkefnastjóri samæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra. Hún er grunnskólakennari að mennt og var m.a. skólastjóri hjá grunnskólum Hjallastefnunnar ásamt því að verkefnastýra grunnskólastarfi Hjallastefnunnar um tíma. Sara Dögg var skrifstofustjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu ásamt því að taka þátt í að leiða samstarf SVÞ og Verslunarskóla Íslands um aukin námstækifæri fyrir verslunarfólk og hönnun nýrrar stafrænnar viðskiptalínu innan skólans.

--------------------------------------------------

English

Reasonable accommodation

The goal with this session is to inspire top management on how to manage full and effective participation people with disabilities and inclusion at label market. As well to give advance on how we meet people with disabilities at the work place and explane what that means in practies.

Sara Dögg is an Project Manager – Coordination of Education and Employment for people with intellectual disabilities at National Associaton  of Intelectual Disabilities, Þorskahjálp.

Sara Dögg is educated as a teacher and worked at Hjallastefnan ehf. for many years as a headmaster of primary schools and as Projcet Manager. 

Before Sara Dögg started at Þroskahjálp she was an Office Manager at Samtök Verlsunar og Þjónustu as well as she was one of who led the team of SVÞ and Verzlunarskóli Íslands that implimented new Cours at Verzlunarskóli Íslands - Stafræn Viðskiptalína/Digital Buisness line.

Stefnur og aðgerðir til að auka fjölbreytni í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum – þróunin og alþjóðlegur samanburður (Cranet 2021)

Click here to join the meeting

Arney Einarsdóttir dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst kynnir niðurstöður úr alþjóðlegu CRANET rannsókninni hér á landi frá árinu 2021 um stefnur, aðgerðir og áætlanir íslenskra fyrirtækja og stofnana í ráðningum og þjálfun og þróun til að auka fjölbreytni og beinast að minnihlutahópum. Niðurstöður verða settar í alþjóðlegt samhengi með samanburði við nokkur vel valin lönd og þróunin skoðun. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) er alþjóðlegt samstarfsnet fræðimanna frá um 50 löndum er hefur um áratugaskeið unnið að samanburðarrannsóknum á sviði mannauðsstjórnunar.

Arney Einarsdóttir er dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og hefur frá árinu 2005 stýrt rannsókninni fyrir Íslands hönd og var skýrslan Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021 gefin út í vor. Höfundar skýrslunnar eru Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Katrín Ólafsdóttir.

________________________

Policies and actions to increase diversity in Icelandic companies and institutions - the trend and international comparison (Cranet 2021)

Arney Einarsdottir associate professor at the business department of the University of Bifröst will represent the results of the international CRANET study in Iceland from the year 2021 will be presented regarding the policies, actions and plans of Icelandic companies and institutions in recruitment, and training and development, intended to increase diversity with focus on minority groups. The results will be prsented in an international context by comparison with some well-chosen countries and the development in Iceland will be examined. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) is an international collaborative network of academics from around 50 countries who have been working on comparative research in the field of human resource management for decades.

Arney Einarsdóttir is an associate professor at the business department of the University of Bifröst and has since 2005 led the study on behalf of Iceland. The report Human affairs in turbulent times - the Cranet study 2021 (Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021) was published this spring. The authors of the report are Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir and Katrín Ólafsdóttir.

 

Inngildingarstefna er arðbær sé henni fylgt eftir

Click here to join the meeting

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir starfar hjá Controlant og hefur áður setið sem Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs hjá Guide to Iceland, Framkvæmdastjóri Beam EMEA hjá Expedia Group. Hjá Expedia leiddi Guðrún teymi sem bar ábyrgð á mótun BEAM (Black Expedia Allied Movement) stefnunnar ásamt innleiðingu og aðhaldi, en stefnan heyrir undir Inclusion & Diversity. Í erindinu mun Guðrún segja frá mikilvægi þess að vera með inngildingarstefnu og áhrif sem slík stefna hefur fyrir fyrirtæki og þeirra starfsmannamenningu sem og ytri áhrif. Einnig mun hún koma inn á þá Inclusion & Diversity vegferð sem Controlant er að fara í. Guðrún sem hefur starfað lengi erlendis, mun fara yfir meginmun á inngildingarstefnum á Íslandi vs Bandaríkin. 

Markmið erindisins er að hvetja stjórnendur til umhugsunar og fá hugmyndir um hvernig árangsrík inngildingarstefna getur ávaxtað fyrirtækið á mörgum sviðum.

------------------------------------------------------------------------------------------

English

Inclusion and Diversity can enhance organisation's growth, but only if it's followed through

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir works at Controlant, and has held positions as COO at Guide to Iceland and served as a President for BEAM in EMEA at Expedia Group. As president at Expedia, Guðrún led a team that was responsible for enhancing the structure and policy around BEAM (Black Expedia Allied Movement), implementing it and maintaining it, BEAM sits right under I&D. During this session, Guðrún will go over the importance of having an I&D policy and the positive impact it can have for the organisation, their culture and public appearance. In relation to that, Guðrún will briefly go over Controlant's journey in implementing I&D. Guðrún, who has worked abroad for many years, will also talk about the main difference with I&D policies in Iceland vs USA.

The goal with this session is to inspire top management on how to manage the impact of I&D policy and get ideas of how it can be successfully implemented so it can enhance the organisation's growth. 

Empower Now - Jafnrétti, fjölbreytni og tækni

Hlekkur á viðburð
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, CEO og meðstofnandi Empower.

Þórey kynnir áhugaverðar og gagnlegar niðurstöður úr könnuninni Kynin og vinnustaðurinn 2022.  Þar er lögð áhersla á að skoða upplifun mismunandi hópa á fyrirtækjamenningu út frá kyni, aldri og kynhneigð.  Verkefnið er samstarfsverkefni Empower, Maskínu, SA, Viðskiptaráðs og HÍ.

Einnig fer hún yfir það hvernig nýsköpunarfyrirtækið Empower er á einstakalega spennandi vegferð eftir að hafa tryggt 300m kr. fjármögnun í vor.  Empower er að færa sína aðferðafræði varðandi jafnrétti og fjölbreytni(DEI) á vinnustöðum alfarið inn í SaaS hugbúnað sem fer á alþjóðlegan markað árið 2023.  Þar sem um er að ræða heildræna nálgun, með mælaborði, örfræðslu ofl. 

Hlekkur á viðburð

 

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Faghópur um jafnlaunastjórnun heldur viðburð um nýjustu rannsóknir BHM og Samtakanna '78 um laun og kjör hinsegin fólks á Íslandi. 

Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig.

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Nýleg greining­ sem unnin var í samstarfi Sam­tak­anna '78 og BHM sýnir fram á að launamunur virðist vera á milli einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði eftir kynhneigð þeirra. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM kemur segir frá rannsókninni og niðurstöðunum. Sólveig Rós frá Ráði ehf., stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í hinseginleika verður jafnframt með fræðsluerindi um hinseginleika og vinnustaðamenningu.

Umræður að loknum erindum.

Hvetjum alla til að mæta á staðinn, fræðast og taka þátt í umræðum.

Léttar veitingar í boði Coca-Cola á Íslandi.

Fundarstaður: Coca-Cola á Íslandi, Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík.

Fundartími: 9-10:15.

Sæti eru fyrir 40 manns. 

Focus on inclusion first and diversity will follow

 Click here to join the meeting

Geko is a hiring and people strategy agency founded in 2020. We focus on talent working
within the technology and innovation sector and supporting our not only to attract great
talent, but also how to retain them. At Geko, equality, diversity and inclusion is at the core of
our values. We have an International team based here in Iceland, and our combined
professional and life experiences help us support our clients to create great environments
that people want to work in.
In this interactive workshop we will focus on the business case of having a diverse workforce
and why it is important to create an inclusive work environment to achieve that goal.
Our goal is to gain interest among leaders within organisations on this topic so that they can
start implementing the steps needed in creating a more inclusive workplace.
We hope you will join us for an interactive and informative workshop that addresses an
important issue.

Speakers:

Kathryn Gunnarsson - Owner and CEO

Hulda Sif Þorsteinsdóttir - Owner and COO

Stefnur og aðgerðir til að auka fjölbreytni í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum – þróunin og alþjóðlegur samanburður (Cranet 2021).

Kynntar verða niðurstöður úr alþjóðlegu CRANET rannsókninni hér á landi frá árinu 2021 um stefnur, aðgerðir og áætlanir íslenskra fyrirtækja og stofnana í ráðningum og þjálfun og þróun til að auka fjölbreytni og beinast að minnihlutahópum. Niðurstöður verða settar í alþjóðlegt samhengi með samanburði við nokkur vel valin lönd og þróunin skoðun. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) er alþjóðlegt samstarfsnet fræðimanna frá um 50 löndum er hefur um áratugaskeið unnið að samanburðarrannsóknum á sviði mannauðsstjórnunar. Arney Einarsdóttir er dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og hefur frá árinu 2005 stýrt rannsókninni fyrir Íslands hönd og var skýrslan Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021 gefin út í vor. Höfundar skýrslunnar eru Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Katrín Ólafsdóttir.

 

Policies and actions to increase diversity in Icelandic companies and institutions - the trend and international comparison (Cranet 2021).

The results of the international CRANET study in Iceland from the year 2021 will be presented regarding the policies, actions and plans of Icelandic companies and institutions in recruitment, and training and development, intended to increase diversity with focus on minority groups. The results will be prsented in an international context by comparison with some well-chosen countries and the development in Iceland will be examined. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) is an international collaborative network of academics from around 50 countries who have been working on comparative research in the field of human resource management for decades. Arney Einarsdóttir is an associate professor at the business department of the University of Bifröst and has since 2005 led the study on behalf of Iceland. The report Human affairs in turbulent times - the Cranet study 2021 (Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021) was published this spring. The authors of the report are Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir and Katrín Ólafsdóttir.

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu

Click here to join the meeting

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn 9. júni kl. 9 til 9:30. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, ein staða er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Viðburðurinn verður á Teams.

 

Fjölmenning í atvinnulifi

Click here to join the meeting

Á síðastliðnum árum hefur fjölmenning aukist á vinnustöðum. Fjölbreytileiki er góð og þörf viðbót í íslenskt atvinnulíf, en það er margt sem þarf að hafa í huga þegar við erum að ráða inn og vinna með erlendu starfsfólki.

Stuttur fyrirlestur um fjölmenningu í ráðningum og á vinnustaðnum mundu flytja

Monika K. Waleszczynska – sérfræðingur hjá Attentus og

Telma Sveinsdóttur – sérfræðingur. 

Í dag kl. 15:30 CCP Games býður Stjórnvísifélögum í heimsókn.

Á hverju ári tekur CCP Games á móti fjölda erlendra sérfræðinga. Í heimsókninni verður farið yfir ferlið eins og það liggur fyrir erlenda starfsmanninum, hvað CCP Games gerir í ferlinu og hvað við teljum virka vel og hvar við gætum gert betur.

Kynningin verður haldin af:

  • Örnu Kristínu Sigurðardóttur, Talent Acquisition Specialist
  • Ásu M. Ólafsdóttur, Senior HR Manager
  • Gunnari Haugen, Talent Management Director

Að lokinni  kynningu verður farið með gesti um fyrirtækið.

Hafið í huga að fjöldi gesta á þessum viðburði er takmarkaður. 

Að móta inngildingarstefnu

Click here to join the meeting

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís segir frá vinnu við mótun inngildingarstefnu landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, þar sem hún fer með hlutverk inngildingarfulltrúa (Inclusion & Diversity Officer).

Í erindinu fer Miriam aðeins yfir hugtakið inngildingu og hvers vegna inngilding skiptir máli, bæði í samhengi landskrifstofunnar en einnig til að kveikja aðra til umhugsunar um inngildingu í sínum stofnunum eða fyrirtækjum. 

Farið verður yfir ferlið við mótun stefnunnar, hvernig starfsfólk var fengið að borðinu í hugmyndavinnu og hvernig æfingar farið var í til að hvetja til inngildandi hugarfars meðal starfsfólks. Þessi praktísku atriði geta nýst fleirum sem vilja huga betur að inngildingu innan sinna stofnana. 

 

Er ég hæf/hæfur/hæft til að taka launaákvarðanir?

Microsoft Teams meeting

Click here to join the meeting

ATH breytt tímasetning. Fundur færður frá 9:30 til 13:00 sama dag.

Lýsing 

Kerfi geta hjálpað okkur til að setja upp sanngjörn ákvörðunarferli sem byggir á hlutlægum forsendum og samræmdum aðferðum. Þó er mikilvægt að fólk sem kemur að ákvörðunum þjálfi sig í að þekkja áhrif huglægra skekkja.  

Erindi um þá þætti sem hafa áhrif á hæfni stjórnenda til að taka ákvarðanir. Fjallað verður stuttlega um tvær hliðar ákvarðana, annars vegar fyrirbyggjandi aðgerðir eins og fræðslu, forvarnir, samtöl og menningu og hins vegar um viðbrögð, ferla, vaktanir og áætlanir.  

Leitast verður eftir að svara eftirfarandi spurningum  

  • Hvernig taka stjórnunarkerfi á huglægum skekkjum? 

  • Hvaða ferlar geta hjálpað við að koma í veg fyrir ómeðvitaða hlutdrægni? 

 

Um fyrirlesarana

Sóley Tómasdóttir er jafnréttis- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. Sérfræðiþekking hennar byggir á áratugareynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við akademískar rannsóknir á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála. 

Birna Dís Eiðsdóttir er vottunarstjóri hjá Versa Vottun. Hún er menntuð á sviði mannauðsfræða,  kynjafræða og verkefnastjórnunar. Samfélagsábyrgð og mannréttindi er hennar áhugasvið en með innleiðingu staðla er hægt að tryggja jafnræði, gagnsæi og sambærilega meðferð. 

 

Dagskrá 

 - Gyða Björg Sigurðardóttir - Inngangur um faghóp í jafnlaunastjórnun 

 - Sóley Tómasdóttir - Hvernig ómeðvituð hlutdrægni birtist og hvað ber að varast 

 - Birna Dís Eiðsdóttir - Kerfi sem koma í veg fyrir skekkjur 

 - Umræður  

Hinsegin 101

Click here to join the meeting

Fyrirlesturinn Hinsegin 101 tekur fyrir grunninn að hinseginleikanum. Þar er farið í kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu ásamt grunnhugtökum og orðanotkun. Lögð verður áhersla á vinnustaði, vinnustaðamenningu og hvað vinnuveitandi þarf að hafa í huga með dæmisögum.

Tótla Sæmundsdóttir er fræðslustýra Samtakanna '78

Fjölmenning á vinnustað - Vits er þörf þeim er víða ratar

Click here to join the meeting

Samskipti geta verið flókin í amstri dagana en þegar við bætast hindranir eins og tungumálaerfiðleikar eða annars konar skilningur á eðli hlutanna vegna ólíkrar menningar, uppruna og viðhorfa almennt vandast málið. Íslendingar hafa hingað til átt gott með samskipti við aðrar þjóðir og þótt samskiptin taki á sig aðra mynd þegar fólk af öðru þjóðerni tekur sig upp og flytur hingað, ýmist tímabundið eða til frambúðar, verða líka árekstrar og sumir sjá fyrir sér vandamál og erfiðleika á meðan aðrir sjá tækifæri og fjölbreytileika sem auðga mannlífið. Í fyrirlestrinum verður fjallað um mismunandi menningarvíddir og hvað er líkt og ólíkt með mismunandi menningarheimum. Einnig hvernig hægt sé að stuðla að uppbyggilegum samskiptum á fjölmenningarlegum vinnustað?

Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Bucks New University 2018. Frá 1994-1999 starfaði hún við kennslu í eigin skóla í Hollandi. Ingrid hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, jákvæða sálfræði, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu.

 

 

 

Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnustöðum

Click here to join the meeting

Fyrirlestur um ómeðvitaða hlutdrægni og áhrif hennar á vinnustaðarmenningu. Fjallað er um hvernig samskipti okkar við annað fólk, venjur, ferlar og gildismat geta skapað vinnustaðarmenningu sem inniheldur forréttindi fyrir sumt fólk en hindranir fyrir annað fólk.


Sóley Tómasdóttir starfar sem ráðgjafi á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála. Sérfræðiþekking hennar byggir á áratugareynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við akademískar rannsóknir á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála.

Aðalfundur faghóps um málefni starfsfólks af erlendum uppruna (fjarfundur)

Click here to join the meeting
Stjórn faghóps um málefni starsfólks af erlendum uppruna boðar hér til aðalfundar fyrir starfsárið 2021 - 2022. Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa stjórn. 

Dagskrá fundar: 

  1. Kynning á faghópnum
  2. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  3. Kosning formanns og stjórnar
  4. Önnur mál

Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér formennsku stjórnar eða fara í stjórn geta haft samband við Irinu S. Ogurtsovu, formann stjórnar faghópsins, í gegnum netfang irina.s.ogurtsova@reykjavik.is eða í síma 8693342.

Hvernig geta stjórnendur stutt erl. starfsfólk sem lendir í uppsögnum?

Click here to join the meeting

Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi farið stöðugt hækkandi. Um 40% einstaklinga á atvinnuleysiskrá eru af erlendum uppruna. Ýmis atriði flækja stöðu þessa hóps, meðal annars skortur á  tengslaneti á Íslandi,  slakari íslenskukunnátta og meiri hætta við að lenda í fordómum og  í félagslegum einangrun. Það fer ekki á milli mála að öll þessi atriði flækja atvinnuleitina.

Það er mikilvægt að atvinnurekendur hugi sérstaklega að þessum hóp þegar hann lendir í uppsögnum og stundum þarf að ganga skrefinu lengra við að leiðbeina þeim um möguleikana sem til eru í boði við atvinnumissi.

Í viðburðinum verður varpað ljósi á stöðu einstaklinga af erlendum uppruna í atvinnuleysi og einnig verður reynt að koma með góð ráð fyrir stjórnendur sem neyðast til að segja starfsmönnum sínum upp. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

Hvernig geta atvinnurekendur stutt starfsfólk af erlendum uppruna sem lendir í uppsögnum?

Hvaða þjónusta er í boði fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem verður atvinnulaust?

Fyrirlesarar:

Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - sérfræðingur í málefnum útlendinga og flóttafólks á vinnumarkaði hjá ASÍ

 

Viðbrögð, áskoranir og tækifæri í öryggismálum v. Covid 19

Lilja Björg Arngrímsdóttir Sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs Vinnslustöðvarinnar og O. Lilja Birgisdóttir Öryggisstjóri Marel, verða með sitthvort erindið um reynslu sinna fyrirtækja af Covid 19 þar sem m.a. verður fjallað um: 

  • Hver voru viðbrögðin við Covid-faraldrinum
  • Áskoranir
  • Hvað gekk vel
  • Hvað gekk ekki vel
  • Hvað tökum við með okkur inn í framtíðina.

Fyrirspurnir og umræður í lokin.

Fundurinn verður haldinn á TEAMS

Athugið að fundarboð verður sent á tölvupóstfangið sem fylgir skráningu viðkomandi.

Fjarfundur: Aðalfundur faghóps Málefni erlendra starfsmanna

Farið yfir störf núverandi stjórnar og kosning nýrrar stjórnar.

Ef þið viljið vera þátttakandi í stjórn, vinsamlegast hafið samband við Irinu S. Ogurtsovu: irina.s.ogurtsova@reykjavik.is

Fundurinn fer fram í gegnum Skype, svo ef þú vilt taka þátt í fundinum, vinsamlegast sendu póst á Irina.  

Erlendir starfsmenn hjá Landspítala - ferlar og áskoranir

Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítala fer yfir ferla og áskoranir sem Landspítali hefur staðið frammi fyrir þegar kemur að ráðningum, móttöku og starfsþróun erlendra starfsmanna. 

Landspítali ræður inn erlenda sérfræðinga reglulega yfir árið bæði innan og utan EES. Hvernig er Landspítali að aðstoða þessa einstaklinga, hvernig er tekið á móti þeim og hvaða lærdóm hefur Landspítali dregið af þessum ráðningum.

Hvernig er haldið utan um þessa einstaklinga, hvernig er staðið að starfsþróun þeirra og hvernig kemur Landspítalinn til móts við ólíkar þarfir mismunandi hópa. 

Erindið er haldið í Hringsal Landspítala á barnaspítala Hringsins.  

 

Temporary nature of migrant work: reality or myth?

According to the latest information from the National Registry, the number of Polish citizens in Iceland has reached 20.000. In 2018, Polish workers made up 18% of all employees in the country.

Are they coming as temporary workers or are they rather considering their move to Iceland to be permanent? Commonly, individuals undertake work abroad as a strategy to improve their economic situation in their home countries. Many live in so called divided households, providing for their families from afar. However, what was intended as a temporary  often turns into prolonged  or even permanent settlement.

Based on her research with Polish migrants in Iceland, Anna Wojtyńska will discuss their mobility patterns and factors that influence individuals’ decision to come, stay or return. She will particularly look at the imaginative character of temporary migration and its possible ramification on migrants’ integration to the labour market and society at large.

Anna Wojtyńska, Ph.D. at the University of Iceland. She received her M.A degree from University of Warsaw. Her research focus is on Polish migrants in Iceland with emphasis on migrants’ transnational practices and their participation in the labour market. In the last years, she took part in various research projects studding migration to Iceland, for example “Leisure practices and perception of nature: Polish tourists and migrants in Iceland” and “The participation of migrants in civil society and labour market in the economic recession”.

Fyrirlestur er skipulagður í samstarfi við Mobilities and Transnational Iceland http://mobileiceland.hi.is/

 

 

Móttaka og aðlögun erlendra starfsmanna

Erlendu starfsfólki fjölgar hratt á Íslandi. Hvernig geta vinnuveitendur brugðist við ? Hvernig er best að hátta móttöku erlendra starfsmanna? 

Fáum reynslusögu frá fyrirtæki sem hefur tekið á móti fjölmörgum erlendum starfsmönnum.

Rut Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á mannauðs- og gæðasviði Strætó bs tekur á móti okkur á höfuðstöðvum Strætó og segir okkur frá reynslu þeirra. 

Fjölþjóðlegur vinnustaður – auður og áskoranir

Tungumálaörðugleikar og fordómar eru aðeins brot af þeim óteljandi áskorunum, sem fylgja fjölþjóðlegum vinnustöðum. Getur stjórnandi siglt lygnan sjó um þessi sýnilegu og sker og ósýnilegu blindsker? Mannleg samskipti eru aldrei árekstrarlaus, það er vitað. Í erindinu verður rýnt í hvernig hægt er að efla skilning og innsýn stjórnenda á því sem kallað er menningarleg margsleitni og hvernig samskipti okkar mótast af þeirri menningu sem við erum mótuð af.

Fundinum verður streymt af Facebooksíðu Stjórnvísi.

 

Flytjandi: Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur og framkvæmdastjóri Mirru, fræðslu og rannsóknarseturs

Námskeið um menningarnæmi og -færni

Faghópur um málefni erlendra starfsmanna vekur athygli á áhugaverðu námskeiði á vegum félagsmálaráðuneytisins.
Þú bókar þig hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?