Click here to join the meeting
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís og inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ fer yfir stöðuna á inngildingarstefnu landskrifstofunnar og veltir fram ýmsum hugmyndum um gerð inngildingarstefna yfirhöfuð. Nú er stefnan og aðgerðaráætlunin komin í nokkuð ágætan farveg en ýmsar vangaveltur hafa sprottið upp hjá inngildingarfullrúa á meðan vinna við stefnuna og aðgerðaráætlunina stóð yfir.
Farið verður yfir uppsetningu stefnunnar eins og hún er í dag, hvaða breytingar áttu sér stað og hvers vegna. Miriam ætlar einnig að velta fyrir sér stöðunni, hvernig hún vonar að stefnan gagnist samstarfsfólkinu og hver séu næstu skref. Miriam veltir fyrir sér hvort að gerð slíkrar stefnu hafi tilætluð áhrif og hvað það sé sem skiptir mestu máli.