Teams
Mannauðsstjórnun, Sjálfbær þróun, Fjölbreytileiki og inngilding,
Click here to join the meeting
Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi farið stöðugt hækkandi. Um 40% einstaklinga á atvinnuleysiskrá eru af erlendum uppruna. Ýmis atriði flækja stöðu þessa hóps, meðal annars skortur á tengslaneti á Íslandi, slakari íslenskukunnátta og meiri hætta við að lenda í fordómum og í félagslegum einangrun. Það fer ekki á milli mála að öll þessi atriði flækja atvinnuleitina.
Það er mikilvægt að atvinnurekendur hugi sérstaklega að þessum hóp þegar hann lendir í uppsögnum og stundum þarf að ganga skrefinu lengra við að leiðbeina þeim um möguleikana sem til eru í boði við atvinnumissi.
Í viðburðinum verður varpað ljósi á stöðu einstaklinga af erlendum uppruna í atvinnuleysi og einnig verður reynt að koma með góð ráð fyrir stjórnendur sem neyðast til að segja starfsmönnum sínum upp. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:
Hvernig geta atvinnurekendur stutt starfsfólk af erlendum uppruna sem lendir í uppsögnum?
Hvaða þjónusta er í boði fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem verður atvinnulaust?
Fyrirlesarar:
Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - sérfræðingur í málefnum útlendinga og flóttafólks á vinnumarkaði hjá ASÍ