Grand hótel Sigtúni, 105 Reykjavík
Fjölbreytileiki og inngilding,
Faghópur um málefni erlendra starfsmanna vekur athygli á áhugaverðu námskeiði á vegum félagsmálaráðuneytisins.
Þú bókar þig hér
Faghópur um málefni erlendra starfsmanna vekur athygli á áhugaverðu námskeiði á vegum félagsmálaráðuneytisins.
Þú bókar þig hér
Fulltrúi mannauðssviðs Reykjavíkurborgar mun segja frá því hvernig er unnið með fjölbreytileika og inngildingu starfsfólks borgarinnar.
Frekari upplýsingar koma síðar.
Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn miðvikudaginn 7. maí klukkan 15:00-15:30.
Smellið hér til að tengjast fundinum
Fundardagskrá:
Stjórn faghóps um heilsueflandi fjölbreytileika og inngildingu sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins.
Í þessu erindi fjalla mannauðsráðgjafar Hrafnistu um hvernig er unnið með fjölbreytileika og inngildinu hjá Hrafnistu, hvar þau eru stödd og hver markmiðin eru.
Hrafnista er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins, rekur 8 heimili í 5 sveitarfélögum, og býr því að baki sterkur hópur starfsfólks eða um 1700 talsins. Starfsfólki fer fjölgandi þar sem Hrafnista Boðaþingi og Hrafnista Nesvöllum stækka
umtalsvert á næsta ári.
Starfsfólk Hrafnistu er lykillinn af farsælum rekstri Hrafnistu og leggur Hrafnista áherslu á að fá til liðs við sig öflugt, traust og metnaðarfullt starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn.
Hlutfall starfsfólks með erlendan bakgrunn er misstór á milli Hrafnistuheimila og er frá 6-20% og hefur um 40 þjóðerni. Tekin hefur verið ákvörðun um að leggja höfuðáherslur á þann hóp til að byrja með t.a.m. aukinni fræðslu til stjórnenda og
inngildandi ráðningar- og móttökuferli.
Fyrirlesarar: Freyja Rúnarsdóttir mannauðsráðgjafi, sér einnig um ráðningar á
Hrafnistuheimilunum og Auður Böðvarsdóttir mannauðsráðgjafi, sér einnig um
fræðslu á Hrafnistuheimilunum.
Hvernig tæklum við erfið samskipti á vinnustað? Hvernig búum við til vinnumhverfi sem ýtir undir heilbrigð og góð samskipti?
Fyrirlestur um mikilvægi góðra samskipta fyrir heilbrigða vinnustaðamenningu.
Helga Lára Haarde, Klíniskur sálfræðingur og ráðgjafi hjá Attentus
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís og inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ býður í rafrænt kaffispjall og umræður um fordóma á íslenskum vinnumarkaði. Spjallið er hugsað til þess að leiða saman sérfræðinga um málefnið á hversdagslegum nótum, þ.e. ekki verða haldnir eiginlegir fyrirlestrar heldur einfaldlega gefið rými fyrir vangaveltur þeirra sem velta málefninu mikið fyrir sér - sem þátttakendum gefst færi á að hlusta á og senda inn spurningar sem brenna á þeim.
Í pallborðinu verða Achola Otieno stofnandi Inclusive Iceland, en Achola er ráðgjafi sem aðstoðar fyrirtæki við að vinna heildrænar inngildingarstefnur, Jovana Pavlović, fjölmenningarfulltrúi hjá Símenntun á Vesturlandi en Jovana heldur fræðsluerindi um fjölmenningarfærni fyrir fyrirtæki á Vesturlandi og starfar einnig við rannsókn um afnýlenduvæðingu háskólanáms hjá Háskóla Íslands og Tanya Korolenko sem er menningarmiðlari hjá Reykjavíkurborg sem vinnur að því að tengja úkraínskt flóttafólk við íslenskt samfélag, en Tanya hefur einnig skrifað greinar fyrir Heimildina um reynslu sína af því að vera kona á flótta.
Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl á Teams.
Fundardagskrá:
Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins.
Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á irina.s.ogurtsova@gmail.com