Í þessum fyrirlestri mun Haukur Guðjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Sundra, deila reynslu sinni af því að þróa hugbúnaðarlausn sem tengir saman gervigreind og inngildingu á nýstárlegan hátt. Þótt hann gefi sig hvorki út fyrir að vera sérfræðingur í gervigreind né inngildingu, hefur hann með opnum huga og mikilli forvitni kafað djúpt í tengsl þessara tveggja sviða. Haukur mun miðla lærdómi sínum af samtölum við fjölbreyttan hóp fólks – allt frá mannauðsstjórum og kvikmyndagerðarfólki til hagsmunasamtaka og sérfræðinga í inngildingu. Hann mun jafnframt veita innsýn í hvernig gervigreind getur hjálpað fyrirtækjum að takast á við algengar áskoranir í inngildingarvinnu á vinnustöðum. Markmið fyrirlestrarins er að þátttakendur fari heim með skýrar, hagnýtar leiðir til að nýta gervigreind til að efla inngildingu í eigin starfsemi.
Inngilding með hjálp gervigreindar

Staðsetning viðburðar
Tengdir viðburðir
Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn miðvikudaginn 7. maí klukkan 15:00-15:30.
Smellið hér til að tengjast fundinum
Fundardagskrá:
- Uppgjör á starfsári
- Önnur mál
Stjórn faghóps um fjölbreytileika og inngildingu sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins.
Eldri viðburðir
Íslenskunám og fræðsla fyrir erlent starfsfólk Reykjavíkurborgar
Í þessu erindi fjallar sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg um tækifæri sem starfsfólk með annað móðurmál en íslensku hefur til að sækja íslenskunám og fræðslu.
Reykjavíkurborg er bæði stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins. Hjá borginni starfa um 10.000 manns á um 375 fjölbreyttum starfsstöðum. Um 12% starfsfólks hefur erlendan bakgrunn. Hjá Reykjavíkurborg er litið á margbreytileika mannlífsins og tungumálakunnáttu sem auðlind. Meta skal þekkingu og menntun starfsfólks af erlendum uppruna að verðleikum og veita því aðstoð til að nýta hana samhliða því að ná góðum tökum á íslensku máli. Starfsfólk, sem er í beinum samskiptum við borgarbúa, skal hafa grundvallarfærni í íslensku, samanber námskrá i íslensku fyrir útlendinga. Íslenska skal vera meginsamskiptamál í þjónustu og vinnuumhverfi starfsstaða Reykjavíkurborgar.
Tungumálið er lykillinn að samfélagslegri þátttöku. Fyrir starfsfólk í nýju landi getur það skipt sköpum fyrir líðan og starfsþróun að geta tjáð sig á tungumáli vinnustaðarins. Því leggur Reykjavíkurborg ríka áherslu á að styðja starfsfólk í að læra íslensku og efla færni sína í starfi. Í erindinu verður fjallað um þau úrræði sem í boði eru.
Fyrirlesari er Kristín Salín Þorhallsdóttir - sérfræðingur á mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar
Ath. Viðburðurinn verður ekki tekinn upp.
Fjölmenning og inngilding eru sífellt mikilvægari þættir í þróun vinnustaða. Hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini, sem rekur BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna, er helmingur starfsfólks af erlendum uppruna. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á aukna velsæld og tók nýverið þátt í Velsældarþingi í Reykjavík, þar sem fjallað var um áherslur og sýn fyrirtækisins á velsældarhagkerfi, þar sem leitast er við að forgangsraða lífsgæðum og velferð út frá breiðum grunni.
Á fundinum segir Helga Fjóla frá reynslu sinni og áherslum fyrirtækisins varðandi inngildingu. Helga Fjóla mun einnig fjalla um helstu niðurstöður úr lokaverkefni sínu í Jákvæðri sálfræði við EHÍ en þar nýtti hún stafræna íslenskukennarann BaraTala til að skoða áhrif jákvæðs orðaforða á líðan og hamingju starfsfólks.
Fyrirlesari: Helga Fjóla Sæmundsdóttir - framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá eignarhaldsfélaginu Hornsteini
From vision to action: building a DEIB function from the ground up
Fjölbreytileiki og inngilding hjá Hrafnistu-reynslusaga
Í þessu erindi fjalla mannauðsráðgjafar Hrafnistu um hvernig er unnið með fjölbreytileika og inngildinu hjá Hrafnistu, hvar þau eru stödd og hver markmiðin eru.
Hrafnista er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins, rekur 8 heimili í 5 sveitarfélögum, og býr því að baki sterkur hópur starfsfólks eða um 1700 talsins. Starfsfólki fer fjölgandi þar sem Hrafnista Boðaþingi og Hrafnista Nesvöllum stækka
umtalsvert á næsta ári.
Starfsfólk Hrafnistu er lykillinn af farsælum rekstri Hrafnistu og leggur Hrafnista áherslu á að fá til liðs við sig öflugt, traust og metnaðarfullt starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn.
Hlutfall starfsfólks með erlendan bakgrunn er misstór á milli Hrafnistuheimila og er frá 6-20% og hefur um 40 þjóðerni. Tekin hefur verið ákvörðun um að leggja höfuðáherslur á þann hóp til að byrja með t.a.m. aukinni fræðslu til stjórnenda og
inngildandi ráðningar- og móttökuferli.
Fyrirlesarar: Freyja Rúnarsdóttir mannauðsráðgjafi, sér einnig um ráðningar á
Hrafnistuheimilunum og Auður Böðvarsdóttir mannauðsráðgjafi, sér einnig um
fræðslu á Hrafnistuheimilunum.
Hvernig tæklum við erfið samskipti á vinnustað? Hvernig búum við til vinnumhverfi sem ýtir undir heilbrigð og góð samskipti?
Fyrirlestur um mikilvægi góðra samskipta fyrir heilbrigða vinnustaðamenningu.
Helga Lára Haarde, Klíniskur sálfræðingur og ráðgjafi hjá Attentus