Í þessu erindi fjalla mannauðsráðgjafar Hrafnistu um hvernig er unnið með fjölbreytileika og inngildinu hjá Hrafnistu, hvar þau eru stödd og hver markmiðin eru.
Hrafnista er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins, rekur 8 heimili í 5 sveitarfélögum, og býr því að baki sterkur hópur starfsfólks eða um 1700 talsins. Starfsfólki fer fjölgandi þar sem Hrafnista Boðaþingi og Hrafnista Nesvöllum stækka
umtalsvert á næsta ári.
Starfsfólk Hrafnistu er lykillinn af farsælum rekstri Hrafnistu og leggur Hrafnista áherslu á að fá til liðs við sig öflugt, traust og metnaðarfullt starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn.
Hlutfall starfsfólks með erlendan bakgrunn er misstór á milli Hrafnistuheimila og er frá 6-20% og hefur um 40 þjóðerni. Tekin hefur verið ákvörðun um að leggja höfuðáherslur á þann hóp til að byrja með t.a.m. aukinni fræðslu til stjórnenda og
inngildandi ráðningar- og móttökuferli.
Fyrirlesarar: Freyja Rúnarsdóttir mannauðsráðgjafi, sér einnig um ráðningar á
Hrafnistuheimilunum og Auður Böðvarsdóttir mannauðsráðgjafi, sér einnig um
fræðslu á Hrafnistuheimilunum.