Click here to join the meeting
Arney Einarsdóttir dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst kynnir niðurstöður úr alþjóðlegu CRANET rannsókninni hér á landi frá árinu 2021 um stefnur, aðgerðir og áætlanir íslenskra fyrirtækja og stofnana í ráðningum og þjálfun og þróun til að auka fjölbreytni og beinast að minnihlutahópum. Niðurstöður verða settar í alþjóðlegt samhengi með samanburði við nokkur vel valin lönd og þróunin skoðun. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) er alþjóðlegt samstarfsnet fræðimanna frá um 50 löndum er hefur um áratugaskeið unnið að samanburðarrannsóknum á sviði mannauðsstjórnunar.
Arney Einarsdóttir er dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og hefur frá árinu 2005 stýrt rannsókninni fyrir Íslands hönd og var skýrslan Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021 gefin út í vor. Höfundar skýrslunnar eru Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Katrín Ólafsdóttir.
________________________
Policies and actions to increase diversity in Icelandic companies and institutions - the trend and international comparison (Cranet 2021)
Arney Einarsdottir associate professor at the business department of the University of Bifröst will represent the results of the international CRANET study in Iceland from the year 2021 will be presented regarding the policies, actions and plans of Icelandic companies and institutions in recruitment, and training and development, intended to increase diversity with focus on minority groups. The results will be prsented in an international context by comparison with some well-chosen countries and the development in Iceland will be examined. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) is an international collaborative network of academics from around 50 countries who have been working on comparative research in the field of human resource management for decades.
Arney Einarsdóttir is an associate professor at the business department of the University of Bifröst and has since 2005 led the study on behalf of Iceland. The report Human affairs in turbulent times - the Cranet study 2021 (Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021) was published this spring. The authors of the report are Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir and Katrín Ólafsdóttir.