ATH! Breytt dagsetning 23.maí : Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja
Vinsamlegast athugið að aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja verður 23.maí.
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur |
30
|
01
|
02 | 03 |
04
|
05
|
06
|
07
|
08
|
09
|
10
|
11 |
12
|
13
|
14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19
|
20
|
21
|
22
|
23 | 24 | 25 |
26
|
27
|
28
|
29
|
30 |
31
|
01
|
02
|
03
|
Vinsamlegast athugið að aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja verður 23.maí.
L.E.T. ( Leader Effectiveness Training ) - Gróa, Ingólfur og Þyri Ásta ætla að kynna áhugaverða nálgun til að nýta við stjórnun, samvinnu og samskipti. LET hugmyndafræðin kemur frá Gordon Training International sem stofnað var af Dr. Thomas Gordon og á erindi til stjórnenda sem og almennra starfsmanna. LET hugmyndafræðin byggir á samskiptafærni og á að baki sér 50 ára þróun. Hún er grunnurinn að öðrum leiðum Gordons eins og P.E.T. (Parent Effectivenss Training), T.E.T. (Teachers Effectiveness Training) o.fl. Hugmyndafræðin byggir á því að nota ákveðin samskiptaleg verkfæri út frá svokölluðum hegðunarramma. Farið er yfir L.E.T. hugmyndafræðina, áhrifaþætti og niðurstöður rannsókna sem tengjast henni.
Gróa Másdóttir er með BA gráðu og MA gráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá HÍ. Lauk MBA gráðu frá HR árið 2010 og Markþjálfun árið 2014. Þá hefur Gróa einnig lokið námi í leiðsögn frá MK.
Ingólfur Þór Tómasson er vottaður ACC markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 15 ár. Hann hefur áratuga reynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja og hefur verið nátengdur rekstri ferðaþjónustu á Íslandi, í Noregi og víðar.
Þyri Ásta Hafsteinsdóttir er með BSc í sálfræði. Hún er menntaður stjórnenda markþjálfi og NLP markþjálfi. Þyri hefur komið að mörgu í gegnum árin s.s. mannauðsmálum, stjórnun, kennslu, ráðgjöf og fl.
Í kjölfar fundarins Spennandi ný tækifæri - L.E.T. ( Leader Effectiveness Training ) þann 25.apríl nk, boðum við hér með til aðalfundar faghóps um markþjálfun. Biðjum ykkur vinsamlega að doka við eftir að viðburði lýkur og taka þátt í aðalfundinum.
VIð erum einnig að leita eftir framboðum í stjórn. Vinsamlega sendið ábendingar og áhuga ykkar á agusta.sigrun@outlook.com. Sem sagt kl.10:00 þann 25.apríl í stofu M215 í Háskólanum í Reykjavík.
f.h. faghópsins
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, formaður
Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki á Norður-Atlantshafi með tengingar við alþjóðlega markaði og sérhæfingu í flutningsmiðlun um allan heim. Félagið rekur 63 starfsstöðvar í 20 löndum í fjórum heimsálfum, er með 22 skip í resktri og hefur á að skipta um 1.850 starfsmönnum.
Með auknum alþjóðlegum umsvifum hefur Eimskip sett á laggirnar nýja einingu í þeim tilgangi að auka virði innkaupa, samþætta vinnubrögð og leita samlegðaráhrifa innan samsteypunnar.
-Sæunn Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits Eimskips ætlar að segja okkur frá vegferðinni sem fyrirtækið er á, áskorunum, árangri og þeim tækjum og tólum sem hafa verið notuð.
-Jónína Guðný Magnúsdóttir, deildarstjóri flutningastýringar leiðir okkur inn í heim gámastýringar og fer yfir áskoranir sem fylgja því að tryggja réttar gámaeiningar á réttum stað til flutnings, m.t.t. birgðastýringar.
Sundaklettur, 2. hæð, Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Tímasetning: kl. 08:30 - 10:00
Hámarks fjöldi: 60
Viðskiptalífið hefur verið í blóma síðustu misseri og einna helst ferðabransinn. Mörg fyrirtæki í ferðabransanum hafa vaxið ört og hafa farið í gegnum stefnumótun með misjöfnum árangri. Stór þáttur í að geta aðlagast breyttu umhverfi er hæfni fyrirtækja til að tileinka sér nýja tækni með þeim hætti að hún styðji við hraðann vöxt.
Sigurjón Hákonarson framkvæmdastjóri OZIO ehf mun fjalla stuttlega um hvaða áskoranir fyrirtæki í ferðabransanum eru að glíma við þegar kemur að stefnumörkun í upplýsingatækni samhliða því að vaxa hratt. Áskoranirnar sem fjallað verður um einskorðast ekki við fyrirtæki í ferðabransanum þó dæmin sem tekin eru tengjast honum.
Hvað líkt og ólíkt með ört vaxandi fyrirtækjum og rótgrónum fyrirtækjum þegar kemur að stefnumótun í upplýsingatækni, er raunverulega einhver munur?
Faghópar um heilsueflandi vinnuumhverfi og mannauðsstjórnun bjóða Stjórnvísifélögum að kynna sér Jóga Nidra á vinnustöðum. Jóhanna Briem er jóga Nidra leiðbeinandi og hefur leitt Nidra í fyrirtækjum við mikla ánægju starfsmanna. Hún mun byrja fundinn á kynningu á jóga Nidra, hvað það er og hvaða áhrif það getur haft á heilsu og vellíðan einstaklinga. Í lokin mun hún leyfa fundargestum að upplifa Nidra hugleiðslu (ca 20 mín.) þannig að allir fá að upplifa sjálfir hvernig jóga Nidra virkar.
Í dag búa margir við of mikið álag sem getur valdið streitu og líkamlegum og andlegum einkennum. Rannsóknir sýna að of mikil streita og spenna valda bólgum í líkamanum sem eru áhættuþættir lífsstílstengdra sjúkdóma. Í jógafræðum er talað um jafnvægi taugakerfisins sem lykil að góðri heilsu og vellíðan. Í jóga Nidra er slökunarviðbragðið virkjað en í því ástandi endurnýjar líkaminn sig, það hægir á hjartslætti, blóðþrýstingur lækkar, öndun verður dýpri og líkaminn slakar á. Það dregur úr streitu, kvíða, hugurinn róast og svefninn verður betri. Ástæðan fyrir því að vera með jóga Nidra í fyrirtækjum er að efla heilsu starfsmanna, vellíðan og starfsánægju.
Meðfylgjandi er nánari lýsing á Jóga Nidra: Jóga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er ævaforn hugleiðsluaðferð sem samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum. Jóga Nidra kallast einnig „jógískur svefn“ en í hugleiðslunni eru þátttakendur leiddir markvisst inn í djúpt slökunarástand eins og verður þegar við sofum. Nidrað nýtir það sem líkaminn kann það er að sofna en í því ferli hægist ósjálfrátt á heilabylgjutíðni. Í jóga Nidra eru þátttakendur leiddir í gegnum þessar breytingar á heilabylgjutíðni en markmiðið er þó ekki að sofna, heldur halda vakandi vitund og dvelja í djúpri slökun milli svefns og vöku. Í þessu ástandi fara þátttakendur frá hinum hugsandi huga, inn í þögnina sem býr í okkur öllum, tengjast sínu sanna sjálfi og öðlast frelsi frá stöðugum hugsunum. Þeir fara frá því að hugsa og gera yfir í það að finna og vera (núvitund). Með reglulegri ástundun á Jóga Nidra er hægt að öðlast meiri hæfni í að taka eftir hugsunum, tilfinningum og viðbrögðum og læra betur að stýra eigin huga og líðan. Þegar hugurinn er kyrr er sem dæmi hægt að taka mun betri og skýrari ákvarðanir en þegar hugurinn er á fullri ferð.
Jóga Nidra virkjar heilunar- og endurnýjunarmátt líkamans, losar um spennu og streitu og kemur jafnvægi á ósjálfráða taugakerfið. Í Jóga Nidra losnar um hormón og taugaboðefni sem gera okkur hamingjusamari, afslappaðri, heilsuhraustari, lækka háan blóðþrýsting og draga úr bólgum í líkamanum sem í dag eru taldar orsök lífsstilssjúkdóma. Streita sem orsakast fyrst og fremst af of virkum huga og of mikilli spennu safnast upp í líkamanum ef við náum aldrei djúpri slökun inn á milli og veldur bæði líkamlegum og andlegum einkennum. Herbert Benson, MD hjartalæknir í Harvard hefur rannsakað það sem hann kallar „slökunarviðbragðið“ (e. relaxation response) í yfir 40 ár, en þar fer líkaminn í svokallað „parasympatískt“ ástand en það er slökunarhluti ósjálfráða taugakerfisins (sefkerfið) þar sem líkaminn gerir við sig. Hans viðfangsefni hefur verið að rannsaka áhrif hugleiðslu á þetta viðbragð og staðfesta niðurstöður ótvírætt ofangreind áhrif.
Það sem einkennir Jóga Nidra er ásetningur sem hver og einn setur sér fyrir hugleiðsluna og er nýttur í dýpsta hugleiðsluástandinu til að breyta neikvæðum forritum í undirmeðvitund yfir í styrkjandi jákvæðar staðhæfingar sem þjóna einstaklingum vel. Ásetningur er fræ sem við viljum sá til þess að leiða okkur á þá leið sem við viljum fara í lífinu. Í fyrstu tímunum setur leiðbeinandi vanalega ásetning það er jákvæðar og styrkjandi staðhæfingar sem geta átt við alla.
Jóga Nidra tímarnir byrja á stuttri hugleiðslu, nokkrum jógaæfingum eða teygjum og síðan leggjast þátttakendur á dýnu á gólfinu með púða og teppi og hugleiðslan fer fram í liggjandi stöðu.
Talað er um að 45 mínútna Jóga Nidra jafngildi 3 klukkutímum í svefni.
Jóhanna Briem hefur verið með námskeið í jóga Nidra í Endurmenntun Háskóla Íslands, auk námskeiða í tengslum við áhrif hugar á heilsu. Jóhanna hefur unnið við heilsueflingu í áratugi á mismunandi sviðum. Hún er með MA gráðu í áhættuhegðun og forvörnum, nám í náms- og starfsráðgjöf og er löggiltur sjúkranuddari. Forvarnir hafa lengi verið hennar áhugasvið og fellur jóga Nidra vel inn á það svið.
Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri Odda mun fara yfir Lean innleiðingu í Odda og deila með með okkur lærdómi af þeim skrefum sem tekin hafa verið á undanförnum misserum.
Landsvirkjun hefur síðan í byrjun síðasta árs sett mikinn kraft í jafnréttismálin og voru nýlega sett fram markmið, mælikvarðar og umbótaverkefni jafnréttismála til næstu þriggja ára.
Um er að ræða heildstæða nálgun á stöðu og úrbætur í jafnréttismálum þar sem horft er til menningar, umhverfis og fl. þátta og hefur allt starfsfólkið tekið þátt í forgangsröðun úrbóta.
Selma Svavarsdóttir forstöðumaður á starfsmannasviði Landsvirkjunar ætlar að kynna fyrir Stjórnvísifélögum þeirra nálgun á jafnréttismál.
8:30 – léttur morgunverður
8:40 – 8:45 – Kynning á faghópi um jafnlaunastjórnun
8:45 – 9:15 – Jafnréttisvegferð Landsvirkjunar
9:15 – 9:30 – Spurningar og umræður
Við hvetjum alla til að mæta og fá innsýn inn í heildræna stefnumótun um jafnréttismál, einnig að skrá sig í faghóp um jafnlaunastjórnun til að fylgjast með viðburðum á næstunni.
Því miður er fullbókað á fundinn.
Þann 14. maí nk. kl 8:30-10:00 mun Arna Hrönn Ágústsdóttir, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Origo fjalla um hlutverk persónuverndarfulltrúa. Arna mun segja okkur frá verkefnum persónuverndarfulltrúa, helstu áskorunum í starfi hans, hvað ber að varast o.s.frv. Jafnframt mun Arna leiða okkur í gegnum það ferli að öðlast CIPP/E og CIPM vottun en hún hefur lokið CIPP/E vottun. Við hvetjum alla þá sem koma að persónuverndarmálum til að mæta!
Farið verður yfir starfið í vetur og stjórnin stokkuð upp.
Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi.
Arna Ýr Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg kynnir innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar. Arna fjallar um breytingar á vinnulagi og hvernig notast er við aðferðafræði “design thinking”. Aðferðafræðin byggir á skapandi og stefnumótandi aðferðum til að ýta undir nýsköpun og auka upplifun notendanna.
Aðferðafræðin kallar á þverfagleg teymi með aðkomu fleiri hagsmunaaðila og reynt að vinna gegn því að mengi þátttakenda sé einsleitt.
Þröstur Sigurðsson deildarstjóri kynnir starfsemi Rafrænnar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og hvernig unnið er gegn sílómyndunum og hvatt til þátttöku fleiri aðila í rafvæðingu ferla með það að leiðarljósi að skapa jákvæða upplifun fyrir notendur, bæði borgarbúa og starfsfólk borgarinnar
Aðalfundur Stjórnvísi 2018 verður haldinn á Nauthól miðvikudaginn 16.maí kl.11:45-13:00
Óskað var eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2018-2019, frestur til framboðs rann út 9.maí
Eitt framboð hefur borist í embætti formanns fyrir starfsárið 2018-2019:
Þórunn M. Óðinsdóttir núverandi formaður og ráðgjafi hjá KPMG. Þórunn hefur setið í stjórn Stjórnvísi sl. fjögur ár og veitti hún faghópi um lean formennsku til fjölda ára.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru eftirtaldir aðilar kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:
Önnur framboð í aðalstjórn og varastjórn (í stafrófsröð) sem kosið verður um á aðalfundi eru:
Kosið verður í fagráð félagsins. Eftirtaldir bjóða sig fram í fagráð félagsins:
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)
Hafsteinn Bragason, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslandsbanka (2017-2019)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Nolta (2017-2019)
Kosnir verða tveir skoðunarmenn til 2ja ára 2018-2020
Oddný Assa Jóhannesdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2018-2020)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2018-2020)
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is
skv.6. gr. félagsreglna Stjórnvísi.
Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins ár í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar.
Allir félagsmenn eiga kost á að bjóða sig fram til formanns og í stjórn. Framboð til formanns og í stjórn skulu skv. lögum félagsins hafa borist í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund þ.e. 9.maí 2018. Þeir, sem áhuga hafa á að bjóða sig fram, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það í pósti til gunnhildur@stjornvisi eða stjornvisi@stjornvisi.is
Miðvikudagin 16.maí kl.18:00 verður stjórnarskiptafundur Stjórnvísi og er formönnum allra faghópa, fagráði og skoðunarmönnum félagsins boðið.
Markmið fundarins sem er veglegri en allir aðrir stjórnarfundir er að þakka fyrir vel unnið starf, gleðjast og kynnast betur.
Það væri gott að fá staðfestingu sem fyrst hvort þið komist.
Fundurinn verður haldinn upp á lofti á Skólabrú, þar sem við verðum út af fyrir okkur, gleðjumst og borðum saman góðan mat.
Hlakka til að heyra frá ykkur.
Örfá sæti laus
Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í 35 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.800 starfsmenn sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki. Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Á sérstöku stefnumóti stjórnenda fyrir félagsmenn Stjórnvísi fimmtudaginn 17. maí nk. mun Jensína K. Böðvarsdóttir, VP Global Strategic Planning and HR, varpa ljósi á alþjóðlega sókn Alvogen til að rækta menningu árangurs með þjálfun leiðtoga. Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi mun síðan kynna til leiks nýjar rannsóknir um virði og áhrif stjórnendaþjálfunar – og kynna áhrifaríkar aðferðir við að efla mannauð. Þátttakendafjöldi er takmarkaður.
Hermann Björnsson forstjóri og Ágústa B. Bjarnadóttir, mannauðsstjóri fara yfir sögu og árangur jafnréttismála innan Sjóvá undanfarin ár.
Sjóvá var með fyrstu fyrirtækjum til að fá Jafnlaunavottun VR og hefur verið með jafnlaunavottun síðan 2014. Á fundinum verður farið yfir leiðina að vottun og reynslu Sjóvá af ferlinu en kynbundinn launamunur hefur verið minni en 2% frá innleiðingu.
Félagið hefur náð góðum árangri í jafna kynjahlutföll á öllum stigum fyrirtækisins enda hefur verið unnið markvisst að því undanfarin ár. Jöfn kynjahlutföll eru í stjórn, framkvæmdastjórn og stjórnendahópi félagsins í dag.
Þá verður kynnt samstarfsverkefni FKA og Sjóvá sem miðar að því að stuðla að auknu kynjajafnrétti í íslensku atvinnulífi og jafnari hlut kvenna í stjórnun fyrirtækja.
Dagskrá
Opnað verður á fyrirspurnir og umræður í lok erinda.
Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð halda
morgunverðarfund miðvikudaginn 23. maí kl. 8:30 hjá Marel, Austurhrauni 9, 210
Garðabæ.
Efni fundarins verður góðir stjórnarhættir og samfélagsleg ábyrgð þar sem fókusinn
verður á lagabreytingu í lögum um ársreikninga frá 2016. En þar kom inn ákvæði um
góða stjórnarhætti (grein 66 c sem heitir góðir stjórnarhættir) þar sem birta skal
árlega yfirlýsingu um góða stjórnarhætti í sérstökum kafla um skýrslu stjórnar sem og
grein 66 d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Þar er beðið um upplýsingar sem
eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang og stöðu félagsins í tengslum við
umhverfismál, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu
félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og
mútumálum.
Fyrirlesarar eru:
Fundarstjóri: Harpa Guðfinnsdóttir
Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum, jafnt
byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa setið
í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.
Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu.
Hlökkum til að sjá þig.
Því miður er fullbókað á fundinn
Guðlaug Sigurðardóttir fjármálastjóri segir frá hvernig fjármálasviðið byrjaði á að nýta sér sýnilega stjórnun til að innleiða stefnu fyrirtækisins á sviðinu sem þróaðist svo yfir í stýringu á sviðinu og þaðan í markvissa umbótavinnu innan sviðs. Og segir að lokum frá næstu lean skrefum sviðsins.
Með okkur verða Kristín Halldórsdóttir yfirmaður reikningshalds og Helgi Bogason innkaupastjóri sem báru hitann og þungann af umbótavinnunni í sínum teymum.
Þetta er kynning sem enginn áhugmaður um lean getur látið framhjá sér fara, enda alltaf gaman að hlusta á fólk sem er komið á þennan stað þrátt fyrir að hafa ekki haft mikla trú á þessari hugmynda – eða aðferðafræði fyrir sitt svið þegar byrjað var að nota aðferðirnar í upphafi.
Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð verður haldinn í beinu framhaldi af morgunfundi faghópsins um ábyrga stjórnarhætti. Á fundinum verður farið yfir starf faghópsins í vetur og kosið í nýja stjórn. Áhugasamir um að taka sæti í stjórn faghópsins eru hvattir til að mæta og gefa kost á sér. Fyrirspurnir eða ábendingar um störf hópsins er hægt að senda á huldast@landspitali.is
Aðalfundur faghóps Lean - Straumlínustjórnunar fer fram strax eftir erindi Landsnets.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfi hópsins næsta árið þá er um að gera að staldra við og spjalla við okkur.
Farið verður yfir starf vetrarins.
Lögð drög að stjórn næsta árs.
Lögð drög að stefnu næsta árs.
Ef þið hafið einhverjar spurning varðandi starfið fyrir fund, getiði sent fyrirspurn á svanur.danielsson@glerfell.is
Vertu með!
kv
Stjórnin
Fundinum verður streymt á facebook síðu Stjórnvísi: https://www.facebook.com/Stjornvisi/
Eitt af stóru verkefnum þeirra sem leiða fyrirtæki og stofnanir í dag er að finna leiðir til þess að takast á við gríðarlega örar breytingar í fyrirtækjaumhverfinu okkar. Hraði breytinga í umhverfi fyrirtækja er orðinn mikill og hæfni fyrirtækja til að bregðast við því er jafnvel orðið það sem hefur mest áhrif á hverjir halda velli. Eitt af því sem skiptir sköpum í aðlögunarhæfni fyrirtækja er ríkjandi stjórnskipulag.
Gæti forskot fyrirtækja leynst í því að umbylta hefðbundnu skipulagi? Kristrún mun fjalla um fyrirtæki sem tekið hafa stór skerf til þess að geta brugðist hraðar við breytingum í umhverfi sínu með því að færa ákvörðunarvald alfarið til starfsmanna.
Kristrún Anna Konráðsdóttir starfar sem verkefnastjóri hjá VÍS og hefur ástríðu fyrir því að skapa umhverfi þar sem fólk fær að blómstra. Hún útskrifaðist úr MPM náminu í HR 2017, starfaði lengi í ferðaþjónustu hér heima og í Bretlandi en síðastliðin ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri í tæknigeiranum.
Fundinum verður streymt á facebook síðu Stjórnvísi: https://www.facebook.com/Stjornvisi/
Faghópur um persónuvernd ætlar að halda upp á 25. maí nk. með fræðslufundi og hefur fengið Hörð Helga Helgason lögmann til að vera með erindi.
Því miður er fullbókað á fundinn
Almenna persónuverndarreglugerðin kemur til framkvæmda frá og með 25. maí nk. innan ESB og í kjölfarið hér á landi. Á undanförnum árum hefur verið ítarlega fjallað um hina nýju löggjöf á opinberum vettvangi en lítið umræða átt sér stað um hvað taki við eftir að hún kemur til framkvæmda. Í erindinu verður fjallað um við hverju megi búast í kjölfar innleiðingar, hvaða tækifæri bíða og hvaða áskoranir blasa við.
Að loknu erindi verður opnað fyrir spurningar og umræður.
Hörður Helgi Helgason er lögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar Landslaga. Hörður Helgi hefur á undanförnum 15 árum veitt stofnunum og fyrirtækjum ráðgjöf á sviði persónuverndar, á síðustu árum einkum um innleiðingu nýrra persónuverndarreglna. Hann var settur forstjóri Persónuverndar frá 2013 til 2014.
Á fundinum verður rætt um strauma og stefnur í BPM undanfarin misseri og það helsta sem blasir við í ferlamálum hjá fyrirtækjum og stofnunum í nánustu framtíð.
Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM) verður haldinn miðvikudaginn 30. maí frá kl. 8.30 til 10.00 hjá Marel Austurhrauni 9, Garðabæ. Auk þess sem farið verður yfir starf faghópsins í vetur og kosið í nýja stjórn.
Við hvetjum alla áhugasama sem hafa vilja taka þátt í starfinu að gefa kost á sér í stjórn faghópsins.
Fyrirspurnir eða ábendingar um störf hópsins er hægt að senda á magnus.gudfinnsson@marel.com eða thora.sigurdardottir@eimskip.com
Dagskrá:
Fyrir hverja eru samfélagsskýrslur?
Evan Harvey, yfirmaður sjálfbærnistarfs hjá Nastaq kauphöllunum á alþjóðavísu
Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu ársins 2018
Formaður dómnefndar, greinir frá valinu
Fundarstjóri: Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastóri Festu
Viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um samfélagsábyrgð sína með markvissum, vönduðum og nútímalegum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða með annarri framsetningu sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjárfestum, viðskiptavinum, samstarfsaðilum, yfirvöldum og/eða almenningi.
Með viðurkenningunni vilja Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta opinberlega og reglulega með vönduðum hætti upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja kemur þeim og samfélaginu að gagni.
Fundurinn er fyrir alla áhugasama um samfélagsábyrgð fyrirtækja