Hvað eiga kvenstjórnendur sameiginlegt og hver eru viðhorf karla til þeirra?

Tvö mjög áhugaverð erindi um kvenstjórnendur þar sem snillingarnir Katrín Pétursdóttir verkefnastjóri hjá Póstinum og Íris Ósk Valþórsdóttir stöðvarstjóri hjá Avis deila visku sinni og stýra umræðum.

Því miður er fullbókað á viðburðinn.  

 

Kvenstjórnendur á íslenskum vinnumarkaði. Hvað eiga þeir sameiginlegt?
Katrín fjallar um rannsókn sem hún gerði á kvenstjórnendum á íslenskum vinnumarkaði. Farið er yfir hvað einkennir persónuleika þeirra, hvernig þær tvinna saman fjölskyldulíf og vinnu, hvaða aðferðir þær nota í stjórnun, tengslanet þeirra og hvaða áhrif það hafði á framgang í starfi, kynjamisrétti og ráð sem þær gefa ungum konum sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum.

Viðhorf íslenskra karla til kvenstjórnenda

Á síðustu árum og áratugum hefur þátttaka kvenna í stjórnunarstörfum verið töluvert í umræðunni og enn í dag heyrast af og til raddir sem segja að konum sé meinaður aðgangur að stjórnunarstörfum eða þær ekki metnar að verðleikum. Í erindi sínu segir Íris frá sinni sýn og vísar í rannsókn sem hún gerði á viðhorfum karla til kvenstjórnenda og stjórnunarhátta þeirra.

FRESTAÐ TIL HAUSTS!! - Atvinnubílstjórar á faraldsfæti - stefna og árangur

FRESTAÐ!!! 

Vegna óviðráðanlegra orsaka er nauðsynlegt að fresta þessum viðburði til haustsins.

Biðjumst afsökunar á stuttum fyrirvara.

----------------

Í núverandi árferði reynist mörgum atvinnurekendum sem vinna við vörudreifingu og ferðaþjónustu áskorun að finna og halda góðu starfsfólki. Hafa margir leitað út fyrir landsteinana að meiraprófsbílstjórum til að keyra rútur og flutningabíla.

 

Sigríður Thors ráðningar- og kennslustjóri ASKO Rogaland AS í Noregi leitar um þessar mundir að íslenskum meiraprófsbílstjórum til að starfa hjá fyrirtækinu í sumar. Hvernig hafa þessar ráðningar gengið og hvernig metur fyrirtækið árangur þeirra sem koma í slíkar tímabundnar stöður? Eru ráðningar sem þessar hluti af mannauðsstefnu ASKO? Um þessi atriði og fleiri ætlar Sigríður að fræða okkur um þann 6. apríl nk.

Aðalfundur faghóps um vörustjórnun

Hlutverk innri endurskoðenda í fyrirtækjum og árangursríkt samstaf við gæðastjóra.

Fundurinn er haldinn í samstarfi Stjórnvísis og Félags um innri endurskoðun.

Framsögumenn:

Guðmundur Bergþórsson, innri endurskoðandi.

Ingigerður Guðmundsdóttir, gæðastjóri hjá Sjóvá.

Project Management: Mindhunter’s research project

Fyrirlestur dr Allen G. Burgess og dr Ann W. Burgess

Þættirnir Mindhunter (2017) á Netflix fjalla um rannsóknir Atferlisvísindadeildar FBI (Behavioral Science Unit) á hugarheimi raðmorðinga. Persónur þátttanna byggja á raunverulegum persónum og nú hefur MPM-námið við Háskólann í Reykjavík boðið Dr Ann Burgess (Dr. Carr í þáttunum) og manni hennar, Dr Allen G. Burgess, til Íslands til að segja frá þessu áhugaverða rannsóknarverkefni.

Ann Burgess var frumkvöðull í að leggja áherslu á vettvangsgreiningar og viðtöl við gerendur. Í rannsókninni, sem var styrkt var af National Institute of Justice, var bæði eigindlegum og megindlegum aðferðum beitt til afla gagna og greina þau.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um verkefnið út frá sjónarmiðum verkefnastjórnunar, fjallað um hlutverk Atferlisvísindadeildar FBI í bandarísku réttarkerfi og þátt Ann í rannsókninni. Eins mun Ann lýsa persónulegri reynslu sinni af því að starfa með lögreglufulltrúnum John E. Douglas og Robert K. Ressler úr Mindhunter þáttunum.

Ann Burgess starfar nú sem prófessor í geðhjúkrunarfræðum við Boston College School of Nursing og er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar bæði á gerendum, og ekki síður þolendum, ofbeldisverka.

Fyrirlesturinn sem verður haldinn í stofu M101 miðvikudaginn 18. april kl. 17.00 er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Frekar upplýsingar má sjá á Facebook síðu viðburðarins hér

ATH! Breytt dagsetning 23.maí : Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Vinsamlegast athugið að aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja verður 23.maí.

 

Spennandi ný tækifæri - L.E.T. ( Leader Effectiveness Training )

 

L.E.T. ( Leader Effectiveness Training ) - Gróa, Ingólfur og Þyri Ásta ætla að kynna áhugaverða nálgun til að nýta við stjórnun, samvinnu og samskipti. LET hugmyndafræðin kemur frá Gordon Training International sem stofnað var af Dr. Thomas Gordon og á erindi til stjórnenda sem og almennra starfsmanna. LET hugmyndafræðin byggir á samskiptafærni og á að baki sér 50 ára þróun. Hún er grunnurinn að öðrum leiðum Gordons eins og P.E.T. (Parent Effectivenss Training), T.E.T. (Teachers Effectiveness Training) o.fl. Hugmyndafræðin byggir á því að nota ákveðin samskiptaleg verkfæri út frá svokölluðum hegðunarramma. Farið er yfir L.E.T. hugmyndafræðina, áhrifaþætti og niðurstöður rannsókna sem tengjast henni.

 

Gróa Másdóttir er með BA gráðu og MA gráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá HÍ. Lauk MBA gráðu frá HR árið 2010 og Markþjálfun árið 2014. Þá hefur Gróa einnig lokið námi í leiðsögn frá MK.

Ingólfur Þór Tómasson er vottaður ACC markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 15 ár. Hann hefur áratuga reynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja og hefur verið nátengdur rekstri ferðaþjónustu á Íslandi, í Noregi og víðar.

Þyri Ásta Hafsteinsdóttir er með BSc í sálfræði. Hún er menntaður stjórnenda markþjálfi og NLP markþjálfi. Þyri hefur komið að mörgu í gegnum árin s.s. mannauðsmálum, stjórnun, kennslu, ráðgjöf og fl.

Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Í kjölfar fundarins Spennandi ný tækifæri - L.E.T. ( Leader Effectiveness Training ) þann 25.apríl nk, boðum við hér með til aðalfundar faghóps um markþjálfun. Biðjum ykkur vinsamlega að doka við eftir að viðburði lýkur og taka þátt í aðalfundinum.

VIð erum einnig að leita eftir framboðum í stjórn. Vinsamlega sendið ábendingar og áhuga ykkar á agusta.sigrun@outlook.com. Sem sagt kl.10:00 þann 25.apríl í stofu M215 í Háskólanum í Reykjavík.

f.h. faghópsins

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, formaður

Eimskip – virðisaukandi innkaup

Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki á Norður-Atlantshafi með tengingar við alþjóðlega markaði og sérhæfingu í flutningsmiðlun um allan heim. Félagið rekur 63 starfsstöðvar í 20 löndum í fjórum heimsálfum, er með 22 skip í resktri og hefur á að skipta um 1.850 starfsmönnum. 

Með auknum alþjóðlegum umsvifum hefur Eimskip sett á laggirnar nýja einingu í þeim tilgangi að auka virði innkaupa, samþætta vinnubrögð og leita samlegðaráhrifa innan samsteypunnar. 

-Sæunn Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits Eimskips ætlar að segja okkur frá vegferðinni sem fyrirtækið er á, áskorunum, árangri og þeim tækjum og tólum sem hafa verið notuð.

-Jónína Guðný Magnúsdóttir, deildarstjóri flutningastýringar leiðir okkur inn í heim gámastýringar og fer yfir áskoranir sem fylgja því að tryggja réttar gámaeiningar á réttum stað til flutnings, m.t.t. birgðastýringar. 

Sundaklettur, 2. hæð, Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Tímasetning: kl. 08:30 - 10:00
Hámarks fjöldi: 60

Stefnumótun í upplýsingatækni hjá fyrirtækjum í örum vexti

Viðskiptalífið hefur verið í blóma síðustu misseri og einna helst ferðabransinn. Mörg fyrirtæki í ferðabransanum hafa vaxið ört og hafa farið í gegnum stefnumótun með misjöfnum árangri. Stór þáttur í að geta aðlagast breyttu umhverfi er hæfni fyrirtækja til að tileinka sér nýja tækni með þeim hætti að hún styðji við hraðann vöxt.

 

Sigurjón Hákonarson framkvæmdastjóri OZIO ehf  mun fjalla stuttlega um hvaða áskoranir fyrirtæki í ferðabransanum eru að glíma við þegar kemur að stefnumörkun í upplýsingatækni samhliða því að vaxa hratt. Áskoranirnar sem fjallað verður um einskorðast ekki við fyrirtæki í ferðabransanum þó dæmin sem tekin eru tengjast honum.

 

Hvað líkt og ólíkt með ört vaxandi fyrirtækjum og rótgrónum fyrirtækjum þegar kemur að stefnumótun í upplýsingatækni, er raunverulega einhver munur?

 

 

Innri ró í erli dagsins - jóga Nidra á vinnustöðum

Faghópar um heilsueflandi vinnuumhverfi og mannauðsstjórnun bjóða Stjórnvísifélögum að kynna sér Jóga Nidra á vinnustöðum. Jóhanna Briem er jóga Nidra leiðbeinandi og hefur leitt Nidra í fyrirtækjum við mikla ánægju starfsmanna. Hún mun byrja fundinn á kynningu á jóga Nidra, hvað það er og hvaða áhrif það getur haft á heilsu og vellíðan einstaklinga. Í lokin mun hún leyfa fundargestum að upplifa Nidra hugleiðslu (ca 20 mín.)  þannig að allir fá að upplifa sjálfir hvernig jóga Nidra virkar.

Í dag búa margir við of mikið álag sem getur valdið streitu og líkamlegum og andlegum einkennum. Rannsóknir sýna að of mikil streita og spenna valda bólgum í líkamanum sem eru áhættuþættir lífsstílstengdra sjúkdóma. Í jógafræðum er talað um jafnvægi taugakerfisins sem lykil að góðri heilsu og vellíðan. Í jóga Nidra er slökunarviðbragðið virkjað en í því ástandi endurnýjar líkaminn sig, það hægir á hjartslætti, blóðþrýstingur lækkar, öndun verður dýpri og líkaminn slakar á. Það dregur úr streitu, kvíða, hugurinn róast og svefninn verður betri. Ástæðan fyrir því að vera með jóga Nidra í fyrirtækjum er að efla heilsu starfsmanna, vellíðan og starfsánægju.

 

 

Meðfylgjandi er nánari lýsing á Jóga Nidra:  Jóga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er ævaforn hugleiðsluaðferð sem samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum. Jóga Nidra kallast einnig „jógískur svefn“ en í hugleiðslunni eru þátttakendur leiddir markvisst inn í djúpt slökunarástand eins og verður þegar við sofum. Nidrað nýtir það sem líkaminn kann það er að sofna en í því ferli hægist ósjálfrátt á heilabylgjutíðni. Í jóga Nidra eru þátttakendur leiddir í gegnum þessar breytingar á heilabylgjutíðni en markmiðið er þó ekki að sofna, heldur halda vakandi vitund og dvelja í djúpri slökun  milli svefns og vöku. Í þessu ástandi fara þátttakendur frá hinum hugsandi huga, inn í þögnina sem býr í okkur öllum, tengjast sínu sanna sjálfi og öðlast frelsi frá stöðugum hugsunum. Þeir fara frá því að hugsa og gera yfir í það að finna og vera (núvitund). Með reglulegri ástundun á Jóga Nidra er hægt að öðlast meiri hæfni í að taka eftir hugsunum, tilfinningum og viðbrögðum og læra betur að stýra eigin huga og líðan. Þegar hugurinn er kyrr er sem dæmi hægt að taka mun betri og skýrari ákvarðanir en þegar hugurinn er á fullri ferð.

Jóga Nidra virkjar heilunar- og endurnýjunarmátt líkamans, losar um spennu og streitu og kemur jafnvægi á ósjálfráða taugakerfið. Í Jóga Nidra losnar um hormón og taugaboðefni sem gera okkur hamingjusamari, afslappaðri, heilsuhraustari, lækka háan blóðþrýsting og draga úr bólgum í líkamanum sem í dag eru taldar orsök lífsstilssjúkdóma. Streita sem orsakast fyrst og fremst af of virkum huga og of mikilli spennu safnast upp í líkamanum ef við náum aldrei djúpri slökun inn á milli og veldur bæði líkamlegum og andlegum einkennum. Herbert Benson, MD hjartalæknir í Harvard hefur rannsakað það sem hann kallar „slökunarviðbragðið“ (e. relaxation response) í yfir 40 ár,  en þar fer líkaminn í svokallað „parasympatískt“ ástand en það er slökunarhluti ósjálfráða taugakerfisins (sefkerfið) þar sem líkaminn gerir við sig. Hans viðfangsefni hefur verið að rannsaka áhrif hugleiðslu á þetta viðbragð og staðfesta niðurstöður ótvírætt ofangreind áhrif.

Það sem einkennir Jóga Nidra er ásetningur sem hver og einn setur sér fyrir hugleiðsluna og er nýttur í dýpsta hugleiðsluástandinu til að breyta neikvæðum forritum í undirmeðvitund yfir í styrkjandi jákvæðar staðhæfingar sem þjóna einstaklingum vel. Ásetningur er fræ sem við viljum sá til þess að leiða okkur á þá leið sem við viljum fara í lífinu. Í fyrstu tímunum setur leiðbeinandi vanalega ásetning það er jákvæðar og styrkjandi staðhæfingar sem geta átt við alla.

Jóga Nidra tímarnir byrja á stuttri hugleiðslu, nokkrum jógaæfingum eða teygjum og síðan leggjast þátttakendur á dýnu á gólfinu með púða og teppi og hugleiðslan fer fram í liggjandi stöðu.

Talað er um að 45 mínútna Jóga Nidra jafngildi 3 klukkutímum í svefni.

 

Jóhanna Briem hefur verið með námskeið í jóga Nidra í Endurmenntun Háskóla Íslands, auk námskeiða í tengslum við áhrif hugar á heilsu. Jóhanna hefur unnið við heilsueflingu í áratugi á mismunandi sviðum. Hún er með MA gráðu í áhættuhegðun og forvörnum, nám í náms- og starfsráðgjöf og er löggiltur sjúkranuddari. Forvarnir hafa lengi verið hennar áhugasvið og fellur jóga Nidra vel inn á það svið.

Lean í Odda

Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri Odda mun fara yfir Lean innleiðingu í Odda og deila með með okkur lærdómi af þeim skrefum sem tekin hafa verið á undanförnum misserum. 

Jafnréttisvegferð Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur síðan í byrjun síðasta árs sett mikinn kraft í jafnréttismálin og voru nýlega sett fram markmið, mælikvarðar og umbótaverkefni jafnréttismála til næstu þriggja ára.

Um er að ræða heildstæða nálgun á stöðu og úrbætur í jafnréttismálum þar sem horft er til menningar, umhverfis og fl. þátta og hefur allt starfsfólkið tekið þátt í forgangsröðun úrbóta.

Selma Svavarsdóttir forstöðumaður á starfsmannasviði Landsvirkjunar ætlar að kynna fyrir Stjórnvísifélögum þeirra nálgun á jafnréttismál. 

Dagskrá

8:30 – léttur morgunverður
8:40 – 8:45 – Kynning á faghópi um jafnlaunastjórnun

8:45 – 9:15 – Jafnréttisvegferð Landsvirkjunar

9:15 – 9:30 – Spurningar og umræður

Við hvetjum alla til að mæta og fá innsýn inn í heildræna stefnumótun um jafnréttismál, einnig að skrá sig í faghóp um jafnlaunastjórnun til að fylgjast með viðburðum á næstunni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?