Fundinum verður streymt á facebook síðu Stjórnvísi: https://www.facebook.com/Stjornvisi/
Eitt af stóru verkefnum þeirra sem leiða fyrirtæki og stofnanir í dag er að finna leiðir til þess að takast á við gríðarlega örar breytingar í fyrirtækjaumhverfinu okkar. Hraði breytinga í umhverfi fyrirtækja er orðinn mikill og hæfni fyrirtækja til að bregðast við því er jafnvel orðið það sem hefur mest áhrif á hverjir halda velli. Eitt af því sem skiptir sköpum í aðlögunarhæfni fyrirtækja er ríkjandi stjórnskipulag.
Gæti forskot fyrirtækja leynst í því að umbylta hefðbundnu skipulagi? Kristrún mun fjalla um fyrirtæki sem tekið hafa stór skerf til þess að geta brugðist hraðar við breytingum í umhverfi sínu með því að færa ákvörðunarvald alfarið til starfsmanna.
Kristrún Anna Konráðsdóttir starfar sem verkefnastjóri hjá VÍS og hefur ástríðu fyrir því að skapa umhverfi þar sem fólk fær að blómstra. Hún útskrifaðist úr MPM náminu í HR 2017, starfaði lengi í ferðaþjónustu hér heima og í Bretlandi en síðastliðin ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri í tæknigeiranum.