Háskólinn í Reykjavík Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Verkefnastjórnun,
Kl. 9:00-12:00 málstofa um framtíðina í verkefnastjórnun
Á málstofunni verður spáð í framtíðina og hún skoðuð út frá fjórum áhugaverðum málaflokkum.
- Samsetningu atvinnulífs
- Umhverfis- og loftlagsmálum
- Tækni
- Aldamótakynslóðinni
Erindi verða haldin um hvern og einn málaflokk og að þeim loknum fer fram vinnustofa með svokölluðu "world cafe" sniði. Þar verða spurningar lagðar fram til umræðu fyrir málstofugesti og þeir fá tækifæri til að velta fyrir sér hvernig framtíðin getur komið til með að líta út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar.
Málstofan fer fram í stofu M325 í Háskólanum í Reykjavík. Hún er öllum opin og gjaldfrjáls en nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja sér sæti.
Skráning fer fram hér:
https://www.vsf.is/is/
Dagur verkefnastjórnunar var einstaklega vel heppnaður í fyrra og við hlökkum til að endurtaka leikinn í ár.
——————————————————————
Dagskrá eftir hádegi á Degi Verkefnastjórnunar sem kynnt verður sérstaklega.
Kl. 13:00-17:00 Kynningar á lokaverkefnum útskriftarnemenda MPM-námsins.
Kl.17:00-19:00 Hátíðarkokteill MPM-náms og VSF.