Landsvirkjun Háaleitisbraut 68, Reykjavík
Jafnlaunastjórnun,
Landsvirkjun hefur síðan í byrjun síðasta árs sett mikinn kraft í jafnréttismálin og voru nýlega sett fram markmið, mælikvarðar og umbótaverkefni jafnréttismála til næstu þriggja ára.
Um er að ræða heildstæða nálgun á stöðu og úrbætur í jafnréttismálum þar sem horft er til menningar, umhverfis og fl. þátta og hefur allt starfsfólkið tekið þátt í forgangsröðun úrbóta.
Selma Svavarsdóttir forstöðumaður á starfsmannasviði Landsvirkjunar ætlar að kynna fyrir Stjórnvísifélögum þeirra nálgun á jafnréttismál.
Dagskrá
8:30 – léttur morgunverður
8:40 – 8:45 – Kynning á faghópi um jafnlaunastjórnun
8:45 – 9:15 – Jafnréttisvegferð Landsvirkjunar
9:15 – 9:30 – Spurningar og umræður
Við hvetjum alla til að mæta og fá innsýn inn í heildræna stefnumótun um jafnréttismál, einnig að skrá sig í faghóp um jafnlaunastjórnun til að fylgjast með viðburðum á næstunni.