25. maí 2018 12:28
Guðlaug Sigurðardóttir fjármálastjóri sagði okkur frá því frá hvernig fjármálasviðið byrjaði á að nýta sér sýnilega stjórnun til að innleiða stefnu fyrirtækisins á sviðinu. Sem nú hefur sýnilega stjórnun og töflur í öllum deildum sviðsins. Með Guðlaugu voru Kristín Halldórsdóttir yfirmaður reikningshalds og Helgi Bogason innkaupastjóri sem báru hitann og þungann af umbótavinnunni í sínum teymum.
Í kjölfarið af stefnumótun Landsnets voru mörg stór og smá verkefni í gangi hjá félaginu og mikið um að vera. Stjórnendur á fjármálasviði spurðu sig að því hvernig fjármálasvið gæti stutt við nýja stefnu Landsnets. Með stórt verkefni fyrir höndum var ákveðið að prófa hugmynda og aðferðafræði Lean. Fenginn var Lean ráðgjafi til að vera samferða í fyrstu skrefunum í vegferðinni.
Í upphafi var ákveðið að Lean hugmynda- og aðferðafræðin mætti alls ekki verða til þess að flækja hlutina og strax tekin ákvörðun um að ef ekki gengi vel yrði fallið frá notkun Lean. Fljótt kom það á daginn að sýnilega stjórnunin var að virka og voru stjórnendur fljótir að koma auga á að hægt væri að nýta aðferðafræðina í meira mæli.
Úr varð að sýnileg stjórnun þróaðist yfir í stýringu á sviðinu og þaðan í markvissa umbótavinnu innan sviðs. Í þeirri þróun var haft að leiðarljósi að allt starfsfólk fjármálasviðs væri haft með í för og fengu allar deildir að þróa sína eigin töflu og útfæra á þann hátt sem hentaði hverjum og einum hóp.
Innleiðingin á stefnunni sem og þeim verkefnum sem fylgdu hafa gengið vel og hafa fleiri umbótaverkefni fylgt í kjölfarið. Þó eru alltaf einhverjar áskoranir í innleiðingum en margt sem kom líka skemmtilega á óvart. Stjórnendur og starfsfólk hafa verið dugleg að spyrja sig hvað sé að virka og hvað ekki og tekið ákvarðanir um umbætur og næstu skref út frá þeim svörum. Því hafa töflur fengið að þróast innan deildanna, töflufunda fyrirkomulag hefur fengið að finna rétta taktinn og ýmis ferli hafa verið keyrð á töflum.
Fjármálasvið Landsnets er komið á flottan stað í innleiðingu á lean og sýnilegri stjórnun og hafa verið að fylgja hugmyndafræðinni sem segir okkur að vinna að stöðugum umbótum því það er ekkert one size fits all í leanheiminum.