Háskólinn í Reykjavík, stofa M209 Menntavegur 1, Reykjavík
Persónuvernd,
Fundinum verður streymt á facebook síðu Stjórnvísi: https://www.facebook.com/Stjornvisi/
Faghópur um persónuvernd ætlar að halda upp á 25. maí nk. með fræðslufundi og hefur fengið Hörð Helga Helgason lögmann til að vera með erindi.
Því miður er fullbókað á fundinn
Almenna persónuverndarreglugerðin kemur til framkvæmda frá og með 25. maí nk. innan ESB og í kjölfarið hér á landi. Á undanförnum árum hefur verið ítarlega fjallað um hina nýju löggjöf á opinberum vettvangi en lítið umræða átt sér stað um hvað taki við eftir að hún kemur til framkvæmda. Í erindinu verður fjallað um við hverju megi búast í kjölfar innleiðingar, hvaða tækifæri bíða og hvaða áskoranir blasa við.
Að loknu erindi verður opnað fyrir spurningar og umræður.
Hörður Helgi Helgason er lögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar Landslaga. Hörður Helgi hefur á undanförnum 15 árum veitt stofnunum og fyrirtækjum ráðgjöf á sviði persónuverndar, á síðustu árum einkum um innleiðingu nýrra persónuverndarreglna. Hann var settur forstjóri Persónuverndar frá 2013 til 2014.