Sjóvá Kringlan 5, 6. hæð, Reykjavík
Jafnlaunastjórnun,
Hermann Björnsson forstjóri og Ágústa B. Bjarnadóttir, mannauðsstjóri fara yfir sögu og árangur jafnréttismála innan Sjóvá undanfarin ár.
Sjóvá var með fyrstu fyrirtækjum til að fá Jafnlaunavottun VR og hefur verið með jafnlaunavottun síðan 2014. Á fundinum verður farið yfir leiðina að vottun og reynslu Sjóvá af ferlinu en kynbundinn launamunur hefur verið minni en 2% frá innleiðingu.
Félagið hefur náð góðum árangri í jafna kynjahlutföll á öllum stigum fyrirtækisins enda hefur verið unnið markvisst að því undanfarin ár. Jöfn kynjahlutföll eru í stjórn, framkvæmdastjórn og stjórnendahópi félagsins í dag.
Þá verður kynnt samstarfsverkefni FKA og Sjóvá sem miðar að því að stuðla að auknu kynjajafnrétti í íslensku atvinnulífi og jafnari hlut kvenna í stjórnun fyrirtækja.
Dagskrá
- Gyða Björg Sigurðardóttir – kynning á faghópi Stjórnvísi um jafnlaunastjórnun
- Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár heldur opnunarávarp
- Ágústa Björg Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvár, segir frá leiðinni að vottun
- Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafasviðs, kynnir Jafnvægisvogina, samstarfsverkefni Sjóvár og FKA
Opnað verður á fyrirspurnir og umræður í lok erinda.