Eimskip Korngarðar 2, Reykjavík
Innkaupa- og vörustýring,
Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki á Norður-Atlantshafi með tengingar við alþjóðlega markaði og sérhæfingu í flutningsmiðlun um allan heim. Félagið rekur 63 starfsstöðvar í 20 löndum í fjórum heimsálfum, er með 22 skip í resktri og hefur á að skipta um 1.850 starfsmönnum.
Með auknum alþjóðlegum umsvifum hefur Eimskip sett á laggirnar nýja einingu í þeim tilgangi að auka virði innkaupa, samþætta vinnubrögð og leita samlegðaráhrifa innan samsteypunnar.
-Sæunn Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits Eimskips ætlar að segja okkur frá vegferðinni sem fyrirtækið er á, áskorunum, árangri og þeim tækjum og tólum sem hafa verið notuð.
-Jónína Guðný Magnúsdóttir, deildarstjóri flutningastýringar leiðir okkur inn í heim gámastýringar og fer yfir áskoranir sem fylgja því að tryggja réttar gámaeiningar á réttum stað til flutnings, m.t.t. birgðastýringar.
Sundaklettur, 2. hæð, Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Tímasetning: kl. 08:30 - 10:00
Hámarks fjöldi: 60