Október 2016

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
26
  •  
27 28 29 30
  •  
01
  •  
02
  •  
03
  •  
04 05
  •  
06 07
  •  
08
  •  
09
  •  
10
  •  
11
  •  
12 13
  •  
14
  •  
15
  •  
16
  •  
17
  •  
18
  •  
19 20 21
  •  
22
  •  
23
  •  
24
  •  
25 26
  •  
27
  •  
28 29
  •  
30
  •  

“User-Retention” eða hvernig á að halda í notendur og viðskiptavini

Í kjölfar frétta um fækkun notenda í vinsælum leikjum á borð við Pokemon GO og No Man's Sky hefur sprottið upp mikil umræða um varðveislu viðskiptavina (e. user-retention).

Hvað þurfa frumkvöðlar og forritarar að hafa í huga til að tryggja að fólk noti ekki bara vöruna sína - heldur nota hana aftur og aftur?

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, yfirmaður greiningasviðs QuizUp mun hefja fundinn og svo munu hún, Jökull Sólberg Auðunsson, meðstofnandi Takumi og Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups ræða málin og sitja fyrir svörum úr sal.

Boðið verður upp á léttar veitingar og það er frítt inn.

Vinsamlegast athugið að fundurinn fer fram á ensku.

FRESTUN: Ólympíuleikar - umfang, undirbúningur og þátttaka Íslands í stærsta íþróttaviðburði í heimi

Ólympíuleikar eru án efa stærsti íþróttaviðburður í heimi, en 206 Ólympíunefndir og/eða þjóðir senda keppendur á leikana. Sjö árum fyrir leika liggur fyrir hvar þeir munu fara fram, en hversu stórir eru þessir leikar, hvenær hefst undirbúningur íslenska hópsins og hvaða verkþáttum þarf að huga að. Í hverju felst þátttaka og undirbúningur íslenska hópsins, hvernig eru helstu tímalínur og hverjir koma að þessu verkefni.

Fullbókað: Hverjir eru snertifletir þjónandi forystu og Lean?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun fjalla um hvernig straumlínustjórnun og þjónandi forysta í umhverfi löggæslunnar getur tvinnast saman. Sigríður hefur áralanga reynslu sem stjórnandi og hefur í störfum sínum nýtt sér aðferðarfræði straumlínustjórnunar og hugmyndafræði þjónandi forystu.

Birna Dröfn Birgisdóttir mun hefja viðburðinn með stuttri innleiðingu og kynningu á þjónandi forystu.

Birna Dröfn er doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og hlaut nýlega rannsóknarstyrk Greenleaf Center for Servant Leadership. Doktorsrannsókn Birnu Drafnar er um þjónandi forystu og sköpun og byggir á rannsókn sem fram fór á bráðamóttökudeildum Landspítala. Birna Dröfn er með mastersgráðu frá Griffith University í Ástralíu og er með viðskiptafærðipróf frá HR. Hún hefur líka numið mannauðsstjórnun, Neuro linguistic programming (NLP) og stjórnendamarkþjálfun.

Takmarkaður sætafjöldi.
Viðburðurinn er samstarf faghópanna um markþjálfun, lean og mannauðsstjórnun

Bætt samskipti - Sáttamiðlun sem verkfæri til lausnar ágreinings

Góð samskipti á vinnustað eru grundvöllur þess að hægt sé að koma á gæðastjórnun og viðhalda henni. Hvernig er hægt að nýta sáttamiðlun til þess að leysa úr ágreiningsmálum og draga úr kostnaði? Sáttamiðlun er vaxandi leið við lausn ágreiningsmála út um allan heim en á fundinum mun Lilja Bjarnadóttir fjalla um hvenær og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér sáttamiðlun. Hugmyndafræði sáttamiðlunar byggir á því að deiluaðilar séu sérfræðingar í sinni deilu og því best til fallnir að leysa úr henni, t.d. með aðstoð hlutlauss sáttamiðlara. Fjallað verður um kosti sáttamiðlunar og hvernig við getum lært að koma í veg fyrir að deilur stigmagnist. Þá verður fjallað um innleiðingu ferla á vinnustað og fræðslu um bætt samskipti til þess að koma í veg fyrir stigmögnun ágreiningsmála.
Lilja Bjarnadóttir er sáttamiðlari, lögfræðingur og sérfræðingur í lausn deilumála. Lilja er stofnandi Sáttaleiðarinnar, sem er fyrsta íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig í sáttamiðlun fyrir viðskiptalífið. Hún hefur einnig starfað sem gæðastjóri hjá Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar (VBV ehf.)

Kynning á tilraunaverkefni um styttingu vinnudags

Harpa Hrund Berndsen mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg fer yfir niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnudags sem hefur verið í gangi á tveimur vinnustöðum borgarinnar.

Breytt persónuverndarlöggjöf frá 2018 - hvað þýðir það fyrir þína starfsemi?

Breytt persónuverndarlöggjöf frá 2018 - hvað þýðir það fyrir þína starfsemi?

Fyrr á árinu voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri og þ.a.l. íslenskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Breytingarnar taka gildi á árinu 2018 en fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki og stofnanir að aðlaga starfsemi sína að breyttum - og auknum - kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga eru jafnframt aukin til muna sem einnig kallar á breytingar í starfsemi þeirra sem vinna persónuupplýsingar. Farið verður yfir helstu breytingarnar sem löggjöfin kallar á um og settar fram leiðbeiningar um hverju þurfi að huga að í framhaldinu.

Með framsögu farar Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis frá Persónuvernd og Hörður Helgi Helgason, hdl. Landslög

Grunnatriði Lean/ umbótavinna

Annar viðburður Lean faghópsins í vetur verður hin árlega kynning á grunnatriðum Lean (straumlínustjórnun/umbótavinnu). Fjallað verður á mannamáli um hvað umbótavinna er, hvort satt sé að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og sögur ganga af og fléttað verður inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis eru að nýta sér umbótavinnuna.

Allir sem eru að velta fyrir sér hvað umbótavinna er eða eru aðeins byrjaðir að skoða þessar aðferðir eru sérstaklega hvattir til að koma. Aðrir sem eru lengra komnir í fræðunum eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka.

Fyrirlesari: Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi

Staðsetning: Borgartún 27, 8. hæð, höfuðstöðvar KPMG.

Tímasetning: kl: 08:30 - 09:45

Dagsetning: 6.október 2016

Lagalegar kröfur vegna efnamála og lausnir í EcoOnline efnastjórnunarkerfinu

Efnastjórnun er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Það hefur sýnt sig að fyrirtækjum hefur reynst erfitt að halda utan um efnamál og mikill tími fer í að afla öryggisblaða á íslensku og halda utan um réttar útgáfur og hafa upplýsingar tiltækar fyrir starfsmenn.
Þróuð hafa verið efnastjórnunarkerfi til að búa til og halda utan um öryggisblöð og efnalista. Þau auðvelda auk þess gerð efnaáhættumats og uppfylla þannig kröfur REACH reglugerðarinnar. EcoOnline er eitt slíkt kerfi.
Á fundinum mun Eva Yngvadóttir, Efnaverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu fara yfir þær kröfur sem gerðar eru til íslenskra fyrirtækja í efnamálum og fara yfir það hvernig EcoOnline hugbúnaðurinn getur nýst við að framfylgja þeim kröfum.
Í beinu framhaldi af fundinum verður aðalfundur faghópsins um umhverfi og öryggi. Farið verður yfir starf faghópsins síðasta vetur og kosið í stjórn hópsins fyrir næsta starfsár. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Aðalfundur faghóps Umhverfis og Öryggis

Aðalfundurinn fer fram í beinu framhaldi af fyrsta fundi faghópsins í haust sem fjallar um "Lagalegar kröfur vegna efnamála og lausnir í Ecoline efnastjórnunarkerfinu".

Farið verður yfir starf faghópsins í haust og kosið í stjórn hópsins fyrir núverandi starfsár.

Vinsamlegast sendið framboð í stjórn faghópsins til gislie@vis.is.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og bjóða sig fram.

Fullbókað: Hvenær er nógu mikið of mikið? - Innri upplýsingamiðlun og helgun starfsfólks

Hvenær er nógu mikið of mikið?

Innri upplýsingamiðlun og helgun starfsmanna

Hvaða tengsl eru á milli þess hvernig starfsmenn upplifa innri upplýsingamiðlun innan fyrirtækisins/stofnunarinnar og helgun þeirra gagnvart fyrirtækinu?

Hvaða þættir hafa helst áhrif á upplifun starfsmanna á upplýsingamiðlun?

Hvernig upplifa starfsmenn tækifæri sín til að tjá sínar skoðanir/ hugmyndir/ábendingar?

Guðfinna Björk Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri Garðabæjar segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hún gerði innan stórrar breskrar stofnunar á upplifun starfsmanna af innri upplýsingamiðlun. Fagleg innri upplýsingamiðlun er öflugt tæki fyrir stjórnendur sem vilja auka afköst og skilvirkni á vinnustaðnum. Rannsóknin sýndi fram á sjö þætti sem hafa áhrif á upplifun starfsmanna af upplýsingamiðlun, m.a. að bæði of mikið af upplýsingum og of lítið geta haft neikvæð áhrif á upplifunina. Rannsóknin var lokaverkefni Guðfinnu í masters námi í mannauðsstjórnun við Birmingham City University í Englandi.

Niðurstöðurnar hafa þegar verið kynntar á alþjóðlegri mannauðsráðstefnu í Kanada og á ráðstefnu British Academy of Managment sem haldin var í Newcastle fyrr í haust.

Heimsókn í kaffibrennslu Kaffitárs

Nú gefst okkur gefst einstakt tækifæri til að skoða kaffibrennslu Kaffitárs og hitta stofnanda og eiganda fyrirtækisins, Aðalheiði Héðinsdóttur. Hún ætlar að bjóða okkur í ilmandi morgunkaffi í Kaffibrennslunni í Reykjanesbæ, þar sem við munum skoða kaffibrennsluna sjálfa og fara svo á kaffihús Kaffitárs og fá þar smakk af kaffi og þar er heyrum við frá Aðalheiði um fyrirtækið og framleiðsluna, ræðum saman og skiptumst á skoðunum.

FÍB og kostnaðarútreikningur

VIÐBURÐUR STJÓRNVÍSIS OG FÉLAGS ÍSL. BIFREIÐAEIGENDA 25. OKTÓBER 2016.

Um FIB: Félag íslenskra bifreiðaeigenda er hagsmunafélag bifreiðeigenda og viðurkennt sem slíkt af stjórnvöldum. Fulltrúar FÍB eiga setu- og tillögurétt í nefndum á vegum hins opinbera og félagið fær til umsagnar frumvörp, tillögur og reglugerðir frá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu.

FIB hefur um áratugaraðir staðið að útreikningum á kostnaði er tilheyrir eldsneyti bifreiða. Oftar en ekki hafa útreikningar FIB raktað í fréttirnar. Á viðburðinum þann 25. okt. 2016 mun framkvæmdarstjóri FIB, Runólfur Ólafsson, útskýra hvernig staðið er að kostnaðarútreikningi varðandi útsöluverð á eldsneyti til neytenda. Einnig mun hann fara yfir sölulega þróun í þessum efnum.

Fundartími er kl 08:30-10:00, þann 25. okt. 2016.
Fundarstaður, Stjórnvísi húsinu, Eiðistorgi, Seltjarnarnesi.

Hugverkavernd fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki

Þegar frumkvöðlar stofna nýtt fyrirtæki er spurningunni um mikilvægi hugverkaverndar oft látið ósvarað. Hugverkavernd virðist í augum margra dýr valkostur fyrir áhættusama viðskiptahugmynd og fellur því iðulega aftarlega í forgangsröðina.

Hvernig geta frumkvöðlar varið efnið sitt og vinnu án þess að kæfa tilraunavinnu og samskipti við markhópinn? Ættu frumkvöðlar sem hafa ekki einu sinni staðfest eftirspurn á markaði að eyða tíma og peningum í að vernda hugmyndir sínar?

Eygló Sif Sigfúsdóttir, lögfræðingur hjá Einkaleyfastofu mun hefja fundinn og svo mun hún, ásamt Erlu Skúladóttir, stjórnarformanni Lauf Forks og Einari Olavi Mäntylä, verkefnisstjóri Nýsköpunar Vísinda- og nýsköpunarsviðs hjá Háskóla Íslands ræða málin og sitja fyrir svörum úr sal.

Viðburðurinn er styrktur af Nýherja og Stjórnvísi.

Boðið verður upp á léttar veitingar og það er frítt inn.

ENGLISH:
When entrepreneurs start a new venture the question of intellectual property protection often falls by the wayside. IPP seems like an expensive option for a risky business idea and doesn’t register as a priority.

How can entrepreneurs guard their property and content with out suffocating experimentation and customer feedback? Should entrepreneurs who haven’t found product-market fit bother spending time and money on protecting their ideas?

Eygló Sif Sigfúsdóttir, lawyer at the Icelandic Patent Office will open the event, after which she will be joined by Erla Skúladóttir, chairman of the board at Lauf Forks and Einari Olavi Mäntylä, innovation manager at the University of Iceland’s Division of Science and Innovation will discuss the issue and take questions.

The event is sponsored by Nýherji and Stjórnvísi.

The event is free and open, but will be held in Icelandic.

Light refreshments will be served

Verkefnastjórnun og LEAN

Kynningin tekur á ákveðnum Lean verkfærum sem notast má við í verkefnastjórnun og framkvæmdum utan framleiðsluiðaðarins. LNS Saga fékk til sín starfsmenn sem áður höfðu unnið með Lean í framleiðsluiðnaði og séð árangur þess þar. Þeir leituðu leiða til að innleiða Lean í stjórnun verkefna og framkvæmda sem byggjast á stuttum líftíma og framkvæmast í breytilegu umhverfi. Jónas og Svanur fara yfir þau verkfæri sem LNS Saga valdi að nota, innleiðinguna, árangurinn og reynsluna. Þessi kynning kann að vera áhugaverð fyrir þá sem hafa enn ekki náð að tengja Lean við sína starfsemi, þar sem hún tekur á málum sem eru meira innan verkefnastjórnunar en framleiðslu.

Haustráðstefna Stjórnvísi - 30 ára afmæli

Haustráðstefna Stjórnvísi sem jafnframt er 30 ára afmælishátíð verður haldin á Grand Hótel þann 2. nóvember kl. 8:30-13:00.

Þema afmælisráðstefnunnar er "Endurmörkun í síbreytilegu umhverfi, reynslusögur leiðtoga".

Fyrirlesarar eru þau Margrét Guðmundsdóttir stjórnarformaður N1 og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf., Hulda Gunnlaugsdottir COO-Divisjons direktør Norlandia Care Group AS, www.norlandiacare.no og Oliver Luckett forstjóri ReviloPark sem starfar í Reykjavík og Los Angeles.

Dagskráin hefst með morgunverðarhlaðborði kl. 8:00. Nótt Thorberg framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og formaður stjórnar Stjórnvísi setur afmælisráðstefnuna kl. 8:30. Því næst verða flutt þrjú áhugaverð erindi. Stuttar vinnustofur verða á eftir fyrstu tveimur erindunum þar sem tækifæri gefst að ræða saman og kynnast öðrum félögum. Ráðstefnan endar með léttum hádegisverði við undirleik góðrar tónlistar. Ráðstefnustjóri verður Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjá FranklinCovey og heiðursfélagi Stjórnvísi.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Aðgangur er frír.

Ef þú veist ekki hvert þú vilt fara þá skiptir ekki máli hvaða leið þú ferð

Ragnar Már Vilhjálmsson hjá Manhattan Marketing fjallar um markaðsáætlanir og mikilvægi þeirra í rekstri fyrirtækja, m.a. út frá raunverulegum dæmum.

Kaffi, te og sódavatn er í boði á staðnum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?