Festi Skarfagarðar 2, 104 Reykjavík
Mannauðsstjórnun,
Hvenær er nógu mikið of mikið?
Innri upplýsingamiðlun og helgun starfsmanna
Hvaða tengsl eru á milli þess hvernig starfsmenn upplifa innri upplýsingamiðlun innan fyrirtækisins/stofnunarinnar og helgun þeirra gagnvart fyrirtækinu?
Hvaða þættir hafa helst áhrif á upplifun starfsmanna á upplýsingamiðlun?
Hvernig upplifa starfsmenn tækifæri sín til að tjá sínar skoðanir/ hugmyndir/ábendingar?
Guðfinna Björk Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri Garðabæjar segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hún gerði innan stórrar breskrar stofnunar á upplifun starfsmanna af innri upplýsingamiðlun. Fagleg innri upplýsingamiðlun er öflugt tæki fyrir stjórnendur sem vilja auka afköst og skilvirkni á vinnustaðnum. Rannsóknin sýndi fram á sjö þætti sem hafa áhrif á upplifun starfsmanna af upplýsingamiðlun, m.a. að bæði of mikið af upplýsingum og of lítið geta haft neikvæð áhrif á upplifunina. Rannsóknin var lokaverkefni Guðfinnu í masters námi í mannauðsstjórnun við Birmingham City University í Englandi.
Niðurstöðurnar hafa þegar verið kynntar á alþjóðlegri mannauðsráðstefnu í Kanada og á ráðstefnu British Academy of Managment sem haldin var í Newcastle fyrr í haust.