EFLA verkfræðistofa Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Öryggisstjórnun,
Efnastjórnun er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Það hefur sýnt sig að fyrirtækjum hefur reynst erfitt að halda utan um efnamál og mikill tími fer í að afla öryggisblaða á íslensku og halda utan um réttar útgáfur og hafa upplýsingar tiltækar fyrir starfsmenn.
Þróuð hafa verið efnastjórnunarkerfi til að búa til og halda utan um öryggisblöð og efnalista. Þau auðvelda auk þess gerð efnaáhættumats og uppfylla þannig kröfur REACH reglugerðarinnar. EcoOnline er eitt slíkt kerfi.
Á fundinum mun Eva Yngvadóttir, Efnaverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu fara yfir þær kröfur sem gerðar eru til íslenskra fyrirtækja í efnamálum og fara yfir það hvernig EcoOnline hugbúnaðurinn getur nýst við að framfylgja þeim kröfum.
Í beinu framhaldi af fundinum verður aðalfundur faghópsins um umhverfi og öryggi. Farið verður yfir starf faghópsins síðasta vetur og kosið í stjórn hópsins fyrir næsta starfsár. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.