Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn 1. september nk. í Nauthól kl.16:30-17:40

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn fimmtudaginn 1.september nk. í Nauthól kl.16:30-17:50.

Tilgangur fundarins er að starta nýju starfsári af krafti. Farið verður yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt verður í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár enn öflugra en þau síðustu.

Mikilvægt er að senda drög að dagskrá faghópanna til framkvæmdastjóra Stjórnvísi gunnhildur@stjornvisi.is fyrir 26.ágúst. Þegar allir hópar eru búnir að senda inn dagskrána verður hún sameinuð í eitt skjal og send út til ykkar allra fyrir fundinn þann 1.september nk.
Stefnt er að því að senda út drög að dagskrá haustsins til félaga þann 2.september.

Einnig er mikilvægt að skoða hvort stjórnir séu rétt skráðar inn þ.e. allar breytingar hafi skilað sér. Þið hafið öll aðgang og getið breytt hverjir eru í stjórn.

Munið eftir að skrá ykkur ef þið eruð ekki þegar búin að því.

Hlökkum til að sjá ykkur og njótið sumarlokanna sem allra best.

Stjórn Stjórnvísi.

Hver ertu?

Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur

Sigrún Viktorsdóttir , forstöðumaður þjónustustýringar hjá OR mun segja frá endurmörkun (rebranding) Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna ohf. sem frá janúar 2014 þegar Veitur ohf. urðu til, birtust undir sama merki þar til í desember 2015.

Fjallað verður um undanfarann, vinnuferlið og áskoranir sem fyrirtækin fóru í gegnum á undirbúnings- og yfirfærslutímabilinu.
Einnig verður farið yfir nýafstaðnar rannsóknir á vörumerkjavitund fyrirtækjanna.

Styður Lean við aukinn fjölda ferðamanna - Leið að viðskiptavininum?

Viðskiptavinurinn er ein af höfuðpersónum Lean. Aukin umsvif Icelandair og aukning ferðamanna til og frá Íslandi skapar tækifæri til umbóta. Að skapa virði fyrir viðskiptavininn er ferli og í því ferli gegnir innri viðskiptavinurinn lykilhlutverki. Fjallað verður um umbótaverkefni hjá Icelandair þar sem klassískum verkfærum Lean og ferlahugsunar er beitt með aðkomu hlutaðeigandi aðila, með viðskiptavininn að leiðarljósi.

“User-Retention” eða hvernig á að halda í notendur og viðskiptavini

Í kjölfar frétta um fækkun notenda í vinsælum leikjum á borð við Pokemon GO og No Man's Sky hefur sprottið upp mikil umræða um varðveislu viðskiptavina (e. user-retention).

Hvað þurfa frumkvöðlar og forritarar að hafa í huga til að tryggja að fólk noti ekki bara vöruna sína - heldur nota hana aftur og aftur?

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, yfirmaður greiningasviðs QuizUp mun hefja fundinn og svo munu hún, Jökull Sólberg Auðunsson, meðstofnandi Takumi og Oddur Sturluson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups ræða málin og sitja fyrir svörum úr sal.

Boðið verður upp á léttar veitingar og það er frítt inn.

Vinsamlegast athugið að fundurinn fer fram á ensku.

FRESTUN: Ólympíuleikar - umfang, undirbúningur og þátttaka Íslands í stærsta íþróttaviðburði í heimi

Ólympíuleikar eru án efa stærsti íþróttaviðburður í heimi, en 206 Ólympíunefndir og/eða þjóðir senda keppendur á leikana. Sjö árum fyrir leika liggur fyrir hvar þeir munu fara fram, en hversu stórir eru þessir leikar, hvenær hefst undirbúningur íslenska hópsins og hvaða verkþáttum þarf að huga að. Í hverju felst þátttaka og undirbúningur íslenska hópsins, hvernig eru helstu tímalínur og hverjir koma að þessu verkefni.

Fullbókað: Hverjir eru snertifletir þjónandi forystu og Lean?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun fjalla um hvernig straumlínustjórnun og þjónandi forysta í umhverfi löggæslunnar getur tvinnast saman. Sigríður hefur áralanga reynslu sem stjórnandi og hefur í störfum sínum nýtt sér aðferðarfræði straumlínustjórnunar og hugmyndafræði þjónandi forystu.

Birna Dröfn Birgisdóttir mun hefja viðburðinn með stuttri innleiðingu og kynningu á þjónandi forystu.

Birna Dröfn er doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og hlaut nýlega rannsóknarstyrk Greenleaf Center for Servant Leadership. Doktorsrannsókn Birnu Drafnar er um þjónandi forystu og sköpun og byggir á rannsókn sem fram fór á bráðamóttökudeildum Landspítala. Birna Dröfn er með mastersgráðu frá Griffith University í Ástralíu og er með viðskiptafærðipróf frá HR. Hún hefur líka numið mannauðsstjórnun, Neuro linguistic programming (NLP) og stjórnendamarkþjálfun.

Takmarkaður sætafjöldi.
Viðburðurinn er samstarf faghópanna um markþjálfun, lean og mannauðsstjórnun

Bætt samskipti - Sáttamiðlun sem verkfæri til lausnar ágreinings

Góð samskipti á vinnustað eru grundvöllur þess að hægt sé að koma á gæðastjórnun og viðhalda henni. Hvernig er hægt að nýta sáttamiðlun til þess að leysa úr ágreiningsmálum og draga úr kostnaði? Sáttamiðlun er vaxandi leið við lausn ágreiningsmála út um allan heim en á fundinum mun Lilja Bjarnadóttir fjalla um hvenær og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér sáttamiðlun. Hugmyndafræði sáttamiðlunar byggir á því að deiluaðilar séu sérfræðingar í sinni deilu og því best til fallnir að leysa úr henni, t.d. með aðstoð hlutlauss sáttamiðlara. Fjallað verður um kosti sáttamiðlunar og hvernig við getum lært að koma í veg fyrir að deilur stigmagnist. Þá verður fjallað um innleiðingu ferla á vinnustað og fræðslu um bætt samskipti til þess að koma í veg fyrir stigmögnun ágreiningsmála.
Lilja Bjarnadóttir er sáttamiðlari, lögfræðingur og sérfræðingur í lausn deilumála. Lilja er stofnandi Sáttaleiðarinnar, sem er fyrsta íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig í sáttamiðlun fyrir viðskiptalífið. Hún hefur einnig starfað sem gæðastjóri hjá Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar (VBV ehf.)

Kynning á tilraunaverkefni um styttingu vinnudags

Harpa Hrund Berndsen mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg fer yfir niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnudags sem hefur verið í gangi á tveimur vinnustöðum borgarinnar.

Breytt persónuverndarlöggjöf frá 2018 - hvað þýðir það fyrir þína starfsemi?

Breytt persónuverndarlöggjöf frá 2018 - hvað þýðir það fyrir þína starfsemi?

Fyrr á árinu voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri og þ.a.l. íslenskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Breytingarnar taka gildi á árinu 2018 en fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki og stofnanir að aðlaga starfsemi sína að breyttum - og auknum - kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga eru jafnframt aukin til muna sem einnig kallar á breytingar í starfsemi þeirra sem vinna persónuupplýsingar. Farið verður yfir helstu breytingarnar sem löggjöfin kallar á um og settar fram leiðbeiningar um hverju þurfi að huga að í framhaldinu.

Með framsögu farar Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis frá Persónuvernd og Hörður Helgi Helgason, hdl. Landslög

Grunnatriði Lean/ umbótavinna

Annar viðburður Lean faghópsins í vetur verður hin árlega kynning á grunnatriðum Lean (straumlínustjórnun/umbótavinnu). Fjallað verður á mannamáli um hvað umbótavinna er, hvort satt sé að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og sögur ganga af og fléttað verður inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis eru að nýta sér umbótavinnuna.

Allir sem eru að velta fyrir sér hvað umbótavinna er eða eru aðeins byrjaðir að skoða þessar aðferðir eru sérstaklega hvattir til að koma. Aðrir sem eru lengra komnir í fræðunum eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka.

Fyrirlesari: Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi

Staðsetning: Borgartún 27, 8. hæð, höfuðstöðvar KPMG.

Tímasetning: kl: 08:30 - 09:45

Dagsetning: 6.október 2016

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?