Fréttir og pistlar

Með útsjónarsemi er alltaf hægt að finna glufu til að hreyfa sig.

Á fundi faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi var fjallað um heilsueflingu í bæjarfélagi þar sem markmiðið er að efla heilsu og líðan. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, lýðheilsufræðingur fór yfir að hver og einn ber ábyrgð á eigin heilsu og það er mikið hægt að gera í umhverfinu okkar. Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur að vera hluti af hóp. Kjarninn er að skoða nýjar leiðir þ.e. skoða þau með lýðheilsugleraugum. Að vinna með bæjarfélögum á að geta tekist vel. Reykjavík er brotin upp í 7 einingar og hægt að vinna í hverri einingu fyrir sig. Sigríður vann með Mosfellsbæ að heilbrigðara samfélagi. Sem dæmi sást í mælingu að í bænum er drukkið meira gos en í öðrum bæjarfélögum í kraganum. Í framhaldi var farið í átak að hvetja íbúa til að drekka meira vatn í stað þess að drekka gos. Sigríður sagði frá ráðstefnu sem hún fór á nýlega í Bandaríkjunum varðandi heilsueflingu. Eflingin hófst þar með fyrirtækjaheilsu, þar er fólki greitt fyrir að hreyfa sig sem hefur ekki varanleg áhrif þ.e. það festist ekki í menningunni. Sigríður sagði fór ótrúlega flottum fyrirlestri Dan Buettner þar sem fyrirlesarinn fjallaði um hvar fólk lifir lengst eða réttara sagt án sjúkdóma. Hvar eru þessi samfélög? Í Sardiníu á Ítalíu, Micoya í Costa Rica, Ikaria í Grikklandi, Lomo Linda í Californiu og Okinawa í Japan. Þessir staðir eiga það sameiginlegt að þar eru ekki skyndibitastaðir og nánd fólks er mikil. Fólk á þessum stöðum hefur fundið tilgang sinn í lífinu. Það er auðvelt að segjast ætla að verða heilsueflandi samfélag en erfitt að fylgja eftir aðgerðarlista. Mikilvægast eins og áður sagði er að vera hluti af hóp (samskipti, trú, fjölskyldan), hreyfing (eðlileg hreyfing), tilgangur, hugleiðsla (hver er þinn tilgangur? Hvíld hugans), Skynsamleg næring (borðaðu mat, 80% reglan, alkahól í hófi). Hvatt er til að kirkjur séu meira opnar t.d. fyrir jóga, hugleiðslur, tónleika o.fl. Mikilvægt er að standa upp reglulega yfir daginn, hreyfa sig á brettinu í ræktinni.

Helga Kristjánsdóttir, leikskólastjóri á Sunnuhvoli gaf okkur innsýn inn í heilsuefandi leikskóla og áhrif þess á starfsemina. Helga ólst upp við heilbrigðan lífsstíl og hreyfing er hluti af hennar lífi. Hún syndir og gengur. Helga vill standa fyrir að borða hollt og stunda hreyfingu. Helga hefur hafragraut, lýsi og ávexti á morgnana. Að vera leikskólastjóri krefst þess að vera leiðandi í mörgu. Árið 2012 byrjaði Helga að lesa fag sem heitir heilbrigði og uppeldi. Þar fékk hún verkfæri til að vinna út frá. Dagur í leikskóla er mjög skipulagður, með skipulagningu og útsjónarsemi hugsaði Helga með sér að hægt yrði að finna glufu til að gera eitthvað fyrir starfsmenn er varðaði hreyfingu. Starfsmenn á leikskóla eru grunnur á plani og þurfa að vera vel á sig komnir andlega og líkamlega. Í hádegi leggjast allir til hvílu, eldri börnin leggjast niður og yngri börn leggja sig. Lesin eru ævintýri sem þeim finnst skemmtileg og í þessum aðstæðum frá 11:30-13:00 er frekar rólegur tími. Sett var verkefni í gang sem fólst í að hver starfsmaður fékk 30 mínútur í hreyfingu og 30 mínútur í hvíld einu sinni í viku. Mikilvægt var að alltaf fara a.m.k. 2 saman í hvert skipti. Það var afskaplega hvetjandi að fá þennan auka hálftíma því hann var vel nýttur.

Stofnfundur faghóps um Virðismat & Virðismatstækni, þann 18. maí 2015

Góðan daginn,

Ætlunin er að stofna faghóp sem hefur virðismat og virðismatstækni á sínu fagsviði. Stefnt er að því að halda stofnfundinn í maí 2015, nánar tiltekið mánudaginn 18. maí, kl. 17:00-18:30. Fundarstaður verður að Eiðistorgi 15, 170 Seltjarnes, í húsnæði Stjórnvísis, (Innovation House, 3.hæð).

Þau ykkar sem hafa áhuga að starfa í stjórninni og/eða undirbúa fundi og/eða viðburði, eru hvött til að mæta, þar sem liður nr. 4 á dagskránni er að kjósa stjórn o.fl.. Mjög gott er að hafa 5 til 7 manna stjórn, þannig að sem flest sjónarmið komist að og að vinnuálag dreifist einnig sem best.

Ekkert mál að senda inn tillögur að viðburðum fyrirfram eða koma með þær á stofnfundinn, eða hafa samband við undirritaðann. (procontrol@procontrol.is)

Hér má sjá nánari upplýsingar um faghópinn:
http://www.stjornvisi.is/hopur/virdismat-og-virdismatstaekni

Dagskrá:
Hefst kl. 17:15.
1 Kynning og markmið með faghópnum.
2 Stuttur fyrirlestur um - Valuation techniques - Einar Guðbjartsson, dósent.
3 Kaffi og kökur (hvet fundargesti að koma með smá nesti, t.d. kleinur eða vínabrauðslengjur)
4 Skipan í stjórn og starfið framundan.
a. Kjósa stjórn, formann o.fl.
b. Viðburðir, t.d. hugmyndir að haustdagskrá.
5 Ákveða næsta fund.
6 Önnur mál.

Kveðja
Einar Guðbjartsson.

GEMBA walk eða Go-see á framleiðslugólfi Marel í morgun

Lean faghópurinn bauð félögum svo sannarlega upp á "öðruvísi" fund í morgun. Það voru Patrick Karl Winrow og félagar sem buðu upp á GEMBA walk eða Go-see á framleiðslugólfi Marel.
Lögð var áhersla á sýnilega stjórnun (e. Visual management), 5s, Kanban, Cellular manufacturing & Pull.

Nú er meiri áhersla á að fjármáladeild sé ráðgjafadeild og sé í greiningarvinnu.

Árið 2008 og 2014 stóð Háskólinn í Reykjavík fyrir rannsóknunum ICEMAC 1 og 2 um breytingar og þróun í stjórnunarreikningsskilum í íslenskum fyrirtækjum. Rannsóknin, sem var styrkt af RANNÍS, náði til fjármálastjóra í 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Páll Ríkharðsson, dósent kynnti niðurstöður rannsóknanna á fundi kostnaðarstjórnunarfaghóps í morgun. Páll hefur unnið hjá mörgum fyrirtækjum og háskólum víðs vegar um heiminn.
Stjórnunarreikningsskil eru að breytast úti í hinum stóra heimi þ.e. að búa til upplýsingar fyrir stjórnendur til þess að þeir geti tekið betri ákvarðanir. Í bókfærslu og skráningu eru hlutlægar upplýsingar, en það sem skapar samkeppnisyfirburði eru upplýsingarnar sem við fáum. Allar rannsóknir staðfesta að fjármálastjórar eru nú meira í þekkingarmiðlun og hjálpa fyrirtækjum að taka betri ákvarðanir. Og hvernig eru stjórnunarreikningsskil á Íslandi?
Horft er í framtíðina, gerð spálíkön og þeim fylgt eftir. Búa til KPI og tryggja að stefna verði að veruleika. Hvað gerum við til að minnka áhættuna þ.e. stýra áhættunni. Hvernig er uppgjörum stillt upp. Áður hét þetta rekstrarbókhald en nú kallast þetta stjórnunarreikningsskil því þetta miðar að stjórnun fyrirtækja. 2008 var Ísland kortlagt. Hrunið kom rétt eftir fyrstu greininguna. Sala fyrirtækja á árunum 2004-2008 fjórfaldaðist. Hvað gerðist í hruninu? Allt mat á áhættu breyttist. Bæði 2008 og 2014 var svörunin yfir 60%. Í reikningsskilum er yfirleitt notuð sú nálgun að nota hugtökin kostnaðarverð seldra vara. Varðandi hefðbundin uppgjör er hefðbundin form. Það sem var spurt um í rannsókninni var hvort notuð væru einhver önnur form. Hagnaður = tekjur - kostnaður eða = tekjur-breytilegur kostnaður-fastur kostnaður o.fl. Beinn og óbeinn kostnaður er ekkert náttúrulögmál. Það er uppsetningin á skráningarvinnunni sem gerir okkur kleift að greina. Hún ræður hversu mikið er hægt að skrá og hvernig er þessu deilt? Er þörf á að gera það? Hversu mikilvæg er kostnaðargreining í daglegum rekstri? Hvernig á að verðleggja vöruna? Hvernig eigum við að nota dreifileiðir. Kostnaðargreining er mikilvægt tæki til að stjórna. Mörg fyrirtæki nota ekki framlegðargreiningu. Íslenska hugtakið er ekki það sama og það erlenda. Hlutfall fyrir sameiginlegan kostnað er stundum ekkert sérlega há. Spurt var í könnuninni hverjar væru áherslur fjármálastjóra í könnununum. Í ljós komu marktækar niðurstöður milli kannananna. Nú er meiri áhersla á að fjármáladeild sé ráðgjafadeild og sé í greiningarvinnu. Sama þróun er í gangi hér Fjármálastjóri í dag er orðinn miklu faglegri.

Nýtt í Stjórnvísi: Trawire

Trawire býður fyrirtækjum og stofnunum þjónustu í uppsetningu og leigu á iPad ásamt öðrum tækjum. Fyrirtækjaþjónusta Trawire býður upp á sérsniðnar lausnir fyrir allar stærðir fyrirtækja. Hvort sem er til lengri eða skemmri tíma þá er þjónustusamningur Trawire hagstæð leið til aukinnar þjónustu fyrir viðskiptavini. Trawire hefur tryggt viðskiptasambönd við marga leiðandi framleiðendur í aukahlutum og vélbúnaði fyrir spjaldtölvur og hugbúnaði til miðlunar upplýsinga til notenda.

Nýr aðili í Stjórnvísi: Green energy group

Green energy group hlaut nýleg verlaun Bloomberg sem frumkvöðull ársins á sviði nýorku (e. New Energy Pioneer Award). Verkís hefur á undanförnum árum þróað með GEG sérstaka tækni við litlar jarðvarmavirkjanir sem tekur skemmri tíma að reisa en hefðbundnar virkjanir og þykja henta vel sem holutoppsvirkjanir. Holutoppvirkjun er jarðhitavirkjun sem er sniðin að hverri borholu fyrir sig og er þar af leiðandi hönnuð til að ná fram hámarks afköstum úr hverri holu og á sama tíma er rask á yfirborði lágmarkað. Verðlaunin voru afhent á ráðstefnu sem nýorkudeild Bloomberg stóð fyrir í New York 7. Apríl.
Stjórnvísi óskar GEG til hamingju með viðurkenninguna.

OLAP tengingar, mælaborð, rauntímaeftirlit, úthlutun kostnaðar stoðsviða og Beyond Budgeting í Ölgerðinni.

Einar formaður faghóps um kostnaðarstjórnun og greiningu setti fundinn og minnti á næsta fund í HR þar sem fjallað verður um stjórnunarreikningsskil og verður sá fundur jafnframt aðalfundur. Einar hvatti félaga til að bjóða sig fram í stjórn. Kristján Elvar Guðlaugsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs kynnti sögu Ölgerðarinnar stuttlega, starfsmannafjöldinn fer yfir 500 á sumrin og Ölgerðin varð 100 ára fyrir 2 árum síðan.
Fyrirlestrinum var skipt upp í nokkra hluta; OLAP tenginga, mælaborð, rauntímaeftirlit, úthlutun kostnaðar stoðsviða og Beyond Budgeting. Ölgerðin notar Microsoft BI lausn (OLAP). Skipt er upp í söluteninga, rekstrar-og efnahagstening, greiðslugreiningartening og aðra sérhæfða teninga. Söluteningurinn gefur upplýsingar um sölu dag frá degi. Rekstrar-og efnahagsteningur gefur upplýsingar um reksturinn, greiðslugreiningarteningurinn segir hvað er að koma inn og þar fæst vikulegt sjóðsstreymi. Í öðrum sérhæfðum tengingum eru ósamþykktir reikningar og mjög góðar upplýsingar um launakerfi þ.e. hvernig launin eru að þróast. Í þessum fyrirlestri var fókusað á rekstrartenginginnn.
Sala - kv seldra vara - framlegð - framlegðar% - laun og launatengd gjöld - rekstrarkostnaður - ebita - ebitda - afskriftir - Ebit - Ebit%- Fjámunatekjur og fjármagnsgjöld - skattar og óreglulegar tekjur/gjöld - Grand total.
Í teningnum er hægt að finna allt án þess að þurfa að bóka sig inn í bókhaldskerfið. Þar eru upplýsingar um deildarvíddir - verkefni - málefni í bílakostnaði er ákveðið bílnúmer. Hægt er skoða eftir gjaldmiðlum, lyklum, lánadrottnum. Lánadrottnar eru tengdir við hverja færslu og hjálpar það til við að semja við lánadrottna. Hægt er að gera upp rekstrarreikninginn fyrir hvern viðskiptavin. Hægt er að sjá fylgiskjalsnúmer, númer á reikningi og allt þetta auðveldar greiningu á kostnaði. Mjög fljótt sjást óeðlilegar færslur ef áætlun stenst ekki.
Síðan voru kynnt mælaborð fyrir framkvæmdastjórn. Mælaborðin eru þau sömu og deildarstjórar hafa. Framkvæmdastjórar hafa einnig sýn á önnur svið. Ölgerðin innleiddi 4DX á sl. ári. Strax sést hvort grípa þurfi til einhverra aðgerða. Hvert svið fyrir sig þ.e. verslunarsvið, fyrirtækjasvið, yfirstjórn, tæknisvið, vörustjórnun, samskiptasvið skoða sameiginlega sýn. Þar sést rekstarkostnaður allra sviða, launakostnaður, Ebitda, ósamþykktir reikningar, Einnig er sjálfvirkt rauntímaeftirlit á völdum atriðum í fjárhagskerfinu. Stjórnendur eru aðstoðaðir við eftirlit á ýmsum kostnaði s.s. samningsbundinn kostnaður, frívörur, afsláttur viðskiptavina, kostnaðarverð í framleiðslu. Rauntímaeftirlit er mikill tímasparnaður við að leita að villum í kerfunum.
Í febrúar var gerð í fyrsta skipti Beyond Budgeting áætlun hjá Ölgerðinni. Smáatriði voru minnkuð mikið og er mesta ánægjan með það. Áætlun er gerð fyrir fjóra ársfjórðunga fram í tímann. Þar með næst betra yfirlit yfir páska, sumar og jól. Q1, Q2 og Q3. Mikil tilhlökkun er hjá framkvæmdastjórn fyrir þessari aðferð. Sumarið er orðið stærra en jólin hjá Ölgerðinni.

Birginn má ekki vera veiki hlekkurinn í keðjunni okkar.

Birginn má ekki vera veiki hlekkurinn í keðjunni okkar.

Guðmundur S. Pétursson, gæða-og öryggisstjóri Tollstjóra bauð gesti velkomna og kynnti stjórn faghópsins. Hann sagði að í hópnum væru 566 aðilar og hlutverk hópsins væri að fjalla um gæðastjórnun. Gæðastjórnun byggir undir vottun en ISO faghópurinn höfðar meira til þeirra sem komnir eru með vottun. Guðmundur ræddi um 7 kafla ISO staðalsins sem felur í sér að fyrirtækið skal tryggja að keypt vara samræmist tilgreindum innkaupakröfum. Varðandi innkaupaferlið sjálft þá hefur birginn mikil áhrif á hvernig fyrirtækinu vegnar. Horfa þarf á birgja sem samstarfsaðila, kalla hann inn og horfa til þess hvernig best er að vinna með honum. Fjalla um ákveðin mál og hafa möguleika á að ræða hvernig samstarfið hafi gengið og meta saman hvað hefði getað verið gert betur.
En hvað felst í hinu eiginlega birgjamati? Velja þarf birgi út frá hæfni en það er ekki hægt nema vita hvað við viljum frá honum. Gera þarf færniúttekt. Samningurinn við birgja getur verið birgjamatið. Ef allir birgjar eru jafn góðir þegar verið er að meta gæti sá orðið fyrir valinu sem er hagstæðastur. Í upplýsingum um innkaup skal lýsa vörunni sem ætlað er að kaupa. Eiga þarf verklagsreglu og gerð er krafa um um verklagsreglur þeirra, hæfnismat starfsfólks og kröfur til gæðastjórnunarkerfis. Birginn má ekki vera veiki hlekkurinn í keðjunni okkar.

Birna Magnadóttir verkefnastjóri Ríkiskaupa fjallaði um fyrstu skref Ríkiskaupa í átt að birgjamati í rammasamningum. Ríkiskaup þurfa að gæta þess að vera ekki með of íþyngjandi kröfur sem fæla frá og gæta meðalhófs. Hæg en góð gróska er á vottuðum birgjum.

Faghópur um fjármál vekur athygli á Beyond Budgeting ráðstefnu 27. maí 2015

Beyond Budgeting Iceland 2015

Fyrsta ráðstefna BBRT (Beyond Budgeting Round Table) samtakanna
á Íslandi verður haldin 27. maí á Hótel Hilton kl. 8:30-17:00.

Fjöldi íslenskra fyrirtækja er að vinna í innleiðingu Beyond Budgeting (BB) aðferðanna og hafa
samtökin opnað íslenska deild sem sér um að miðla þekkingu á þessari aðferðafræði á Íslandi.

Á ráðstefnunni munu góðir gestir miðla af þekkingu sinni og reynslu af innleiðingu BB-aðferða í
mismunandi fyrirtækjum. Fyrstan ber að nefna Bjarte Bogsnes sem er okkur að góðu kunnur enda
hefur hann komið þrisvar til Íslands til að kynna Beyond Budgeting. Hann mun m.a. segja sögu
Statoil og fara yfir tæknileg atriði innleiðingar þeirra á BB. Núverandi forseti BBRT-samtakanna,
Anders Olesen, hefur áralanga reynslu af innleiðingu BB-aðferða sem ráðgjafi og sérfræðingur.
Þriðji gesturinn er Jesper Krüger frá A.P. Möller Mærsk sem segir okkur frá reynslu þeirra af
innleiðingu BB-aðferðanna.

Einnig munu Kristján Guðlaugsson, fjármálastjóri Ölgerðarinnar, og Axel Guðni Úlfarsson frá Össuri
segja frá innleiðingu BB-aðferða í þeirra fyrirtækjum. Fyrirlestrar þeirra verða á íslensku.

Pétur Arason, Global Innovation Program Manager hjá Marel, mun setja ráðstefnuna með erindi
um hvort BB, lean, agile og aðrar svipaðar aðferðir eigi eitthvað sameiginlegt og hvort að nýta megi
þessar aðferðir saman á einhvern hátt.

Megin inntak Beyond Budgeting er ekki að henda út fjárhags- og fjárfestingaáætlunum eins og
nafnið gæti bent til. Þeim þarf vissulega að ryðja úr vegi og innleiða nýjar aðferðir en aðalatriðið
er að frelsa starfsemina frá óæskilegum hlutum eins og einræði, ofstjórnun, talnadýrkun,
dagatalshugsun, veldisskipulagi, launung og leyndarmálum, bónuskerfum og öðrum klassískum
goðsögnum um hvaða stjórnunaraðferðum eigi að beita til að ná árangri í fyrirtækjarekstri.

Ráðstefnugjald er 65.000 kr. en meðlimum BBRT-samtakanna eru boðin sérstök kjör sem kynnt eru
við skráningu í BBRT. Þriðjudaginn 26. maí verður sérstakur fundur þeirra sem eru að innleiða
Beyond Budgeting (implementers meeting) og er sá fundur einungis opinn þeim sem skráðir eru
í BBRT samtökin.

Skráning: manino.is
Nánari upplýsingar: beyond@manino.is

Hægt er að tvöfalda verðmæti þorsksins.

Markmið Sjávarklasans er að skapa ný verðmæti með því að tengja saman fyrirtæki og frumkvöðla í sjávartengdum greinum.
Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri hjá Vísi sagði Stjórnvísifélögum söguna af Vísi. Skilgreiningin á hagræðingu í fiskiðnaði er að skipin geti verið við veiðar allt árið og frystihúsin haft stöðuga vinnu. Í dag býr ný tækni til verðmæti. Með Marel tækjunum hefur náðst stórkostlegur árangur. Nú er fiskurinn unnin þannig að hann fer ekki af færibandinu fyrr en hann er tilbúinn í umbúðir. Vísir stefnir að fyrri styrk árið 2015 og er 1/3 leiðrétting á verði 1/3 betri ráðstöfun og 1/3 sparnaður. Mikilvægt er að hafa sterka sýn á það sem verið er að gera. Þegar Vísir ákvað að flytja til Grindavíkur þá voru áformin fyrst kynnt starfsmönnum. Áhersla var lögð á atvinnu fólks og nýja starfsemi í bæjarfélögunum þremur. „Annað hvort sama vinna á nýjum stað eða ný vinna á sama stað“. Í dag er Vísir mjög ánægður með árangurinn fyrir utan Húsavík. Þjóðhagslegur ávinningur er 1. Minni flutningar, minna slit á vegum, minni olíunotkun, minni mengun. 2. Meiri útflutningsverðmæti, auknar gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, leiðir m.a. til sterkara gengis krónunnar sem eykur kaupmátt okkar allra. 3. Stöðugri störf; enginn starfsmaður á atvinnuleysisbótum o.fl.
Af hagkvæmnisástæðum hefur margt breyst í útgerðinni og hverju skilar hagræðingin? Allar mælistikur eru í dag jákvæðar þ.e. öflugur skattstofn. Hægt er að tvöfalda verðmæti þorsksins.

4DX stendur fyrir Four Disciplines of Execution.

Faghópur um Lean hélt í dag áhugaverðan fund í Ölgerðinni þar sem fjallað var um innleiðingu á Lean og 4DX hjá Ölgerðinni. Byrjað var á að útskýra hvað felst í hugtakinu Lean. Hjá Ölgerðinni starfar Lean fagráð sem forgangsraðar stjórnun verkefna. En hvað hefur verið gert? Farið hefur verið í kredit verkefni þar sem markmiðið er að stytta biðtíma viðskiptavina eftir að fá endurgreitt. Fræðsla hefur verið stóraukin um Lean og starfsmönnum boðið upp á stutta fræðslufundi. Viktoría frá Skiptum hefur haldið stuttar kynningar sem hafa mælst vel fyrir.
Stóra markmið Ölgerðarinnar á síðasta ári var að auka framlegð um 10% og starfsmenn Ölgerðarinnar eru afskaplega stoltir af að hafa náð því. Í framhaldi af heildarmarkmiði voru settar upp orrustur en þær felast í því hvað þurfi að gera til að ná heildarmarkmiðinu. Ein orrustan var engin slys, með því að fækka slysum eykst framlegð starfsmanna. Sett voru markmið um aukinn veltuhraða. Vikulega hittast hóparnir, sett eru upp skorkort og hver einasti starfsmaður á sérstakan mælikvarða sem tengist heildarmarkmiðinu. Einnig eru mynduð teymi. Allir 40 stjórnendur Ölgerðarinnar fengu vottun í hugmyndafræðinni. Keyrt er á tölfum með mælikvörðum og hugmyndum og notaðar eru VMS töflur þ.e. töflur með límmiðum. Hvert teymi á sína eigin töflu. Stoðsvið eiga stundum erfiðara með að setja sér markmið og tengja sig en öllum hefur tekist að setja sér markmið. Stoðsvið hafa sett sér markmið sem tengjast innri viðskiptavinum þ.e. þeim starfsmönnum sem þeir þjóna. Tölvudeildin hefur t.d. náð mun betri árangri í að flýta þjónustu við starfsmenn. Hegðunarbreytingin er mikil og starfsmenn taka sýnilegan þátt. Expectus vann að innleiðingu 4DX með Ölgerðinni. Næsta markmið Ölgerðarinnar er að minnka sóun um 500 milljónir króna. Fjármáladeild Ölgerðarinnar hefur sett sér það markmið að einbeita sér að því að auka rafræna reikninga. Lean snýst um að útrýma sóun, ISO hjálpar til við að viðhalda umbótum og 4DX er ramminn sem heldur utan um vinnuna; Plan - Do - Check - Act. Fókuspunktur ársins er 4DX.

Mikil fylgni er milli hagvaxtar og bílasölu

Kristinn G. Bjarnason framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota á Íslandi tók vel á móti Stjórnvísifélögum í Toyota. Hann kynnti til leiks Jón Óskar Halldórsson sölustjóra Toyota á Íslandi sem kynnti hvernig unnið er með að sölu- og pantanastýringu hjá Toyota á Íslandi.
Toyota er með tvö tímabil á ári þar sem unnið er með áætlanir 3 ár fram í tímann. En með hvaða hætti eru þessar áætlanir gerðar þ.e. á hverju byggja þær? Haldið er utan um og greint mikið magn af sögulegum gögnum sem aðstoða við að áætla hluti eins og árstíðarbundnar sveiflur. Eins er greind sala síðustu ára út frá breytingum á eftirspurn og samkeppni. Áætlun er einungis áætlun en síðan er farið í að panta frá mánuði til mánaðar. Alltaf er svigrúm til að breyta örlítið áætluninni. Þar er mikil fylgni milli hagvaxtar og bílasölu. Farið er í gegnum hverja gerð af bíl fyrir sig. Toyota framleiðslan er drifin áfram af TP,, Toyota production systerm þar sem aðal markmiðið er að koma í veg fyrir sóun hvort sem er á tíma, plássi, peningum eða vinnu án þess að það komi niður á gæðum. JIT - Just in time er drifkraftur TPS sem nær yfir alla fleti framleiðslunnar í öllum verksmiðjum Toyota. Það er framleiddur bíll á 70 sek. fresti. En hvað með það ófyrirséða?
Getsudo er skilgreining á pantanatímabili framleiðslumánaðar. Í mánaðarlegu pantanaferli eru tímasetningar þar sem Ísland sendir frá sér pantanaupplýsingar. Þegar búið er að halda pantanafund með æðstu stjórnendum TÍS sem og sölustjórum og framkvæmastjórum stærsta söluaðilans er farið yfir pöntunina og hún rýnd af öllum aðilum fundarins. Breytingar gerðar ef þörf krefur, pöntunin samþykkt, pöntunin sett í ferli. Út frá sölustjórnunarhlutanum þá er mikilvægt að vera í góðum samskiptum. Mikilvægt er að fylgja öllum söluaðilum eftir í þeirra málum. Tryggja að ekki séu sofandi pantanir í kerfinu. Vakta aldur bíla á lager og tryggja veltuhraða lagers. Toyota á Íslandi er mjög stolt af þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð. 2014 var 25.árið í röð sem Toyota er mest selda bíltegund á Íslandi. 2015 fagnar Toyota 50 ára afmæli Toyota bíla á Íslandi. „Tomorrow belongs to those who prepare today“ Malcolm X.

Hvað getur þú gert sem einstaklingur til að efla þína heilsu?

Faghópur um heilsueflingu á vinnustað hélt í morgun áhugaverðan fund í Vífilfelli. Það voru þau Lilja Birgisdóttir vinnuverndarsérfræðingur hjá Vífilfelli og Haukur Hafsteinsson tæknifræðingur og forritari hjá Marel sem sögðu reynslusögur frá sínum fyrirtækjum varðandi nálgun á heilsueflingu
Lilja Birgisdóttir sagði að aðalatriðið væri að spyrja sjálfan sig: Hvað get ég gert sem einstaklingur til að efla mína heilsu? Lilja tók síðan hópinn i léttar æfingar sem hjálpa líkamanum að fara í gang og tóku allir þátt. Hjá Vífilfell er meðalaldurinn 38 ár, 79% karlar og 21% konur. Vífilfell notar gildin sín mikið. Í þjónustuveri var aðalvandamálið kyrrsetan og hávaði. Þar starfa einungis konur sem sjálfar tóku saman vinnureglur fyrir sig: Starfandi eru matarklúbbar, fótboltaklúbbar o.fl. þannig að starfsmenn kynnast þvert á hópinn, ekki einungis innan síns hóps.
Varðandi fjölbreytileika þá tekur mötuneytið sig til og er með heilsuviku. Starfsmenn eru líka alltaf velkomnir í mötuneytið til að elda sína uppáhaldsuppskrift og aðstoðar þá starfsfólk mötuneytisins til við það. Stundum er plankað innan hópa og kemur hugmyndin frá hópnum, ef starfsmenn taka ákvörðun um að prófa eitthvað t.d. liðleika þá er þeirri hugmynd hrint í framkvæmd og aðrir starfsmenn fylgja með. Einnig er farið í fjallgöngur, haldnir heilsumánuðir, sviðakeppni, kókosbolluát þar sem aðalmarkmiðið er að hlæja. Haldnir eru fyrirlestrar ýmiss konar er varða andlega og líkamlega heilsu. Í febrúar var haldin „Biggest Looser Vífilfells“ að frumkvæði starfsmanna sem einblíndi á líkamlega heilsu og næringu.
Engin ein heilsuefling gildir fyrir alla, það er fjölbreytileikinn sem gildir. Mikilvægast er að styðja þá sem fá hugmyndir og aðstoða við að hrinda þeim í framkvæmd. Það þarf kjark til að taka frumkvæði og ekki síður kjark til að fylgja eftir.

Haukur Hafsteinsson frá Marel sagði að það fyrsta sem undirbúningsnefndin frá Marel íhugaði var: Hvað einkennir góða íþróttaaðstöðu? Hún þarf að vera snyrtileg, helstu tæki og tól þurfa að vera til staðar, góð loftræsting og góðir búningsklefar. Nefndin skoðaði hvað önnur fyrirtæki hefðu verið að gera og þá sáu þau að það verður að bjóða upp á sambærilega aðstöðu við það sem gengur og gerist á líkamsræktarstöðum. En hvað gerir fólk í hádeginu? Lyftingar, ganga, hlaupa, hóptímar. Í framhaldi ákváðu þau að vera með lyftingasal, hlaupabretti og tvo hópsali. Þar var hægt að vera í körfu, blaki og squash. Salurinn nýttist því í margar íþróttir. Í dag er boðið upp á Yoga frá kennara frá yogastöðinni Heilsubót. Ýmislegt er búið að prófa s.s. körfubolti, fótbolti, skallabolti, blað, badminton, yoga, bootcamp, zumba, squash. Halldór er mikill Yoga unnandi. Orðið yoga þýðir meira jafnvægi þ.e. tenging huga og líkama. Hægt er að fara í yoga tíma og stunda ekkert yoga. Allir hafa innbyggðan einkaþjálfara sem er öndunin okkar. Við þurfum að ná önduninni í takt og skilja hve áríðandi þetta er. En þetta er nr.1, öndunin. Öndunin dýpkar og fer að teygja sig inn í hið venjulega daglega líf. Á meðan manneskja tekur einn andardrátt tekur einhver annar þrjá. Spurðu þig hvaða iðkun getur þú iðkað til dauðadags? Yoga og sund.

Yfir 100 manns á fundi fjármálahóps í Vodafone

Fundur um Beyond Budgeting aðferðarfræðina vakti heldur betur áhuga félagsmanna Stjórnvísi því á annað hundrað manns mættu á fund í Vodafone í morgun og komust því miður færri að en vildu. Beyond Bdgeting aðferðafræðin hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri og kynnt sem framsækin leið til þess að nýta betur tækifæri í rekstri, minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna. Aðferðarfræðin hefur leitast við að boða breyttan hugsunarhátt í stjórnun fyrirtækja úr miðstýrðu eftirlitsdrifnu umhverfi yfir í dreifingu ábyrgðar og valds til starfsmanna.

Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus, fjallaði um þær 8 grunnreglur aðferðarfræðinnar sem lúta að breyttri stjórnun fyrirtækja og í framhaldi deildu Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone og Jón Sigurðsson forstjóri Össurar reynslu sinni af innleiðingu Beyond Budgeting stjórnunarfræða og hvaða áhrif innleiðingin hefur haft á stjórnun fyrirtækjanna. Góðar umræður urðu í lok fundar.

Áhugaverður fundur um hvað er líkt og ólíkt með markþjálfun á Íslandi og í Noregi.

Faghópur um markþjálfun hélt áhugaverðan fund í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Fyrirlesararnir voru tveir þau Harald Arnesen og Anna María Þorvaldsdóttir. Harald Arnesen er alþjóðlega vottaður PCC markþjálfi frá International Coach Federation (ICF). Harald er einn af stofnendum ICF Norge Chapter í Noregi og gegndi hann formannsstöðu í 4 ár og situr nú í stjórn félagsins. Harald hefur mikla reynslu m.a. af innanhúss markþjálfun en hann stofnaði og stýrir innanhúss markþjálfunardeild Tine sem er eitt stærsta fyrirtæki í Noregi. Harald hefur mikla reynslu í stjórnendaþjálfun og hefur hann stýrt fjölda hópa og haldið vinnustofur á alþjóðlegum vettvangi í markþjálfun og stjórnendaþjálfun. Anna María er alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi frá International Coach Federation (ICF) og hefur starfað í mörg ár sem stjórnendamarkþjálfi. Anna María starfar í dag sem mannauðsstjóri hjá LNS Saga og er í samstarfi við Carpe Diem. Anna María hefur stýrt hópum í stefnumótun og haldið fyrirlestra um gæðastjórnun í fyrirtækjum og hvernig stjórnendur geti nýtt sér aðferðafræði markþjálfunar til að verða betri stjórnendur. Anna María hefur starfað með fjölda félagasamtaka m.a. félagi markþjálfa á Íslandi og er nú í stjórn ICF Norge. Anna María er nýflutt heim frá Osló í Noregi þar sem hún aflaði sér reynslu í mannauðsstjórnun og vann hún m.a. sem mannauðsstjóri og sinnti stjórnendamarkþjálfun þar í landi. Anna María brennur fyrir að nýta aðferðafræði markþjálfunar og gæðastjórnunar til að byggja upp gæðastjórnendur og einstaklinga þar sem hún hefur yfir áratuga reynslu í mannauðs- og gæðastjórnun í íslenskum fyrirtækjum.
Annar María og Harald héldu fyrirlesturinn í spjallformi. Þau sögðu að munurinn væri mikill milli Noregs og Íslands. Í gær var ICF Iceland stofnað og það er gæðastimpill að vera með þá vottun. Í Noregi þar sem eru markþjálfar innan fyrirtækja eru þeir ekki nýttir til að þjálfa forstjóra eða yfirstjórn. Áhugavert var að heyra af fyrri reynslu Harls Arnesen; his previous jobs or background as a leader is: accounting manager, financial manage, financial and accounting director and internal accountant. Today he is a coach. Árið 2005 var fagið fyrst kynnt á Íslandi og í dag eru 280 útskrifaðir úr skólum á Íslandi. Mikið hefur gerst á þessum 10 árum og meðvitundin ummarkþjálfun hefur aukist. Markþjálfunin gengur út á að ná því besta út úr einstaklingnum.

Í Noregi leita kaupendur eftir PCC vottuðum markþjálfum. Þar eru þrír skólar sem mennta til PCC vottunar. Þar eru 3 stig vottunar, ACC, PCC og MCC. Í Noregi er sérhæfing, innri og ytri markþjálfun. Þar prófa forstjórar oft fyrst markþjálfann áður en hann er ráðinn.. Í Noregi er auðveldara að hafa innri markþjálfara því fyrirtækin eru svo stór.
ICF is the biggest in the world about 200 offices in the world. Most of the coaches have ACC. Several schools in Norway are proved by ICF and are teaching coaching f.eks. CTY, Ericson and Adler. In Iceland there is only one coach with MCC, none with PCC but lot of coaches with ACC. Endurnýja þarf vottunina á þriggja ár fresti.

Advania tekur vel á móti nýrri kynslóð starfsmanna

Ægir Páll fór yfir sögu Advania í gegnum tíðina. Árið 2008 varð gríðarleg breyting og fara þurfti út í gagngerar breytingar. Ölum skuldum var breytt í hlutafé og Landsbankinn varð meirihlutaeigandi. En hvað átti að gera. Staðan var skilgreind og markmið sett fram í tímann. Gartner, Radar og McKinsey gerðu greiningar. Fyrsta ákvörðunin sem var tekin var að skilja frá Vodafone. Eftir stóð Teymi en undi teymi var Hugur Ax, Skýrr, Hands Holding, SCS Hands og Kerfi. SCS í Kaliforníu varð selt. Markmið var sett um að 2015 yrði starfandi eitt sameinað fyrirtæki, sem er skráð á markað og nýtir kjarnastyrk sinn, staðbundna reynslu og sérþekkingu á atvinnugreinum til að styrkja stöðu sína sem eittt af 10 stærstu UT-fyrirtækjum Norðurlanda. Skýrr var stofnað 1952 og var það árið keypt ein tölva. Árið 2011 var ákveðið að breyta nafninu í Advania. Leitin að nafninu var unnin með sænsku fyrirtæki og það var áhugaverð vinna. Sérfræðingarnir byrja á að spyrja hvar þú vilt að nafnið sé í stafrófinu, hversu marga sérhljóða viltu hafa. Þeir fengu 200 nöfn og völdu þrjú af þeim til að senda á starfsfólk og leita álits, einnig til þriggja auglýsingastofa. Auglýsingastofan spyr um liti og ákveðið var að velja nokkra liti. Hvíta húsið valdi formið og litina með Advania. Skjárinn var aðalmálið alls ekki spáð í hvernig þetta kæmi út á prenti.

Capacent gerði könnun þar sem spurt var: Hvaða fyrirtæki í upplýsingatækni dettur þér fyrst í hug? Þessi könnun var gerð í jan-feb-sept og þá sást hversu vel hefur gengið. Í dag skilgreinir Advania sig sem norrænt fyrirtæki. Veltan er í dag 25milljarðar og 40% koma frá Íslandi, 60% frá Noregi og Svíþjóð. Í Svíðþjóð 300 starfsmenn, í Noregi 100 og á Íslandi 580. Í allri nýliðafræðslu er hamrað á því að Advania sé lítið fyrirtæki, þau keppast við að ver snögg, skörp og nota mikið símann. Allir eru hvattir til að taka snöggar ákvarðandi og vinna eins og smá lítil fyrirtæki.

Í dag eru kröfur neytandans orðnar miklu meiri en var. Advania skilgreinir sig í dag sem þjónustufyrirtæki. Markmiðin sem sett hafa verið í samstarfi við nýja eigendur eru að byggja upp leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndum. Þau aðlaga sig að viðskiptavininum sem er breyting frá því áður var. Vilja byggja langtímaviðskipti. Ægir kynnt módel sem byggir á: 1. vörurnar- 2.viðskiptavinurinn-ertu effektífur. Ekki er hægt að vera bestur í þessu öllu. Advania ætlar ekki að vera með bestu vöruna (þ.e. að keppa við Apple o.fl.) , eða að þeir séu með ódýrasta vinnuaflið (þar þyrfti að keppa við Indland) eftir stendur þá viðskiptavinurinn og þar hefur Advania stóra tækifærið. Customer intimacy - þar getur Advania keypt.

Heimurinn er á hraðri leið. UBER er app sem veit hvar þú ert. Síminn veit miklu meira en makinn okkar jafnvel veit. Bílstjórinn hjá Uber færir þér vatnsflösku, stjanar við þig, þú gefur honum einkunn og hann þér, í sameiningu finnið þið sanngjarnt verð því báðir eru að fá einkunn og upplifun. Airbnb er líka annað app eða vefsiða, allar ferðaskrifstofur eru hræddar við þetta nýja app.
Cisco = frábær auglýsing um framtíðina sem við erum að gíra okkur inn á.
Á vunnumarkaðnum eru í dag tæknilegir flóttamenn (digital fugitves). Tæknin er framandi, blað og penni, skrifa bréf, skrifa skýrslur, cd og útvarp. Tæknilegir innflytjendur (digital immigrants) tæknin er sprennandi, skrifa tölvupóst, búa til kynningar í powerpoint, blogga, ituneso g Torrent 3. Tæknilega innfæddir (digital natives). Tæknin er sjálfsögð og hluti af lífinu, virtual community, búa til video, forrita kerfi, youtube og modbile.

Nú þarf að hjálpa fyrirtækjum að aðlagast nýjum starfsmönnum. „Horfa á Office space“. Vinnuumhverfið er enn þá 8 tímar í vinnu, 8 tímar í annað og 8 tímar í svefn. En hvað mætir unga fólkinu sem er að koma í vinnuna 1. Krafa um viðveru 2. Krafa um mætingu á tilteknum tíma 3. Hvernær er maður í vinnunni og hvenær ekki 4. Ákveðin formfesta 6. Stigveldi 7. Gamaldags tölvuukerfi 8. Lítill tæknilegur sveigjanleiki 9. Ekki val um síma og tölvu.
Forrester gerir margar skemmtilegar athuganir sem gaman er að kíkja á.

Hvernig eru vinnustaðir að mæta nýrri kynslóð:

  1. Hafa ekki kveikt á perunni 2. Eru að vakna til meðvitundar 3. Aðeins fáir að pæla í þessu 4. Vita að breytinga er þörf og eru farin af stað 5. Hafna hinu hefðbundna og reyna eitthvað allt annað (þetta gerir Plain Vanilla).
  2. Heilræði til stjórnenda (sem flestir eru digital immigrants). Já, en ég kom hingað fyrst, af hverju þarf ég að breytast, af hverju ekki þau?.
    1. Efla þarf þau í endurgjöf og áhuga. Ekkert flóknara en svo að þau finni tilgang í því sem þau eru að gera. Sýnið áhuga.
    1. Sveigjanleiki. Hingað til hafa þau haft endalausa möguleika. Gefðu þeim val og felsi.
  3. Heilsa, jafnvægi og umhverfi. Þetta skiptir þau miklu máli þ
  4. Gefðu þeim tækifæri til að vaxa í starfi. Vertu mentor ...þau munu kunna að meta það.
    Hjá Advania eru 26% konur og 74% karlar þriðjungur starfsmanna er með starfsaldur 0-3 ár. Flestir eru á aldrinum 35-44 ára.

Á annað hundrað manns í HR í dag á Nýsköpunarhádegi Klaks, Stjórnvísi og Nýherja.

Það var aldeilis vel mætt á nýsköpunarhádegi í dag í HR. Finnur Oddsson forstjóri Nýherja setti fundinn
Á þessu Nýsköpunarhádegi var fjallað um fjárfestakynningar. Frumkvöðullinn Davíð Örn Símonarson framkvæmdastjóri bandaríska félagsins Appollo X og íslenska félagsins Zalibunu sagði okkur frá reynslu sinni af því hvernig á að pitcha en hann hefur pitchað mörg hundruð sinnum fyrir fjárfestum, bæði hérlendis og erlendis, og tekið á móti fjármögnun í kjölfarið. Fjárfestirinn Helga Valfells framkvæmdarstjóri Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins hefur unnið með nýsköpunarfyrirtækjum frá árinu 1999. Í starfi sínu hjá sjóðnum fer hún í gegnum amk. 100 kynningar á ári. Hún hefur því hlustað á hátt í 1000 fjárfestakynningar á starfsferli sínum. Helga sagði okkur allt um það hvað fjárfestar vilja hlusta á. Í lokin urðu fjörugar umræður.

Vel sóttur fundur verkefnastjórnunar í Eimskip í morgun.

Á faghópafundi um verkefnastjórnun í morgun fjölluðu þau Kristján Þór Hallbjörnsson og Guðmunda Kristjánsdóttir um þær áskoranir sem Upplýsingatæknisvið Eimskips stóð frammi fyrir í stýringu verkefnaskrár. Þau sögðu frá reynslu við innleiðingu hugbúnaðar, breyttu hugarfari, hverju átti að ná fram og hver staðan er í dag.
Kristján sagði frá því að við val á verkefnum væri horft til : markmið verkefna, passar það við stefnu, er fjárhagslegur ávinningur, endurgjöf til stjórnar, endurgjöf til verkefniseigenda og annarra hagsmunaaðila. Einnig áætlanagerð o.fl.
Guðmunda sagði okkur ferðasögu. Árið 2012 var búið að setja upp verkefnaferli hjá Eimskip. Í vali á réttum verkefnum er horft til eftirfarandi: Greining-verkefnisræs-framkvæmd-lok. Það sem ákveðið var að gera var að bæta ferli og horfa á stóru myndina. Til stuðnings var gerður hugbúnaður sem sýnir stöður verkefna, lífferli og ákvarðanir. Lausnin býður upp á að fylgja verkefninu í gegnum skilgreint ferli. Hvert skref er skilgreint og hefur ábyrgðaraðila. Gefur upplýsingar um hvort ráðast eigi í verkefnið eða ekki. Sett var upp ferli og hlutverk, þ.e. hverjir koma raunverulega að verkefninu.
Þegar verkefni eru skráð í dag eru settar upp helstu upplýsingar þ.e. nafn, dagsetning, ávinningur , svið og deild, áætlaður kostnaður, tegund verkefnis, eigandi og verkefnastjóri. Allt þetta er sýnt myndrænt og auðveldar að horfa á skráningarnar. Þrjár lykilstærðir eru: Viðskiptalegt markmið, kostnaður, virðismat (prioritization score, 0-100 strategic alignment, improve customer satisfaction, new revenue, cost reduction, risk).
En hvernig gekk að koma kerfinu í gang? Mikil vinna var til að fá fólk að vinna í kerfinu því það kallar á breytta hegðun, ný vinnubrögð, sameinast um ferla, sameinast um ábyrgð og hlutverk. Það er mannlegi þátturinn sem er stóra áskorunin.
Í dag gengur miklu betur að velja verkefni vegna þess að markmið eru miklu skýrari og myndræn framsetning hefur auðveldað alla endurgjöf. VMS töflur eru sýnilegar öllum.
Ávinningurinn í dag er sá að í dag er verkefnum stýrt út frá markmiðum félagsins, verkefnaskrá er fyrir hvert svið, hverja deild og hvern þjónustuþátt, nýting fjármuna er betri, hreyfanleiki gagnvart breytingum í starfsemi, breytt hugarfar stjórnenda gagnvart verkefnum, sterkara „ownership“
Í lok fundar var líflegt spjall.

Marel sem heilsueflandi vinnustaður.

Í morgun bauð Marel upp á sannkallaðan hollustugraut og hjónabandssælu matreitt og útbúið af Gústa matreiðslumanni og listakokki Marel. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri hjá Marel sagði Stjórnvísifélögum frá því sem verið er að gera varðandi að hafa Marel sem heilsueflandi vinnustað. Marel er með samning við Vinnuvernd sem sinnir heilsufarslegum málum s.s. læknisþjónustu, bólusetningum, heilsufarsmælingum, sálfræðiaðstoð, fyrirlestrum, viðtölum o.fl.
Fræðslustefna Marel styður við fyrirbyggjandi heilsueflingu t.d. með námskeiðum í öryggismálum og heilsufarslegum þáttum fyrir starfsmenn á ferðalögum og við uppsetningar og þjónustu.
Heilsueflandi forvarnir eru margar. Ýmsar mælingar eru framkvæmdar reglulega til að fylgjast með vinnuumhverfinu.
Varðandi viðburði og skipulagt hópastarf þá er ýmislegt gert; hjólað í vinnuna, mottumars, Bláa Lóns þrautin, Boot Camp hópur, jógahópar, hjólahópar, golfhópur, fótboltahópur, einkaþjálfunarhópar, Einnig er ýmis hvatning til starfsmanna eins og fjárhagslegur stuðningur til hópa, uppbygging aðstöðu, íþróttastyrkir og matarræði. Auk svigrúms í vinnutíma s.s. útstimplum og opnunartími. Vinnan gengur að sjálfsögðu alltaf fyrir en sveigjanleiki er gerður til að fara t.d. í Boot-camp kl.11:00 o.fl.
Heilsuvikur hafa verið haldnar í nokkur ár en 2015 er fyrirkomulagi breytt og dreift á viðburðum yfir árið. Nudd er liður í heilsuviku og mæta þá nemendur frá nuddskóla Íslands. Fjölbreyttir fyrirlestrar eru um andleg, líkamleg, matarleg og félagsleg málefni. Starfsmenn leiða sjálfir nokkra viðburði t.d. að kenna samstarfsfólki skriðsund, salsa, zumba, jóga, hlaupastíll, frjálsar íþróttir o.fl. Einnig eru fjölbreyttar kynningar á alls kyns greinum líkamsræktar s.s Boot Camp o.fl.
Í Marel eru opin rými og skrifborð er hækkanleg. Forritar og hönnuðir óskar frekar en aðrir eftir að vinna í lokuðum rýmum. Glæsileg aðstaða er í húsinu til íþróttaiðkunar; lyftingasalur, æfingasalir sem eru mikið nýtt bæði á morgnana í hádegi og á kvöldin. Til stendur að byggja hjólaskýli.

Ágúst Már Garðarsson, matreiðslumaður, alltaf kallaður Gústi er búinn að vinna í matreiðslu frá því hann var 8 ára. Gústi sagði okkur áhugaverða sögu sem tengdist honum persónulega. Þegar hann byrjaði að vinna hjá Hjallastefnunni breyttist viðhorf hans. Hann vann líka hjá HAPP sem yfirkokkur og hjá NATURA.
Það fyrsta sem hann gerði var að setja grænmetisbarinn fremst þ.e. fá fólk til að setja mikið af grænmeti á diskinn og hafa síðan hreinan og heilbrigðan mat. Hann verslar einungis hreinan fisk og kaupir ekki inn neitt með msg. Dagurinn er keyrður þannig að 2svar í viku er fiskur og 2svar í viku kjöt. Í dag er t.d. hráfæði og pizza. Alltaf er boðið upp á hafragraut einu sinni í viku og starfsmenn geta keypt sér smoothy o.fl. Eitt verð er fyrir allan mat og yfirleitt koma aldrei minna en 300manns í mat daglega.
Tour de Marel, hvað er það? Meginmarkmiðið er að safna fé til góðgerðamála. Þetta er gert með íþróttum og er grasrótarverkefni sem spratt upp frá starfsmönnum. Starfsfólk safnar áheitum og framlögum til góðgerðamála með þátttöku í íþróttum og árlega safnast um 9-10 milljónir.

Ágústa Björg Bjarnadóttir og Vigdís Jónsdóttir fengu stjórnunarverðlaun Stjórnvísi og Jón G. Hauksson heiðursverðlaun.

Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs og rekstrar Sjóvár, og Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, fengu í gær afhent stjórnunarverðlaun Stjórnvísi, félags um framsækna stjórnun. Ekki voru veitt sérstök frumkvöðlaverðlaun að þessu sinni, því ekki bárust nægilega margar tilnefningar í þennan flokk.

Þá var Jòn G Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, útnefndur heiðursfélagi Stjórnvísi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin í Turninum í gær.

Sjá fréttir á http://www.vb.is/frettir/114896/
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/03/06/virk_og_sjova_fa_vidurkenningar/
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.839716989429586.1073741967.110576835676942&type=1

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?