OLAP tengingar, mælaborð, rauntímaeftirlit, úthlutun kostnaðar stoðsviða og Beyond Budgeting í Ölgerðinni.

Einar formaður faghóps um kostnaðarstjórnun og greiningu setti fundinn og minnti á næsta fund í HR þar sem fjallað verður um stjórnunarreikningsskil og verður sá fundur jafnframt aðalfundur. Einar hvatti félaga til að bjóða sig fram í stjórn. Kristján Elvar Guðlaugsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs kynnti sögu Ölgerðarinnar stuttlega, starfsmannafjöldinn fer yfir 500 á sumrin og Ölgerðin varð 100 ára fyrir 2 árum síðan.
Fyrirlestrinum var skipt upp í nokkra hluta; OLAP tenginga, mælaborð, rauntímaeftirlit, úthlutun kostnaðar stoðsviða og Beyond Budgeting. Ölgerðin notar Microsoft BI lausn (OLAP). Skipt er upp í söluteninga, rekstrar-og efnahagstening, greiðslugreiningartening og aðra sérhæfða teninga. Söluteningurinn gefur upplýsingar um sölu dag frá degi. Rekstrar-og efnahagsteningur gefur upplýsingar um reksturinn, greiðslugreiningarteningurinn segir hvað er að koma inn og þar fæst vikulegt sjóðsstreymi. Í öðrum sérhæfðum tengingum eru ósamþykktir reikningar og mjög góðar upplýsingar um launakerfi þ.e. hvernig launin eru að þróast. Í þessum fyrirlestri var fókusað á rekstrartenginginnn.
Sala - kv seldra vara - framlegð - framlegðar% - laun og launatengd gjöld - rekstrarkostnaður - ebita - ebitda - afskriftir - Ebit - Ebit%- Fjámunatekjur og fjármagnsgjöld - skattar og óreglulegar tekjur/gjöld - Grand total.
Í teningnum er hægt að finna allt án þess að þurfa að bóka sig inn í bókhaldskerfið. Þar eru upplýsingar um deildarvíddir - verkefni - málefni í bílakostnaði er ákveðið bílnúmer. Hægt er skoða eftir gjaldmiðlum, lyklum, lánadrottnum. Lánadrottnar eru tengdir við hverja færslu og hjálpar það til við að semja við lánadrottna. Hægt er að gera upp rekstrarreikninginn fyrir hvern viðskiptavin. Hægt er að sjá fylgiskjalsnúmer, númer á reikningi og allt þetta auðveldar greiningu á kostnaði. Mjög fljótt sjást óeðlilegar færslur ef áætlun stenst ekki.
Síðan voru kynnt mælaborð fyrir framkvæmdastjórn. Mælaborðin eru þau sömu og deildarstjórar hafa. Framkvæmdastjórar hafa einnig sýn á önnur svið. Ölgerðin innleiddi 4DX á sl. ári. Strax sést hvort grípa þurfi til einhverra aðgerða. Hvert svið fyrir sig þ.e. verslunarsvið, fyrirtækjasvið, yfirstjórn, tæknisvið, vörustjórnun, samskiptasvið skoða sameiginlega sýn. Þar sést rekstarkostnaður allra sviða, launakostnaður, Ebitda, ósamþykktir reikningar, Einnig er sjálfvirkt rauntímaeftirlit á völdum atriðum í fjárhagskerfinu. Stjórnendur eru aðstoðaðir við eftirlit á ýmsum kostnaði s.s. samningsbundinn kostnaður, frívörur, afsláttur viðskiptavina, kostnaðarverð í framleiðslu. Rauntímaeftirlit er mikill tímasparnaður við að leita að villum í kerfunum.
Í febrúar var gerð í fyrsta skipti Beyond Budgeting áætlun hjá Ölgerðinni. Smáatriði voru minnkuð mikið og er mesta ánægjan með það. Áætlun er gerð fyrir fjóra ársfjórðunga fram í tímann. Þar með næst betra yfirlit yfir páska, sumar og jól. Q1, Q2 og Q3. Mikil tilhlökkun er hjá framkvæmdastjórn fyrir þessari aðferð. Sumarið er orðið stærra en jólin hjá Ölgerðinni.

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?