Faghópur um heilsueflingu á vinnustað hélt í morgun áhugaverðan fund í Vífilfelli. Það voru þau Lilja Birgisdóttir vinnuverndarsérfræðingur hjá Vífilfelli og Haukur Hafsteinsson tæknifræðingur og forritari hjá Marel sem sögðu reynslusögur frá sínum fyrirtækjum varðandi nálgun á heilsueflingu
Lilja Birgisdóttir sagði að aðalatriðið væri að spyrja sjálfan sig: Hvað get ég gert sem einstaklingur til að efla mína heilsu? Lilja tók síðan hópinn i léttar æfingar sem hjálpa líkamanum að fara í gang og tóku allir þátt. Hjá Vífilfell er meðalaldurinn 38 ár, 79% karlar og 21% konur. Vífilfell notar gildin sín mikið. Í þjónustuveri var aðalvandamálið kyrrsetan og hávaði. Þar starfa einungis konur sem sjálfar tóku saman vinnureglur fyrir sig: Starfandi eru matarklúbbar, fótboltaklúbbar o.fl. þannig að starfsmenn kynnast þvert á hópinn, ekki einungis innan síns hóps.
Varðandi fjölbreytileika þá tekur mötuneytið sig til og er með heilsuviku. Starfsmenn eru líka alltaf velkomnir í mötuneytið til að elda sína uppáhaldsuppskrift og aðstoðar þá starfsfólk mötuneytisins til við það. Stundum er plankað innan hópa og kemur hugmyndin frá hópnum, ef starfsmenn taka ákvörðun um að prófa eitthvað t.d. liðleika þá er þeirri hugmynd hrint í framkvæmd og aðrir starfsmenn fylgja með. Einnig er farið í fjallgöngur, haldnir heilsumánuðir, sviðakeppni, kókosbolluát þar sem aðalmarkmiðið er að hlæja. Haldnir eru fyrirlestrar ýmiss konar er varða andlega og líkamlega heilsu. Í febrúar var haldin „Biggest Looser Vífilfells“ að frumkvæði starfsmanna sem einblíndi á líkamlega heilsu og næringu.
Engin ein heilsuefling gildir fyrir alla, það er fjölbreytileikinn sem gildir. Mikilvægast er að styðja þá sem fá hugmyndir og aðstoða við að hrinda þeim í framkvæmd. Það þarf kjark til að taka frumkvæði og ekki síður kjark til að fylgja eftir.
Haukur Hafsteinsson frá Marel sagði að það fyrsta sem undirbúningsnefndin frá Marel íhugaði var: Hvað einkennir góða íþróttaaðstöðu? Hún þarf að vera snyrtileg, helstu tæki og tól þurfa að vera til staðar, góð loftræsting og góðir búningsklefar. Nefndin skoðaði hvað önnur fyrirtæki hefðu verið að gera og þá sáu þau að það verður að bjóða upp á sambærilega aðstöðu við það sem gengur og gerist á líkamsræktarstöðum. En hvað gerir fólk í hádeginu? Lyftingar, ganga, hlaupa, hóptímar. Í framhaldi ákváðu þau að vera með lyftingasal, hlaupabretti og tvo hópsali. Þar var hægt að vera í körfu, blaki og squash. Salurinn nýttist því í margar íþróttir. Í dag er boðið upp á Yoga frá kennara frá yogastöðinni Heilsubót. Ýmislegt er búið að prófa s.s. körfubolti, fótbolti, skallabolti, blað, badminton, yoga, bootcamp, zumba, squash. Halldór er mikill Yoga unnandi. Orðið yoga þýðir meira jafnvægi þ.e. tenging huga og líkama. Hægt er að fara í yoga tíma og stunda ekkert yoga. Allir hafa innbyggðan einkaþjálfara sem er öndunin okkar. Við þurfum að ná önduninni í takt og skilja hve áríðandi þetta er. En þetta er nr.1, öndunin. Öndunin dýpkar og fer að teygja sig inn í hið venjulega daglega líf. Á meðan manneskja tekur einn andardrátt tekur einhver annar þrjá. Spurðu þig hvaða iðkun getur þú iðkað til dauðadags? Yoga og sund.