Birginn má ekki vera veiki hlekkurinn í keðjunni okkar.
Guðmundur S. Pétursson, gæða-og öryggisstjóri Tollstjóra bauð gesti velkomna og kynnti stjórn faghópsins. Hann sagði að í hópnum væru 566 aðilar og hlutverk hópsins væri að fjalla um gæðastjórnun. Gæðastjórnun byggir undir vottun en ISO faghópurinn höfðar meira til þeirra sem komnir eru með vottun. Guðmundur ræddi um 7 kafla ISO staðalsins sem felur í sér að fyrirtækið skal tryggja að keypt vara samræmist tilgreindum innkaupakröfum. Varðandi innkaupaferlið sjálft þá hefur birginn mikil áhrif á hvernig fyrirtækinu vegnar. Horfa þarf á birgja sem samstarfsaðila, kalla hann inn og horfa til þess hvernig best er að vinna með honum. Fjalla um ákveðin mál og hafa möguleika á að ræða hvernig samstarfið hafi gengið og meta saman hvað hefði getað verið gert betur.
En hvað felst í hinu eiginlega birgjamati? Velja þarf birgi út frá hæfni en það er ekki hægt nema vita hvað við viljum frá honum. Gera þarf færniúttekt. Samningurinn við birgja getur verið birgjamatið. Ef allir birgjar eru jafn góðir þegar verið er að meta gæti sá orðið fyrir valinu sem er hagstæðastur. Í upplýsingum um innkaup skal lýsa vörunni sem ætlað er að kaupa. Eiga þarf verklagsreglu og gerð er krafa um um verklagsreglur þeirra, hæfnismat starfsfólks og kröfur til gæðastjórnunarkerfis. Birginn má ekki vera veiki hlekkurinn í keðjunni okkar.
Birna Magnadóttir verkefnastjóri Ríkiskaupa fjallaði um fyrstu skref Ríkiskaupa í átt að birgjamati í rammasamningum. Ríkiskaup þurfa að gæta þess að vera ekki með of íþyngjandi kröfur sem fæla frá og gæta meðalhófs. Hæg en góð gróska er á vottuðum birgjum.