Fréttir og pistlar

ProActive - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

ProActive - Ráðgjöf og fræðsla ehf. var stofnað árið 2013 af Hildi Friðriksdóttur og Svövu Jónsdóttur, sem sérhæfa sig í viðverustjórnun, en hún hefur það að markmiði að efla vellíðan á vinnustað, auka viðveru og draga úr kostnaði vegna veikindafjarvista.

Við bjóðum stjórnendum í sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og fræðslu og kennum aðferðir til að koma á betra skipulagi og ná fram sparnaði með því að bregðast rétt við fjarvistum.

Við notum þrautreyndar aðferðir, sem studdar eru niðurstöðum fræðilegra rannsókna, enda hefur verið sýnt fram á að með réttum viðbrögðum megi bæta viðveru, efla vellíðan og draga úr kostnaði.

Áhersla er lögð á þjónustu um forvarnir og markviss vinnubrögð á vinnustöðum, til þess að draga úr skammtímafjarvistum, sem hafa neikvæð áhrif á daglega starfsemi. Þjónustan felst ekki í því að halda utan um fjarvistaskráningar heldur að finna markvissar leiðir á hverjum vinnustað til að styrkja stjórnendur í hlutverki sínu. Oft er um viðhorfsbreytingu á vinnustaðnum að ræða og því leggjum við áherslu á fyrirlestra og verkefnavinnu fyrir starfsmannahópinn þannig að allir á vinnustaðnum séu samtaka um að gera vinnustaðinn „frískan til framtíðar".

Ekki er hægt að koma í veg fyrir öll veikindi eða fjarveru frá vinnu. Þess vegna veitum við faglega ráðgjöf og fræðslu vegna langvarandi veikinda starfsfólks, sem beinist að markvissum og samræmdum leiðum til að styðja starfsmann sem fyrst í vinnu aftur. Áhersla er að auki lögð á að veita stuðning vegna andlegra erfiðleika meðal annars með þjálfun starfsvina sem stuðningsnets innan fyrirtækjanna. Sjá nánar um hugmyndafræði viðverustjórnunar.

ProActive - Ráðgjöf og fræðsla er viðurkenndur þjónustuaðili í vinnuvernd hjá Vinnueftirlinu.

Skema - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum - með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir námskeiðum fyrir ungt fólk í leikjaforritun og mun stuðla að því að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins auk þess að rannsaka þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á hina ýmsu þætti þroska og námsgetu barna.

Suðurverk - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Suðurverk var stofnað árið 1967 sem sameignarfélag. Fyrstu árin starfaði félagið sem vélaleiga en fór að taka þátt í hinum almenna útboðsmarkaði árið 1982 og árin 1983 til 1984 byggði fyrirtækið 3. áfanga Kvíslaveitna fyrir Landsvirkjun.

Í ágúst 1985 tók Dofri Eysteinsson og fjölskylda við rekstrinum og Suðurverk hf varð til. Suðurverk hefur síðan aðallega starfað við vega- og gatnagerð, í stíflumannvirkjum og veituskurðum og við hafnarmannvirki og brimvarnargarða. Meðal helstu viðskiptavina eru Vegagerð ríkisins, Landsvirkjun, Siglingastofnun Íslands og Faxaflóahafnir ásamt sveitafélögum víða um land og fjölmörgum öðrum smærri aðilum.

Í dag er Suðurverk meðal öflugustu verktakafyrirtækja Íslands og fyrirtækið býr yfir miklum og öflugum tækjakosti, reynslumiklu starfsfólki og mikilli fagþekkingu

Áhugaverður fundur í morgun á vegum gæðastjórnunar: Hæfnishús gæðastjórans

Elín Ragnhildur Jónsdóttir kynnti niðurstöður lokaverkefnis síns í meistaranámi í verkefnistjórnun (MPM) hjá Háskólanum í Reykjavík sem fjallar um gæðastjórann sjálfan og þá hæfni sem hann þarf til að bera. Verkefnið „Hæfnishús gæðastjórans“ var unnið með dr.Helga Þór Ingasyni sem leiðbeinanda. Elín fjallaði um að áherslurnar í starfi gæðastjórnunar hafa breyst mjög mikið. Hægt er að taka próf hjá verkefnastjórnunarfélaginu sem staðfestir hæfni verkefnastjórans og útkoman er hæfi hans. Verkefnastjórinn þarf að hafa bakgrunnsvídd, atferlisvídd og tæknivídd. En í hvaða áttir á gæðastjórinn að líta? Elín byrjaði á að skilgreina hvað hæfni er. Það var McClelland sem kom með skýringu á því. Verksvið gæðastjórans eru mismunandi og ISO 9001 staðsetur gæðastjórann í fyrirtæki á sama stað og sviðsstjóra. Rannsóknin var unnin þannig að byrjað var að rýna fræðigreinar, haldinn var hugarflugsfundur með gæðastjórum og spurningakönnun lögð fyrir gæðastjórnunarhóp Stjórnvísi.
Til er fyrirtæki sem votta hæfni gæðastjórans „Body of knowledge“.
Helstu niðurstöður voru að gæðastjórar þyrftu að hafa þekkingu á verkefnastjórnun, vera nákvæmir og með kerfishugsun. Einnig væri mikilvægt að gæðastjórar hefðu þekkingu á úttektum og PCDA hringnum (Plan Do Chech Act).
Helstu niðurstöður úr könnuninni sem send var til gæðastjórnunarhóps Stjórnvísi: Mest mikilvægast í þekkingu gæðastjórans eru samskiptafærni, áætlanagerð, teymisvinna og að hvetja til gæðastjórnunar. Það sem var minnst mikilvægt í hæfi gæðastjórans út úr könnuninni var kostnaðarvitund, tölfræði, reynsla og stefnumótun.
Þá varpaði Elín fram eftirfarandi hugleiðingum: „En er ekki erfitt að hvetja yfirstjórn til gæðastjórnunar ef kostnaðurinn er ekki tekinn með í reikninn“? Gæti ekki verið gagnlegt að nota tölfræði meira? Fær gæðastjórinn e.t.v ekki nauðsynlegan stuðning yfirstjórnar vegna þess að hann er ekki að nota réttu aðferðirnar.
Þekking er eitthvað sem fæst með því að viða að sér staðreyndum. Leikni fæst með því að þjálfa notkun á aðferðum. Hæfni felur í sér yfirsýn.
Elín setti fram hæfnishús fyrir gæðastjóra, hver á þekking að vera og leiknin. Hæfnishúsið er mikilvægt fyrir þá sem eru til dæmis að ráða gæðastjóra.
Hér má sjá myndir af fundinum:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.742050062529613.1073741931.110576835676942&type=3&uploaded=8

Starfsdagskrá 2014-2015

Hér eru drög að starfsdagskrá faghópsins fyrir starfsárið 2014/2015. Þeir viðburðir sem skráðir eru hér eru allir staðfestir, nema annað sé tekið fram.

Viðburðir, haust 2014 og vor 2015.

i. 24. sept., kl. 08:30-10:00, Kostnaðarstjórnun hjá Strætó bs.
ii. 22. okt., kl. 08:30-10:00, Háskóli Íslands -
iii. 19. nóv., kl. 08:30-100:00, Íslandspóstur hf.
iv. 25. febr. 2015, Háskólinn í Reykjavík
v. 25. mars 2015, Ölgerðin hf.
vi. 29. apríl 2015, Óstaðfest
vii. 27. maí 2015, Óstaðfest

Efnisinnihald fyrirlestranna verður tilkynnt þegar hver og einn fyrirlestur er auglýstur sérstaklega.

Flott dagskrá framundan í vetur

Stjórnir faghópa Stjórnvísi kynntu haustdagskrá sína í Nauthól og geta félagar glaðst yfir úrvali flottra funda í vetur. Drög að þessari dagskrá má sjá í meðfylgjandi skjali og hér má sjá myndir af fundinum.
http://stjornvisi.is/vidburdir/593

Implementing Beyond Budgeting með Bjarte Bogsnes

Faghópur um Fjármál fyrirtækja vill vekja athygli á eftirfarandi:

Nú er sá tími að fyrirtæki eru að skoða fjárhagsáætlanir næsta árs og flest fyrirtæki kannast við að þetta ferli getur tekið á, margir fundir, sífelldar breytingar á plönum og tilfærslur á fjármunum milli verkefna og deilda o.s.frv. Eftir áramót batnar ástandið ekki þegar framúrkeyrslur, vanáætlanir, úreldar spár og enn fleiri breytingar einkenna vinnu með fjárhagsáætlanir.

Beyond Budgeting aðferðafræðin er framsækin leið til að minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna. Bjarte stýrir innleiðingu Beyond Budgeting í Statoil og hefur náð frábærum árangri þar og saga Statoil er mjög áhugaverð.

Hvernig minnka má sóun og breyta ferlum í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna er innihald fyrirlesturs Bjarte.

Um er að ræða tvo fyrirlestra einn fyrir stjórnendur sem er frá 8:30-10:30 og kostar 40.000kr. og annar fyrir sérfræðinga og aðra áhugasama klukkan 13.30-16:30 og kostar 30.000kr.

Frekari upplýsingar um fyrirlestrana og skráningu má sjá í viðhengi bæði á íslensku og ensku og hér:

http://www.ru.is/opnihaskolinn/stutt-namskeid/implementing-beyond-budgeting

Kynning á haustdagskrá Stjórnvísi 3.september í Nauthól

  1. september 2014 | 15:30 - 17:15

Kynning á haustdagskrá Stjórnvísi í Nauthól.

Nauthólsvegi 106, 101 Reykjaví

Þann 3. september kl.15:30-17:15 2014 fer fram kynning á haustdagskrá Stjórnvísi í Nauthól.
Stjórn Stjórnvísi og stjórnir allra faghópa Stjórnvísi munu kynna hvað er framundan hjá þeim í vetur. Einnig mun fara fram stutt kynning á niðurstöðu stefnumótunarvinnunnar sem unnin var á aðalfundi í vor og uppfærðri heimasíðu félagsins. Fundurinn er öllum opinn og félagar hvattir til að koma og kynna sér spennandi dagskrá vetrarins.
Dagskrá:
kl. 15:30-15:35 Teitur Guðmundsson, formaður stjórnar Stjórnvísi
kl. 15:35-15:45 Niðurstöður stefnumótunarvinnu sem unnin var á aðlfundi í maí 2014
kl.15:45-16:00 Kynning á uppfærðri heimasíðu Stjórnvísi

kl.16:00-17:15 kynna eftirtaldir faghópar Stjórnvísi dagskrá sína:
Stefnumótun og árangursmat
Stjórnun viðskiptaferla (BPM)
Samfélagsábyrgð fyrirtækja
Opinber stjórnsýsla
Nýsköpun og sköpunargleði
Markþjálfun
Mannauðsstjórnun
Lean-Straumlínustjórnun
Þjónustu og markaðsstjórnun
Viðskiptagreind
Verkefnastjórnun
Upplýsingaöryggi
Umhverfi-og öryggi
ISO-hópur
Innkaup og innkaupastýring
Heilbrigðissvið
Gæðastjórnun
Fjármál fyrirtækja
CAF/EFQM Sjálfsmatslíkan
Breytingastjórnun
Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining

Frábær mæting á síðasta viðburð vetrarins

Síðasti viðburður vetrarins hjá Stjórnvísi heppnaðist með eindæmum vel þegar um 60 manns mættu á kynningu sem Marel bauð Lean faghópnum í heimsókn í morgun. Tekið var á móti hópnum með glæsilegum veitingum og að þeim loknum hélt Patrick Karl Winrow, Production manager, kynningu á Pilot verkefni sem verið er að vinna með Flokkaraliði 4 í framleiðslunni. Kynningin hófst á sýningu á mjög áhugaverðu myndbandi sem Marel bjó til um Lean og notað er innanhúss til þjálfunar starfsmanna. Að því loknu var sagt frá verkefninu sem felur í sér sá hópur sem býr til vélar fyrir kjöt, kjúkling og fisk fékk fullt umboð og stuðning til umbóta og var afar skemmtilegt að sjá hversu langt hópurinn hefur náð á ekki lengri tíma. Hópurinn setti upp sellufyrirkomulag með áherslu á hraða og one piece flow, notar skemmtilega útfærslu af VMS töflu til að stýra daglegri vinnu og umbótaverkefnum, lætur eftirspurn stýra framleiðslu, hefur unnið nokkur stærri umbótaverkefni og er m.a. að gera tilraunir til að nota flögg til að gefa til kynna ef flæðið er ekki skv. áætlun. Talsverð þjálfun hefur átt sér stað og er skemmtilegt að segja frá því að hópurinn hefur m.a. nýtt sér kynningar Lean faghópsins á markvissan hátt til að læra auk þess að hafa fengið að fara í heimsókn í nokkur fyrirtæki. Í lok kynningarinnar var gefinn góður tími til spurninga þar sem Patrek, fyrirliði teymisins og teymið sjálft sat fyrir svörum. Lean faghópurinn óskar öllum gleðilegs sumars og hlakkar til að sjá sem flesta á viðburðum komandi vetrar.

VolcanoHuts í Stjornvísi

The Volcano Huts are located in Húsadalur Valley in the Þórsmörk Nature Reserve in Iceland, right next to the Eyjafjallajökull Volcano & Glacier. The unique nature of the Þórsmörk area make this an ideal place for any nature and hiking enthusiast.

We offer accommodation, local food, tours and activities for groups and individuals. You can even host your event, meeting or conference here. You can stay in one of our private bedrooms, small cottages, shared mountain hut dormitories and camping grounds.

Þórsmörk Nature Reserve (pronounced Thorsmork in English) has one of Iceland’s most dynamic and beautiful landscapes, where active volcanoes and towering glaciers rise above the lush valleys below. The Þórsmörk area has endless hiking trails and is connected to the Landmannalaugar Nature Reserve via the Laugavegur hiking trail.

Optima í Stjórnvísi

Þyrluþjónustan í Stjórnvisi

Helo is operating a new helicopter, Bell 407 model 2012. The helicopter is specially modified with oversized floor to ceiling windows providing exceptional view. It offers increased cabin space and great comfort. Bell 407 is known for its outstanding performance and safety.

Þjóðskjalasafn í Stjórnvísi

Þjóðskjalasafn er stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á. Þjóðskjalasafn er skjalasafn allrar þjóðarinnar og hefur almenningur aðgang að safninu, bæði í afgreiðslu þess og á lestrarsal.

Hér á vefnum er hægt að fræðast meira um Þjóðskjalasafn Íslands, lagaumhverfi þess, sögu, markmið, starfsemi og stjórn.

Valitor í Stjórnvísi

Greiðslukort gegna mikilvægu hlutverki í nútímaviðskiptum sem tæki til að færa verðmæti milli manna. Á þessu sviði starfar Valitor en meginhlutverk fyrirtækisins er að gera viðskipti einföld, fljótvirk og örugg.

Fyrirtækið er byggt á grunni starfsemi VISA Íslands sem stofnað var árið 1983 af fimm bönkum og þrettán sparisjóðum. Frá árinu 2007 hefur fyrirtækið verið rekið undir heitinu Valitor h.f. Starfsemin fer fram að Dalshrauni 3, 220 Hafnarfirði en þar starfa nú um 150 manns.

Færslukerfi Valitor tengist alþjóðlegum greiðslumiðlunarkerfum VISA og MasterCard og tengir þannig saman söluaðila, korthafa og banka um allan heim. Valitor kappkostar að veita söluaðilum, bönkum, sparisjóðum og korthöfum á ferð um heiminn örugga, skjóta og þægilega þjónustu.

Starfsemi Valitor er skipt í þrjú afkomusvið: Fyrirtækjasvið, Kortaútgáfusvið og Alþjóðasvið. Stoðsvið eru fimm: Áhættustýring, Fjármál og mannauður, Upplýsingatæknisvið, Markaðsmál og viðskiptaþróun og Vöruþróun og nýsköpun.

Fyrirtækjasvið

Fjöldamörg íslensk fyrirtæki og lögaðilar eru í föstum greiðslukortaviðskiptum við Valitor sem sér um færsluhirðingu. Færsluhirðing felst í því að miðla færslum á milli korthafa og söluaðila. Tilhögunin er með þeim hætti að Valitor veitir söluaðilum heimildaþjónustu, annast vinnslu á færslum, greiðir þær út til söluaðila á uppgjörsdegi og skuldfærir jafnóðum hjá korthöfum.
Kortaútgáfusvið

Kortaútgáfusvið Valitor annast vinnslu og útgáfu greiðskorta til allra helstu banka og sparisjóða. Margvísleg þjónusta er veitt ásamt starfrækslu þjónustuvers sem sér korthöfum m.a. fyrir neyðarþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Alþjóðasvið

Starfsemi Alþjóðasviðs felst í greiðslumiðlun á alþjóðlegum vettvangi en tengist hvorki útgáfu né færsluhirðingu á Íslandi. Gerðir eru samningar við erlenda söluaðila um greiðslumiðlun og tengda þjónustu.

Tern Systems í Stjórnvísi

Tern Systems origins began in the late 1970’s with a cooperative agreement between the Icelandic Civil Aviation Administration and the University of Iceland to develop an AFTN message distribution system. In 1988 the venture deployed a radar data processing system. In 1997 this fruitful joint-venture was formally organized into Tern Systems with the mission to continue the successful growth of ATC systems development. Tern Systems engineering processes and deployment techniques have been continuously evolving to create a mature, stable, and reliable operational ATC product suite. Tern Systems has integrated suite of proven CNS/ATM solutions reflects the highest standards in engineering, human interface design, reliability and cost-effective innovations.
Tern Systems is jointly owned by the Icelandic Civil Aviation Administration and the University of Iceland. The triangle between Tern Systems and our ownership partners assures a corporate commitment to advancing practical deployments and operational excellence as well as participating in research and advancing the state-of-the-art in ATC technology.

SYNDIS í Stjórnvísi

Syndis is an Icelandic information security think-tank based in Reykjavik, Iceland, specializing in providing bespoke attack solutions. Syndis services clients with the most demanding security needs. Research is central to the Syndis vision and is considered core to the innovative approaches supplied to the clients.

ProControl í Stjórnvísi

ProControl býður faglega ráðgjöf á fjórum aðalsviðum fyrir félög og fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök sem og einstaklinga.

Ráðgjafarþjónusta ProControl er á fjórum sviðum

1) Hagvernd - fagleg og óháð þjónusta, s.s. gagnvart 3ja aðila, í formi skýrslna, matsgerða, álita og eða umsjónar og eftirfylgni með afmörkuðum þáttum, t.d. innleiðingum, áætlunum, samningum, ávöxtun sjóða. Aðstoðum stjórnir, sem og einstaka stjórnarmenn fyrirtækja og stofnana við starf sitt. Eftirfylgni er hluti af hagverndinni, og er þjónusta sem stuðlar að rauntímaeftirliti, á faglegum grunni. Einnig er í boði áskrift með eftirfylgni gagnvart lögum, reglum sem og fagverkferlum tengt þekkingarsviði viðkomandi, sem dæmi má nefna IFRS, IAS, ISA, IPPF, GIPS og fleiri alþjóðlegumstöðlum.

2) Menntun/námskeið/þekking - Menntun, þekking og námskeið eru að verða eitt af mikilvægustu atriðunum til að viðhalda hæfi og hæfni starfsmanna. Bjóðum þessa þjónustu í þremur aðalflokkum, almenn námskeið, sérhæfð námskeið og fagnámskeið. Hver flokkur hefur svo átta til tíu undirflokka. Séraðlöguð eftirfylgni fylgir sérhæfðu- og fagnámskeiðunum. Gerum einnig úttektir á menntunar- og þekkingarþörf starfsmann eða vinnustaðar sem heild eða einstaks verkferils. Námskeiðin geta verið haldin á vinnustað viðkomandi, og/eða utan almenns vinnutíma.

3) Reikningsskil, endurskoðun og innra eftirlit - Reikningsskil og endurskoðun eru í stöðugri breytingu og því er nauðsyn þess að hafa nýjustu þekkinguna til staðar mun mikilvægari í dag en áður. Bjóðum ráðgjöf við gerð og framsetningu reikningsskila miðað við IFRS. Gerum úttektir á virkni innra eftirlits, sem og aðstoðum við innri endurskoðun, skv. IPPF-stöðlum. Aðstoðum einnig ríkis- og sveitarfélagsstofnanir í þessum efnum. Aðstoðum og veitum ráðgjöf til endurskoðunarnefnda og tökum einnig að okkar setu í endurskoðunarnefndum. Bjóðum einnig mat á áhættugreiningu m.v. viðkomandi rekstur, t.d. markaðsáhætta, rekstraráhætta, vaxtaáhætta o.fl.

4) Rekstur, fjármál og virðismat - Veitum rekstrarráðgjöf m.a. innleiðing og/eða úttektir á kostnaðarstjórnar og -stýringarferlum sem og ráðgjöf við uppbyggingu á greiningartækni vegna frávika, t.d. í rekstraráætlunum. Úttektir/álit á hagkvæmi og skilvirki fjárfestinga, ávöxtun á sjóðum, t.d. miðað við hefðbundna útreikninga og/eða alþjóðlega virðismatsstaðla. Fjármálaráðgjöf, fjármögnun og fjárhögun sem og gerð fjárhags- og fjárfestingaráætlana. Metum og gefum álit á fjárhagseinkunn (rating). Virðismat og mat á fjárfestingarkostum, hlutabréfum, skráðum sem óskráðum. Virðismatstækni, eignir, rekstur, eigið fé, sjóðstreymi sem og hvenær ber að nota vogaða eða óvogað virðismatsútreikninga. Umbreyting á reikningsskilum fyrir virðismat og greining t.d. á vexti, hagnaði, hagnaðarvon o.fl..

Sjá nánar um þjónustu ProControl - smella hér

ProControl er vörumerki Control ehf, knt. 560206-2750, sem hefur verið starfrækt frá árinu 2006. VSK nr. 92446

Eigandi er Einar Guðbjartsson, ek.lic., hefur mjög mikla kennslu- og ráðgjafarreynslu á svið rekstrar- og fjármálaráðgjafar, reikningsskila og endurskoðunar, skýrslu- og matsgerða, úttektir, þýðingar sem og álit, bæði fyrir einkaaðila og opinbera aðila. Höfum unnið við ráðgjöf og eftirfylgni vegna eninga tengdum almannahagsmunum. Einnig hefur fyrirtækið haldið fjölda námskeiða, almenn, sérhæf sem og fagnámskeið fyrir almenning og fagfólk.

Dæmi um verkefni sem tengst hafa félaginu;
Ferlaúttektir og kostnaðargreiningu
Gerð og hönnun árangursmælingarkerfa
Virðismats hlutabréfa, óskráð félag
Efnisinnihald á námskeiði vegna löggildingar verðbréfamiðlara
Úttekt vegna flutningskosnaðar
Reikningsskilalega útfærslu vegna ákveðinna samninga
Úttekt á reikningsskilaaðferðum fjárfestingarfélags á hlutabréfamarkaði
Uppbygging á ábyrgðarstöðvum og -einingum
Úttekt og tillögur að stjórnunarfyrirkomulagi hjá hjálparstofnun
Dómskvaddur matsmaður og yfirmatsmaður
Þýðing á öllum IFRS-stöðlunum um reikningsskil yfir á íslensku
Túlkanir á alþjóðlegu reikningsskilastöðlum, t.d. IAS 39, IFRS 4, IFRS 7 o.fl.
Kennslulýsingu vegna prófa í verðbréfaviðskiptum.
Gerð og útfærsla á virðismatslíkönum
Námskeið og námskeiðahald er tengist reikningsskilum, endurskoðun, greiningu ársreikninga, kostnaðarstýring, kostnaðarstjórnun, frávikagreining o.fl.
Kennsla/fræðsla í reikningsskilum, endurskoðun, innra eftirliti, stjórnunarkerfi, greining ársreikninga, frávikagreining, samstæðureikningsskil o.fl.
Sæti í matsnefnd er metur hæfi og hæfni stjórnarmanna.
Skýrslugerð fyrir ráðuneyti um starfsumhverfi endurskoðenda, (fjórir höfundar)
Álit um íslenska löggjöf er tengist lögum og reglum vegna reikningsskila eininga tengdum almannahagsmunum.
Námskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki er tengist kostnaðarvitund starfsmanna.

Hagsýn í Stjórnvísi

Bókhalds- og rekstrarþjónustan Hagsýn sérhæfir sig í lausnum fyrir frumkvöðla, sjálfstæða atvinnurekendur, smærri og meðalstór fyrirtæki - á kjörum sem þeir ráða við!

Þegar ný viðskiptahugmynd kviknar er margt sem þarf að huga að áður en hún getur orðið að veruleika. Yfirleitt kviknar hugmyndin út frá ákveðinni þekkingu stofnanda, ástríðu og/eða hugsjón. Til þess að „fræið“ geti blómstrað þarf þó að velta fyrir sér hagnýtum hlutum sem tengjast rekstri og framleiðslu á vörunni eða þjónustunni sem um ræðir.

Með því að nýta sér þjónustu okkar getur þú og þitt fyrirtæki einbeitt sér betur að því að framleiða þá vöru eða þjónustu sem þið seljið, á meðan fjármálin eru í öruggum höndum. Verðmætið sem við sköpum fyrir fyrirtæki þitt felst fyrst og fremst í skilvirkari rekstri, þar sem upplýsingar eru markvisst notaðar til að gera betur!

HLUTVERK, FRAMTÍÐARSÝN & GILDI

Hagsýn boðar breyttar áherslur í þjónustu, þar sem lögð er sérstök áhersla á aukið upplýsingaflæði til viðskiptavina, þar sem hlutirnir eru útskýrðir á mannamáli! NÁNAR

SAMSTARFSAÐILAR OG UMSAGNIR

Hagsýn býr yfir traustu tengslaneti á hinum ýmsum sviðum atvinnulífsins. Kíkið á umsagnir frá viðskiptavinum og samstarfsaðilum Hagsýnar. NÁNAR

MANNAUÐUR

Stjórnendur Hagsýnar eru Brynhildur S. Björnsdóttir (framkvæmdastjóri og verkefnastjóri stjórnunarsviðs) og Svava Huld Þórðardóttir (fjármálastjóri og verkefnastjóri fjármálasviðs). NÁNAR

FERLIÐ

Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og góð samskipti við okkar viðskiptavini. Kíktu á þjónustuferlið okkar. NÁNAR

MERKI HAGSÝNAR

Hér má nálgast merki (logo) Hagsýnar í mismunandi sniðum. NÁNAR

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?