Í morgun bauð Marel upp á sannkallaðan hollustugraut og hjónabandssælu matreitt og útbúið af Gústa matreiðslumanni og listakokki Marel. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri hjá Marel sagði Stjórnvísifélögum frá því sem verið er að gera varðandi að hafa Marel sem heilsueflandi vinnustað. Marel er með samning við Vinnuvernd sem sinnir heilsufarslegum málum s.s. læknisþjónustu, bólusetningum, heilsufarsmælingum, sálfræðiaðstoð, fyrirlestrum, viðtölum o.fl.
Fræðslustefna Marel styður við fyrirbyggjandi heilsueflingu t.d. með námskeiðum í öryggismálum og heilsufarslegum þáttum fyrir starfsmenn á ferðalögum og við uppsetningar og þjónustu.
Heilsueflandi forvarnir eru margar. Ýmsar mælingar eru framkvæmdar reglulega til að fylgjast með vinnuumhverfinu.
Varðandi viðburði og skipulagt hópastarf þá er ýmislegt gert; hjólað í vinnuna, mottumars, Bláa Lóns þrautin, Boot Camp hópur, jógahópar, hjólahópar, golfhópur, fótboltahópur, einkaþjálfunarhópar, Einnig er ýmis hvatning til starfsmanna eins og fjárhagslegur stuðningur til hópa, uppbygging aðstöðu, íþróttastyrkir og matarræði. Auk svigrúms í vinnutíma s.s. útstimplum og opnunartími. Vinnan gengur að sjálfsögðu alltaf fyrir en sveigjanleiki er gerður til að fara t.d. í Boot-camp kl.11:00 o.fl.
Heilsuvikur hafa verið haldnar í nokkur ár en 2015 er fyrirkomulagi breytt og dreift á viðburðum yfir árið. Nudd er liður í heilsuviku og mæta þá nemendur frá nuddskóla Íslands. Fjölbreyttir fyrirlestrar eru um andleg, líkamleg, matarleg og félagsleg málefni. Starfsmenn leiða sjálfir nokkra viðburði t.d. að kenna samstarfsfólki skriðsund, salsa, zumba, jóga, hlaupastíll, frjálsar íþróttir o.fl. Einnig eru fjölbreyttar kynningar á alls kyns greinum líkamsræktar s.s Boot Camp o.fl.
Í Marel eru opin rými og skrifborð er hækkanleg. Forritar og hönnuðir óskar frekar en aðrir eftir að vinna í lokuðum rýmum. Glæsileg aðstaða er í húsinu til íþróttaiðkunar; lyftingasalur, æfingasalir sem eru mikið nýtt bæði á morgnana í hádegi og á kvöldin. Til stendur að byggja hjólaskýli.
Ágúst Már Garðarsson, matreiðslumaður, alltaf kallaður Gústi er búinn að vinna í matreiðslu frá því hann var 8 ára. Gústi sagði okkur áhugaverða sögu sem tengdist honum persónulega. Þegar hann byrjaði að vinna hjá Hjallastefnunni breyttist viðhorf hans. Hann vann líka hjá HAPP sem yfirkokkur og hjá NATURA.
Það fyrsta sem hann gerði var að setja grænmetisbarinn fremst þ.e. fá fólk til að setja mikið af grænmeti á diskinn og hafa síðan hreinan og heilbrigðan mat. Hann verslar einungis hreinan fisk og kaupir ekki inn neitt með msg. Dagurinn er keyrður þannig að 2svar í viku er fiskur og 2svar í viku kjöt. Í dag er t.d. hráfæði og pizza. Alltaf er boðið upp á hafragraut einu sinni í viku og starfsmenn geta keypt sér smoothy o.fl. Eitt verð er fyrir allan mat og yfirleitt koma aldrei minna en 300manns í mat daglega.
Tour de Marel, hvað er það? Meginmarkmiðið er að safna fé til góðgerðamála. Þetta er gert með íþróttum og er grasrótarverkefni sem spratt upp frá starfsmönnum. Starfsfólk safnar áheitum og framlögum til góðgerðamála með þátttöku í íþróttum og árlega safnast um 9-10 milljónir.