Beyond Budgeting Iceland 2015
Fyrsta ráðstefna BBRT (Beyond Budgeting Round Table) samtakanna
á Íslandi verður haldin 27. maí á Hótel Hilton kl. 8:30-17:00.
Fjöldi íslenskra fyrirtækja er að vinna í innleiðingu Beyond Budgeting (BB) aðferðanna og hafa
samtökin opnað íslenska deild sem sér um að miðla þekkingu á þessari aðferðafræði á Íslandi.
Á ráðstefnunni munu góðir gestir miðla af þekkingu sinni og reynslu af innleiðingu BB-aðferða í
mismunandi fyrirtækjum. Fyrstan ber að nefna Bjarte Bogsnes sem er okkur að góðu kunnur enda
hefur hann komið þrisvar til Íslands til að kynna Beyond Budgeting. Hann mun m.a. segja sögu
Statoil og fara yfir tæknileg atriði innleiðingar þeirra á BB. Núverandi forseti BBRT-samtakanna,
Anders Olesen, hefur áralanga reynslu af innleiðingu BB-aðferða sem ráðgjafi og sérfræðingur.
Þriðji gesturinn er Jesper Krüger frá A.P. Möller Mærsk sem segir okkur frá reynslu þeirra af
innleiðingu BB-aðferðanna.
Einnig munu Kristján Guðlaugsson, fjármálastjóri Ölgerðarinnar, og Axel Guðni Úlfarsson frá Össuri
segja frá innleiðingu BB-aðferða í þeirra fyrirtækjum. Fyrirlestrar þeirra verða á íslensku.
Pétur Arason, Global Innovation Program Manager hjá Marel, mun setja ráðstefnuna með erindi
um hvort BB, lean, agile og aðrar svipaðar aðferðir eigi eitthvað sameiginlegt og hvort að nýta megi
þessar aðferðir saman á einhvern hátt.
Megin inntak Beyond Budgeting er ekki að henda út fjárhags- og fjárfestingaáætlunum eins og
nafnið gæti bent til. Þeim þarf vissulega að ryðja úr vegi og innleiða nýjar aðferðir en aðalatriðið
er að frelsa starfsemina frá óæskilegum hlutum eins og einræði, ofstjórnun, talnadýrkun,
dagatalshugsun, veldisskipulagi, launung og leyndarmálum, bónuskerfum og öðrum klassískum
goðsögnum um hvaða stjórnunaraðferðum eigi að beita til að ná árangri í fyrirtækjarekstri.
Ráðstefnugjald er 65.000 kr. en meðlimum BBRT-samtakanna eru boðin sérstök kjör sem kynnt eru
við skráningu í BBRT. Þriðjudaginn 26. maí verður sérstakur fundur þeirra sem eru að innleiða
Beyond Budgeting (implementers meeting) og er sá fundur einungis opinn þeim sem skráðir eru
í BBRT samtökin.
Skráning: manino.is
Nánari upplýsingar: beyond@manino.is