Fréttir og pistlar
Faghópur um fjármál fyrirtækja vekur athygli á eftirfarandi námskeiði: Valuation and Financial Modeling - námskeið með Bruce Watson sérfræðingi frá Harvard. Skráningarfrestur til 30. október
This is a day-long course on financial modeling and its role in corporate valuation. Various ways of valuing physical and financial assets will be considered, along with the issues and techniques involved in analyzing and modeling valuation. The focus will then turn to the process of analyzing and modeling leveraged buyouts (LBOs), including such topics as the key characteristics of an attractive LBO candidate, LBO structure and financing, and building the post-LBO model.
The course is designed for professionals who deal directly or indirectly with issues around corporate and financial valuation, with special emphasis on leveraged buyouts, and want to expand their skills at building the relevant models.
What you will learn:
How to value companies, and the relevant financial modeling.
Alternative ways to value physical and financial assets.
Issues and techniques involved in analyzing and modeling valuation.
The process of analyzing and modeling leveraged buyouts.
Topics covered:
Review of Present discounted value (PDV), net present value (NPV), and internal rate of return (IRR) and their modeling in Excel.
Investment and the NPV rule.
An alternative framework: Real options analysis.
The major approaches to computing valuation.
Building the pro forma model.
Valuation of financial assets: Equities, Bonds, Derivatives.
Leveraged Buyouts (LBOs).
Building the pre-LBO model.
Key characteristics of an attractive LBO candidate.
Modeling returns.
LBO structure and financing.
Building the post-LBO model.
Who should enroll:
Professionals who deal directly or indirectly with issues around corporate and financial valuation, with special emphasis on leveraged buyouts, and want to expand their skills at building the relevant models.
FURTHER INFORMATIONS:
http://www.endurmenntun.is/Namskeid/Fyrirstarfid/Skoda/130H14
Magnús Ívar Guðfinnsson formaður faghóps um BPM ferla setti fundinn og þakkaði Vodafone fyrir frábærar móttökur. Fimm lykilatriði í BPM 1. Fyrirtæki byrja að eyða fjármagni í ferla eins og í önnur verkefni 2. Allt sem er unnið er gert út frá viðskiptavininum inn í fyrirtækið 3. Hafa skráð og skjalfest frá einum enda til annars þ.e. ferla ekki skipurit 4. Stýra ferlunum, hver er ábyrgur og hvernig eru þeir mældir kpi 5. Séum í samræmi við IT. BPM spratt út frá IT. „The most dangeous phrase in the language is „we´ve always done it this way“.
Fimm mikilvægustu spurningar Peter Drucker: 1.what is your mission? 2. Who is your customer? 3. What doees your customer value? 4. What results do you seek ?5. What is your plan?.
Varðandi BPM. Spyrja sig 1. Hvar erum við stödd, hvað þurfum við að laga? (BPM Maturity) Hvaða framkvæmdastjóri styður verkefnið í fyrirtækinu? Hjá Deutche Bank styður t.d. fjármálastjórinn verkefnið. 2. AS IS vinna. Þar er skráð hvernig hlutirnar eru gerðir í dag 3. TO BE 4. Change Mangt. 5. KPis monitoring 6. Process Mangt.
How do you descripe your processes? Fast but cosly - Cost efficent ut slow - Innovation key word. Í BPM er verið að leysa málin og fá innnput frá starfsfólki. Í AS IS vinnnunni kemur vel fram hver gerir hvað í fyrirtækinu. Allt miðar að því að auka vellíðan og velferð starfsmanna. Hjörleifur Pálsson setti á stofn hóp innan Össur sem hafði yfirlýst markmið „Our goal is to optimize the way we do business. Við ætlum að bæta okkkur stöðugt. By implementing Best Practice processes we bring value to our customers, advancement to our work and profitability to our company. We work together across functions and locations to assess, improve and align key processes. GBT Programm.
Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að skoða hvar þau eru stödd. Hægt er að spyrja sig spurninga sem eru í meðfylgjandi glærum af fyrirlestrinum. Oftar en ekki er það IT sem keyrir fyrirtækið áfram en ekki fyrirtækið. Magnús hvatti alla til að mappa niður hvað starfsmenn eru að gera. Fá alla til að vera með og koma með tillögur ef gera á breytingar þá eru þeir þegar komnir af stað í breytingarvinnuna. Það skiptir gríðarlega miklu fyrir nýjan starfsmann að hafa góða starfslýsingu. Það getur verið mjög kostnaðarsamt að vinna seinna upp. Tell me, i´ll forget, show me, i.ll remember. Reyna að hafa allt eins myndrænt og hægt er. Íslendingar eru á heimsmælikvarða hvað varðar þjónustu t.d. í banka, erlendis er mikið notað fax t.d. í Bretlandi 50%. Magnús sýndi ótrúlega flotta mynd sem hægt er að nota til að byrja að teikna ferla. Hún sýnir þegar eiginmaðurinn hellir upp á te fyrir konuna sýna. Hver er viðskiptavinurinn, hver gerir verkið, hver er birginn o.fl. Alltaf að spyrja sig í breytingum: „Er þetta gott fyrir viðskiptavininn?“. Magnús sýndi líka ferla sem sýna hvernig símtal er tekið inn. Við hliðina á ferlunum er gott að gera lýsingar Nýr starfsmaður á að geta skoðað og skilið. Aldrei má persónugera neitt.
Milli AS IS og TO BE er breytingastjórnun. 8 steps of driving a major change. Skoða t.d. hve oft sömu upplýsingar eru skráðar í kerfinu. 1. Establishing a sense of urgency 2. Creating the Guiding Coalition. 3. Developin a Vision and Strategy 4. Communicating the Change Vision (passa sig að hafa alla starfsmenn með. Hringja í þá sem ekki ræða á fundinum. 5. Empowering Broad Based Action 6. Gererating Short-term wins - miðla því sem gengur vel, láta aðra heyra hvað er verið að gera. Muna eftir markaðssetningu innanhúss 7. Consolidating Gains and producing more Change. 8. Anchoring New Approaches in The Culture. Það er erfitt að vera kyndilberi og því skiptir miklu máli að fá fólkið með sér.
Section 2 Process (re)design-customer feedback process. To BE vinnustofan hjá Össur. Góður undirbúningur er mikilvægur. Mælingar skipta öllu máli t.d. í dag eru 2 að gera ákveðinn hlut sem áður tók 5 manns. Útskýra vinnustofuna. Passa sig að haf IT mann með í teymi sem er að undirbúa TO BE. Hafa allt klárt þegar fólk kemur inn, þ.e. hvar hver situr. Passa sig að skrá niður á spjöld ef það koma hugmyndir. Gera handrit af fundinum fyrirfram. Láta fólkið sjá árangurinn af vinnunni sinni. TO BE process: If we were starting this process today without any constraints how would we map a new best practice process? Alltaf spyrja sig og nálgast allt út frá viðskiptavininum, er hann tilbúinn að borga fyrir þessa breytingu, out of the box thinking,
Í GAP analysis between AS IS and TO Be skráist allt sem þarf að gera. Þá er mikilvægt að fá IT með.
Í dag tekur 30 sek. Að skrá niður athugasemd frá viðskiptavini sem áður tók 5 mínútur. Meginfókusinn í síðasta verkefni var í símsvörun.
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.767815796619706.1073741938.110576835676942&type=3
Stjórn faghóps um umhverfi og öryggi vill vekja athygli á eftirfarandi:
Mánudaginn 27. október nk. boðar VÍS í samstarfi við Samgöngustofu til opins fundar um öryggismál í landflutningum.
Fjallað verður um skipulag öryggismála hjá flutningafyrirtækjum, björgunaraðgerðir Landsbjargar þegar koma þarf fólki til aðstoðar yfir veturinn og ríkari kröfur ferðaþjónustunnar um aðgengi að ferðamannastöðum og náttúruperlum yfir vetrartímann. Einnig verða kynntar áhugaverðar niðurstöður úr svefnskimun flutninga- og hópferðabílstjóra en þar má ýmislegt betur fara.
Ekki láta þennan áhugaverða fund fram hjá þér fara. Aðgangur er ókeypis en sætafjöldi takmarkaður svo það er um að gera að hafa snör handtök að skrá sig.
http://vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/radstefnur/oryggismal-i-landflutningum/
Ína Björg Hjálmarsdóttir gæðastjóri Blóðbankans bauð Stjórnvísifélaga velkomna. Hún fór yfir Þroskasögu Blóðbankans sem nú er 60 ára. Blóðabankinn er búinn að vera með ISO 9001 vottað gæðakerfi hjá BSI frá 2000. Vottunin var tekin í skrefum. Blóðbankinn sinnir blóðsöfnun á landsvísun. Gæðakerfið er alltaf að bæta ferilinn. Umhverfið hefur breyst og staðallinn. En hvað hefur haft áhrif á þroska gæðakerfisins? Ína nefndi dæmi t.d. um þrif, í dag er alltaf þrifið í lok dags og þá var hægt að minnka skráninguna og gera kerfið auðveldara. Kerfið sem notað er í Blóðbankanum er sænskt. Kröfur ISO staðalsins um skjalfestingu hafa minnkað.
Áður var ferlum lýst með löngum texta, í dag eru notaðar myndir til að lýsa ferlum. Teiknað er í Visio og notað kerfi frá Focal. Tölvukerfi Blóðabankans er notað í öllum helstu Blóðbönkum á norðurlöndum. Áður var mikilvægast að vita hvar kvörtun/frávik kom fram (Innan/utan Blóðbankans). Nú er einn grunnur notaður óháð hvaðan kvörtunin kemur.
Krafa um sparnað hefur haft mikil áhrif á þroska gæðakerfisins. Áður var skipt niður á verkaskiptingu forstöðumanna og umsjónarmanna, nú er rekstrarleg og fagleg ábyrgð forstöðumanna. Fleira sem hefur haft áhrif; áður var framleitt rauðkornaþykkni í samræmi við eftirspurn, núna er vitað hvert stefnir. Ótrúlegur árangur hefur náðst sl. ár. Áhættumat hefur verið samofið blóðbankastarfsemi s.s. val á blóðgjöfum og smitprófun. Nú er búið að innleiða mat í ferlunum. Starfsemin þarf að þroskast með gæðakerfinu, nýtt fólk spyr spurninga sem leiða til breytinga og bættrar starfsemi.
Í framhaldi spunnust umræður um hvernig gæðastjórnunarkerfi væru í öðrum fyrirtækjum.
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.767819099952709.1073741939.110576835676942&type=3&uploaded=8
Til þess að þið sem eruð skráð í faghópinn Heilsueflandi vinnuumhverfi fáið fréttir af starfinu þá er nauðsynlegt að uppfæra netfang og aðrar upplýsingar.
Fyrirhugaðir eru þrír fundir í vetur, einn fyrir áramót og tveir eftir áramót. Vonandi verða frekari fréttir af þeim viðburðum innan skamms.
Á þessum morgunfundi faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun fóru þau Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri Sölu og markaðassviðs ÁTVR og Sigrún Viktorsdóttir, forstöðumaður Þjónustustýringar Orkuveitu Reykjavíkur yfir mælingar í þjónustu. Einar kynnti í sínum fyrirlestri að þjónustumælingar geti gefið fyrirtækjum samkeppnisforskot. Verð er ekki aðalástæða þess að viðskiptavinir hætta við viðskipti, heldur slæm upplifun á þjónustu. Viðskiptavinur er líklegri til að fara til samkeppnisaðila ef upp koma vandamál tengd þjónustu en vandamál tengd verði eða vöru. Óánægðir viðskiptavinir eru gjarnari á að tjá sig en ánægðir. 70% af upplifun viðskiptavinarins er tengd ánægju. ÁTVR segir að það er óþarfi að mæla ánægju ef ekki er stefnt á ánægju viðskiptavina í stefnu. Stefna ÁTVR er að vera í hópi fremstu þjónustufyrirtækja landsins. Peter Drucker: „Fyrirtækjamenningin borðar stefnuna í morgunmat“ „Culture eats strategy for breakfast“, ef maður er með stefnu um góða þjónustu en menningin er ekki gíruð inn á það gerist ekkert. Einar vísaði í 12 ástæður hvers vegna Peter hefur rétt fyrir sér og það má sjá í glærum fundarins.
Harðir og mjúkir staðlar: Harðir staðlar eru oft sjónarhorn fyrirtækisins ekki viðskiptavinarins. ÁTVR er með mikið af könnunum. Mæld er ánægja með vöruval og þjónustu 1 sinni á ári, ánægja með þjónustu 2svar á ári, ánægja með viðmót 2svar á ári, Íslenska ánægjuvogin 1 sinni á ári og að lokum er innri mæling vinnustaðagreining - innri þjónusta 1sinni á ári. Skorkort vínbúðanna eru opin öllum starfsmönnum. Mælingin hefur bein áhrif á aðgerðir. Ef vínbúð nær 100% í skorkortinu eru hvatningarverðlaun og mikið er gert úr verðlaununum „vínbúð ársins“.
Orkuveitan er með ytri og innri mælingar. Ytri mælingar eru Ánægjuvogin 1sinni á ári, þjónustukönnun 1xá ári, mælingar á þjónustuveitingu o.fl. Á tveggja mánaða fresti eru gerðar mælingar. Enn eru harðir staðlar. Ytri aðilar sjá um hulduheimsóknir. Hringd eru inn 6 hulduhringinar , 3 þjónustubeiðnir og 1 heimsókn i höfuðstöðvar OR 4x á ári. Þeir sem vinna hjá OR hafa mikla trú á getu hvors annars til að tryggja öryggi. Þau vilja vera til fyrirmyndar í öryggismálum. Þegar kalda vatnið er tekið af er mesta hættan af slysi í heimahúsum. Til að bera sig saman við önnur fyrirtæki fara þau á:
www.benchmarkportal.com og horfa til veitufyrirtækja í Evrópu.
Hér má sjá myndir af viðburðinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.764470443620908.1073741937.110576835676942&type=3&uploaded=16
Á þessu ári verður þema haustráðstefnu Stjórnvísi "Minni vinna - meiri framlegð - betri líðan". Við höfum fengið til liðs við okkur áhugaverða einstaklinga sem munu fjalla um ávinninginn að aukinni framlegð í atvinnulífinu, hvaða ólíku leiðir hafa verið farnar á þeirra vinnustöðum til þess að auka framlegð, sagðar verða raunsögur og hugtakið útskýrt. Það er til mikils að vinna fyrir einstaklinginn, vinnustaðinn og þjóðfélagið sjálft.
Fyrirlesrarar eru: Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjöríss í Hveragerði, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans og Ólafur Ísleifsson, framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst,
Ráðstefnustjóri er Hrönn Greipsdóttir, fjárfestingastjóri Arev verðbréfa,
Ráðstefnan verður verður haldin á Grand Hótel frá kl.13:00-15:30 þriðjudaginn 28.október frá kl.13:00-15:30
Boðið verður upp á kaffihlaðborð og eru allir Stjórnvísifélagar hjartanlega velkomnir.
Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar sagði frá og kynnti umhverfisskýrslu Landsvirkjunar, Landsvirkjun er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi ISO 14001 síðan 2006 fyrir Orkusvið og síðan 2007 fyrir Landsvirkjun í heild. Þau eru með umhverfisstefnu og markmið. Stefna þeirra er að Landsvirkjun ætlar að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála, stuðla að sjálfbærri þróun í samfélaginu,. Landsvirkjun er með fimm yfirmarkmið í umhverfismálum.
Tvær meginleiðir eru til miðlunar; umhverfisskýrsla og ytri vefur. Á ytri vef eru almennar upplýsingar. Árið 2010 var ákveðið að fara í 3ja ára verkefni og gera skýrslunni hærra undir höfð. Hún yrði efnismeiri 90 bls., og ekki einungis tölulegar upplýsingar. Aukin áhersla var sett á myndræna framsetningu og að spyrja viðskiptavininn/lesandann hvað hann vill sjá. Stigið var það skref í ársbyrjun 2014 að setja fram rafræna útgáfu fyrir árið 2013. Markmiðið er að skýrslan verði áhugaverðari. Skýrslan stendur á vefnum og er alltaf til staðar. Sigurður hjá Landsvirkjun kynnti skýrsluna. Alls staðar í skýrslunni er vísað í tölulegt bókhald. Hægt er að vísa á vefnum í einstaka þætti innan skýrslunnar sem er algjör nýjung. Skýrslan er í raun vefsíða. (unnið í kerfi sem heitir Dísill). Landsvirkjun vill fá endurgjöf og gera betur, vera í fararbroddi í vinnu að umhverfismálum og vera í takt við vísindin. Helsti lærdómurinn er að hafa heildar yfirsýn yfir umhverfisáhrif starfseminnar, gegnsæi, allt upp á yfirborðið, góð efnis-og textavinnsla, gott mál bæði íslenska og enska. Í tölulegu bókhaldi er vísað í pdf.skjal.
Til þess að kynna umhverfisskýrsluna var send út fréttatilkynning á 600 vefföng. Skýrslan hefur náð til erlendra aðila og vitnað í hana í OECD skýrslunni. Megin áskorunin er að ná til fólks, þ.e. að koma upplýsingum um umhverfismál Landsvirkjunar til sem flestra. Hvaða leið á að fara til að ná til almennings? Meginmarkmiðið er að ná til þeirra sem stafar ógn af starfsemi fyrirtækja og draga úr áhyggjum þeirra.
Landsvirkjun hefur brotið blað í að miðla umhverfisupplýsingum, stóra áskorunin er að ná til almennings. Þetta eru upplýsingar sem ættu að skipta þjóðina miklu máli. Skýrslan er umfangsmikil því það er mikilvægt að sleppa engu. Ragnheiður og Sigurður hvöttu félaga til umræðu um hvernig hægt væri að koma skýrslunni á framfæri og spunnust áhugaverðar og stórskemmtilegar umræður.
Hér má sjá myndir af fundinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.763337097067576.1073741936.110576835676942&type=1
Fimmtudaginn 25. september s.l. var haldinn áhugaverður fundur hjá faghóp um mannauðsstjórnun þar sem umfjöllunarefnið var staðall um jafnlaunakerfi var gefin út af Staðlaráði Íslands í lok árs 2012 sem er fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Einar Mar Þórðarson, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu, fjallaði um staðalinn og um tilraunaverkefni sem hefur verið í gangi um innleiðingu hans. Eftir kynningu Einars spunnust líflegar umræður. Glærur frá fundinum er að finna undir ítarefni á vef Stjórnvísi.
Jóhanna Jónsdóttir, formaður faghópsins sett fundinn og kynnti faghópadagskrá vetrarins. Thomas Möller, framkvæmdastjóri Rýmis, fjallaði um 13 leiðir til að lækka birgðir og minnka fjárbindingu. Rými er 12 manna fyrirtæki og í því fyrirtæki er rætt um innkaup mörgum sinnum í viku. Allt sem er keypt á lager er fundað um. Almennt er sagt að birgðir kosti 30%. Milljón sparað í birgðum eru 300 þúsund. Stundum er framlegð fórnað fyrir fjárbindingu. Pedro Videla kennari í MBA-námi í HR sagði „In economics there are no solutions ongly trade off“. Á ég að eiga miklar birgðir eða minni birgðir?. Hjá Ofnasmiðjunni Rými eru 3000 virk vörunúmer. Fyrsta sem gert er þegar verið er að verðmeta fyrirtæki er að skoða birgðirnar. Það sem er eldra en 1 ár er yfirleitt verðlaust. Heimilin eru yfirleitt með 8 daga birgðir, matvöruverslanir eru með 25 daga birgðir fyrir heimilin. Olíufyrirtækin eiga ekki birgðirnar sínar heldur aðilinn erlendis, þeir greiða því jafnóðum og þeir nota olíuna. Grjótnámur eru með 1000 daga birgðir. Í bílaverksmiðjum eru birgðir að koma sama dag og þær eru nýttar. Thomas hvatti aðila til að heimsækja birgjana sína. En hvernig er hægt að auka veltu hraðann? Einnig skoraði Thomas á aðila til að googla „ Logistics cost „ En hvers vegna birgðir? Óvissa, þjónustustig, ómarkviss innkaup.
Alltaf þarf að hugsa kosti og galla þess að hafa of miklar eða litlar birgðir. Fyrirtæki eru verðmetin út frá birgðastýringu. Pareto var Ítali sem skoðaði hverjir ættu peningana og fékk út 80/20 hlutfallið. Mikilvægt er að skoða slíkt í hvert skipti og pantað er inn. Allir ættu einnig reglulega að gera ABC greiningu. „A“ vörur eiga að fá fókusinn. Einnig þarf að nota réttu mælikvarðana. Smásala notar birgðadaga sem greiningu, sumir nota veltuhraða og birgðahaldskostnað. Veltuhraði er góður en birgðadagar eru mikilvægari. Málningarverslanir eru með frestun þ.e. 90% af málningunni er blandaður á staðnum. Alltaf að fresta eins lengi og hægt er því sem viðskiptavinurinn vill. Má lækka þjónustustigið? Lykillinn að árangri er að fórna t.d. vörunúmerum, alltaf að hugsa hverju get ég fórnað? Getum við fækkað vörunúmerum? Aldi er t.d. með eina tegund af sjampó „Aldi-sjampóið“. Hvergi í heiminum er eins hátt þjónustustig og á Íslandi. Haltu fókus! - vertu í því sem þú ert góður í!
Kristján M. Ólafsson, verkefnastjóri á ráðgjafasviði KPMG fjallaði um skilvirk innkaup. Tækifæri starfsfólks í innkaupum til að auka þekkingu sína eru takmörkuð á Íslandi, ekkert skólastig á Íslandi býður upp á almennt nám í fræðunum. Menntun innkaupafólks er oft með lærdómi af reynslu vinnufélaga og hún er ekki alltaf sú besta. Árangurinn af bættu „procurement ferli“ er lægri fjárbinding og minni vöruskortur. Oft þarf lítið til að ná miklum ávinningi. 80/20 reglan er svo mikilvæg. Ótrúlega algengt er að eftirfylgni gleymist og þá tapast ávinningurinn, mikilvægt er einnig að tryggja mælikvarða árangurs. Kristján hvatti aðila til að fara yfir glærurnar, hugsa hvað get ég innleitt hjá mér og ef enginn tími er til þá skal fá inn ráðgjafa tímabundið. Mikilvægt er að þekkja markaðinn vel, OR skoðar veðurspár til að sjá hversu mikið þeir muni selja af heitu vatni. Einungis 4% fyrirtækja segjast hafa nýtt sér skilvirk innkaup við að ná forskoti í samkeppni. Hvernig er framlegð reiknuð: Sala - breytilegur kostnaður. Ein stærsta meinsemd í fyrirtækjum er hvernig framlegð er reiknuð. Af hverju eiga fyrirtæki svona mikið af birgðum þar sem skipaferðir hingað eru svona tíðar?
Ráðast í þetta verkefna að lækka birgðadaga. Það er ekki auðvelt að finna mælikvarða árangurs, styðja mælikvarðarnir hver við annan? Eru mælikvarðarnir grunnur að bónuskerfi?. Ungt fólk er með allt öðruvísi innkaupahegðun en eldri kynslóðir. Þeim finnst ekkert mál að kaupa á netinu, samkeppnin er að koma annars staðar frá.
Arngrímur Blöndahl gæðastjóri hjá Staðlaráði Íslands bauð Stjórnvísifélaga hjartanlega velkomna. Haraldur Bjarnason frá Auðkenni fjallaði um rafræn skilríki og stöðuna á þeim. Búið er að framleiða skilríki fyrir meirihluta Íslendinga, debetkort, auðkenniskort, farsíma og spjaldtölvur. Um 40% hafa virkjað kortin sín. Hægt er að nota skilríkin hjá yfir 120 þjónustuaðilum á Íslandi. En hvar fær fólk rafræn skilríki? Á næsta útibúi fjármálafyrirtækja og hjá Auðkenni. Þetta er þróun sem tekur tíma og kemur í stað handarbands og undirritunar með penna. Gríðarleg tækifæri skapast til ábata í tíma, gæðum, einföldum o.fl. Haraldur tók dæmi um USA þar sem sífellt komu upp dæmi um að vantaði undirritanir. Bankarnir þar tóku þetta upp og lækkuðu villur við lán um 90%, umsýslukostnað um 80%, viðskiptavinurinn upplifði betri þjónustu. Á Norðurlöndum eru rafrænar undirskriftir mikið notaðar. Studentsamskiptnaden í Noregi notar rafrænar undirskriftir til að undirrita leigusamninga en þeir rita 8000 samninga á ári, stúdentalánin í Noregi eru líka undirrituð rafrænt sem sparar biðtíma. Lánaferlið í Noregi hefur hraðast mjög mikið og er nú allt rafrænt lækkuðu kostnað úr 2000 norskum krónum í 100 kr. Norskar. Það er eftir miklu að slægjast og miklir fjármunir í húfi að taka upp rafrænar undirskriftir.
En hvað er búið að gerast á Íslandi. Notað sem millifærsla á nýja aðila í netbönkum, endurskoðendur, o.fl. Fundargerðir stjórnar, samningar við birgja , trúnaðaryfirlýsingar, samningar við starrfsmenn, ársreikningur, allt þetta getur verið undirritað rafrænt og er gert hjá Auðkenni í dag. Einstaklega áhugavert að geta undirritað ársreikninginn rafrænt af öllum stjórnarmönnum í stað þess að keyra út um allan bæ.
En hverjar eru horfurnar. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans stefnir að því að Ísland verði samfélag án reiðufjár, rafrænar undirskriftir verði megin reglan og flest öll skjöl, þar sem talið lánaskjöl, rafræn. Ríkisreikningur Íslands var rafrænt undirritaður og er það vafalaust í fysta skipti í heiminum og slíkt er gert.
Ríki og fjármálafyrirtæki hafa mestu þörfina í dag og hafa keyrt rafrænar undirskriftir áfram. Hagur beggja er mikill. Á næstu árum er stefnt að því að rafræn skilríki verði notuð í: þinglýsingu rafrænna veðskuldabréf, skattskila, umsókna um háskólanám, notkun í heilbrigðiskerfinu, lyfseðla, útgáfu vottorða, lyfjagrunni, undirritun helstu skjala, tryggingamála, rafrænna reikninga, umsókna o.fl.
Langtímavarðveisla kemur mikið inn á varðveislu. Ýmsir staðlar koma að varðveislu gagna. Pdf/a staðlar eru til fyrir rafrænar undirskriftir - CadES, PAdES, XAdES. jc
Sama tækni er á bakvið rafræn auðkenni og undirskrift.
VMS (Visual Management System) töflur - ein af grunnaðferðum Straumlínustjórnunar
Skrá mig
Mörg fyrirtæki hér á landi eru farin að nýta sér Sýnilega stjórnun (e. Visual Management System) til að efla umbótavinnu og ná frekari árangri í daglegri starfsemi sinni. Á það jafnt við um skrifstofu- og framleiðsluumhverfi en mismunandi er hvaða útfærslur henta mismunandi vinnuumhverfi.
Á námskeiðinu er fjallað um hinar ýmsu útfærslur á VMS töflum, þátttakendur verða virkjaðir til að setja upp sýnishorn af töflu á námskeiðinu og örstuttur töflufundur verðu haldinn. Hugmyndafræði Straumlínustjórnunar verður í forgrunni og talsvert verður rætt um hana í leiðinni.
Á námskeiðinu er fjallað um:
Hvað sýnileg stjórnun er.
Helstu útfærslur VMS taflna.
Hvaða útfærslur eru helst notaðar í mismunandi vinnuumhverfi.
Hvernig töflufundir fara fram.
Hvaða árangri er hægt að ná fram með sýnilegri stjórnun.
Ávinningur þinn:
Aukin þekking á sýnilegri stjórnun.
Aukin þekking á helstu tegundum VMA taflna.
Aukin færni til að meta hvers konar útfærsla á töflu gæti mögulega hentað þínu vinnuumhverfi.
Fyrir hverja:
Alla stjórnendur, millistjórnendur, verkefnastjóra og aðra sem hafa áhuga á VMS töflum, hugmyndafræði Straumlínustjórnunar og eru stöðugt að leita tækifæra til að gera vinnustað sinn enn betri.
Hvenær:
Mán. 20. okt. kl. 8:30 - 12:30.
Hvar: Endurmenntun, Dunhaga 7.
Kennari(ar):
Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og eigandi Intra ráðgjafar. Þórunn hefur unnið sem stjórnunarráðgjafi frá árinu 2007, aðstoðað fjölda fyrirtækja við umbótavinnu og að taka fyrstu skrefin í Straumlínustjórnun. Hún hefur þjálfað starfsmenn til að stýra stærri og smærri umbótaverkefnum og stjórnendur til að ná betri töku á Straumlínustjórnun og fylgt fyrirtækjum eftir í innleiðingu á Straumlínustjórnun. Áður starfaði Þórunn sem skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og kennari frá árinu 1997.
Elísabet Dolinda Ólafsdóttir gæðastjóri Geislavarna ríkisins byrjaði á að ræða mikilvægi gæðakerfis og verkferla á ISO fundi Stjórnvísi í morgun. Oft eru fyrirtæki/stofnanir að vinna eftir gæðakerfi en eru ekki með vottun. Mikilvægt er að festa hvernig hlutirnir eru gerðir, breytingar eru staðfestar með dagsetningum og skráðar. Tryggja þarf að þegar verið er að vinna eftir ferli að það sé skráð og rétt gert. Í dag hefur færst í vöxt að gera stutt myndbönd því það er fljótlegt að horfa á þau og tekur miklu skemmri tíma en lesa langa bók. Elísabet mælir alls ekki með að kaupa gæðahandbók en það var sú leið sem Geislavarnir fóru upphaflega. Ef fyrirtæki er vel rekið þarf ekki mikið meira. Nauðsynlegt er að hafa handbók/verklag og nauðsynlegt er að setja skráarnúmer, 001, 002, 002 o.s.frv. Elísabet sýndi dæmi um hvernig hlutirnir eru unnir hjá Geislavörnum. Þar er notaður Excel ekki visio sem var of dýrt fyrir 10 manna stofnun. Varðandi breytingar, þá er gefið út nýtt skjal með nýju númeri. Varðandi útlit fyrir starfsmenn þá er hægt að hafa hana hvernig sem er. Útgáfusagan, innleiðingin, getur verið öll í einni möppu. 100% þarf að vera á hreinu hver er ábyrgur fyrir hverju ferli. En hvar á að byrja? 1. Stefna 2. Finna gæðastjórann 3. Nefna skrár og númera 4. Grind handbókar 5. Verklag útfært. Að kaupa rafræna handbók á ekki að vera fyrsta skref í að innleiða gæðakerfi. Hjá Geislavörnum er hægt að sjá vinnureglur á einum stað. (stefnuskjöl og ferlar). STE- Hlutverk og umfang, STE Framtíðarsýn, gildi og stefna STE- Skipurit STE Ábyrgð starfsmanna VIN- starfsáætlun VIN Rýni stjórnenda STE Lýsing á gæðakerfi VIN Ábendingar VIN úttektir. Útgefnu skjölin eru öll á pdf. Hægt er að gera short-cut á skrárnar og útfærslan getur verið ótrúlega einföld. Samsafn af ferlum á einum stað. Ein útgáfa er gild af hverju skjali. Hver er ábyrgur fyrir hverju skjali, hvenær var það útgefið, þegar innri úttektir eru gerðar er skráð í einu skjali frávikin. Þegar spurt er af úttektaraðila: „Hvernig uppfyllirðu staðalinn“ þá er sýnt eitt excel-skjal sem hægt er að haka í sem sýnir allt sem á að uppfylla. Hjá Geislavörnum eru vinnureglurnar alltaf að einfaldast, ef þær verða of flóknar þá eru þær upplýsingar settar í leiðbeiningarnar en þær eru komnar inn í skrárnar.
Fyrsti fundur nýstofnaðs faghóps um kostnaðartjórnun og kostnaðargreiningu var haldinn hjá Strætó í dag þar sem einstaklega vel var tekið á móti Stjórnvísifélögum. Einar Guðbjartsson formaður faghópsins setti fundinn og kynnti áhugaverða dagskrá vetrarins. Einar vakti athygli á næsta faghópafundi þar sem umræðuefnið verður m.a. að þó kostnaður lækki er ekki alltaf víst að reksturinn batni. Einar Kristjánsson sviðsstjóri skipulags-og þróunarsviðs sagði frá því að 83% tekna Strætó fara beint í akstur og hjá fyrirtækinu er gríðarlegur fókus á kostnað. Stætó hefur farið í farþegatalningu frá árinu 2005 , markmið þeirrar talningar er að telja hvern einasta farþega sem kemur inn og hvar hann fer út. Slíkar talningar eru kostnaðarsamar og er stefnt að því að gera talninguna rafræna. Út frá talningunum getur Strætó hagrætt ferðum, veitt sem besta þjónustu til viðskiptavina og lækkað kostnað. Einnig er framkvæmd greiðslugreining. Tölvuverð aukning var á farþegum 2013 en þá voru fluttir 9,8milljónir farþega. Strætó veit með 100% vissu hvaða leiðir bera sig og hverjar ekki og er mesta álagið milli kl.07:00 og 08:00 á morgnana. Hver dagur í rekstri kostar 14,9milljónir. Mikilvægt er fyrir Strætó að geta borið sig saman bæði innanlands og utanlands.
Fyrsti fundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM) var haldinn 18.september að Hótel Natura og var á þessum fundi tekin fyrir umfjöllun um ferla: skilgreining, útlit og innhald. Sýnd voru dæmi um flæðirit og deildarferla, uppbygging og viðhald ferlahandbókar og gestir fengu einnig innsýn í ferlahandbók Mílu. Fyrirlesarar voru þeir Guðmundur Oddsson, Phd. Lektor í Iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands og Benedikt Rúnarsson, gæða-og öryggistjóri Mílu.
Fundurinn hófst með því að Magnús Ívar Guðfinnsson, formaður faghópsins kynnti spennandi fullmótaða dagskrá vetrarins og hvatti hann aðila til að vera með í þessari áhugaverðu vegferð í vetur. Markmið faghópsins er að fyrirtæki kynni hvað þau eru að gera og fái endurgjöf. Magnús hvatti aðila til að koma áhugaverðu efni á framfæri því alltaf er pláss til að bæta inn áhugaverðum fyrirlestri.
Guðmundur Oddson talaði um að varðandi viðskiptaferil er ekki bara verið að hugsa um röð heldur samansafn af aðgerðum sem eru gangsettar af atburðum. Og það er viðskiptavinur inn í þessu. Ferill er því miklu meira en röð að einhverju. VF snýst um að veita viðskiptavinum sérstaka vöru eða þjónustu. VF er stjórnað af reglum. Fyrirtæki eru yfirleitt deildir, síló. Ábyrgð í fyrirtæki er alltaf upp og niður en ferlarnir eru alltaf þvert, þess vegna skiptir svo miklu máli að það sé eigandi af ferlinum. Tvö hugtök þarf að skilja. Nýtni (efficiency) er að gera hlutina rétt, ogg markvissni (effectiveness) „gera réttu hlutina“. Þetta skiptir öllu máli.
Hvort er verið að bæta nýtnina eða auka virðið. Þessu þarf að skerpa á. Ýmist erum við að auka virði eða nýtni. Ráðning akademískra starfsmanna tekur 180 daga. Hvernig er ferlið teiknað upp?. Hverjir taka þátt? Hvaða ákvarðandi eru teknar? Það er oft hrikalega erfitt að teikna um ferli og átta sig á hvað fer virkilega fram. Hvað er verið að gera og hvernig er það gert? Hægt er að teikna allt fyrirtækið sem einn feril og undir honum er fullt af ferlum. Hvenær eru hlutirnir kerfi? Síminn okkar er eitt kerfi, þjóðfélagið er eitt kerfi. Allt snýst um að ná yfirsýninni. Guðmundur sagði frá þýskum háskóla sem er búinn að teikna upp allan skólann sem einn allsherjar feril. Allt er einfaldað til að fá yfirsýn. Hægt er að sjá hver gerir hvað, hver er ábyrgðaraðili/eigandi. Það skiptir svo miklu að fá yfirsýn um hvað fer fram. Þetta snýst um að koma lýsingu á hvað er verið að gera. Einnig var verið að gera umsóknarferli um dvalarleyfi.
Benedikt Rúnarsson, Míla er í eigu Skipta og var stofnað í apríl 2007. Landsmenn tengjast allir Mílu. Benedikt hefur lokið 2 prófum í gegnum Boston University og Duke University. www.corpedgroup.com Míla hefur einfaldað alla sína ferla mjög mikið því þeim þykir mikilvægt að þetta sé skemmtilegt fyrir starfsfólkið. Þetta eru eins og verklagsreglur fyrir starfsmenn, ef þetta gerist þá geri ég þetta. Benedikt sýndi dæmi um ferli sem tekur á pöntun frá viðskiptavini, hún er rýnd. Markmiðið er líka að sitja ekki uppi með einn starfsmann sem teppir þekkinguna. Ef viðkomandi er í fríi á að vera auðvelt að gera hlutina. Aðalatriði er að ferlarnir virka. Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum kerfið. Ferlahandbókin lítur þannig út að hún er flokkuð niður a deildir. Núna eru allir ferlar birtir en markmiðið er að birta einungis samþykkta ferla. Allir ferlarnir eru sýnilegir öllum starfsmönnum.
UT kerfin eiga að styðja við ferlið en ferlið ekki við UT kerfin. Almennar reglur um rýni ferla hjá Mílu: eftir innleiðingu þá er fylgst með ferlinu fyrsta mánuðinn. Sameiginlegt verkefni eiganda ferils og ferlastjóra. Séu ekki sjáanlegir hnökrar skal ferillinn rýndur eftir 1 mánuð og svo 3 mánuði. Eins einfalt og hægt er, það er það sem öllu máli skiptir í ferlum.Frítt tæki á netinu: bisaci eða viso.
Það var fjölmenni á fyrsta fundi Lean faghópsins þegar Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi hélt kynningu á grunnatriðum Lean í HR í morgun. Hátt í 90 manns mættu og var afar ánægjulegt að sjá hversu mikinn áhuga málefnið vakti, sérstaklega í ljósi þess að þetta er fjórða árið í röð sem Þórunn heldur kynningu um þetta efni í upphafi vetrar á vegum Lean faghópsins. Farið var yfir hugmyndafræðina í stuttu máli, s.s. að allir í fyrirtækinu leitist markvisst að því að eyða sóun og skapa það virði sem viðskiptavinurinn vill, ferlin eru notuð til stöðlunar og markvisst sé leitað að umbótatækifærum í þeim, mikilvægi stöðugra umbóta með virkri þátttöku allra starfsmanna en ekki bara stjórnenda og allt skipulag og öll ferli séu byggð upp á ,,pull í staðin fyrir ,,push þannig að vörurnar eða þjónustan er toguð út úr ferlunum í staðin fyrir að verið sé að þrýsta þeim áfram með tilheyrandi sóun. Þá var farið yfir nokkrar helstu aðferðirnar sem fyrirtæki hér á landi eru að nota og dæmi tekin um árangur sem náðst hefur með þessari hugmynda - og aðferðafræði. Gefinn var góður rómur af kynningunni sem samanstóð af glærum, spjalli og svo skemmtilegum leik í lokin. Þetta var hressileg byrjun á starfsemi Lean faghópsins í vetur og eru allir hvattir til að mæta á næsta viðburð hópsins í Orkuveitunni þann 15. Okt kl. 08:30.
Nýr faghópur stofnaður um heilsueflandi vinnuumhverfi
Stofnaður hefur verið nýr faghópur um „Heilsueflandi vinnuumhverfi“.
Formaður faghópsins er Hildur Friðriksdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Proactive
Aðrir stjórnendur: Alda Ásgeirsdóttir, Sameinaði Lífeyrissjóðurinn og Svava Jónsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Proactive.
Áhugasamir aðilar í stjórn faghópsins eru beðnir að hafa samband við formann hópsins hildur@proactive.is og/eða framkvæmdastjóra Stjórnvísi gunnhildur@stjornvisi.is
Til að skrá í stjórn faghópsins og fylgjast með áhugaverðum fundum http://stjornvisi.is/hopur/heilsueflandi-vinnuumhverfi
Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun vinnuverndar og heilsueflandi vinnustaða.
Markmið
Að vera vettvangur fræðslu, umræðna og tengslanets um heilbrigt vinnuumhverfi, heilsueflandi stjórnun og lýðheilsu, með áherslu á alla þætti á vinnustað sem hafa áhrif á andlega og líkamlega líðan starfsfólks.
Hvað er Faghópur á heilsueflandi vinnuumhverfi
Heilsuefling á vinnustað er nútímaleg stjórnunaraðferð sem miðar að því að efla heilbrigði og vellíðan starfsfólks og koma í veg fyrir vinnutengt heilsutjón og vanlíðan. Heilsuefling á vinnustað er sameiginlegt átak vinnuveitenda, starfsmanna og þjóðfélagsins til að bæta heilsu og líðan. Með heilsueflandi vinnuumhverfi er átt við allt það sem hefur áhrif á líðan starfsfólks í vinnu, eins og til dæmis samspil starfsmanna og stjórnenda, streitustjórnun, starfsþróun, umbun og félagslegan stuðning, mataræði, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.
Hvernig starfar hópurinn
Fundir eru oftast með því sniði að fyrirlesari er fenginn til að fjalla um afmarkað efni og í kjölfarið eru fyrirspurnir og umræður. Hópurinn vinnur einnig með öðrum faghópum.
Fyrir hvern
Allir sem hafa áhuga á stjórnun og vilja stefna að því að auka vellíðan fólks á vinnustað eiga erindi í þennan hóp til þess að fræðast, deila reynslusögum og útvíkka tengslanet sitt. Nefna má til dæmis mannauðsstjóra, framkvæmdastjóra, millistjórnendur, vinnusálfræðinga, lýðheilsufræðinga, næringarfræðinga, þjónustufulltrúa í vinnuvernd, heilbrigðisstarfsfólk, íþróttafræðinga og er þá ekki allt upp talið.
Erla Jóna Einarsdóttir gæða- og öryggisstjóri Ölgerðarinnar tók vel á móti Stjórnvísifélögum í Ölgerðinni á fundi á vegum faghóps um ISO og var bekkurinn vel setinn.
Erla útskýrði á greinargóðan hátt sögu Ölgerðinnar varðandi vottun samkvæmt ISO 9001:2008staðli. Ákveðið var frá byrjun að vottunin skildi ná yfir vöruþjónustu, framleiðslu, innflutning, sölu, dreifingu og þjónustu við viðskiptavini. Í meðfylgjandi glærum af fundinum má sjá þessa áhugaverðu vottunarsögu, áskoranir og tækifæri sem komu upp á leiðinni.
Hér má sjá myndir af fyrirlesara fundarins
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.746233322111287.1073741932.110576835676942&type=1
Lausnir og búnaður til sjálfvirknivæðingar
Heildarlausn, frá hönnun til gangsetningar
Samey hefur í yfir 25 ár aðstoðað fjölda fyrirtækja til lands og sjávar á farsælan og árangursríkan hátt við að auka framleiðni og rekstrarhagkvæmni með skilvirkum sjálfvirknilausnum.
Við bjóðum heildarlausnir, sniðnar að þínum þörfum, allt frá hönnun til gangsetningar. Við byggjum skilvirkar, notendavænar lausnir og veitum úrvals þjónustu.
Einnig bjóðum við íhluti í sjálfvirknikerfi og til iðnrekstrar frá heimsþekktum framleiðendum, hraðabreyta, mælinema, iðntölvur, skjái og þjarka svo eitthvað sé nefnt.
Gæðakerfi Sameyjar er samkvæmt ISO 9001:2008 staðli og vottað af BSI.
Hópbílar hf. var stofnað árið 1995 og hefur það að markmiði að bjóða upp á nýjar og nýlegar hópbifreiðar með öllum helstu þægindum og öryggi. Með því stuðla Hópbílar að minni mengun. Nýir bílar gefa frá sér aðeins brot af þeim óæskilega útblæstri sem kemur frá gömlum hópbifreiðum. Helstu verkefni Hópbíla hf. eru tengd ferðaþjónustu og öllum þeim sem vilja ferðast, fyrirtækjum sem og einstaklingum. Einnig sjá Hópbílar hf. um skólaakstur fyrir Hafnarfjarðarbæ og akstur fatlaðra undir nafninu Aksturþjónusta Hópbíla. Þar að auki sjá Hópbílar um allan akstur fyrir starfsmenn Alcan.
Einkunnarorð okkar eru ÖRYGGI, UMHVERFIÐ, HAGUR og ÞÆGINDI.
ÖRYGGI er fólgið í nokkrum veigamiklum þáttum. Það eru öryggisbelti í hverju sæti í öllum okkar bílum. Öryggismyndband er sýnt fyrir brottför. Allir bílarnir eru settir á negld vetrardekk á hverju hausti, auk þess sem keðjur og annar vetrarbúnaður er yfirfarinn. Og síðast en ekki síst má nefna að allir bílarnir fara í reglubundið eftirlit á verkstæðinu okkar.
UMHVERFISMÁL eru mikilvægur þáttur stefnumörkun Hópbíla. Því höfum við innleitt vottað umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við alþjóðastaðalinn ISO-14001. Hópbílar aka einnig á Bíódísil sem mengar minna og smyr mun betur en venjuleg dísilolía.
ÞÆGINDI eru okkur mikið metnaðarmál. Innleiðing á öryggisstjórnun samkvæmt OHSAS 18001 er í fullum gangi. Allir bílarnir eru vel útbúnir og leggjum við áherslu á góða og þægilega framkomu bílstjóranna okkar. Þeir eru allir einkennisklæddir og veita alla mögulega aðstoð. DVD tæki eru í öllum bílunum og hægt er að fá bíla með karaoke og fistölvutengingu. Einnig er hægt að samtengja hljóðnemakerfi fimm bíla, þannig að einn leiðsögumaður getur talað í fimm bílum samtímis.
HAGUR þinn felst í því að Hópbílar leitast við að veita þér bestu þjónustu á hagstæðasta verði sem mögulegt er.