Á fundi faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi var fjallað um heilsueflingu í bæjarfélagi þar sem markmiðið er að efla heilsu og líðan. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, lýðheilsufræðingur fór yfir að hver og einn ber ábyrgð á eigin heilsu og það er mikið hægt að gera í umhverfinu okkar. Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur að vera hluti af hóp. Kjarninn er að skoða nýjar leiðir þ.e. skoða þau með lýðheilsugleraugum. Að vinna með bæjarfélögum á að geta tekist vel. Reykjavík er brotin upp í 7 einingar og hægt að vinna í hverri einingu fyrir sig. Sigríður vann með Mosfellsbæ að heilbrigðara samfélagi. Sem dæmi sást í mælingu að í bænum er drukkið meira gos en í öðrum bæjarfélögum í kraganum. Í framhaldi var farið í átak að hvetja íbúa til að drekka meira vatn í stað þess að drekka gos. Sigríður sagði frá ráðstefnu sem hún fór á nýlega í Bandaríkjunum varðandi heilsueflingu. Eflingin hófst þar með fyrirtækjaheilsu, þar er fólki greitt fyrir að hreyfa sig sem hefur ekki varanleg áhrif þ.e. það festist ekki í menningunni. Sigríður sagði fór ótrúlega flottum fyrirlestri Dan Buettner þar sem fyrirlesarinn fjallaði um hvar fólk lifir lengst eða réttara sagt án sjúkdóma. Hvar eru þessi samfélög? Í Sardiníu á Ítalíu, Micoya í Costa Rica, Ikaria í Grikklandi, Lomo Linda í Californiu og Okinawa í Japan. Þessir staðir eiga það sameiginlegt að þar eru ekki skyndibitastaðir og nánd fólks er mikil. Fólk á þessum stöðum hefur fundið tilgang sinn í lífinu. Það er auðvelt að segjast ætla að verða heilsueflandi samfélag en erfitt að fylgja eftir aðgerðarlista. Mikilvægast eins og áður sagði er að vera hluti af hóp (samskipti, trú, fjölskyldan), hreyfing (eðlileg hreyfing), tilgangur, hugleiðsla (hver er þinn tilgangur? Hvíld hugans), Skynsamleg næring (borðaðu mat, 80% reglan, alkahól í hófi). Hvatt er til að kirkjur séu meira opnar t.d. fyrir jóga, hugleiðslur, tónleika o.fl. Mikilvægt er að standa upp reglulega yfir daginn, hreyfa sig á brettinu í ræktinni.
Helga Kristjánsdóttir, leikskólastjóri á Sunnuhvoli gaf okkur innsýn inn í heilsuefandi leikskóla og áhrif þess á starfsemina. Helga ólst upp við heilbrigðan lífsstíl og hreyfing er hluti af hennar lífi. Hún syndir og gengur. Helga vill standa fyrir að borða hollt og stunda hreyfingu. Helga hefur hafragraut, lýsi og ávexti á morgnana. Að vera leikskólastjóri krefst þess að vera leiðandi í mörgu. Árið 2012 byrjaði Helga að lesa fag sem heitir heilbrigði og uppeldi. Þar fékk hún verkfæri til að vinna út frá. Dagur í leikskóla er mjög skipulagður, með skipulagningu og útsjónarsemi hugsaði Helga með sér að hægt yrði að finna glufu til að gera eitthvað fyrir starfsmenn er varðaði hreyfingu. Starfsmenn á leikskóla eru grunnur á plani og þurfa að vera vel á sig komnir andlega og líkamlega. Í hádegi leggjast allir til hvílu, eldri börnin leggjast niður og yngri börn leggja sig. Lesin eru ævintýri sem þeim finnst skemmtileg og í þessum aðstæðum frá 11:30-13:00 er frekar rólegur tími. Sett var verkefni í gang sem fólst í að hver starfsmaður fékk 30 mínútur í hreyfingu og 30 mínútur í hvíld einu sinni í viku. Mikilvægt var að alltaf fara a.m.k. 2 saman í hvert skipti. Það var afskaplega hvetjandi að fá þennan auka hálftíma því hann var vel nýttur.