Fréttir og pistlar

Nýtt í Stjórnvísi: Meniga ehf

Meniga ehf. er ört vaxandi íslenskt fyrirtæki sem er leiðandi á heimsvísu í þróun og sölu á heimilisfjármála- og netbankalausnum og afleiddum gagnavörum. Meniga rekur þrjár skrifstofur, í Reykjavík, Kringlunni 5, í London, One Canada Square, Canary Wharf, og Stokkhólmi, Olofsgatan 10. Höfuðstöðvar Meniga eru á Íslandi og þar er einnig þróunarmiðstöð fyrirtækisins. Sölu- og markaðsstarfi Meniga er stýrt frá London með stuðningi frá starfsmönnum Stokkhólmsskrifstofunnar. Hluti af hugbúnaðarþróun Meniga fer fram á skrifstofu fyritækisins í Stokkhólmi.

Starfsmenn Meniga eru með margvíslega reynslu og þekkingu af heimilisfjármálum og tæknilausnum á fjármálasviði. Að auki reiðir Meniga sig á ýmsa verktaka, ráðgjafa, samstafsaðila og velunnara.

Nýtt í Stjórnvísi:Carbon Recycling International

Carbon Recycling International (CRI) is the world leader in power to methanol technology. We produce renewable methanol from carbon dioxide, hydrogen, and electricity for energy storage, fuel applications, and efficiency enhancement. We are a technology provider to the power generation and industrial production industries. Our solutions are environmentally friendly and do not impact the food chain or land use.

Nýtt í Stjórnvísi: HB Grandi hf.

HB Grandi hf. er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á Íslandi. Félagið á sér langa sögu og býr að mikilli reynslu og þekkingu á nýtingu auðlinda og framleiðslu sjávarafurða sem endurspeglast í öllu starfi þess. Lögð er rík áhersla á háþróaða tækni við veiðar og vinnslu og stöðuga þróun framleiðslunnar. Fyrirtækið framleiðir verðmætar afurðir úr ferskum fiski sem aflað er úr hafinu við Ísland. Virðing fyrir umhverfinu og lífríki sjávar er grundvöllur starfsemi HB Granda og lögð er áhersla á góða umgengni um auðlindina og ábyrgar fiskveiðar svo komandi kynslóðir geti notið hennar áfram. HB Grandi leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð enda hefur það ætíð verið metnaður fyrirtækisins að öll starfsemi þess endurspegli ábyrgð gagnvart auðlindum sjávar og samfélaginu.

HB Grandi stundar veiðar og vinnslu á botn- og uppsjávarfiski. Hjá fyrirtækinu eru unnin um 950 ársverk til sjós og lands. Afurðirnar eru seldar um allan heim en helstu markaðir eru í Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku og Afríku.
HB Grandi er með samþættan rekstur veiða, vinnslu og markaðssetningar sem stuðlar að skilvirkari framleiðslu og tryggir óhefta leið aflans til kaupanda. Auðvelt er að rekja slóð afurðanna frá afhendingu alla leið aftur til sjávar. Lykillinn að velgengni fyrirtækisins felst í framúrskarandi starfsfólki á sjó og landi sem leggur sig fram við að skila gæðavörum til kaupenda og neytenda.

Nýtt í Stjórnvísi: Gljúfrasteinn

Gljúfrasteinn var reistur árið 1945 og arkitekt hússins var Ágúst Pálsson. Ósk Halldórs var að húsið yrði sveitalegt en samt nútímalegt og laust við allt tildur. Bílskúr, þar sem nú er móttökuhús safnsins, var byggður við húsið og þótti mikil nýlunda í Mosfellssveit á sinni tíð. Ekki síður þótti það sérstakt þegar sundlaug var byggð í garðinum um 1960.

Oft var gestkvæmt á Gljúfrasteini. Þangað komu iðulega erlendir þjóðhöfðingjar á leið til Þingvalla og á fimmta áratugnum voru haldnir tónleikar í stofunni þar sem heimsþekktir listamenn léku fyrir boðsgesti.

Mikill fjöldi listaverka setur sterkan svip á heimilið, meðal annars eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Jóhannes Kjarval og danska málarann Asger Jorn. Einnig gefur þar að líta útsaumsmyndir eftir Auði Laxness sem var annáluð hannyrðakona. Húsgögn og innanstokksmunir eru þeir sömu og í tíð Halldórs og Auðar.

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi var haldinn í Nauthól í dag.

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi var haldinn í góða veðrinu í dag í Nauthól. Fundurinn var með breyttu sniði frá fyrri árum og var nýju starfsári startað af krafti. Farið var yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, vettvangur skapaðist fyrir stjórnir faghópana til að sameinast um viðburði og rýnt var í helstu áskoranir faghópastarfsins.
Fyrir fundinn voru allir faghópar búnir að senda inn drög að dagskrá vetrarins og er stefnt að því að kynna dagskrána fyrir félögum Stjórnvísi þann 3.september nk.

Á annað hundrað manns mættu á fyrsta Lean-fund vetrarins í morgun.

Á annað hundrað manns mættu á fyrsta fund vetrarins sem haldinn var í Eimskip í morgun á vegum Lean faghóps Stjórnvísi. Formaður faghópsins Kamilla bauð fundargesti velkomna, kynnti spennandi dagskrá faghópsins í vetur og sýndi glæsilegt myndband af sögu Eimskipa. Fyrirlesarinn Þórunn M. Óðinsdóttir kynnti á sinn einstaka hressilega hátt hugmyndafræði Lean. Í Lean er viðskiptavinurinn alltaf í fyrsta sæti. Starfsmenn skilgreina hvaða vöru eða þjónustu er verið að veita? Ferlahugsun er einstaklega skýr. Heildarferlið er tekið, unnið er að stöðlun, sérfræðingarnir innan fyrirtækisins sem vinna vinnuna eru þeir sem staðla. Unnið er að stöðugum umbótum. Þórunn tók dæmi frá Nóa Síríus þar sem unnin hafa verið mörg góð umbótarverkefni. Í Lean eru stöðugar umbætur, ekkert er komið til að vera. Það er eðlilegt að vera stöðugt að þróa. Umbætur eru tvenns konar; ómarkvissar og hins vegar markvissar.
Í Lean er þátttaka allra starfsmanna virkjuð. Þórunn nefndi að í Alcoa er 20% alls tíma starfsmanna varið í þjálfun og umbætur. Starfsmenn er hvattir til að spyrja stöðugt: „Af hverju eru hlutirnir gerðir svona?“ Þegar þeirri stemningu er náð verða stöðugar umbætur. Þórunn tók dæmi um prenthylki. Gott er að setja miða á síðasta prenthylkið þar sem stendur „panta 10 stk. prenthylki“. Þar með er ferlið orðið virkt og alltaf öruggt að til séu prenthylki. Hringtorg eru dæmi um aðstæður þar sem hægt er að taka ákvörðun um hvort ég ætla að keyra eða ekki. Það gera umferðaljós hins vegar ekki, þar fer maður keyrir einfaldlega áfram þegar ljósin skiptast. Á okkar vinnustöðum eru fullt af umferðaljósum. Þórunn kynnti sjö tegundir sóunar: 1. Bið (skoða hvar eru biðtímar og minnka þá) 2. Gallar 3. Hreyfing 4. Flutningur 5. Offramleiðsla 6. Birgðir 7.Vinnsla. Stundum er rætt um áttundu tegundina sem er sóun á mannauðs en hún er í raun inn í öllum hinum sjö tegundum sóunar. Í Lean fyrirtækjum aðstoða allir alla og óhætt er fyrir starfsmenn að viðurkenna að þeir kunni ekki ákveðna hluti eða þurfi aðstoð. Í Lean fyrirtækjum er ætlast til að gerð séu mistök, umbótaverkefni geta ekki öll heppnast. En af hverju er Lean hugmyndafræðin svona vinsæl? Vegna þess að viðskiptavinurinn fær það sem hann bað um, starfsmenn og stjórnendur fá notið sín og allt hefur þetta jákvæð áhrif á heildarafkomuna

Aðalfundur, Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining, 24. ág. 2015

Faghópur Stjórnvísis um Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu

Aðalfundur faghópsins verður mánudaginn 24. ágúst 2015, kl. 08:30-10:00. Fundarstaður verður að Eiðistorgi 15, 170 Seltjarnes, í húsnæði Stjórnvísis, (Innovation House, 3.hæð). Allt áhugafólk er hvatt til að mæta.

Efnisskrá:

1) 08:30. Formaður bíður alla velkoma.

2) 08:35. Stutt erindi; Óskilvirkni rekstrarhagræðingar og innleiðingar.
(Hluti af stærra námskeiði)

3) 09:00. Aðalfundur og skipulag faghópsins haust 2015 og vor 2016

i. Kosning formanns og fimm til sjö nefndarmanna.

ii. Viðburði verða þrír að hausti og fjórir að vori.

4) 09:20. Viðburðir, haust 2015 og vor 2016. - áætlun -

i. 24. sept., kl. 08:30-10:00, Háskóli Íslands

ii. 23. okt., kl. 08:30-10:00, Kostnaðarúrreikningar.

iii. 19. nóv., kl. 08:30-100:00, upplýsingar síðar

iv. 18. febr. 2016, upplýsingar síðar

v. 17. mars, upplýsingar síðar

vi. 21. apríl, upplýsingar síðar

vii. 20. maí, upplýsingar síðar

Það er svo hægt að færa til daga eftir því sem þarf. 

5) 09:50. Önnur mál.

Auka stofnfundur þriðjud. 25. ágúst 2015

Góðan daginn,

Aukastofnfundur faghóps Stjórnvísis um Virðismat og virðismatstækni verður haldinn þriðjudaginn 25. ágúst 2015, kl. 08:30-10:00. Fundarstaður verður að Eiðistorgi 15, 170 Seltjarnes, í húsnæði Stjórnvísis, (Innovation House, 3.hæð).

Þau ykkar sem hafa áhuga að starfa í stjórninni og/eða undirbúa fundi og/eða viðburði, eru hvött til að mæta, þar sem liður nr. 4 á dagskránni er að kjósa stjórn o.fl.. Mjög gott er að hafa 5 til 7 manna stjórn, þannig að sem flest sjónarmið komist að og að vinnuálag dreifist einnig sem best.

Ekkert mál að senda inn tillögur að viðburðum fyrirfram eða koma með þær á stofnfundinn.
Hér má sjá nánari upplýsingar um faghópinn:
http://www.stjornvisi.is/hopur/virdismat-og-virdismatstaekni

Dagskrá:
Hefst kl. 08:30

1) kl. 08:30. Kynning og markmið með faghópnum.

2) kl. 08:45. Stuttur fyrirlestur um - Valuation techniques - Einar Guðbjartsson, dósent.

3) kl. 09:15. Kaffi og kökur (hvet fundargesti að koma með smá nesti, t.d. kleinur o.þ.h.)

4) kl. 09:15. Skipan í stjórn og starfið framundan.

 a. Kjósa formann og fimm til sjö stjórnarmenn. 
 b. Viðburðir, t.d. skipuleggja þrjá viðburði á haustönn og fjóra á vorönn.

i. 29. sept., kl. 08:30-10:00, upplýsigar síðar

ii. 27. okt., kl. 08:30-10:00, upplýsigar síðar

iii. 24. nóv., kl. 08:30-100:00, upplýsigar síðar

iv. 23. febr. 2016, upplýsigar síðar

v. 29. mars, upplýsigar síðar

vi. 26. apríl, upplýsigar síðar

vii. 24. maí, upplýsigar síðar

5) Önnur mál.

Kveðja

Einar

Selika ráðgjöf - nýtt í Stjórnvísi

Sérþekking Selika er viðskiptagreind
Selika býður stjórnunarmiðaða viðskiptagreindarráðgjöf og hjálpar þér að skara fram úr þegar kemur að nýtingu gagna til ákvarðanatöku.

Selika getur aðstoðað þitt fyrirtæki við m.a. þarfagreiningu, innleiðingu, stefnumótun, árangursmælingar, þjálfun og ferli fyrir notendur og rekstur.

http://www.selika.is/

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn 27.ágúst nk. í Nauthól kl.16:00-17:30.

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn 27.ágúst nk. í Nauthól kl.16:00-17:30.

Tilgangur fundarins er að starta nýju starfsári af krafti. Farið verður yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt verður í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár enn öflugra en þau síðustu.

Mikilvægt er að senda drög að dagskrá faghópanna til framkvæmdastjóra Stjórnvísi gunnhildur@stjornvisi.is fyrir 23.ágúst. Þegar allir hópar eru búnir að senda inn dagskrána verður hún sameinuð í eitt skjal og send út til ykkar allra fyrir fundinn þann 27.ágúst nk.
Stefnt er að því að senda út drög að dagskrá haustsins til félaga þann 3.september.

Hlökkum til að sjá ykkur og njótið sumarsins!

Stjórn Stjórnvísi.

Hverra samspil er innri markaðssetning?

Í morgun héldu faghópar um mannauðsstjórnun og þjónustu-og markaðsstjórnun fjölmennan fund í N1. Elín Helga frá Hvíta húsinu auglýsingastofunni hóf fyrirlesturinn á að ræða um innri markaðssetningu einkamál markaðsdeildar? Hverra samspil er innri markaðssetning? Þetta eru aðferðir ytri markaðssetningar notaðar á starfsfólk, ekki ytri viðskiptavini. Í ytri markaðssetningu eru upplýsingum oft ýtt að fólki „push“ t.d. með dagblaðaauglýsingum.
Verið er að sækjast eftir virkni eða helgun starfsmanna „engagement“. Rannsókn sem gerð var 2013 á 200 þúsund starfsmönnum mældi ENPS (engagement) en það er svipuð mæling og á NPS sem mælir viðskiptavini. „Hversu líklegur ertu til að mæla með fyrirtækinu við viðskiptavini þína? Virkni starfsmanna minnkar því neðar sem þeir eru í skipuritinu. Allir starfsmenn þurfa að vera meðvitaðir um hvers vegna þeir eru að mæta í vinnuna á morgnana, því nær sem starfsmaður er viðskiptavini því lægra ENPS. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir þjónustufyrirtæk, því þau aðgreina sig á þjónustunni. Þjónustufyrirtæki eru stanslaust að selja þjónustu eða viðmót.
Þjónustuþríhyrningurinn er kominn frá Kotler Stjórnendur-starfsfólk-viðskiptavinir. Loforð eru gefin í ytri markaðssetningu, loforð eru efnd með samskiptum, í innri markaðssetningu kemur hæfnin til að standa við loforðin.
En hvernig verður innri markaðssetning árangursríkari en hún er. 1. Gera markaðsmálin að samskiptamálum, ekki einhliða upplýsingagjöf; fyrirlestur, lestur, hljóð og mynd, sýnikennsla, samtalshópar, æfa sig, nýta þekkinguna strax.
Áhrifaríkast: 1.Hópfundir, heimsókn stjórnenda, starfsmannaráðstefnur, bréf til starfmanna, innra net, plaköt. 2. Vinna með stjórnendum í að miðla og virkja starfsmenn. Stjórnendur eru ábyrgir fyrir miðlun til sinna starfsmanna. Gera þarf stjórnendur ábyrga fyrir virkni starfsmanna sinna (ENPS). Stjórnendur þurfa að hjálpa starfsmönnum að virkja starfsmenn. Lean virkar vel, starfað í litlum hópum, samtal þar sem allir fá að tjá sig, hvað er að ganga vel hvað getum við gert betur, hvaða hlutverki gegni ég? 3. Nota þau verkfæri og ferla sem fyrir eru t.d. vefurinn. Fyrirtæki eru með töflufundi, nota það sem er til. 4. Láta mælikvarðana nær starfsfólki. Finnst fólki það geta haft áhrif á mælikvarðana? Hversu oft er mælt. Best er að bæla NPS fyrir hvern hóp fyrir sig, ekki allt fyrirtækið í einu. Mæla a.m.k. fjórum sinnum á ári. Innri markaðssetningar er því ekki einkamál markaðsstjórans. Mannauðsdeild hefur áhrif á virði vörumerkisins með því að undirbúa og þjálfa stjórnendur sem síðan virkja starfsmenn í að efna loforðin. Mannauðsdeild þarf því að þekkja markmið markaðsdeildar, hver aðgreining vörumerkisins er. Þá verður þríhyrningurinn: Markaðs-og mannauðsmál-viðskiptavinir-starfsfólk Láta starfsmenn koma með lausnina að vandamálum, ekki gefa þeim lausnina. Vinna þarf í teymum og stöðugt að innbótum.
Þá tók við Díana Dögg Víglundsdóttir. N1 stendur í þeirri áskorun, hvernig ná eigi til allra starfsmanna. N1 vill koma sömu skilaboðum til allra starfsmanna. Áður fyrr var notaður innri vefurinn fyrir starfsmenn. Innri vefurinn var allt of einhliða því öll skilaboð komu frá yfirstjórn. Markmið N1 var að allir starfsmenn fengju rödd, gætu komið með skilaboð. Starfsmenn fengju rödd og boðleiðir yrðu styttar. Markmiðið var að stytta boðleiðir, skapa skemmtilegt umhverfi fyrir starfsmenn, sameina starfsmenn á einum stað, nær hvort öðru.
Starfsfólk N1 er mikilvægasti markhópurinn, ef starfsmenn fá ekki réttar upplýsingar er öruggt að viðskiptavinurinn fær þær ekki. En hvað er samfélagsmiðaður innri vefur? Það er vefur sem leyfir öllum að tjá sig, gagnvirkur vefur, vefur þar sem umræðan stýrir því sem er mikilvægt ekki bara yfirstjórn, vefur sem sýnir hvað er að gerast. Notendainnskráningin var tengd við kennitölu, aðgangurinn er virkjaður um leið og viðkomandi byrjar, leiðin er brothætt en þarna inni er ekkert sem ekki má koma fyrir augu almennings. Starfsmenn eru ekki allir með netfang en þeir komast inn á sinni kennitölu. Þegar komið er inn á vefinn geta allir skrifað hvað sem þeim dettur í hug á vefinn. Hægt er að deila með öllum og hrósi er deilt með öllum. Vefurinn er orðinn miklu virkari. Hægt er að festa viðburð efst ef ósk er um að hann sé alltaf það fyrsta sem allir sjá. Hjá N1 liggur ábyrgðin á innri vefnum hjá starfsmannasviði, vefstjórn, markaðssviði og starfsmannafélaginu. Hægt væri að virkja miklu meiri fjölda og fyrir starfsmannafundi út á landi. Vefurinn var opnaður í janúar og þróunin er sú að heimsóknir eru allt upp í 7000 á mánuði. Mest skoðuðu síðurnar eru matseðillinn, ferðir, viðburðir, starfsmaðurinn, um N1, Allir viðburðir eru inn á síðunni og þú getur bókað þig þar. Á innri vef sést alltaf hver á afmæli, þar eru listar „hnappur“ og fólk getur skráð sig. En fólki fannst þetta ekki nægilega persónulegt. Hægt er að setja myndir inn á vefinn tengdum viðburðum. Hver og einn á sinn prófíl og getur sett þar inn eitthvað persónulegt um sjálfan sig. Ekki er enn búið að ákveða hvernig ánægja verður mæld með vefinn nema í árlegri viðhorfskönnun.

Lean innleiðing hjá Skeljungi

Skeljungur tók á móti Stjórnvísifélögum þann 20.maí kl.16:00-17:30 og var boðið upp á glæsilegar veitingar. Valgeir Baldursson forstjóri Skeljungs og Lilja Erla Jónasdóttir verkefnastjóri kynntu lean í rekstri Skeljungs, hvernig þau tóku fyrstu skrefin í átt að lean, hvernig þau hafa nálgast innleiðinguna og hverjar eru þeirra helstu hindranir og áskoranir.

Stjórnarskiptafundur á UNO 20.maí sl.

Miðvikudaginn 20.maí sl. var haldinn stjórnarskiptafundur Stjórnvísi á loftinu í UNO, Hafnarstræti 1-3. Sú áhugaverða og skemmtilega venja hefur myndast að bjóða formönnum allra faghópa til fundarins. Markmið fundarins sem er veglegri en allir aðrir stjórnarfundir er að þakka fyrir vel unnið starf, gleðjast og kynnast betur. Einstaklega vel var mætt á fundinn sem var eftirminnilegur og einstaklega skemmtilegur, sagðar sögur og slegið á létta strengi.

Ný stjórn kosin á aðalfundi Stjórnvísi í dag.

Aðalfundur Stjórnvísi var haldinn í dag í Nauthól.
Ný stjórn var kosin fyrir næsta starfsár.
Formaður Stjórnvísi 2015-2016 er Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi. Nótt hefur setið í stjórn Stjórnvísi í 3 ár, tvö ár sem aðalmaður og eitt ár sem varamaður.

Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára 2014-2016 í aðalstjórn Stjórnvísi:

  1. Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans, Háskólanum í Reykjavík.
  2. Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Innnes
  3. Halldór Kr. Jónsson, sölu-og markaðsstjóri hjá ISS

Í aðalstjórn til næstu tveggja ára 2015-2017 voru kosin:

  1. Áslaug D. Benónýsdóttir, verkefnastjóri gæða-, umhverfis- og öryggismála hjá Gámaþjónustunni.
  2. Sigurjón Þórðarson, stjórnunarráðgjafi hjá Hagvangi.
  3. Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi, eigandi Intra ráðgjafar slf.

Í varastjórn til eins árs 2015-2016

  1. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.
  2. Maríanna Magnúsdóttir, deildarstjóri viðskiptaferla VÍS.

Kosið var í fagráð félagsins til eins árs 2015-2016:

Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins
Einar S. Einarsson, markaðs-og þjónustustjóri Landsnets.
Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði við HR.
Jón G. Hauksson, framkvæmdastjóri Frjálsrar verslunar.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun.

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til eins árs 2015-2016:

María Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Mentor.
Runólfur Birgisson, fjármálastjóri Tryggingastofnunar ríkisins.

Einnig voru samþykktar siðareglur félagsins og nýtt útlit kynnt.

Stofnfundur faghóps um Virðismat & Virðismatstækni, í dag, 18. maí, kl 17.

Góðan daginn,

Vil minna á stofnfundinn í dag, 18. maí, sem haldinn verður að Eiðistorgi 15, 2. hæð (Innovation House), kl. 17:00. Nú hafa 16 aðilar skráð sig í hópinn. Æskilegt er að stjórn faghópsins verði fimm til sjö, til þess að dreifa vinnuálagi.

kveðja
Einar

Ný stjórn faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi

Á aðalfundi faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi, sem haldinn var í húsnæði Íslandspósts, Stórhfða 29, hinn 12. maí 2015 gaf fráfarandi formaður ekki kost á sér aftur í formannsembættið. Nýr formaður var kjörinn, Jóhann Friðrik Friðriksson lýðheilsufræðingur. Úr stjórn gekk Jóhanna Briem og eru henni þökkuð góð störf í þágu félagsins. Þrír nýir stjórnarmeðlimir bættust í hópinn.

Nýja stjórn skipa:
Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur, Bewell
Alda Ásgeirsdóttir, lýðheilsufræðingur, VIRK Starfsendurhæfingarsjóði
Friðþóra Arna Sigfúsdóttir, fræðslustjóri, Íslandspósti
Hildur Friðriksdóttir, mannauðsráðgjafi, ProActive Ráðgjöf og fræðslu
Rakel Eva Sævarsdóttir hagfræðingur og meistaranemi í HÍ
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga
Svava Jónsdóttir, heilsu- og mannauðsráðgjafi, ProActive Ráðgjöf og fræðslu

Fyrsti stjórnarfundur var haldinn að loknum aðalfundi. Stefnt er á að næsti stjórnarfundur haldinn í maílok þar sem lagðar verða línur fyrir næsta starfsár.

Breytingastjórnun í Kjörís: Breytingar eru að veigra sér ekki við að taka þátt og hafa áhrif.

Faghópur um breytingastjórnun hélt áhugaverðan fund í Innovation House í morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss sagði okkur söguna af því hvað var gert og fór yfir þann lærdóm sem dreginn var af breyingaferlinu. Árið 1991 ákvað stjórn Kjörís að sameina alla starfsemi fyrirtækisins í Hveragerði og flytja því söludeild og skrifstofuhald austur fyrir fjall. Enginn starfsmaður vildi flytja úr Reykjavík austur þannig að ráða þurfti nýtt fólk í stað þeirra sem áður höfðu starfað í Reykjavík.
Einhverjir myndu segja að þetta væri óðs manns æði en útkoman varð ein besta ákvörðun sem tekin hefur verið í Kjörís. Hafsteinn stofnandi Kjöríss bauð öllum sveigjanlegan vinnutíma. Þetta var því mikil áskorun því allt í einu stóð fyrirtækið uppi með enga söludeild né skrifstofu. Það var því ekkert annað í stöðunni en að auglýsa 10 stöður sem var vítamínssprauta fyrir fólkið á staðnum. Breytingin var því gríðarlega mikilvæg fyrir Hveragerði, Selfoss og nágrenni.
Breytingar eru að veigra sér ekki við að taka þátt og hafa áhrif. Annað hvort breytumst við eða okkur verður breytt. Það er betra að breyta sér en láta aðra gera það. það er afskaplega erfitt að breyta kúltúr og sumir vilja alls ekki breytast.
Guðrún tók dæmi um nýtt tölvukerfi, það kostar bæði mikla peninga og gríðarlegar áskoranir varðandi breytingar.
Málið er hvernig við skrúfum hausinn á okkur á morgnana. það er gott að vera hræddur og yfirstíga það. Maður þarf að hugsa hvað er það versta sem getur gerst? Yfirleitt er það ekkert svo slæmt.
“If you always do what you’ve always done, you’ll always get what you’ve always got.”

Einstaklega áhugaverður fundur um birgjamat í innkaupum hjá Landsvirkjun.

Sigurður Björnsson forstöðumaður innkaupa hjá Landsvirkjun, bauð Stjórnvísifélögum til sín þann 7 maí og var efni fundarins umfjöllun um birgjamat. Yfir 60 manns mættu á fundinn. Sigurður fór yfir af hverju verið er að spá í innkaupastýringu. Þar kemur inn áhættustýring og aukið gagnsæi í flóknum aðfangakeðjum. Landsvirkjun vill að birgjar sem þeir skipta við geti afhent vörur þegar á þarf að halda. Orðstír og vörumerki skipta Landsvirkjun einnig miklu máli. Birgjaskráin e yfirgripsmikil eða um 5000 birgjar og pantað var frá 2000 birgjum í fyrra.
Einnig var áhugaverð kynning frá Klaus Kræmer sem starfar hjá Achilles sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í mati á birgjum með sérstöku birgjamatskerfi. Að lokum var stutt kynning á siðareglum birgja sem Landsvirkjun er að innleiða og má sjá þær á facebook Stjórnvísi.

Aðalfundur Stjórnvísi 2015 verður haldinn í Nauthól þann 6.maí kl.15:30- 17:00.

  1. maí 2015 · 15:30 - 17:00
    Aðalfundur Stjórnvísi 2015
    Nauthóll
    Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík
    Stjórvísisviðburður
    Aðalfundur Stjórnvísi 2015 verður haldinn í Nauthól þann 6.maí kl.15:30- 17:00.

Eftirfarandi hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2015-2016 en frestur til framboðs rann út þann 29.apríl.

Til formanns: Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi. Nótt hefur setið í stjórn Stjórnvísi í 3 ár, tvö ár sem aðalmaður og eitt ár sem varamaður.

Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:

  1. Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans, Háskólanum í Reykjavík.
  2. Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Innnes
  3. Halldór Kr. Jónsson, sölu-og markaðsstjóri hjá ISS

Önnur framboð í aðalstjórn og varastjórn sem kosið verður um á aðlafundi eru:
Áslaug D. Benónýsdóttir, verkefnastjóri gæða-, umhverfis- og öryggismála hjá Gámaþjónustunni.
Hermann Jónsson, fræðslustjóri Advania.
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.
Maríanna Magnúsdóttir, deildarstjóri viðskiptaferla VÍS.
Sigurjón Þórðarson, stjórnunarráðgjafi hjá Hagvangi.
Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi hjá Intra, er varamaður í stjórn.

skv.6. gr. félagsreglna Stjórnvísi.
Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins ár í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar.

Allir félagsmenn eiga kost á að bjóða sig fram til formanns og í stjórn. Framboð til formanns og í stjórn skulu skv. lögum félagsins hafa borist í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund þ.e. 29.apríl 2015. Þeir, sem áhuga hafa á að bjóða sig fram, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það í pósti til gunnhildur@stjornvisi eða stjornvisi@stjornvisi.is

Kosið verður í fagráð félagsins en fagráð 2014-2015 skipa eftirtaldir:
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins
Einar S. Einarsson, markaðs-og þjónustustjóri Landsnets.
Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði við HR.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun.
Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Gerum betur.

Einnig verða bornar upp til samþykktar siðareglur félagsins sem sendar voru öllum félögum til yfirlestar og bárust fjölmargar athugasemdir.

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
  8. Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
  9. Kjör fagráðs.
  10. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  11. Önnur mál.

Nauthóll Bistró

Nauthóll
Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík

Aðalfundur ISO og stjórnkerfi áhættustjórnunar samkvæmt ISO 31000

Aðalfundur ISO og stjórnkerfi áhættustjórnunar samkvæmt ISO 31000 - Almenn áhættustýring samkvæmt staðl
Í dag var haldinn aðalfundur ISO sem Áslaug Benónýsdóttir stýrði. Áslaug fór yfir dagskrá vetrarins sem var yfirgripsmikil og kosin var ný stjórn. Áslaug óskaði eftir hugmyndum að efni fyrir næsta starfsár og komu fram áhugaverðar hugmyndir m.a. um stöðlun staðlanna, auðvelda notkun staðlanna t.d. fyrir byggingastjóra, hvernig er hægt að aðstoða minni verktaka, verið er að þýða 27002, tilefni til að fjalla um þá og tenginguna við 9001. Í framhaldi af aðalfundinum hélt Guðjón Viðar Valdimarsson hjá Stika erindi um stjórnkerfi áhættustjórnunar samkvæmt ISO 31000 - Almenn áhættustýring samkvæmt staðli.Áhættugreining er veigamikill hluti í rekstrarumhverfi fyrirtækja og hluti af ákvarðanatöku á flestum sviðum. Uppsetning stjórnkerfis fyrir stjórnun áhættu (Risk management framework) þarf að vera yfir gagnrýni hafið og besta leiðin til þess er að fylgja almennt viðurkenndum stöðlum um áhættustjórnun.
ISO 31000 staðalinn (ISO 31000:2009, Risk management - Principles and guidelines), er almennt viðurkenndur sem staðall fyrir stjórnun áhættu. Þessi staðall tilgreinir hugtök, leiðbeiningar um vinnuferli og ferla til að setja upp og viðhalda stjórnkerfi fyrir áhættustýringu.
Notkun ISO 31000 getur hjálpað fyrirtækjum að auka líkur þess að ná markmiðum sínum, bæta greiningu á tækifærum og áhættum og nota auðlindir sínar til að stjórna áhættu á skilvirkan hátt. ISO 31000 er ekki vottunarstaðall en gefur leiðbeiningar um skipulagningu innri og ytri endurskoðunaráætlunar. Fyrirtæki sem nota staðalinn geta metið stjórnun sinnar áhættu við alþjóðlega viðurkenndan staðal og þannig notið þeirra kosta sem traustar og viðurkenndar vinnureglur leiða af sér.
Guðjón Viðar Valdimarsson (CIA,CFSA, CISA) er faggiltur innri endurskoðandi og hefur starfað við ráðgjöf og innri endurskoðun í langan tíma. Lesa má nánar um reynslu Guðjóns hér á eftirfarandi vefslóð:https://is.linkedin.com/in/gudjonvidarvaldimarsson
Ráðgjöf vegna uppsetningar á stjórnkerfi áhættustýringar samkvæmt ISO 31000 hefur aukist mjög verulega undanfarin ár en á sama tíma hafa kröfur til forms áhættustýringa aukist. Ráðgjöf vegna uppsetningar eða úttektir á því sviði hafa oft á tímum fjallað um að taka alla þætti áhættustýringar í notkun þannig að stjórnkerfi áhættu nýtist fyrirtækjum og stofnunum sem best.
STJÓRNUN ÁHÆTTU SAMKVÆMT ISO 31000
Í fyrirlestrinum fjallaði Guðjón um:
• Hugtök , forsendur og almenna aðferðafræði áhættustjórnunar.
• Hlutverk aðila : stjórnar, stjórnenda, innri endurskoðunar og áhættustýringardeilda.
• Staðla og regluverk varðandi áhættustjórnun.
• Ferli áhættustjórnunar, mat viðskiptalegra markmiða og áhættu sem að þeim steðja

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?