Faghópur um markþjálfun hélt áhugaverðan fund í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Fyrirlesararnir voru tveir þau Harald Arnesen og Anna María Þorvaldsdóttir. Harald Arnesen er alþjóðlega vottaður PCC markþjálfi frá International Coach Federation (ICF). Harald er einn af stofnendum ICF Norge Chapter í Noregi og gegndi hann formannsstöðu í 4 ár og situr nú í stjórn félagsins. Harald hefur mikla reynslu m.a. af innanhúss markþjálfun en hann stofnaði og stýrir innanhúss markþjálfunardeild Tine sem er eitt stærsta fyrirtæki í Noregi. Harald hefur mikla reynslu í stjórnendaþjálfun og hefur hann stýrt fjölda hópa og haldið vinnustofur á alþjóðlegum vettvangi í markþjálfun og stjórnendaþjálfun. Anna María er alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi frá International Coach Federation (ICF) og hefur starfað í mörg ár sem stjórnendamarkþjálfi. Anna María starfar í dag sem mannauðsstjóri hjá LNS Saga og er í samstarfi við Carpe Diem. Anna María hefur stýrt hópum í stefnumótun og haldið fyrirlestra um gæðastjórnun í fyrirtækjum og hvernig stjórnendur geti nýtt sér aðferðafræði markþjálfunar til að verða betri stjórnendur. Anna María hefur starfað með fjölda félagasamtaka m.a. félagi markþjálfa á Íslandi og er nú í stjórn ICF Norge. Anna María er nýflutt heim frá Osló í Noregi þar sem hún aflaði sér reynslu í mannauðsstjórnun og vann hún m.a. sem mannauðsstjóri og sinnti stjórnendamarkþjálfun þar í landi. Anna María brennur fyrir að nýta aðferðafræði markþjálfunar og gæðastjórnunar til að byggja upp gæðastjórnendur og einstaklinga þar sem hún hefur yfir áratuga reynslu í mannauðs- og gæðastjórnun í íslenskum fyrirtækjum.
Annar María og Harald héldu fyrirlesturinn í spjallformi. Þau sögðu að munurinn væri mikill milli Noregs og Íslands. Í gær var ICF Iceland stofnað og það er gæðastimpill að vera með þá vottun. Í Noregi þar sem eru markþjálfar innan fyrirtækja eru þeir ekki nýttir til að þjálfa forstjóra eða yfirstjórn. Áhugavert var að heyra af fyrri reynslu Harls Arnesen; his previous jobs or background as a leader is: accounting manager, financial manage, financial and accounting director and internal accountant. Today he is a coach. Árið 2005 var fagið fyrst kynnt á Íslandi og í dag eru 280 útskrifaðir úr skólum á Íslandi. Mikið hefur gerst á þessum 10 árum og meðvitundin ummarkþjálfun hefur aukist. Markþjálfunin gengur út á að ná því besta út úr einstaklingnum.
Í Noregi leita kaupendur eftir PCC vottuðum markþjálfum. Þar eru þrír skólar sem mennta til PCC vottunar. Þar eru 3 stig vottunar, ACC, PCC og MCC. Í Noregi er sérhæfing, innri og ytri markþjálfun. Þar prófa forstjórar oft fyrst markþjálfann áður en hann er ráðinn.. Í Noregi er auðveldara að hafa innri markþjálfara því fyrirtækin eru svo stór.
ICF is the biggest in the world about 200 offices in the world. Most of the coaches have ACC. Several schools in Norway are proved by ICF and are teaching coaching f.eks. CTY, Ericson and Adler. In Iceland there is only one coach with MCC, none with PCC but lot of coaches with ACC. Endurnýja þarf vottunina á þriggja ár fresti.