Fréttir og pistlar

Nýtt ár, nýjar áskoranir. Hvað er framundan?

 Framtíðin, framtíðir og framtíðalæsi

Áhuga- og fagfólk tengt framtíðarmálefnum (framtíðarfræði) hefur bent á áhugaverðar vefslóðir, viðburði og uppsprettur um framtíðarviðfangsefni nú um áramótin.

 Meðfylgjandi er meðal annars, samantekt Adriana Hoyos, frá Harvard háskóla og Jerome Glenn, frá Millennium Project.

 Einnig er rétt að benda á áhugaverðar bækur sem komu út hér á landi á síðasta ári sem fjalla á einn eða annan hátt um framtíðartengd málefni:

  • Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson
  • Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason
  • Ísland 2052 - Svipmyndir úr framtíðinni. Smásögur eftir 25 höfunda um hvernig Ísland getur þróast, til góðs eða ills, á næstu 30 árum. Ritstjórn Hjörtur Smárason.
  • Skjáskot eftir Berg Ebba

Framagreindur efniviður eykur framtíðalæsi

Framtíðalæsi hefur verið skilgreint; sem geta (færni) við að nýta ákveðna ímynd framtíðar í dag. Þar að segja greina og meta framtíðaráskoranir, tækifæri og ógnanir. Ef áhugi er á að fræðast enn frekar um framtíðalæsi, þá er bent á vefslóð UNESCO um framtíðalæsi, og vefslóðina á bókina Transforming the future: anticipation in the 21 st century

 Gleðilegt nýtt ár og gleðilega framtíð, hún er björt, kær kveðja, Karl Friðriksson

 Gott er að byrja yfirferðina á 99 jákvæðum fréttum.

 Við viljum einnig benda sérstaklega á vefslóð vettvangsins Millennium Project. Faghópur þessa vettvangs er starfandi hér á landi. Vettvangurinn sett fram nýlega myndbandi um hvernig hægt er að nota hluta af vefslóðinni á hagnýttan hátt, sjá hér.

Efniviðurinn sem vitnað er til hér að framan er verulegur og því nauðsynlegt að kynna sér hann í bitum. Njótið

Gleðilegt nýtt ár 2020!

Stjórnvísi nýr umsjónaraðili verkefnisins “Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum"

Stjórnvísi hefur tekið við sem umsjónaraðili verkefnisins Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.
Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum er verkefni sem byrjaði formlega 25. maí 2010. Verkefnið var samstarfsverkefni Nasdaq á Íslandi, Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands. Dr. Eyþór Ívar Jónsson útfærði verkefnið og sá um framkvæmd. Árið 2016 voru Nasdaq á Íslandi og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti ábyrg fyrir verkefninu en vegna breytinga á Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti var ákveðið að fá Stjórnvísi til þess að sjá um utanumhald verkefnisins.

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi, segir að það sé ánægjulegt að fá Stjórnvísi sem umsjónaraðila verkefnisins enda hafi Stjórnvísi sannað sig sem öflugur vettvangur fyrir ýmsar viðurkenningar fyrir atvinnulífið. Jafnframt vill Magnús þakka Dr. Eyþóri fyrir mikið frumkvöðlastarf í þágu góðra stjórnarhátta á Íslandi og að hafa verið hugmyndafræðingurinn og drifkrafturinn í verkefninu Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum frá upphafi. „Ég veit að Eyþór mun ennþá láta að sér kveða á þessum vettvangi sem framkvæmdastjóri StjórnarAkademíunnar.“ Jafnframt segir Magnús: „Nasdaq á Íslandi vill enn sem áður leggja áherslu á að hvetja fyrirtæki til þess að huga að góðum stjórnarháttum á Íslandi. Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hefur sannað sig sem áhrifaríkt tæki í þeirri vegferð.“

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi, telur að Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum falli vel að stefnu og framtíðarsýn félagsins því innan Stjórvísi er faghópur með yfir 400 félagsmenn um góða stjórnarhætti.

Framkvæmdastjóri Stjórnvísi, Gunnhildur Arnardóttir, segist vera stolt með að Stjórnvísi hafi verið falið umsjá verkefnisins Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum. Hlúð verður að verkefninu hjá Stjórnvísi, enda mikilvægt að umræðunni um góða stjórnarhætti sé haldið á lofti og fyrirtæki hvött til þess að gera stöðugt betur þegar kemur að stjórnarháttum.

Módelið og endurmatsferlið sem notað er til grundvallar við mat á Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum var þróað af Dr. Eyþór Ívar Jónssyni út frá Leiðbeiningum um góða stjórnarhætti fyrirtækja og með hliðsjón af rannsóknum á góðum stjórnarháttum í samstarfi við erlenda fræðimenn. Módelið sem nefnt hefur verið stjórnarháttademanturinn og ferlið til viðurkenningar var samþykkt af samstarfsaðilum verkefnisins.

Módelið felur í sér skoðun á fimm meginþáttum: Skipulagi, hlutverki, ferli, starfsháttum og stjórnarmönnum.
Viðurkenndir úttektaraðilar (Advance, Capacent, Deloitte, Ernst & Young, Expectus, KPMG, PWC, Logos, StjórnarAkademían og BOG) sjá um gera úttektir byggðar á endurmatsferlinu og umsjónaraðili verkefnisins, sem núna er Stjórnvísi, hefur það hlutverk að fara yfir úttektir og meta að þær séu unnar í samræmi við kröfur verkefnisins.   

Eftirfarandi fyrirtæki hafa fengið viðurkenningu:

Mannvit hf: 2012, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Stefnir hf: 2012, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Landsbréf hf: 2013, 2014, 2015, 2016
Íslandspóstur ohf: 2013, 2014, 2015
Icelandair hf: 2012, 2013
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.: 2013, 2014, 2015, 2016, 2019
Íslandssjóðir hf: 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018
Íslandsbanki hf: 2014, 2015, 2016, 2017, 2018
Advania hf: 2014, 2015
Advania Norden hf: 2015, 2016, 2017, 2018
VÍS hf: 2014, 2015, 2016, 2017
Greiðsluveitan ehf: 2014, 2015, 2016, 2017
Borgun hf: 2014
Fjarskipti hf: 2014, 2015, 2016, 2017
Sýn hf: 2018, 2019
Landsbankinn hf: 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Nýherji hf: 2015, 2016, 2017
Tryggingamiðstöðin hf: 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Síminn hf: 2015
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf: 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Arion Banki hf: 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Marel hf: 2015, 2016, 2017, 2018
Reiknistofa bankanna hf: 2015, 2016, 2017, 2018
Reitir hf: 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Eik fasteignafélag hf: 2016, 2017, 2018, 2019
Isavia ohf: 2017, 2018, 2019
Kvika hf: 2018, 2019
Vörður hf: 2019

Samspil núvitundar, stjórnunar og nýsköpunar.

Stjórnvísifélagar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir fengu að hlýða á Vin Harris frumkvöðul og nútvitunarkennara sem var kominn til Íslands á vegum Hugleiðslu og friðarmiðstöðvarinnar til að deila reynslu sinni af iðkun núvitunar.  Það var Guðný Káradóttir sem kynnti Vin Harris í Nýsköpunarmiðstöð Íslands á síðasta fundi starfsársins föstudaginn þrettánda desember. 

Vin Harris sagði að í núvitund væri jmikilvægt að róa hugann og skoða hvernig okkur líður. Hvað erum við að hugsa, hvernig líður okkur?  Mikilvægt er að þrýsta ekki á neitt heldur skilja hvernig okkur líður.  Við erum að skilja hvað gerist hjá okkur þegar eitthvað annað er að gerast, hvernig erum við að bregðast við?  Við erum sífellt að segja okkur sögur af því hvernig við ættum að vera.  Mikilvægt er að spjalla alltaf við sjálfan sig eins og hvern annan góðan vin, ekki vera of dómhörð við okkur sjálf. 

Andardrátturinn er alltaf með okkur, það er allt annar andardráttur í dag en var í gær eða verður á morgun.  Í núvitund er verið að skoða í huganum hvað er að gerast hér og nú.  Eitt mikilvægasta sem manneskja getur gert fyrir sjálfa sig er að breyta um tón hvernig hún talar við sig.  Talaðu í fallegum, rólegum góðum tón við sjálfan þig. Fólk þarf að æfa sig í að vera með sjálfu sér.   Í núvitund byrjarðu að bera ábyrgð á eigin tilfinningum.  Það eru milljónir hluta að gerast þarna úti og þú getur einungis valið um örfáa þeirra.  Ef þú heyrir t.d. fullt af hljóðum og þau angra þig þá er mikilvægt að hlusta á hljóð og leyfa þeim að koma.  Þá breytist oft hjá mörgum að hljóðin hætta að fara í taugarnar á þeim og þá hefur heilinn breyst.

Hvernig er hægt að nýta LinkedIn?

Í dag var haldinn viðburður á vegum nokkurra faghópa Stjórnvísi í Háskólanum í Reykjavík.  Viðburðinum var streymt á facebooksíðu Stjórnvísi og er hægt að nálgast hann þar.  Í erindi sínu fór Jón Gunnar lauslega yfir samfélagsmiðlabyltinguna sem átt hefur sér stað undanfarinn áratug, hvernig LinkedIn er notað, hvernig megi stilla upp "profile" á miðlinum, hvað beri að hafa í huga, hvað varast og fleiri þætti sem tengjast notkun hans. Að erindi loknu voru umræður, Ósk Heiða forstöðumaður markaðsmála hjá Póstinum, Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir og Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafar hjá Hagvangi tóku þátt í umræðum og greindu frá sinni reynslu í tengslum við deilingu á þekkingu, ráðningar og starfsleit.

 

Hvað hafa reynsluboltarnir lært og eru að miðla áfram?

Fundinum var streymt og má nálgast streymið á facebooksíðu Stjórnvísi.  Pétur og Marianna fóru til Hartford, Connecticut í október til að vera með erindi á ráðstefnunni The Northeast Lean Conference, sem haldin er af þekkingar- og ráðgjafafyrirtækinu GBMP. Þessi ráðstefna er ein af virtustu Lean ráðstefnum sem haldin er í Ameríku og mörg erindi voru áhugaverð. Þema ráðstefnunnar var “Total employee engagement – engaging hearts and minds” en eins og heitið gefur til kynna þá snýst Lean um að þróa fólk.

Marianna sagði að ráðstefnan hefði snúist um fólk.  Lean var framleiðslumiðað en er nú meira þjónustumiðað og nú er það nýjasta að lean snýst um fólk.  Allt snýst loksins um menningu.  Vegferðir snúast um lærdóm.  Grunnurinn í lean er að hjálpa og það er í lagi að vera auðmjúkur í lærdómsferlinu.  Maríanna spurði Stjórnvísifélaga að svara: „Hvernig er góður leiðtogi“?  Ýmis svör komu eins og „Hvetjandi, fyrirmynd, er til staðar, skapar umgjörðina, virkjar fólk, hlusta, ber virðingu, skapar vettvang þar sem má gera mistök og ríkir traust, þróar fólkið.  Marianna sagði að það að vera leiðtogi væri ekki háð titli.  Allir eru leiðtogar og bera vonandi virðingu fyrir hvorir öðrum.  En hvernig er hægt að skapa rými þar sem allir eru leiðtogar, virkja hugvit allra?.  Mikið var rætt um ráðningarferli á ráðstefnunni því lean snýst um fólk.  Hvernig er verið að ráða inn; eftir menntun, hæfni, karakter, karisma.  „Hire for Character, Train for Skill“.  Mikilvægt er að manneskjan sem er ráðin passi inn í þá menningu sem er til staðar.  Varðandi menningu þá er mikilvægt að vinnustaðir þekki sína menningu.  Á ráðstefnunni var verið að lemja niður múra og veggi.  Mannauður er það sem skiptir öllu máli.  Tvö fyrirtæki eru með allt það sama til staðar en það sem sker úr um hvort nær samkeppnisforskoti er sú menning sem er til staðar.  Fyrirtæki eru oft rög við að fjárfesta í fólki en ekki við að fjárfesta í tækni.  Innleiðing á Íslandi hefur mest snúist um ferla að gera þá skilvirkari en megintilgangurinn er að þróa fólk.  Er einhver ótti til staðar?  Helgun í starfi þýðir að mæta með höfuð, hendur og ekki síst hjartað í vinnuna.   

Lean er inntak á hverjum einasta degi, ekki uppáskrifað frá lækni og sýndi Marianna skemmtilegar myndlíkingar sem fyrirlesarar tóku.  Lean snýst um að gera stöðugt betur í dag en í gær.  Eins og í öðru er til þroskamódel í Lean.  Mikilvægt er frá degi eitt að fjárfesta í menningu.  Þegar nýliðar koma inn í fyrirtæki þá eiga þeir að finna hvernig menningin er „Svona gerum við“.  Daglegi takturinn, töflufundirnir snúast ekki um töfluna sjálfa heldur samskiptin við töfluna, þetta snýst um að hver einasti aðili við töfluna sé leiðtogi.  Á ráðstefnunni voru allir sammála um og studdu við með rannsóknum að allt snýst þetta um fólk en hvernig á þá að gera hlutina?  Mikilvægt er að læra að sjá hvernig flæðið er í fyrirtækinu.  Er viðskiptavinurinn að fá það sem hann vill?  Ef ekki hvað er þá að? Hvað er í gangi? Nota daglega vettvanginn til að spyrja hvernig við getum stöðugt bætt okkur.  Þetta snýst aldrei um neitt annað en umhverfið og það er fólkið sjálft sem þekkir það best, hvernig kem ég hugmynd á framfæri?  Allt snýst því um árangur og samskipti.  Lærdómslykillinn er að koma saman á hverjum degi og læra eitthvað nýtt.  Hvar er fókusinn okkar?  Er hann á tólin eða er hann á fóllkið? 

Pétur fór yfir stöðuna á lean í dag skv. fyrirlestri Dr. Alan G. Robinsson. Er lean gölluð hugmyndafræði?  Eru geirar þar sem lean er ekki að ná fótfestu?  T.d. í menntageiranum, heilbrigðisgeiranum? Útgáfa Alan var sú að erfiðasta fólkið er langskólagengna fólkið sem er komið á þann stað að erfiðast er að ná í það.  Þegar verið er að tala um lean er verið að tala um Japani sem eru löngu dánir.  Í lok dags, alveg sama hvað þú gerir þá snýst þetta alltaf allt um fólk.  Mikilvægt er að allir í fyrirtækinu séu með, ekki einungis efsta lagið.  Hversu margar hugmyndir erum við með innleiddar pr. starfsmann á dag.  Marel og Össur mæla þetta og í framleiðslu þá skipta hugmyndir frá starfsmönnum öllu máli.  Þetta er frábær mælikvarði á hugmyndir frá starfsfólki.  Af hverju er ekki farið í alla starfsmenn þegar verið er að innleiða þekkingu.  Mannlegi fókusinn er það sem öllu máli skiptir í dag varðandi lean og flöskuhálsinn erum við sjálf, ekki virkja einungis höfuðið á öllum heldur hjartað. 

Pétur og Marianna báðu félaga í lokin um að ræða sín í milli hverjar væru helstu áskoranirnar á þeirra vinnustað.  Sem dæmi var eftirfarandi nefnt: Ná sama kúltúr í öllum deildum, stóra áskorunin er að hleypa starfsmanninum að, til að komast áfram þarf maður að fá stöðuhækkun og til að fá völdum þarftu að halda hlutunum að þér en í lean verðurðu miklu betri stjórnandi, talandi um sjálfan sig, þá er mikilvægt að fá þessa auðmýkt, opna á hana, mikilvægt með töflufundi er „samskipti“ – af hverju var allt þetta mannlega tekið út úr vinnunni?  Af hverju er ekki hægt að tala um hvernig við höfum það daglega? Ótti er eitt af því sem truflar okkur hvað mest.  Trúverðugleiki þarf að vera til staðar, það er hornsteinninn. Fólk finnur traustið í menningunni.  Fyrsta skrefið er að koma auga á áskoranirnar.  Hvað vantar til að vinna í gegnum hlutina? Hvað vantar þig til að allir gangi í takt?  Tími? Er það virði að fjárfesta í mannauðnum? Mikilvægt er að auglýsa hvað vel er gert, fagna sigrum.  Mikilvægt er að geta tekið á móti hrósi, vel gert! En fyrir hvað?  Mikilvægt er að veita sérsniðna endurgjöf,

 

Jólakveðja Stjórnvísi 2019

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, Ásdís Erla Jónsdóttir, Berglind Björk Hreinsdóttir, Guðjón Örn Helgason, Guðný Halla Hauksdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Ingi Björn Sigurðsson,  Jón Gunnar Borgþórsson, Kristján Geir Gunnarsson, Sigríður Harðardóttir 

Hvað er lífsörmögnun - er hægt að brenna út í lífinu?

Faghópur um mannauðsstjórnun í samstarfi við Kompás hélt í morgun einstaklega áhugaverðan fund í Háskólanum í Reykjavík þar sem fjallað var um hugtakið Lífs-örmögnun (Vital Exhaustion) sem er tiltölulega nýtt hugtak en það vísar til ákveðins ástands sem hefur þróast yfir lengri tíma.

Fyrirlesarinn Eygló Guðmundsdóttir, klínískur sálfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum sem hefur rannsakað örmögnun hefur skoðað tengingu áfalla og streitu sl. 20 ár.  Skilgreiningin á örmögnun er ástand sem hefur þróast eftir óeðlilega mikið álag yfir lengri tíma – nokkkurs skonar lífsörmögnun. Eygló fór að vinna á Heilsustofnuninni í Hveragerði þar sem hún vann við að flytja fyrirlestra um örmögnun. Hugtakið örmögnun er hins vegar ástand sem hefur þróast yfir lengri tíma og þarf alls ekki að tengjast starfi einstaklings.  Stundum er vinnan eini staðurinn sem fólki líður vel í og þess vegna er kulnun alls ekki bundin við starf.  Hjartalæknirinn Ad Appels skilgreindi lífsörmögnun sem ástand þar sem einstaklingurinn er ekki einungis að uppplifa óeðilega þreytu og dvínandi orku heldur hefur einnig einkenni depurðar sem lýsir sér sem þyngsli eða að vera gjörsamlega niðurslegin/n.  Upplifunin að vakna gjörsamlega búinn á því eða eins og valtari hafi keyrt yfir mann er einkennandi ástand örmögnunar. 

Það sem oft gleymist er tilfinningaleg örmögnun þ.e. ekkert er eftir á tanknum eða geyminum.  Stundum reynir fólk að hlaða inn á rafgeyminn.  Ef ekki eru komin líkamleg einkenni þá kemur heilaþoka.  Mjög margir milli 40 og 45 ára upplifa áunnin athyglisbrest x 200.  Eygló sagði rannsóknir hafa sýnt fram á samband hjarta-og æðasjúkdóma við stig örmögnunar.   Rannsókn Appels og Mulder sýndi að aukin einkenni örmögnunar juku líkur á hjartaáfallli í annars heilbrigðum einstaklingum um 150%. Eygló notar skimunarlista í 21 liðum 1. Ert þú oft þreyttur? 2. Áttu í erfiðleikum með að stofna? 3. Vaknar þú oft á nóttunni? 4. Finnst þér þú almennt vera veikburða? 5. Upplifir þú að þér verði lítið úr verki? 6. Finnst þér sem þú náir ekki að leysa hversdagsleg vandamál eins vel og áður? 7. Finnst þér sem þú sért innikróaður? 8. Hefur þér fundist þú vera vondaufari en áður? 9.Ég hef jafn mikla ánægju af kynlífi og áður 10. Hefur þú upplfiað vonleysistilfinningu? 11. Tekur það þig lengri tíma að ná tökum á erfiðleikum/vandamálum en fyrir ári? 12. Verður þú auðveldlegar pirruð/pirraður yfir smámunum en áður? 13. Líður þér eins og þú viljir gefast upp? 14. Mér líður vel 15. Líður þér eins og líkami þinn sé eins og tóm rafhlaða? 16. Kemur það fyrir að þú óskir þess að þú værir dáin/n? 17. Finnst þér sem þú ráðir ekki við lífskröfurnar? 18. Finnst þér þú vera döpur/dapur? 19. Langar þig stundum til að gráta? 20. Finnst þér þú vera útkeyrður og slitin þegar þú vankar? 21. Átt þú æ erfiðara með að einbeita þér lengi að sama hlutnum?

Rannsókn Eyglóar á foreldrum krabbameinssjúkra barna sýndi gríðarlega sterkt samband milli áfalla tengdum greiningu og veikindum barns og örmögnunar.   Áfall var fyrst skilgreint sem afleiðing atburðar sem myndi leiða til áberandi streitueinkenna hjá flestum einstaklingum. Bílslys, kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi, greining á lífshættulegum sjúkdómi og náttúuhamfarir eru dæmi um aðstæður sem flokkast undir áföll. 

Einkenni áfallastreitu tengjast aðstæðum áfalla og er gjarnan skipt í þrjá hópa: endurupplifanir, t.d. martaðir, hugsanir um atburði o.fl. …

 

 

 

 

Ómeðvituð hlutdrægni (Unconscious bias)

Mikill áhugi var fyrir fundi um ómeðvitaða hlutdrægni sem haldinn var fyrir fullum sal í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Mannsheilinn þróar ósjálfrátt með sér ákveðna velþóknun og vanþóknun sem hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Ómeðvituð hlutdrægni hefur áhrif á hegðun okkar, viðbrögð okkar, helgun okkar og þannig árangur okkar. Ef þessi ómeðvitaða hlutdrægni (unconscious bias) fer fram hjá okkur, eigum við á hættu að hugsa og haga okkur með hætti sem vanmetur og takmarkar okkur sjálf og aðra. Ef við hins vegar komum auga á þessa hlutdrægni og tökum á henni í daglegu starfi okkar með þeim ábendingum og aðferðum sem Guðrún Högnadóttir kynnti í dag, munum við skapa vinnustað þar sem allir geta notið sín og lagt sitt besta af mörkum. 

Stefnumótun Stjórnvísi 2020-2025 hafin

Í dag hófst fyrsta vinna í stefnumótun Stjórnvísi 2020-2025 á Grand Hótel.  Það voru 26 manns sem mættu á fundinn og í þeim hópi voru m.a. formenn faghópa, stjórnir faghópa, almennir félagsmenn og fólk sem þekkir ekki til Stjórnvísi.  Það var Fjóla María Ágústsdóttir sem leiddi vinnuna en hún er með MBA próf frá University of Stirling í Skotlandi, með alþjóðlega C vottun í verkefnastjórnun IPMA. Fjóla vann lengi sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent, rak eigið hönnunarfyrirtæki og var verkefnastjóri stórra samrunaverkefna innan stjórnsýslunnar. Verkefnastjóri og þjónustuhönnuður hjá Stafrænt Ísland og nú breytingastjóri stafrænnar þjónustu fyrir sveitarfélögin hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 
Aðferðafræðin sem Fjóla beitir felst í að hlusta vel á notandann og í framhaldi taka við aðgerðir. Þessi fyrsti fundur var því upphafið á þessari nálgun.  En hvers vegna þessi nálgun?  Með henni setur maður sig í spor annarra, afmarkar og skilgreinir, fær hugmyndir, þróar frumgerðir og prófar.  Í dag vorum við að hlusta á notandann, hvaða þarfir hann hefur.  Og margir halda mig sig, en þannig er raunveruleikinn alls ekki.  Notendarannsóknir skipta gríðarlega miklu máli og það hefur Goggle t.d. áttað sig vel á.  "Innovate or die".  Hóparnir í dag voru þrír á hverju borði voru spyrlar og ritari. 

Næstu skref:  Unnið verður úr miðunum, snertifletrinir dregnir fram og næsta skref er að það verður vinnustofa í janúar til að greina vandamálið út frá niðiurstöðunum.  Finna hvar tækifærin liggja.  Önnur vinnustofa verður í janúar og sú þriðja í febrúar. 

Temporary nature of migrant work: reality or myth?

Anna Wojtyńska, PhD hélt fyrirlestur  „Temporary nature of migrant work: reality or myth?“ þar sem hún fjallaði um pólska farandverkamenn á Íslandi, flutningamynstur þeirra og þá þætti sem hafa áhrif á ákvörðun einstaklinga um að koma til landsins, dvelja hér eða snúa til baka til Póllands. Hún tók sérstaklega fyrir flutninga sem hugsaðir eru til skamms tíma og hvernig sú hugmynd getur haft afleiðingar á aðlögun farandverkamanna á vinnumarkaðinum og í samfélaginu öllu.

Streymi frá viðburðinum er aðgengilegt á Facebook síðu Stjórnvísis.

Langar þig að byrja með hlaðvarp, er það mikið mál?

Í morgun fengu Stjórnvísifélagar að kynnast því hvaða tól og tæki þarf til að byrja með hlaðvarp og hvað skiptir máli. Faghópur um þjónustu- og markaðsstjórnun stóð að fundinum.  Óli Jóns hefur haldið úti Hlaðvarpi á Jóns í 3 ár. Hlaðvarpið hans sem er í viðtalsformi er tileinkað sölu og markaðsmálum. Óli hefur tekið viðtal við marga helstu sérfræðinga landsins í sölu- og markaðsmálum ásamt því að ræða við eigendur fyrirtækja um þeirra markaðsmál. Nú þegar er Óli búinn að setja um 70 þætti í loftið langar hann til að segja frá sinni reynslu í hlaðvarpsheiminum. Fundinum var streymt af facebooksíðu stjórnvísi og má nálgast þar.

Óli sagði breytingarnar hafa verið gríðarlegar í þessum málum á undanförnum þremur árum.  Þegar Óli tekur viðtal þarf hann yfirleitt að byrja á því að útskýra hvað hlaðvarp sé, þ.e. viðtal á Netinu.  Í 99% tilfella segir fólk “já” og þættirnir hans eru viðtalsþættir. Óli vill að fólkið sé í sínu náttúrulega umhverfi, hann mætir á staðinn. Stóri sigurinn var þegar aðilar eru farnir að hringja í hann og óska eftir viðtali.  Að fólki líði vel þar sem viðtalið er tekið skiptir máli.  Miklu máli skiptir líka að ekki bergmáli mikið.  Smáhljóð heyrast svo miklu meira í upptöku. “Data is everything” en Óli getur ekki séð hvort fólk hlustar á allan þáttinn.  Hann sér hins vegar hverjir kveikja á hverjum þætti, á hvaða aldri þeir eru, hvar í heiminum þeir eru staddir o.fl.  Hann notar Soundcloud til að fá þessar upplýsingar.

Allir þættir eru settir á facebook og það er svo margt hægt að gera í einum þætti.  Í kringum það eru sett kvót.  Þau nota kvót frá fólki eins og t.d. “það alveg peppaði mann í döðlur”.  Einnig er notað Instagram til að vekja athygli á þáttunum og  Óli byrjaður á Linkedin.  Það er allt í einu mikil breyting á Linkedin varðandi tryggð.  Helst myndi hann einnig vilja hafa allt sem blogg.  Óli sendi eitt sinn hljóðfælinn af einum þætti sem var tekin upp á ensku út í heim, hann kom til baka skrifaður á ensku fyrir 2.500kr, slík er tæknin orðin.   

Stjórnvísifélagar á sjó í morgun.

Sá einstaki viðburður gerðist í morgun að fundur á vegum faghóps um umhverfi og öryggi var haldinn á sjó.  Þvílík ró og fegurð að sitja í skólaskipinu Sæbjörgu á meðan skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna Hilmar Snorrason kynnti skipulag og starfsemi skólans. Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður 1985 en á árunum 1970-1985 fórust að meðaltali 18 manns á ári á sjó. 

Með því að hafa skólann í skipi er auðvelt að fara með hann hvert á land sem er.  Árið 1998 þegar Hvalfjarðargöngin opnuðu fékk Slysavarnarfélagið gömlu Akraborgina.  Skipið er í góðu lagi í dag en hefur ekki verið siglt síðan 2015.  Þessi skip sem skólinn á hefur verið siglt á 25 hafnir.  Kvennadeildir Slysavarnafélags Íslands hafa verið miklir boðberar varðandi forvarnir og fræðslu.  Á tímabilinu 1984-1997 fækkaði slysum niður í 8 á ári en árið 1986 var eitt af stærstu slysaárunum.  Lög um Slysavarnaskóla sjómanna voru sett 1991 og skv. þeim er það skylda að sjómenn fari í skólann.  Slys á sjómönnum hafa verið nokkuð tíð í gegnum árum.  Í dag kemst enginn á sjó án þess að hafa pappíra upp á að hann sé með alla pappíra í lagi. Slys á sjómönnum 1984-1997 voru á bilinu 400-631.  Í dag eru tilkynnt atvik í kringum 200 á ári og var meðaltalið 260 á árunum 1998-2018.   Taka þarf tillit til þess að sjómönnum hefur fækkað mjög mikið.  Í dag eru í kerfinu 6.000 kennitölur sjómanna.  Hagstofan hélt utan um fjöldann hér á árum áður en Samgöngustofa heldur utan um þetta í dag.  Fækkun slysa er meiri en fækkun sjómanna og ekki hafa orðið banaslys síðan í maí 2016.  Slysavarnaskóli Sjómanna kennir fjölda námskeiða á ári.  Nýir ungir einstaklingar eru undir verndarvæng annarra og þeir mega vera 180 daga á sjó án þess að hafa farið í skólann.  Flest slys verða fyrstu fimm árin á sjó og síðan eru það þeir elstu sem lenda í slysum. 

 Hilmar segir að það sé ekki hægt að útskrifast í öryggi og því mæta allir á eldvarnir, öryggismál, skyndishjálp o.fl.  Í dag er 5 ára endurmenntunarkrafa á sjómenn.  Skólinn kemur ákveðinni þekkingu til sjómanna en það eru þeir sem nýta hana.  Slysavarnarskóli sjómanna er í samstarfi við tryggingafélögin og hefur verið framkvæmt áhættumat. Meðalaldur sjómanna hefur farið hækkandi og var nefnt að nú eru hjartastuðtæki í 97% fiskiskipa.  Með nýjum skipum eru breytingar, aðbúnaðurinn hefur batnað mjög mikið og tæknin aukist til að gera störfin léttari.  Menn nota tæki miklu meira en áður.  Hilmar vonar að skólinn fái áfram að vera um borð í skipi og horfir nú til Herjólfs.  Hilmar nefndi að lokum að allt starfið í Slysavarnaskóla sjómanna er til þess að auka hæfni og getu sjómanna. 

Ný stjórn faghóps um upplýsingaöryggi.

Fjöldi Stjórnvísifélaga sýndi áhuga á að koma í stjórn faghóps um upplýsingaöryggi, allt afburðafólk. Úr varð stór og sterk stjórn sem endurspeglar vel fjölbreytilega þeirra vinnustaða sem áhuga sýndu.  Fyrsti fundur stjórnarinnar var á Kringlukránni í dag þar sem farið var yfir almennt fyrirkomulag og umboð stjórna Stjórnvísi, hlutverk stjórnar, kosningu formanns og næstu skref.

Stjórnina skipa þau Anna Kristín Kristinsdóttir upplýsingaöryggisstjóri Isavia sem jafnframt er formaður faghópsins, Arnar Freyr Guðmundsson Seðlabanka Íslands, Davíð Halldórsson KPMG, Ebenezer Þ. Böðvarsson Borgun, Hrefna Arnardóttir Advania, Jón Elías Þráinsson Landsneti, Kristín Ósk Hlynsdóttir Rannís, Margrét Kristín Helgadóttir Fiskistofu, Margrét Valdimarsdóttir Creditinfo og Margrét Valgerður Helgadóttir hjá Póstinum. 

Kynslóðastjórnun í takt við 4. iðnbyltinguna - Áskoranir á tímum margbreytileika

Faghópur um mannauðsstjórnun vekur athygli á ráðstefnu sem á erindi til allra sem koma að mannauðsmálum.

Kynslóðastjórnun í takt við 4. iðnbyltinguna

Áskoranir á tímum margbreytileika
21.nóvember, 2019 – Á GRAND HÓTEL
Heilsuvernd og Hagvangur

Ráðstefnan á erindi til mannauðsstjóra, stjórnenda skipulagsheilda og þeirra sem vilja auka árangur og eigin hæfni sem stjórnandi.

Boðið verður upp á áhugaverða dagskrá þar sem rætt verður m.a. um 4. iðbyltinguna, þróun starfa og kynslóðirnar á vinnumarkaðinum, niðurstöður alþjóðlegra rannsókna á hugmyndum og sýn kynslóðanna, væntingar og viðhorf þeirra til vinnu, heilsan og samanburður milli kynslóða, fræðsla og þjálfun til að viðhalda atvinnuhæfni starfsmanna og samkeppnishæfni fyrirtækja, yngri kynslóðirnar og breyttar áherslur í forystu árangursríkra fyrirtækja, aldursfordómar og ráðningar.

Á ráðstefnunni koma fram; Ægir Már Þórisson forstjóri Advania, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrasviðs Deloitte, Teitur Guðmundsson læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar, Andrés Guðmundsson mannauðsstjóri KPMG, Sigurbjörg R. Hjálmarsdóttir MS í Háskólanum á Bifröst, Geirlaug Jóhannesdóttir og Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafar hjá Hagvangi.

Ráðstefnustjóri er Hulda Bjarnadóttir, alþjóðasvið mannauðs hjá Marel.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu á vefsíðu Heilsuverndar

Vel heppnaður fyrsti faghópafundur um stafræna fræðslu var haldinn hjá Marel

Hrönn Jónsdóttir, CRM Online Writer hjá Marel, tók á móti okkur og kynnti fyrir okkur hvernig þau nálgast stafræna fræðslu fyrir þennan fjölbreytta hóp notanda við að læra á kerfi og ferli. Hjá Marel starfa rúmlega 6000 manns á heimsvísu og þar af eru um 2000 notendur af CRM kerfi Marel (Salesforce og ServiceMax - Custom relationship Management systems).

Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi í stafrænni fræðslu hjá Intellecta og formaður faghópsins, opnaði fyrsta viðburð faghópsins og kynnti stuttlega stafræna fræðslu og helstu kosti þess í dag. 

Það mættu rúmlega 40 manns á viðburðinn. Einnig er áhugavert fyrir okkur sem eru í stafrænni fræðslu að það voru að meðaltali rúmlega 20 netgestir að fylgjast með streyminu á meðan Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi streymdi beint á Facebook síðu Stjórnvísis. Hérna má sjá streymið af viðburðinum Facebook og nokkrar myndir fóru á viðburðinn á Facebook

Við hlökkum til að kynna næstu fundi faghópsins og ef þú hefur hugmynd af efni fyrir faghópinn, ekki hika við að senda okkur sem erum í stjórninni póst eða á steinunn@intellecta.is 

 

Jafnlaunavottun Hafnarfjarðarbæjar

Guðrún Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar bauð gestum í heimsókn í Hafnarhúsið við Strandgötu. Hún tók við stöðu mannauðsstjóra fyrir rúmu ári síðan og hefur síðan þá borið ábyrgð á að viðhalda og bæta jafnlaunakerfi sveitafélagsins. Hafnarfjarðarbær var fyrsta sveitafélagið sem hlaut jafnlaunavottun, sumarið 2017. 

Guðrún fjallaði um þau verkefni sem hún hefur tekist á við í sínu starfi og þær breytingar sem kerfið hefur farið í gegnum síðan hún fékk verkfnið í hendurnar. Miklar umræður sköpuðust í kringum mat á störfum og tengingu á Logib greiningu og Starfsmati sveitafélagana. 

Helstu verkefni á stefnuskrá Hafnarfjarðar um þessar mundir er að bæta og nútímavæða innviði og gera ferli straumlínulagaðri. 

Innkaupastjórnun Vodafone

Vodafone (Sýn hf) bauð vörustjórnunarhópnum (innkaup og birgðastýring) í heimsókn á dögunum. Það var vel mætt á viðburðinn og voru það þær Eydís Ýr Rosenkjær, deildarstjóri innkaupa og lagers, og Guðrún Gunnarsdóttir, aðfangastjóri hjá Vodafone, sem tóku á móti okkur í höfuðstöðvum fyrirtækisins. 

Eydís lýsti því hvernig innkaupum og birgðastýringu er háttað hjá Vodafone og hvaða ávinningi það skilaði fyrirtækinu að hafa miðlægan lager. Hún talaði einnig um kosti þess að vera með miðlægan flutning og getur verðmunur á tilboðum verð allt að 30-40%. Innkaupadeildin sér um innkaup á endabúnaði, farsímum og aukahlutum en fyrirtækið rekur 4 verslanir auk þess að vera með vefverslun. Mikið er lagt upp úr birgðanákvæmni og er allur lager bæði í vöruhúsi og verslunum talinn að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Unnið er eftir ákveðnum mælikvörðum, til að mynda lágmarksbirgðir, tíðni pantana, afskrifta og frávikum við talningar. Hún fór yfir gagnsemi þessara mælikvarða og útfærslu þeirra hjá Vodafone.

Guðrún Gunnarsdóttir fór yfir hvernig þeirra útboðsaðferðir og samningastjórnun í innkaupum skilar fyrirtækinu betri árangri. Þau framkvæma verðkannanir fyrir allt það sem er keypt m.a. vörur, þjónustu og ráðgjöf, bæði innanlands sem utan. Birgjamat er líka framkvæmt á mjög faglegan hátt en þau eru mismunandi eftir stærð og staðsetningu birgja. Einnig talaði hún um hvernig miðlæg innkaupastýring fyrir öll vörumerki félagsins hafi hjálpað þeim að ná fram fjárhagslegum sparnaði og hafi um leið aukið gæði og öryggi innkaupa. Samstæðan veltir rúmlega 22 milljörðum á ári en innkaup á vörum og þjónustu er ríflega helmingur þeirrar fjárhæðar og skiptir því hvert prósentustig sem sparað er gríðarlegu máli fyrir hagnað fyrirtækisins. Guðrún sagði frá því hvernig ráðgjöf við stjórnendur vegna tilboða og samninga kemur að gagni, skjalastýringu samninga og hvernig þau hafa með því náð að hámarka virði samninga. Þau eru með eigið samningastjórnunarkerfi sem heldur utan um alla samninga fyrirtækisins en yfir 5.000 samningar eru í gildi um kaup á vörum og þjónustu. Hún sagði einnig frá þeim ávinningi sem hlýst af samstarfi í innkaupum við Vodafone Group.

Til að sækja glærur frá fyrirlestrinum: Smellið hér!

Lean vegferð Hringrásar

Á morgunfundi á vegum faghóps um lean í morgun var það Daði Jóhannesson framkvæmdarstjóri Hringrásar sem tók á móti Stjórnvísifélögum og fór í gegnum þær endurbætur sem Hringrás hefur unnið að seinustu tvö ár er varða straumlínustjórnun endurvinnslunnar. Hringrás, áður Sindri og Sindrastál hefur safnað málmum til endurvinnslu í 30 ár og er elsta endurvinnslufyrirtæki landsins.  Safnað er efnum á 3 stöðum í kringum landið. Hringrás er stærsti söfnunaraðili notaðra raftækja á landinu.  Allt er flutt út því engin endurvinnsla er á Íslandi, hvorki í plasti eða pappír en stórar hugmyndir eru í Hveragerði.  Plast frá Íslandi fer til Hollands sem orkugjafi.  Hringrás kaupir efni til endurvinnslu, flytja efnið til söfnunarstöðva, flokka, vinna og pakka, flytja efnið til Evrópu og selja efni til endurvinnslu. Holland er framarlega í endurvinnslu sem og Svíþjóð.  Í fyrra voru flutt út 49000 tonn og þá kemur spurningin hvort eitthvað sé hægt að gera hér heima varðandi fótsporið. 

Hringrás er búið að vera að vinna með lean sl. tvö ár.  Árið 2017 fékk núverandi eigandi Gamma félagið sem veð fyrir skuldum og ákváðu að reyna að bjarga félaginu.  Skipt var um stjórnendur og höfðu nýir eigendur og stjórnendur enga reynslu úr sambærilegum rekstri.  Tækjabúnaður var í slæmu ástandi, sjóðstreymið mjög þungt, miklar birgðir af óunnu og óflokkuðu efni og leyfismál í ólestri. 

Varðandi lean innleiðinguna þá var byrjað á að fókusa á sóun og hvernig hægt væri að nýta lóðina betur. Ákveðið var að gera eitthvað lítið á hverjum degi og það fyrsta sem ráðist var á var flokkun. Hringrás hætti að urða dekk, keypti baggavél og fór að flytja dekkin út. Að ári liðnu var búið að rýma flokkunarsvæðið og byrjað að flokka. Eldvaranarveggir voru settir á milli hólfa; bílar, brotajárn o.fl.    Markmið var sett um að í lok árs 2019 yrði portið tómt og lóðin hrein.  Hjá Hringrás eru í dag í kringum 50 manns og það allra mikilvægasta er að innleiða lean kúltúrinn því eigendur og stjórnendur verða að vera með.  Ábatinn er sjáanlegur og búið að laga margt en gera má betur varðandi innleiðinguna. Lærdómurinn er sá að það sem hefur tekist vel er að 1. Allir starfsmenn hittast á slaginu 8 á morgnana, ræða hvernig gekk í gær, hvað á að gera í dag, hver eru vandamálin og hverju þarf að breyta.  2. Aðstoð frá ráðgjafa var mjög góð 3. Skrifstofan var sameinuð á einn stað og allir sitja saman í afgreiðslunni, allir geta tekið vigtina 4. Einföld og skýr markmið voru sett þ.e. mynd var hengd upp sem sýndi portið hreint (klára alla vinnu hvern dag áður en farið er heim)  5. Facebook – gekk vel í samskiptum.  Það sem ekki gekk eins vel var: 1. Hefðu átt að byrja á sjálfum (Japanir byrja t.d. á sjálfum sér) 2. Læra að sjá sóun í störfum sínum t.d. að byrja á sjálfum sér varðandi sóun, t.d. þegar farið er út að borða þá er tekin mynd á símann af kvittuninni og send beint á bókhaldið, hætta að senda bréfapóst o.fl. .  3. Viðurkenna að erfitt sé að breyta því hvernig fólk vinnur 4. Þjálfun, þjálfun, þjálfun.  Að lokum sagði Daði að það mikilvægasta af öllu væri að fá fólk með sér.  

 

 

Kynslóðastjórnun í takt við 4. iðnbyltinguna - Áskoranir á tímum margbreytileika

Faghópur um mannauðsstjórnun vekur athygli á ráðstefnu sem á erindi til allra sem koma að mannauðsmálum.

Kynslóðastjórnun í takt við 4. iðnbyltinguna

Áskoranir á tímum margbreytileika
21.nóvember, 2019 – Á GRAND HÓTEL
Heilsuvernd og Hagvangur

Eðli vinnumarkaðarins er að taka miklum breytingum sem rekja má til fjórðu iðnbyltingarinnar og kynslóðanna sem starfa á vinnumarkaðinum í dag. Sú staðreynd, að aldrei fyrr hafa eins margar kynslóðir verið starfandi á sama tíma á vinnumarkaðinum, örar tæknibreytingar og sjálfvirknivæðing, hefur í för með sér krefjandi áskoranir fyrir flest fyrirtæki og stjórnendur.

Hvernig komum við á móts við ólíkar væntingar og þarfir kynslóðanna til vinnu – og hvernig byggjum við jafnframt upp öfluga og sameinaða liðsheild sem skapar árangur? Er þörf á breyttum stjórnarháttum?

Sérhvert eitt okkar er mikilvægt en á sama tíma erum við mikilvæg sem heild. Því eru bestu teymin oft þau sem byggja á styrkleika allra kynslóða á vinnustaðnum. Við þurfum á hvort öðru að halda. Viska, reynsla og færni eldri kynslóðanna í bland við snerpu, innsýn og frumkvöðlasýn yngri kynslóðanna gæti verið lykillinn að árangri.

Hvað einkennir kynslóðirnar, hverjir eru styrkleikar þeirra, áherslur og þarfir, hvernig störfum við saman og hvernig nýtist sú vitneskja okkur til þess að viðhalda atvinnuhæfni (employability) og samkeppnishæfni fyrirtækisins á tíma fjórðu iðnbyltinarinnar?

Á ráðstefnunni verður leitast við að svara þessum spurningum og skýra hvernig hinar ólíku áherslur kynslóðanna megi nýta á jákvæðan hátt.

Með opnum huga og framsýni eru tækifærin óendaleg!

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu á vefsíðu Heilsuverndar

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?