Hvað hefur langlífi og góð heilsa með stjórnun að gera? Hvað segir "Blue zones" rannsóknin?

Faghópar um Heilsueflandii vinnuumhverfi og mannauðsstjórnun héldu í morgun fund sem fjallaði um “Lifum lengi, betur”.  Guðjón Svansson og Vala Mörk frá Njóttu ferðalagsins (www.njottuferdalagsins.is) fóru ásamt tveimur yngstu sonum sínum í fimm mánaða rannsóknarferðalag árið 2019. Þau sóttu heim Blue Zones svæði heimsins, en þau eru þekkt fyrir langlífi og góða heilsu. 

Hvað hefur langlífi og góð heilsa með stjórnun að gera? Geta íslenskir stjórnendur lært eitthvað af tímalausum íbúum eyjunnar Ikaria, ellismellum í Motubu á Okinawa, sjöundadags aðventistum í Loma Linda, veðurbörðum þorpsbúum í fjallahéruðum Sardiníu eða “Plan de Vida” hugsunarhætti þeirra langlífu á Nicoyaskaganum í Kosta Ríka? 

Þau Guðjón og Vala vilja meina það. Í fyrirlestrinum tengdi Guðjón saman það sem þau lærðu í ferðinni og hvernig þau telja að íslenskir stjórnendur geti aukið framlegð og vellíðan starfsfólks á sama tíma. Nokkur lykilhugtök: Tilgangur, virkni, viðhorf, seigla og samkennd.

Fjölskyldan fór af stað í þessa ferð því þau hafa mikinn áhuga á líkamlegri og andlegri heilsu.  Vala vinnur við að byggja upp fólk eftir slys eða sjúkdóma og Guðjón hjálpar fólki við að ná jafnvægi í lífinu.   Eitt áhugaverðasta verkefni sem hann hefur unnið við er að stýra sjálfboðaliðum um land allt.  Guðjón fór á ráðstefnu hjá Virk þar sem hollenskur heimilislæknir kynnti Blue Zone svæðin (Lomo Linda California, Nicoya Costa Rica, Sardinia Italy, Ikaria Greece og Okinia Japan) og þar með kviknaði áhuginn.  Það sem þau lærðu í ferðinni var að vera til og upplifa hvernig er að vera á hverjum og einum stað, hvað fólkið borðar og hvernig það lifir lífinu.  Það skiptir miklu máli að fólk hafi tilgang í lífinu bæði almennt og í vinnunni.  Gerðu það sem þú ert góður í, nýtur að gera, aðrir þarfnas og aðrir eru tilbúnir að greiða fyrir það. Fólk á ekki einungis að gera það sem það er gott í heldur einnig það sem þú nýtur þess að gera, annars geturðu lent í örmögnun.  Guðjón hefur hitt marga sem eru stjórnendur en njóta þess alls ekki.  En fyrir stjórnendur er mikilvægt að hjálpa fólki að skilja að það skipti máli.  Starfsmenn verða að hafa tilgang og vita að þeir skipti máli. 

Gen skipta miklu máli varðandi langlífi en að sjálfsögðu hreyfing og matarræði að auki.  Sameiginlegt með svæðunum er að fjölskyldan passar upp á alla á þessum stöðum.  Hugsaðu vel um fjölskylduna þína og þá hugsar hún vel um þig.  Blue Zone svæðin eiga það sameiginlegt að þar ríkir einfaldleiki og eðlilegt er að ganga á milli staða.  Lomo Linda er eina svæðið sem sker sig úr því þeir eru trúarhópur aðventista 20 þúsund manna bær austur af LA. Lomo Linda er staður sem þú fæðist ekki endilega í því fólk er flytjast þangað alls staðar að úr heiminum. Þau eru 7unda dags aðventistar.  Hinir staðirnir eru allir staðir sem þú fæðist á.   Mikilvægt er að gera daglegar mildar hreyfingar og óþarfi að ofkeyra sig. 

Mikilvægt er að sitja ekki allan daginn í vinnunni, heldur standa upp, fara í stuttan göngutúr, pílukast, og heilsuefla vinnustaðinn á oformlegan einfaldan hátt, einstaklingsmiðað eftir hópum.  Allir þurfa alls ekki að vera með í öllu.  Einnig er gaman að henda í planka.  Gott að brjóta upp á mismundandi hátt og þannig að fólk gleymi sér.  Hvetja alla til að leggja bílnum lengra frá og fara í litla leiki. 

Viðhorf skiptir miklu máli. Seiglan skiptir öllu og að vera undirbúinn.  Fyrir stjórnendur er góður lærdómur að vita að það takast á hæðir og lægðir og vera þakklátur fyrir lífið. Mikilvægt er að vera opinn fyrir nýjum leiðum. 

Mikilvægt er að vera í sjálfboðaliðastarfi þegar við eldumst.  Við búum sjálf til samfélagið okkar, hugsa stærra og hugsa ekki bara fyrir okkur sjálf heldur samfélagið.  Því allt tengist.  Bókin um gleðina er frábær bók sem vert er að lesa og mikilvægast er að rækta eitthvað, ekki einungis mat heldur líka fólk.  Stjórnendur þurfa að passa upp á að starfsmenn rækti verkefni.  Að lokum gerði Guðjón samantekt á því hvað er okkur mikilvægast í lífinu; tilgangur, fólkið mitt, virkni, viðhorf, næring, hvíld, samfélagið og hið æðra.  Ægishjálmurinn tengir þetta allt saman.

Um viðburðinn

Hvað hefur langlífi og góð heilsa með stjórnun að gera? Hvað segir "Blue zones" rannsóknin?

“Lifum lengi, betur”

Guðjón Svansson og Vala Mörk frá Njóttu ferðalagsins (www.njottuferdalagsins.is) fóru ásamt tveimur yngstu sonum sínum í fimm mánaða rannsóknarferðalag árið 2019. Þau sóttu heim Blue Zones svæði heimsins, en þau eru þekkt fyrir langlífi og góða heilsu. 

 

Hvað hefur langlífi og góð heilsa með stjórnun að gera? Geta íslenskir stjórnendur lært eitthvað af tímalausum íbúum eyjunnar Ikaria, ellismellum í Motubu á Okinawa, sjöundadags aðventistum í Loma Linda, veðurbörðum þorpsbúum í fjallahéruðum Sardiníu eða “Plan de Vida” hugsunarhætti þeirra langlífu á Nicoyaskaganum í Kosta Ríka? 

 

Þau Guðjón og Vala vilja meina það. Í fyrirlestrinum tengja þau saman það sem þau lærðu í ferðinni og hvernig þau telja að íslenskir stjórnendur geti aukið framlegð og vellíðan starfsfóks á sama tíma.

Nokkur lykilhugtök: Tilgangur, virkni, viðhorf, seigla og samkennd.

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?