Fréttir og pistlar

Ný stjórn Stjórnvísi 2020-2021 kosin á aðalfundi í dag.

Á aðalfundi 6.maí 2020 sem haldinn var í dag á Teams voru kosin í stjórn félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, deildarstjóri viðskiptalausna hjá Advania, formaður (2020-2021).
Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR (2020-2021).
Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers-og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur (2019-2021).
Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (2019-2021).
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi CMC – Certified Management Consultant (2019-2021)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022).
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó (2019-2021).
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).

Kosin voru í fagráð félagsins:

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022).
Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021).
Nótt Thorberg,  forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021).
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá (2020-2022).
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022).

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára: 

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022).
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2020-2022).

Fundarstjóri  aðalfundar var Sigríður Harðardóttir og ritari Ásdís Erla Jónsdóttir.

Hér má sjá Ársskýrslu Stjórnvísi 2020.  Ársskýrslan hefur að geyma myndir frá starfsárinu, reikninga félagsins, yfirlit yfir viðburði faghópa o.fl. 

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
  8. Kjör fagráðs.
  9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  10. Önnur mál.

 

Tillaga verður lögð fram að lagabreytingu á 6.gr til þess að tryggja að þekking haldist í stjórn félagsins og var hún samþykkt.  Áður voru 7 aðalmenn og 2 varamenn og gátu varamenn þá boðið sig fram 2svar.  
6.grein hljóðar svo í dag:

 6. gr. Í stjórn Stjórnvísi eru níu stjórnarmenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti fjórir stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar. Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn til tveggja ára í senn, þó þannig að árlega gangi annar þeirra út og nýr komi inn. Á fyrsta stjórnarfundi skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér varaformann og ritara til eins árs í senn. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi stjórnun félagsins og daglegan rekstur, þ.m.t. nýjungar í starfseminni og eftirfylgni, í samstarfi við framkvæmdastjóra. Þá setur stjórnin félaginu markmið og ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins.

eftir breytingu:

"Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til eins eða tveggja ára í senn með möguleika á framlengingu án þess að kosið sé um þá og geta að hámarki setið í 4 ár". 

 

 

Tomorrow´s Leadership

Fjarráðstefna (zoom)

Karin Tenelius, sænskur markþjálfa frumkvöðull, leiðtogaþjálfi og rithöfundur bókarinnar Coaching Jobseekers mun halda erindi um það hvernig á að þjálfa upp sjálfbær teymi. Erindið verður haldið á ensku.

12 mismunandi útskriftarerindi framhaldsnema í markþjálfun veita einlægan innblástur þar sem þau lýsa sinni framtíðasýn. 

Fjarráðstefnan verður haldin í Zoom fundarherbergi þar sem aðeins fyrirlesarar verða í mynd. Þú færð aðgangsslóðina og upplýsingar sent til þín í tölvupósti eftir að þú hefur skráð þig.

Meira um ráðstefnuna hér og skráningu.

Vertu velkomin!

Aðalfundur stjórnar faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM):

Þann 29.04 var haldinn aðalfundur stjórnar faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM). Farið var yfir störf faghópsins síðan á síðasta aðalfundi og ný stjórn kjörin. Í stjórnina í ár skipa 11 aðilar víðsvegar að úr atvinnulífinu og af þessum ellefu eru þrír nýir:

Stjórn faghóps Stjórnvísis um stjórnun viðskiptaferla (BPM) árið 2020/2021 :

  • Erla Jóna Einarsdóttir – Marel, formaður
  • Hildur Gylfadóttir – Borgarplast, varaformaður
  • Jón Kolbeinn Guðjónsson – Isavia, ritari
  • Magnús Ívar Guðfinnsson -ANSA
  • Heiða Njóla Guðbrandsdóttir – Icelandair
  • Lísa Vokes-Pierre – Össur
  • Hrafnhildur Birgisdóttir – Landsbankinn
  • Björn Sighvatsson - Marel
  • Ingi Sturla Þórisson – Veitur (Nýr)
  • Aðalsteinn Ingólfsson – Marel (Nýr)
  • Helga Kristjánsdóttir – Isavia (Ný)

Magnús Ívar Guðfinnsson er fráfarandi formaður en hann heldur áfram að starfa í stjórn hópsins. Er honum þakka kærlega fyrir sín störf undanfarin ár. Faghópurinn hefur starfað í sex ár en fyrsti fundur hans var haldinn 11.apríl 2014 og hann telur 295 meðlimi.

Við þökkum líka gömlu stjórninni kærlega fyrir samstarfið síðastliðið ár og nýja stjórn bjóðum við velkomna til starfa.

Þolinmæði og þrautseigja eru lykilatriðin

Þau Sigurjón og Ása Karín Hólm hafa undanfarnar vikur átt í miklum samskiptum við fólk sem er að vinna við breyttar aðstæður. Efnið af fundinum er aðgengilegt hér:  

Í fyrsta hluta fer Sigurjón yfir þá áskorun sem nú blasir við okkur. Þá ræðir hann hvað VUCA tími er og hvernig skuli komast í gegnum slíkan tíma og eins hvað það þýðir fyrir stjórnendur til að átta sig á bæði sjálfum sér sem og starfsfólki sínu.

Í 2. hluta fer Ása yfir það sem einkennir VUCA tíma. Í dag er það veiran sem ógnar and-, félags-, og fjárhagslegri heilsu okkar og finnum við öll fyrir óöryggi. Vinnan er komin heim og þar með tilefni til að átta sig á eigin aðstæðum og ná að skapa í samtali við stjórnendur nýjar sálfræðilegan samning og virða hann, gagnvart okkur sjálfum sem og öðrum fjölskyldumeðlimum. Þá ræðir Ása að lokum um tækifærið í tækninni annars vegar og hugarfarinu hins vegar. Hvaða hlutverk ætlum við að taka að okkur?

1 og 2   https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja/

 

Í þriðja hluta fer Sigurjón yfir hlutverk stjórnenda og stjónun á þessum tímum. Á meðan heilsa og öryggi fólks er í forgangi er einnig nauðsynlegt að halda áfram en þó með breyttum áherslum. Nándin þarf að vera meiri á sama tíma og fjarlægðin eykst og þarfir starfsfólk breytast mikið.

Sigurjón útskýrir aðstæðubundna stjórnun þegar vinnustaðurinn er orðinn gestur á heimili fólks. Þá fer hann yfir hvernig hver vídd færist Í fjórða hluta talar Ása um starfsmanninn sjálfan en óvissa og óöryggi fer mismunandi í fólk. Áskoranirnar felast í að vinnuaðstaðan er heima og mörkin milli heimilis og vinnu óljós eða horfin, ástandið er orðið langvarandi og það tekur á ásamt því að hvatningin í umgengni við samstarfsfólk er ekki lengur til staðar. Lausnin fyrir starfsfólkið sjálft er að sækja upplýsingar til stjórnenda, spyrja spurninga og ræða möguleikana. Huga þarf að heilsunni og sinna öllum grunnþörfum en einnig þarf að velja vel fólk í kringum sig, að það sé fólk sem hefur jákvæð áhrif á mann en líka að velja hvaða áhrif þú hefur á annað fólk. Ása fer yfir áhrifahringinn og ætti það að geta hjálpað okkur að átta okkur á eigin áhrifum við þetta ástand og hvernig samtal sé lausnin við annars flóknum aðstæðum.

3 og4     https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-3-og-4/

 

Hvað gerum við þegar frændi hefur verið lengur í heimsókn en hann sagðist ætla að vera og við vitum ekki alveg hvenær hann fer?

Í fimmta hluta fyrirlestrar Ásu og Sigurjóns hjá Stjórnvísi fáum við að heyra frá Sigurjóni um hvernig verkefni hafa breyst að undanförnu og hvernig vinnustaðurinn er orðinn gesturinn sem ætlar að staldra við lengur en við hefðum kært okkur um. Á sama hátt og fjölskyldur þurfa að gera með sér samning um vinnutíma, þurfa stjórnendur líka að aðlaga stýringu verkefna að nýjum aðstæðum. Lítið þýðir að stýra fólki en áherslan þarf að vera á verkefnin og að hjálpa fólki að uppfylla vinnuskyldu sína.

5    https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-5/

 

 

Ný stjórn hjá faghóp Gæðastjórnun og ISO

Í dag var haldið aðalfundi hjá faghóp Gæðastjórnun og ISO þar sem ný stjórn var kosið: 

Maria Hedman, Origo (formaður)

Arngrímur Blöndahl, Staðlaráð Íslands.

Rósa Guðmundsdóttir, Strætó

Elín Björg Ragnarsdóttir, Fiskistofa.

Rut Vilhjálmsdóttir, Strætó

Ingi Eggert Ásbjarnarson, Isavia

Birna Dís Eiðsdóttir, Versa Vottun

Bergþór Guðmundsson, Sorpa

Magnús Guðfinnsson, Marel

Jóna Björg Magnúsdóttir, Seðlabanki Íslands 

 

Við þökkum gömlu stjórnin kærlega fyrir gott samstarf síðasta árs og óskum sömuleiðis nýja stjórnin velkomin til starfa. 

Ítarefni má finna hér.

Markþjálfun án endurgjald til allra í framlínu til að styðja ykkur og hvetja.

Félag markþjálfa á Íslandi býður fólki í framlínu markþjálfun án endurgjalds til að styðja ykkur og hvetja í ykkar störfum á COVID-19 tímum. Ef þú vilt þiggja þessa gjöf vinsamlegast skráðu þig hér

Nú er tækifæri fyrir áhugasama að bjóða sig fram í stjórnir faghópa 2020-2021.

Dagskrá Stjórnvísi hefur verið fjölbreytt og fundir vel sóttir í vetur og þar ber að þakka kröftugum og metnaðarfullum stjórnum faghópanna. Eftir að samkomubann var sett á hafa nokkrir faghópar boðið upp á vel sótta fjarfundi. Nú er tækifæri fyrir áhugasama til að bjóða sig fram í stjórnir faghópa 2020-2021 því markmiðið er að allar stjórnir verði fullskipaðar fyrir aðalfund félagsins sem fram fer 6.maí 2020.

Allar upplýsingar um stjórnir faghópa má sjá hér . Einhverjar stjórnir eru þegar fullskipaðar en aðrar eru að endurnýja sig. Það er einstaklega gefandi og skemmtilegt að starfa í stjórn faghóps, þú kynnist nýju kraftmiklu og áhugaverðu fólki, nýjum fyrirtækjum, kemur hugmyndum á framfæri og færir þínum faghóp brautargengi með áhugaverðri fræðslu og nýrri þekkingu. Einnig er tækifæri til að mynda stjórn og endurvekja faghópa sem ekki eru lengur virkir. 

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband sem fyrst við formenn faghópa Stjórnvísi og/eða framkvæmdastjóra Stjórnvísi gunnhildur@stjornvisi.is sem veitir allar nánari upplýsingar.

Nafn Faghópur Netfang
María Guðmundsdóttir Fjármál  fyrirtækja mariag01@simnet.is
Karl Friðriksson Framtíðarfræði karlf@nmi.is
Jón Gunnar Borgþórsson Góðir stjórnarhættir jonbo@mid.is
Maria Hedman Gæðastjórnun og ISO staðlar maria.hedman@origo.is
Ingibjörg Loftsdóttir Heilsueflandi vinnuumhverfi ingibjorgl@virk.is
Gyða Björg Sigurðardóttir Jafnlaunastjórnun gyda@radur.is
Einar Guðbjartsson Kostnaðarstjórnun procontrol@procontrol.is
Lilja Erla Lean - Straumlínustjórnun liljaj@vis.is
Sigrún H. Sigurðardóttir Mannauðsstjórnun shsfossdal@hotmail.com
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir Markþjálfun agusta.sigrun@outlook.com
Irina S. Ogurtsova Málefni erlendra starfsmanna irina.s.ogurtsova@reykjavik.is
Hildur Georgsdóttir Persónuvernd hildur@rikiskaup.is
Ásdís Gíslason Samfélagsábyrgð fyrirtækja addygislason@gmail.com
Steinunn Ketilsdóttir Stafræn fræðsla steinunn@intellecta.is
Þuríður Stefánsdóttir Stefnumótun og árangursmat ts@innnes.is
Magnús Ívar Guðfinnsson Stjórnun viðskiptaferla (BPM) mgudfinnsson@gmail.com
Dagmar I. Birgisdóttir Umhverfi og öryggi y.dagmar1@or.is
Anna Kristín Kristinsdóttir Upplýsingaöryggi annakk86@gmail.com
Anna Kristín Kristinsdóttir Verkefnastjórnun annakk86@gmail.com
Einar Guðbjartsson Virðismat og virðismatstækni procontrol@procontrol.is
Daði Rúnar Jónsson Vörustjórnun - innkaupa og birgðastýring dj@agr.is
Rannveig Hrönn Brink Þjónustu- og markaðsstjórnun rannveigbrink@gmail.com

Samtal framtíðarfræðinga covid -19. Upptökur frá netfundi 26 mars sl.

David Wood sem heimsótti okkur á síðasta ári, frá London Futurist, stóð fyrir samtali framtíðarfræðinga um covit -19 á netfundi þann 26 mars síðastliðinn. Hér er vefslóð þar sem hægt er að horfa á samtalið, kær kveðja, Karl

https://www.youtube.com/watch?v=fkQCH3tbMBg&feature=emb_logo

Þekking á netinu - Framtíðin

Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér. 

Fjarfundur: Ástin, traust og samskipti á tímum kórónunnar

Hér er hlekkur á viðburðinn.  

Guðrún Högnadóttir leiddi í dag fjarfund um hagnýt ráð og hugarflug um vöxt og velferð fólks og vinnustaða á sögulegum tímum.  Fundurinn á sér ekki stað í litskrúðugri hafnarborg við Karíbahafið á tímum kólerunnar undir lok 19. aldar eins og meistaraverk Gabriel García Márquez, heldur á litríkum fjarfundi á einföldum hlekk sem sendur var til allra skráðra tímanlega fyrir fundinn.  Hlekkur hefur verið settur á samtöl sem áttu sér stað á fundinum og einnig á skoðunarkönnun sem gerð var.  Flestir sem tóku til máls sögðu áhrif veirunnar á vinnustað sinn vera gríðarlega mikinn. Viðkvæmustu hóparnir vinna heima og nú er rétti tíminn til að vinna upp allt það sem ekki hefur unnist tími til að gera áður. Mikið er um að vinnustaðir byrji daginn á fjarfundi og segi frá hvað þeir ætla að gera í dag og hvernig gekk með verkefni gærdagsins. Mikilvægt er að vera í stöðugu sambandi og að starfsmenn fái tækifæri til að segja hvernig þeim líður því allir eru að taka inn svo mikið og nú eru líka margir að upplifa sig “Palli einn í heiminum”.   Guðrún sagði mikilvægt að hugsa til æðruleysisbænarinnar þ.e. að hver og einn hugsaði um það hverju við höfum stjórn á og hverju ekki.   

 

    

10% afsláttur á "LIVE" fjarvinnustofum FranklinCovey fyrir Stjórnvísifélaga

Okkur er annt um velferð og vöxt fólks og vinnustaða – og grípum því til stafrænna leiða til að þjóna okkar viðskiptavinum á óvissutímum.   Hér bjóðum við úrval af okkar alþjóðlegu verðlaunavinnustofum í "live" fjarnámi hér heima - og bjóðum félagsmönnum Stjórnvísi sérstök afsláttarkjör. 

Hlutverk okkar er að virkja framúrskarandi frammistöðu fólks og vinnustaða - og nú nýtum við tæknina sem aldrei fyrr. Við hlökkum til að vinna með ykkur á Fjarvinnustofum FranklinCovey næstu vikur. 

  • Stuttar „live“ lotur – þátttakendur taka þátt hvaðan sem er – heima og að heiman - 
    í 2 tíma í senn. 
  • Einföld, aðgengileg og gagnvirk kennslustofa um einn hlekk – ekkert flækjustig.  
  • Efnistök sem þjóna farsælum vexti fólks og vinnustaða. Sniðið að viðfangsefnum verðandi og vaxandi leiðtoga á öllum stigum. 
  • Skemmtilegur hagnýtur lífstíðarlærdómur úr smiðju helstu háskóla og hugsuða heims. 
  • Kennslugögn send heim eða á vinnustað. 
  • 360° mat, snjallforrit og rafrænt ítarefni – um vefinn. 
  • Alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuous Education Units).
  • Hagkvæmur, áhrifaríkur og verðmætur valkostur.  Við bjóðum 5 þátttakendum á verði 4 frá sama vinnustað.  Mörg stéttarfélög taka þátt í að niðurgreiða kostnað vegna fræðslu.
  • Við bjóðum félagsmönnum Stjórnvísi að nýta afsláttarkóðann "Stjórnvísi" og fá 10% afslátt. 

Nánari upplýsingar hér: https://franklincovey.is/event/

Fylgstu með FB-síðu Stjórnvísi: Stöðugt nýjar áhugaverðar upplýsingar fyrir vinnustaði sem tengjast COVID-19

Stjórnvísi mun í framhaldi af veffundi um mögulegar afleiðingar og viðbrögð við COVID-19 - setja inn áhugaverðar upplýsingar og fréttir þessu tengdar á facebooksíðu félagsins.  Þar er m.a. að finna grunn að öryggisáætlun sem vinnustaðir geta aðlagað að sér, fréttir o.fl.   

Nú stendur yfir VEFFUNDUR: Mögulegar afleiðingar og viðbrögð við COVID-19

Nú stendur yfir VEFFUNDUR um COVID-19
Viltu koma með spurningu/-ar til fyrirlesara? Smelltu á þennan hlekk: https://app.sli.do/event/raps0swt og skráðu inn nafn viðburðar: Y361

Slóð á fundinn er hér: https://www.youtube.com/watch?v=xxilKROHPMg

 

Rannsókn: Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks

Mannauðshópur stóð í dag fyrir fundi í Norræna húsinu þar sem Hildur Vilhelmsdóttir annar höfundur greinarinnar „Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks“ sagði frá rannsókninni sem byggir á meistararitgerð hennar ásamt því að fjalla um óyrt samskipti á vinnustöðum almennt. Greinin var birt í nýjasta hefði tímarits um viðskipti og efnahagsmál.  Auk þess gaf hún góð ráð um samskiptahegðun sem eykur líkur á farsælu sambandi milli yfirmanna og starfsmanna.

Hildur sem hefur þjálfað fimleika í mörg ár sagði að allir hefðu eitthvað sem mótar þá sem við förum með okkur í gegnum lífið sem hefur áhrif á hvernig við komum fram við aðra.   Hún sagði að óyrt samskipti væru öll þau skilaboð sem við sendum frá okkur fyrir utan orðin sjálf meðvitað og ómeðvitað. Meira að segja fötin okkar senda skilaboð.  Umhverfi hefur ótrúleg áhrif á okkur.  Umhverfið er alltaf að senda okkur skilaboð og t.d. hafa plöntur einstaklega góð áhrif á líðan starfsmanna en lokuð þröng fundarherbergi alls ekki.  Nálægð er einnig eitt sem hefur áhrif og getur verið mjög mismunandi hversu mikla nálægð við viljum. Heilinn okkar er endalaust að hjálpa okkur að flokka fólk sem hefur áhrif á hvernig við komum fram við fólk og hvernig það kemur fram við okkur.  Líkamstjáningin segir líka mikið.  T.d. þegar við krossleggjum hendur erum við í raun að faðma okkur sjálf ekki endilega að loka á okkur eins og margir halda.   Svipbrigði/andlitstjáning (broskallar) er mikið notað í dag og orðið vinsælt í skrifuðu máli til þess að skilaboðin komist rétt til skila.  Handaband hefur líka mikil áhrif og gefur frá sér skilaboð.  Traust og gott handaband er mikilvægt.  Raddblær hefur líka mikil áhrif. Það er ekki það sem þú segir sem skiptir máli heldur hvernig þú segir það.  Lykt skiptir líka miklu máli. Hún hefur mikil áhrif og við hrífumst ekki að fólki með vonda lykt. Viðeigandi snerting er jákvætt tengd í góð tengsl við yfirmann.  En yfirmenn veigra sér við það út af kynferðislegri áreitni. 

90% allra samskipta fara fram í gegnum óyrta hegðun og þess vegna er hún svo mikilvæg. Allir vilja að starfsfólki líði vel og af hverju ætti það að hafa áhrif á yfirmann?  Stuðningur yfirmanns skiptir meginmáli en þetta er lítið rannsakað.  En hvað gerði Hildur?  Hún vildi finna mælitæki sem væri réttmætt og áreiðanlegt.  Og fékk þetta efni á heilann.  Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl á milli upplifunar á óyrtum samskiptum yfirmanns og tilfinningalegri líðan starfsfólks. Tilfinningaleg líðan felur í sér að einstaklingi er sýnd væntumþykja, áhugi, skilningur og samkennd.  Rannsóknir sýna að mikilvægt sé að finna þennan stuðning frá yfirmanni.  Tilfinningalegt gildi.  Jákvætt og neikvætt mat einstaklings á umhverfi sínu eða einstaklingum innan þess.  Tilfinningaleg vinna snýr að því að stjórna meðvitað þeim tilfinningum sem sýndar eru innan vinnustaðar og getur slíkt krafist mikillar andlegrar orku. 

Í óyrtri hegðun skoðaði Hildur líkamlega tjáningu, andlitstjáningu, nánd og raddblæ.  Settar voru fram þrjár tilgátur í rannsókninni. Þátttakendur voru 802, rafrænt hentugleikaúrtak á FB, aldursdreifing frekar jöfn og konur 70,9%. Kyn yfirmanna var frekar jafnt kk 46,9% og kvk 53,1%.

Dæmi um spurningu var: Heldur yfirmaður þinn augnsambandi þegar hann ræðir við þig? Ég get treyst á yfirmann minn ef eitthvað fer úrskeiðis sem tengist vinnunni.

Allar tilgátur stóðust og hefur líkamleg tjáning mikil áhrif.

En hvað er til ráða?  Vera meðvituð um okkar eigin hegðun og hvaða áhrif hún getur haft á aðra og fyrirtækið.  Staldra við – hvaða skilaboð er ég að senda frá mér núna? Gef ég öðrum rými til þess að stækka, opna sig? Varðandi upplifun annarra er mikilvægt að fara varlega í að lesa úr einstaka hegðun, eigum það til að festast í sama farinu og getum alltaf bætt okkur. 

hildurvil@gmail.com

 

 

 

 

Erlendir starfsmenn hjá Landspítala - ferlar og áskoranir

Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítala fór í dag yfir ferla og áskoranir sem Landspítali hefur staðið frammi fyrir þegar kemur að ráðningum, móttöku og starfsþróun erlendra starfsmanna.  Fundurinn var haldinn á Barnaspítala Landspítalans við Hringbraut og var á vegum faghópa um málefni erlendra starfsmanna og mannauðsstjórnun. 

Landspítali ræður inn erlenda sérfræðinga reglulega yfir árið bæði innan og utan EES. Ásta fór yfir hvernig Landspítali hefur aðstoðað þessa einstaklinga, hvernig er tekið á móti þeim og hvaða lærdóm Landspítali hefur dregið af þessum ráðningum. Einnig var farið yfir hvernig er haldið utan um þessa einstaklinga, hvernig er staðið að starfsþróun þeirra og hvernig Landspítalinn kemur til móts við ólíkar þarfir mismunandi hópa. 

Skv. nýjustu tölum er 23% af mannaflanum með annað ríkisfang en íslenskt á vinnumarkaði á Íslandi.  Á Landspítala eru 43 þjóðerni og er stærsti hópurinn frá Filippseyjum.  Mesta aukningin hefur orðið í hjúkrunarfræðingum.  Varðandi ráðningarferlið þegar erlendur aðili er ráðinn þá er oft farið í að aðstoða makann við að útvega sér vinnu, aðstoða við að koma börnum í skóla o.m.fl.

Mannauðsskrifstofan er komin með miðlæga móttöku í Skaftahlíð og þar fer fyrsta móttakan fram fyrir alla starfsmenn hvort heldur eru íslenskir eða erlendir.  Í hverri viku koma inn 10-50 nýir starfsmenn og á fyrsta degi mæta þeir í Skaftahlíðina, mæta í nýliðamóttökuna fara í myndatöku og fá auðkennikort, opnaður er aðgangur, ræða við starfsmannahjúkrunarfræðing varðandi bólusetningar, aðstoð við skattkort, rafræn skilríki og ýmis hagnýt atriði.  Mjög mikilvægt er að í öllum fyrirtækjum sé góð móttaka starfsmanna á fyrsta degi.   

Íslenskunám er á öllum stigum, hefst tvisvar sinnum á ári og er Landspítalinn í samstarfi við tvo skóla Mímir fyrir heilbrigðisstarfsfólk og Retor fyrir stoð-einingar. Eftirfylgni er mikilvæg og að heyra í stjórnanda og starfsmönnum hvað það er sem betur megi fara og hvernig gangi.  Það er á ábyrgð starfsmannsins sjálfs að endurnýja leyfin sín. Landspítalinn aðstoðar og fer jafnvel með starfsmönnum til Útlendingaeftirlitsins til að aðstoða við pappíra.  Mikil starfsþróun er í gangi, sérstaklega fyrir hjúkrunarfræðinga.  Í janúar í ár hófst sérstök starfsþróun fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga, valdeflingarnámskeið um ákveðni þjálfun út af menningarmun.  

En hvað hefur Landspítalinn lært?  Skýrari ráðningarferlar, betra utan umhald um hópinn, fræðsla innan og utan spítala, strangari kröfur um íslenskukunnáttu, starfsreynsla sé vottuð og öll prófgögn séu til staðar á vottaðan h´tt áður en ferli hefst til að tryggja starfsleyfi.  

Mikilvægt er að stýra flæðinu vel: hægja á ráðningum þeirra sem ekki tala íslensku, gæta að hlutfalli, ekki of margir erlendir á sömu starfseiningu, skýrari verkferlar, ráðningarlotur t.d. 2svar á ári og vinna áfram að því að einfalda ferla milli stofnana.  Verið er að búa til ferli þannig að það fáist leyfi til að senda á milli stofnana upplýsingar um einstakling milli t.d. UTL, VMST og háskóla).

 

Einnig að auka utanumhald t.d.; fleiri opin hús, meiri eftirfylgni, tryggja að ekki sé unnið ólöglega, fleiri námskeið fyrir fleiri hópa, kynna og miðla menningu og fagna fjölbreytileikanum.    

 

Viðburðir framundan á vegum Stjórnvísi varðandi COVID-19 veirunnar.

Fyrirspurnir hafa borist félaginu um hvort fella eigi niður viðburði á vegum Stjórnvísi vegna COVID-19 veirunnar.

Stjórn félagsins vill fylgja öllum tilmælum Landlæknis og mun því taka ákvörðun um hvern viðburð fyrir sig í samvinnu við þá faghópa sem að þeim standa og gestgjafa viðburðanna þar til fyrirmæli berast um annað.

Stjórnvísifélagar sem ætla að sækja viðburði á vegum félagins eru hvattir til að fylgjast vel með viðburðadagatali félagsins á www.stjornvisi.is þar sem viðburðum gæti verið aflýst með skömmum fyrirvara.

Með kærri kveðju,

Stjórn Stjórnvísi

Hvers vegna er mikilvægt að gera áhættumat fyrir félagslega þætti í vinnuumhverfinu?

Faghópur um heilsueflandi vinnuumhverfi hélt fund í Háskólanum í Reykjavík um morgun þar sem fjallað var um hvernig eigi að meta félagslegar aðstæður t.d. áhættumat og fleira.   Góð vinnustaðamenning og góður starfsandi eru lykilatriði í vellíðan starfsmanna á vinnustað. Erfitt getur verið að ná utan um þessa þætti í vinnuumhverfinu.  Því er mikilvægt að nýta  þau tæki og tól sem fyrirfinnast til að greina aðstæður í félagslega vinnuumhverfinu til þess að bæta það.  

Helga Bryndís Kristjánsdóttir er fyrirtækjaeftirlitsmaður hjá Vinnueftirlitinu með áherslu á félagslegt vinnuumhverfi. Hún hefur unnið lengst af við ráðgjöf og verkefnastjórnun. Helga Bryndís er félagsráðgjafi frá háskólanum í Álaborg í Danmörku, með MA í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Helga fór yfir lög og reglugerðir nr.46/1980 lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, 920/2006 stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan starfsmanna og 1009/2015 reglugerð gegn einelti, kynferðislegri áreitni o.fl. Í 65 gr. í lögum 46/1980 segir að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gert sé áhættumat.  Mikilvægt er að skoða reglugerðirnar því atvinnurekandi ber ábyrgð á að koma á vinnuverndarstarfi sem tekur til fyrirtækisins í heild og allra vinnuaðstæðna sem geta haft áhrif á öryggi og heilsu starfsmanna.

Markmið reglugerðar 1009/2015 er að bannað sé einelti, áreitni og ofbeldi óheimil.   Viðbragðsáætlun þarf að vera til staðar.

Félagslega vinnuumhverfið erum við sjálf.  T.d. ef þú vinnur í búð þá eru allir þeir sem koma inn í verslunina hluti af mínu vinnuumhverfi. Þeir þættir sem tengjast félagslegu vinnuumhverfi er stjórnun.  Stjórnun þarf og verður að vera í góðu lagi og hafa heildarsýn á vinnuumhverfinu.   Skipulag er mikilvægt til þess að allir viti hvað þeir eigi að gera.  Sveigjanleikinn, hæfilegar kröfur og upplýsingagjöf þarf að vera í lagi.  Stuðningur yfirmanns er mikilvægur og þarf að vera á hreinu.  Ef vinnuumhverfi er ekki gott þá eykst hættan á samskiptavanda, streitu, andlegri og líkamlegri vanheilsu, kulnun í starfi, einelti og áreitni. 

Gera þarf skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. Skv. reglugerðunum er það atvinnurekandi sem ber ábyrgð.  Ef Vinnueftirlitið fær ábendingu um einelti þá er það vinnustaðurinn sem á að vinna úr því og Vinnueftirlitið dæmir ekki í málum.  Það sem Vinnueftirlitið hins vegar getur gert er að brýna að reglum sé fylgt og forvarnarstarf sé alltaf í lagi. 

Mikilvægt er að gera samskiptasáttmála eins og Landspítalinn gerði nýlega sem felur í sér hvernig starfsmenn koma fram við hvorn annan. Þessi sáttmáli er inn á heimasíðu Landspítalans. Mikilvægt er líka að stuða að fræðslu og umræðu.

En hvað er félagslegt áhættumat?  Aðferðin við gerð áhættumats er valfrjáls.  Greina þarf öll vandamál sem hugsanlega eru á vinnustaðnum eða geta komið upp.  En hvernig er félagslegt vinnuumhverfi á okkar vinnustað? Er góður mórall? Ef starfsandinn er ekki góður þarf að fara í dýpri vinnu.  Þættirnir sem þarf að skoða við félagslegt áhættumat eru: vinnutíma, tímaþröng, tilbreytingarleysi, athafnafrelsi, einvera við vinnu, samskipti, stuðningur, upplýsingaflæði, samsetning starfshóps, öryggi og breytingar í vinnuumhverfi.   

Áhættumat þarf að taka mið af: fjölda starfsmanna, aldri starfsmanna, kynjahlutfalli, ólíkum menningarlegum bakgrunni o.fl.  Alltaf þarf að spyrja sig: „Er gripið eins fljótt og hægt er inn í mál?“.  Tæki og tól til greininga eru: vinnuumhverfisvísar (wordskjal sem er á heimasíðu Vinnueftirlitsins), samtöl, kannanir (skoða í hvaða deild hlutirnir eru í lagi og hvar ekki), spurningalistar, horfa til fortíðar, hlutsta, tala og skilja. Reynst hefur vel að meta aðstæður og starfsanda innan vinnustaða t.d. með starfsmannasamtölum, könnunum o.fl.  Á heimasíðu vinnueftirlitstins má sjá áhættumat.  Það kostar mikla peninga fyrir fyrirtæki að hafa hlutina ekki í lagi.  https://www.vinnueftirlit.is/vinnuvernd/ahaettumat/

 

 

Fyrsti mars næstkomandi tileinkaður framtíðinni

Alþjóðavettvangur framtíðarfræðinga, Millennium Project, heldur upp á fyrsta mars næstkomandi, en sá dagur hefur verið útnefndur dagur framtíðar. Í tilefni dagsins þá verður haldin vefráðstefna sem er öllum opin sem fara inn á viðkomandi vefslóð. Sjá textann hér að neðan ásamt vefslóð, ef slóðinn í textanum nægir ekki. Framtíðin er björt.

Join 24-Hour Round-the-World Conversation to Celebrate World Future Day, Hosted by the Millennium Project

Press Release (ePRNews.com) - WASHINGTON - Feb 27, 2020 - World Future Day is March 1. This will be the seventh year that futurists and the general public will conduct a 24-hour, round-the-world conversation on the future on March 1 at 12 noon in whatever time zone they are in. Each year, total strangers discuss ideas about possible worlds of tomorrow in a relaxed, open, no-agenda conversation. Futures research is shared, collaborations are created, and new friendships are made. 

The Millennium Project, a global foresight participatory think tank, will host this conversation on the future in collaboration with the Association of Professional Futurists (APF), Humanity+ UNESCO’s Global Futures Literacy Network, the World Academy of Art and Science (WAAS), and the World Futures Studies Federation (WFSF).

“Anybody can pull up a cyber-chair at this global table and join the discussion on ZOOM at: https://zoom.us/j/9795262723,” says Jerome Glenn, CEO of The Millennium Project. “Whatever time zone you are in, you are invited at 12:00 noon in your time zone. People drop in and out as they like. If people can’t come online at 12 noon, they are welcome to come online before or after that time as well.”

Each year, for the past six years, global thought leaders have shared their views about governing artificial intelligence, inventing future employment, building space elevators to orbital cities, reducing climate change, guaranteeing safe water and energy, fighting transnational organized crime, developing future forms of democracy, countering information warfare, incorporating global ethics in decisionmaking, enforcing safety standards for synthetic biology, and the future of humanity. Who knows what will be discussed this year? Comments can be added at #worldfutureday.

“This year, we will be joined by Vint Cerf, Internet Pioneer at 12 noon Brussels time,” according to Glenn.  

Members of the press are most welcome to join the conversation asking questions to this diverse group of future-oriented people; however, ​Chatham House Rule applies: you can quote, use material, but not cite the source. “So,” Glenn continues, “come online and join the conversation with others working to build a better future.”

Co-sponsoring organization contacts:

Association of Professional Futurists: Jay Gary jay@jaygary.com
Humanity+: President Natasha Vita-More, natasha@natashavita-more.com​
UNESCO’s Global Futures Literacy Network: Riel Miller r.miller@unesco.org 
The Millennium Project: CEO Jerome Glenn, Jerome.Glenn@Millennium-Project.org
World Academy of Art and Science: Chairman, Gary Jacobs garry.jacobs@worldacademy.org
World Futures Studies Federation: President, Erik Ferdinand Overland, secretariat@wfsf.org

PRESS CONTACT: +1-202-669-4410 Jerome Glenn, The Millennium Project or email contacts for organizations above.

Source : The Millennium Project

 Vefslóðin er: 

https://eprnews.com/join-24-hour-round-the-world-conversation-to-celebrate-world-future-day-hosted-by-the-millennium-project-445325/?pk_campaign=pr&pk_source=email

Þau hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2020

Margrét Tryggvadóttir, Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir og Helgi Hjálmarsson hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2020.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent í dag við hátíðlega athöfn á Grand hótel. Þrír stjórnendur voru verðlaunaðir. 

Margrét Tryggvadóttir forstjóri NOVA í flokki yfirstjórnenda, Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir öryggis-og gæðastjóri ISAVIA í flokki millistjórnenda og Helgi Hjálmarsson stofnandi og framkvæmdastjóri Völku í flokki frumkvöðla.  

Myndatexti:

f.v. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Ísberg eiginkona Helga Hjálmarssonar, Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Margrét Tryggvadóttir,  og Borghildur Einarsdóttir formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.

Myndir af hátíðinni má sjá á facebooksíðu félagsins 

https://www.mannlif.is/frettir/innlent/helga-helgi-og-margret-hlutu-stjornunarverdlaun-stjornvisi-2020/

https://www.forseti.is/fr%C3%A9ttir/2020-02-27-stj%C3%B3rnv%C3%ADsi/

 

 

 

 

Innleiðing ISO 45001 á Keflavíkurflugvelli

Í dag hittust Stjórnvísifélagar í ISAVIA og voru það faghópar um umhverfi og öryggi, gæðastjórnun og ISO staðla sem stóðu að vibðurðinum. Síðastliðna mánuði hefur tækni- og eignasvið Isavia á Keflavíkurflugvelli unnið að undirbúningi og innleiðingu vinnuöryggisstaðalsins ISO 45001. Jón Kolbeinn Guðjónsson, verkefnastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar og María Kjartansdóttir, verkefnastjóri staðla- og gæðadeildar Isavia fóru yfir undirbúning vinnunnar, vinnuna við gerð kerfisins, innihald staðalsins sem og helstu áskoranir og lausnir sem komið hafa upp..

ISAVIA er þjónustufyrirtæki í flugvallastarfsemi, stofnað 2010 og þar starfa í dag 1.500 manns, heildarveltan var 42 milljarðar 2018 og heildareignir 80 milljarðar.  Nýlega var kynnt nýtt skipurit fyrir samstæðu ISAVIA.  Fyrirtækið leggur mikla áherslu á samfélagsábyrgð í starfsemi sinni og vinnuverndin skipar stóran þátt.  Hagaðilar félagsins vilja leggja mikla áherslu á vinnuvernd.  Byggt er á þremur gildum, öryggi, samvinnu og þjónustu. Árið 2010 fóru rúmlega 2milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll, 2020 voru þeir 7milljónir en 9 milljónir árið 2018. 

Verkefnið fór í gang í desember 2018 og markmiðið var að klára vottun í ágúst 2019.  Jón Kolbeinn sagði mjög mikilvægt að hafa skuldbindingu æðstu stjórnenda í verkefninu.  ISAVIA var með 9001 vottun og mikla reynslu af sambærilegu kerfi, einnig 14001 á einni einingu fyrirtækisins.  Skjölun kerfisins byggir á númeraröð Áttavitans, rekstrarhandbókar Isavia.  Númeraröðin 100 er t.d. svokölluð yfirskjöl og eru á ábyrgð æðstu stjórnenda.  Þegar farið var í þessa vinnu var mótuð vinnuvernd fyrir allt fyrirtækið.  Markmið voru sett með áherslu á að stuðla að menningu þar sem öryggi er í aðalhlutverki og starfsmenn leitist við að koma auga á, meta og stjórna áhættum í vinnuumhverfinu, að stuðla að góðri heisu, vellíðan starfsmanna og slysalausri starfsemi, fara lengra en lög og reglugerðir gera ráð fyrir, vinna að stöðugum umbótum í vinnuverndarmálum o.fl. 

Næstu skref voru að kanna hvaða áhrifaþættir í ytra og innra umhverfi og lög og reglugerðir geta haft áhrif á starfsemina.  Næst var farið í áhættumatið sem var stærsti og mikilvægasti hluti vinnunnar.  Ferillinn fyrir áhættumatið var teiknaður upp út frá ISO 31000 staðlinum.  Labbað var um svæðin og rætt við starfsmenn á vettvangi og í framhaldi gerð aðgerðaráætlun til að milda áhættu.  Fjöldi starfsmanna tók þátt í áhættumatinu og út frá því var verkefnum forgangsraðað eftir litum; gulur, rauður, grænn.  Í framhaldi var t.d. gefin út handbók um merkingar í flugstöðinni.  Áhættumatið varð grunnurinn að þjálfunaráætlun starfsmanna, vinnuverndarvitund 1, 2 og 3 (sértæk þjálfun fyrir verktaka).  Jón Kolbeinn sagði að hagkvæmast væri að að huga að öryggi og heilsu starfsmanna strax á hönnunarstigi fjárfestingaverkefna.  Mikilvægt er að hafa sameiginlega sýn, stefnu og markmið verktaka og ISAVIA.  Lokaúttekt fór fram í byrjun desember, þrettán athugasemdir bárust og ekkert frávik.  Athugasemdirnar voru allar minniháttar og snerust aðallega um að skerpa á ákveðnum ferlum innan kerfisins.  Vottun fékkst 23.12.2019.

Helstu áskoranirnar voru 1. Umfang vottunarinnar 2. Breytingar í umhverfinu (lykil skjöl á hæsta leveli hjálpar til við allar breytingar, skipurit, stjórnendum, ný svið), 3. Fá réttu aðilana að borðinu (mikilvægt að skoða hvaða fólk þarf að taka að borðinu, mikill tími sem fór til spillis vegna þess að hópurinn var of þröngur, stjórnskipulag verkefnisins var ekki nógu skýrt og það vantaði að virkja stýrihóp 4. Fá þátttöku hjá starfsfólki (viðhorf starfsfólks breyttist, mikil vinna á gólfinu sem voru mjög sýnileg, þátttaka frá lykil stjórnendum mikil.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?