Varðveisla kunnáttu starfsfólks er lykilatriði í gæðakerfi Fiskistofu

Að koma til Fiskistofu var eins og að koma heim til góðrar vinkonu sem bauð upp á kaffi, veitingar og  gott sæti í sófanum á skrifstofunni. Elín Ragnarsdóttir, byrjaði með því að segja frá áskorunum sem Fiskistofa stóð frammi fyrir þegar ákveðið var að höfuðstöðvarnar ættu að flytja norður. Hún sagði að þegar starfsfólk fékk að vita að þau hefðu tækifæri á að flytja með skrifstofunni eða hætta, hafi flest leitað á nýjar slóðir. Það hafði þær afleiðingar að stór hluti kunnáttu og þekkingar Fiskistofu labbaði út þegar starfsfólkið hætti. 

Kunnáttan var farin úr húsi og eftir var gamalt og úrelt gæðakerfi, þá stóð ekkert annað til boða en að byggja gæðastjórnunarstarfið upp á nýtt. Þau ákváðu að taka upp CCQ gæðakerfið frá Origo og hefur það sannarlega lukkast vel. Viðmót Elínar til þessa verkefnis var til fyrirmyndar og hefur henni tekist glæsilega til. Elín skoðaði skipulag Fiskistofu og hafði skiptingu niður á svið sem útgangspunktinn á uppbyggingu stjórnkerfisins og byggði efnisyfirlitið eftir sviðum þar sem verkefni geta flætt þvert yfir starfsemina. 

Til að ná tökum á heildarmyndinni teiknaði Elín upp starfsemina í einn stórar köngulóarvef sem hún notaði sem beinagrind fyrir gæðahandbókina. Hún sagði að þessi aðferð hafi veitt sér góða yfirsýn yfir uppbyggingu gæðahandbókar og mælir með því að byrja undirbúning svona. 

Því næst sagði Elín okkur frá lesborðinu í CCQ og sýndi okkur yfirlitið sem hún hefur þar, t.d. yfir þau verkefni sem bíða hennar, sem innihalda meðal annars „skjöl sem bíða útgáfu“. 

Þegar gæðahandbókin var komin vel af stað fór Fiskistofa að undirbúa sig fyrir jafnlaunavottun og hlaut vottun án athugasemda fyrir tæplega ári síðan. „Mér finnst sjónarhornið „tilvísun í staðla“ sem CCQ býður upp á sérstaklega gott, því ég get ekki munað hvað t.d. kafli 4.3.2 er og þegar endurskoðandi eða úttektaraðili spyr sérstaklega eftir skjalfestingu á þeim kafla þarf ég ekki að hugsa meira enn að finna sjónarhornið og láta viðkomandi fletta sig í gegnum það.“ 

Elín ítrekaði mikilvægi þess að varðveita kunnáttu starfsfólks og sagði að þegar nýr starfsmaður byrjar eigi hann að geta hafið starfið sitt einungis með því að lesa sig í gegnum tilheyrandi gæðaskjöl. Þá var spurt í salnum hvort hún hefði yfirsýn yfir lestur og þátttöku starfsfólks. „Já“, svaraði Elín, „CCQ býður upp á staðfestingu lesturs og ég er með lista yfir þau sem þurfa að gera það. Einnig er innbyggður vaktari í kerfinu sem minnir reglulega á. Til dæmis fyrir skjöl sem tilheyra starfsmannahandbókinni, fær starfsfólk yfirleitt viku til að kynna sér upplýsingarnar og staðfesta lestur, en fyrir mikilvægar upplýsingar sem tengjast lögum og reglugerðum er yfirleitt ekki veittur meira en tveggja daga frestur til að staðfesta lestur.“ 

Í dag eru 309 skjöl útgefin í gæðahandbókinni og 90 sem bíða samþykktar. 

Að lok fundarins skapaðist mikil umræða á milli þátttakenda.

 

Stjórnvísir þakkar Fiskistofu fyrir góða móttöku og veitingar.

Um viðburðinn

Fiskistofa býður í heimsókn

Fiskistofa býður heim til sín og fjallar um gæðastjórnurnarstarfið þeirra. 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?