Fréttir og pistlar

Hvernig gekk Advania að vinna í fjarvinnu?

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Hinrik Sigurður Jóhannesson mannauðsstjóri Advania fjallaði á morgunfundi Stjórnvísi um hvernig hefur gengið að vinna í fjarvinnu út frá niðurstöðum könnunar á meðal starfsfólks.  Hinrik sagði Advania vera félag sem byggir á gömlum grunni sem byrjaði 1939 og er í dag á öllum Norðurlöndum. Í dag er Advania á 26 stöðum í 5 löndum.  Á Íslandi vinna 600 manns, fjölbreyttur og skemmtilegur hópur.  Jafnlaunagreiningar eru keyrðar mánaðarlega og eru konur í dag ívið hærri en karlar.  Advania hjálpar stjórnendum sínum í að vera góðir stjórnendur og vinna mikið í menningunni sinni, markmiðið er að það sé gaman í vinnunni, lifandi og sveigjanlegur vinnustaður. Hinrik sagði að um langt skeið hefur fjarvinna verið að aukast alls staðar í heiminum. Twitter og Facebook hafa gengið alla leið í að hvetja folk til að vinna heima eftir að Covid skall á.

En hvernig studdi Advania við stjórnendur.  Leitað var til Gartner.  Treystum við fólkinu okkar ef við getum ekki séð það? Advania svaraði “Já”.  Er vinnan þannig að hægt sé að vinna í fjarvinnu? Hjá Advania var svarið að mestu leiti “Já”.  Vill fólkið okkar vinna fjarvinnu? Þetta var stóra spurningin á vinnustöðum. Í mars.  Er fyrirtækið með tæknilegan infrastrúktúr sem styður fjarvinnu? “Já” svaraði Advania.  Þarna var Advania heppið sem vinnustaður því allt var komið í skýið hjá þeim fyrir þennan tíma.  Allir voru með fartölvur, tengdir heim, netið í toppmálum, workplace, studio til að fara í útsendingar, fræðsla og annað kynningarefni rafrænt og komið á netið. Þau voru því tæknilega séð tilbúin í fjarvinnu. 

En það sem Covid kenndi var að þau þurftu að læra hratt hvernig þau stjórna í Covid.  Starfsmenn þurftu að læra hvernig maður vinnur heima, er framleiðnin eins þegar unnið er í fjarvinnu? Hvernig stjórnar maður í fjarvinnu? Hinrik sagði að þau settu út leiðbeiningum til allra stjórnenda; vera til fyrirmyndar, sinna upplýsingargjöf o.fl.  Send var út könnun og allir starfsmenn sammála um að þetta væri að virka vel. Einnig voru send út heilræði til starsmanna; komdu þér upp aðstöðu, búðu til rútínu og aðlagaðu þig að þínum raunveruleika.  82% starfsmanna voru frekar ánægðir með heimavinnu en þetta hentaði ekki fyrir einhvern hóp, kannski var vinnuaðstaðan léleg, stóllinn ekki góður, vildu skýrari skil á milli vinnu og einkalífs.  Ekki var skoðað hjá Advania hvort einhver munur var á milli kynslóða.  Þau sáu engan sérstakan mun varðandi mismun á aldri, þetta virtist vera meira einstaklingsbundið frekar en kynslóðarbundið. 

En hvernig voru samskiptin?  Milli hópa og milli stjórnenda og starfsmanna.  Stjórnendur voru hvattir til að búa til ramma.  Flestir keyrðu daglegan fund og spurðu hvernig hafið þið það? Er eitthvað sem ég get aðstoðað við?  Sumir vildu meina að sambandið væri jafnvel einfaldara og betra við næsta stjórnanda. Varðandi upplýsingagjöf þá var hún jafnvel meiri en nokkru sinni fyrr.  Ítrekað var í hverjum pósti að þvo sér um hendur.  Gestir voru fengnir til að spjalla í hálftíma.  Sendur var póstur og spurt hvort upplýsingagjöf væri nægileg og það upplifðu flest allir.  Allir náðu að sinna sinni vinnu að heiman og magnið hélst en hvað með gæðin? Þjónustuupplifun hélst líka vel.  Þetta fordæmalausa ástand gekk upp og allir voru tilbúnir í bátana.  Menningarlega voru allir heima og allir á fjarfundum.  Enginn var að missa af neinu sem var í gangi á skrifstofunni því ekkert var í gangi á skrifstofunni.  Þetta gekk sem sagt einstaklega vel.  En hvað svo?  Er fjarvinna komin til að vera?  Tökum við þessar bylgjur og leka svo allir inn á skrifstofurnar?  Það sem Advania hugnast er að fjarvinna verði hluti af því sem fólk gerir. 

Advania er búið að setja upp fjarvinnustefnu.  Advania púlsinn er keyrður út, 33 spurningar sem eru tengdar. Þegar þú horfir til baka á fjarvinnutímabilið – hvað lýsir best upplifun þinni af því? 60% sögðu að þetta hefði gengið gríðarlega vel og önnur 20% sögðu bara fínt.  “Miklu meira næði”.  Í fjarvinnu gengu samskipti við stjórnenda betur?  Hvað af eftirfarandi finnst þér lýsa kostum fjarvinnu? Allir voru spurðir og allir á því að þetta gekk vel.  Sérðu fjarvinnu sem fjarvinnu eða mögulega kvöð? Flestir sáu möguleika í tækifæri.  Hvers saknarðu mest?  Samstarfsfélaga, hittast í mat o.fl. 

Advania fjárfesti í alvöru fjarfundarbúnaði. Mesta áskorunin liggur í fundi sem er blandaður þ.e. þegar sumir eru heima og aðrir í vinnunni.  Þá er mikilvægt að gleyma ekki þeim sem er ekki á fundinum og hægt að fjárfesta í búnaði.  Gefin var út fjarvinnustefna; gera starfsmönnum kleift að vera til staðar fyrir barnið sitt eða maka, gera starfsfólki kleift að nýta tímann betur, draga úr kostnaði við ferðir. En af hverju að forma þetta með samningi?  Punkturinn með því er sá að fyrirtækið Advania er að commita á það að starfsmenn hafi rétt á að vinna heima hjá sér 40% af vinnutíma sínum.  Svona vilja þau vinna í framtíðinni.  Þar sem 80% starfsmanna segja að heimavinna gangi vel þá hlýtur þetta að vera í lagi.  Fjarvinna getur því orðið að staðaldri og þá styður kúltúrinn við það.  Enginn verður útundan og spurningin hvernig þetta mun ganga.  Þú færð góðan skjá, lyklaborð, internettenginu og Advania samdi við birgja varðandi skrifborð og stól ef einhverjir vilja nýta sér það.  Advania greiðir ekki fyrir skrifborð og stóla.  Hagsmunir fyrir fólk eru gríðarlegir að geta unnið í fjarvinnu.  Í samningi stendur að þetta sé allt gert í samráði við næsta yfirmann.  Þess vegna er ekki miðstýrt hvenær hver og einn eigi að mæta í vinnu.  Það eru því ekki fyrirfram ákveðnir dagar hvenær eigi að vera á skrifstofunni og hvenær heima.

Frítt niðurhal af ritinu "Þjónustugæði - samkeppnisforskot og velgengni"

Stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun vekur athygli félaga á fríu niðurhali af ritinu "Þjónustugæði-samkeppnisforskot og velgengni".  Þjónusta verður æ mikilvægari til að skapa samkeppnisforskot. Ýmsar aðferðir eru notaðar til þess að hanna og meta þjónustu. Flestar eiga þær það sammerkt að lagt er mat á það sem skiptir máli út frá sjónarhóli þeirra sem upplifa þjónustuna og/eða starfsfólksins. Í þessu riti er fjallað um mikilvæga þætti í þjónusta, mælingar ferilgreiningu (service blueprint) sem sýnir myndrænt allt ferlið o.fl.   Höfundur ritsins er Margrét Reynisdóttir. 

 

Samtal um leiðtogafærni í nútíð og framtíð

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Nýr faghópur um leiðtogafærni hélt sinn fyrsta fund í morgun. Fundurinn vakti mikla athygli því hátt á annað hundrað manns mættu á fundinn. Áslaug Ármannsdóttir formaður faghópsins bauð alla velkomna á fyrsta fund faghópsins sem stofnaður var í byrjun sumars.  Áslaug hvatti fundargesti til að skrá sig í faghópinn.  Hún kynnti fyrirlesarana þau Hauk Inga Jónasson og Sigrúnu Gunnarsdóttur og fór yfir þær þrjár spurningar sem voru ræddar á fundinum og brenna á okkar vörum.  

Spurningarnar eru: Hvað þarf til til að vera leiðtogi í dag / hvernig er nútímaleiðtogi?
Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar “þessu ástandi líkur” - hvaða lærdóm þurfum við að draga af ástandinu og hvernig tryggjum við að allt detti ekki aftur í viðjar vanans? 
Hvernig þarf framtíðar leiðtoginn að vera – eru einhverjar breytingar fyrirsjáanlegar sem leiðtogar þurfa að hafa í huga.? Viðburðinum var streymt á Teams.

Haukur Ingi sagði okkur vera að ganga í gegnum sérstaka tíma.  Við erum stödd í miðri kennslustofu hvað virkar og hvað virkar ekki.  Haukur Ingi sagði leiðtoga þurfa að búa yfir leiðtogafærni og stefnumótunarfærni.  Haukur hvetur leiðtoga til að þroska með sér að geta lesið tilfinningar og gera upp sínar eigin tilfinningar, djúpsæi er getan til að horfa inn á við og bregðast við því áður en þú bregst við fólkinu í kringum þig.  Mikilvægt er að geta skipt um tækni ef ein tækni virkar ekki.  Ein leiðin er þjónandi forysta þar sem þú styður þá sem þú vilt fá til lags við þig með því að bjóða því þjónustu þína, stundum þarf að leita samráðs og stundum og nota lýðræðislegar ákvarðanir.  Mikilvægt er að leiðtogi geti beitt sér með ólíkum þætti.

Sigrún sagðist að þegar horft væri á leiðtoga sem ná árangri í samtímanum séu sérlega færir í samskiptum, samskiptin við þá eru opin og greið og fólk í kringum þá hikar ekki við að taka erfiðar ákvarðanir.  Þannig er skapað heilbrigt umhverfi þar sem hver og einn hefur sína ábyrgð og allir halda áfram að blómstra.  Hvort heldur þetta eru leiðtogar þjóða eða vinnustofa þá skiptir miklu máli samskiptahæfni.  Mikilvægt er að undirbúa sig og byggja upp innri styrk sem gerir mann færan.  Egoið er lagt til hliðar og þeir sem hafa þekkinguna fá að njóta sín.  Leiðtoginn dregur það fram og varpar ljósinu á hinn.  Mikilvægt er að nota ólíkar aðferðir og stundum þarf boðvald eins og verið er að gera í þjóðfélaginu í dag varðandi Covid.  Í stuttu máli er góður leiðtogi sá sem skapar gott starfsumhverfi og góða vinnustaðamenningu og getur lagt sjálfan sig til hliðar þ.e. er auðmjúkur. 

Spurningar bárust frá félögum m.a. hvernig leiðtogar mæla sig nú á þessum tímum. Sigrún nefndi aðferðir sem eru nýttar í Noregi þar sem búið er til form þrátt fyrir fjarlægðina.  Á Íslandi hefur gengið vel að vinna í fjarvinnu og áskorunin er mikil t.d. mikil fyrir kennara.  Haukur Ingi nefndi gervigreindina.  Vitvélar munu ekki grípa eins mikið inn í að grípa teymi eða grípa hlutverk leiðtogans en gervigreindin mun geta nýtt gögn til að laga ferla og spá fyrir um fjölda hluta sem bæta aðferðir.  Væntanlega verður hægt að beita leiðtogavaldi í gegnum vitvélarnar. Það er mjög gagnlegt að þroska teymin sín þannig að fólk sé viljugt til að eiga í hreinskilnum samskiptum.  Besti kennarinn er oft samstarfsfélaginn.  Haukur Ingi sagði mikilvægt að endurgjöfin sé á kvörðum og fyllt út af báðum aðilum.  Partur af starfinu yrði að gefa hvor öðrum álit og þroskast saman.  En hvernig metur leiðtogi sjálfan sig?  Ef hann getur ekki metið sjálfan sig hvernig á hann þá að meta aðra.  Hluti af góðri leiðtogafærni er að vinna þessa innri vinnu.  Leiðtoginn þarf að staldra við nokkrar mínútur og skoða alltaf hvernig gekk og hvað má gera betur.  Mikilvægast af öllu er að hafa löngun til að læra stöðugt. Mikilvægt er að spyrja sjálfan sig: „Hver ertu aleinn?“. 

Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar ástandinu líkur og hvernig styrkjum við að ekki sé farið í viðjar vanans?  Sigrún sagði að staðan í dag væri eins og við séum á tilraunastofu. Í stuttu máli er lærdómurinn þessi:  Það sem almennt gekk vel í vor 1. Það voru skýrar línur, við ætlum að forða okkur frá smiti og tryggja öryggi. Skýrar línur komu frá yfirvöldum. 2. Á öllum vinnustöðum var okkur umhugað um náungann.  Allir fóru að aðstoða alla við góð samskipti. 3. Allir þurftu að læra eitthvað nýtt eins og að þvo sér um hendurnar og læra á fjarfundarbúnað.  Þegar þessi þrenna fór saman náðist árangur.  Í vor urðu allir svo kurteisir, við þurfum að halda í það, sýna ábyrgð og styrkja okkur.  Haukur sagði að það væri svo mikilvægt að hafa góða leiðtoga.  Í dag höfum við heilbrigt fólk á öllum sviðum, heilbrigt viðhorf til vandann og ráða við aðstæður.  Það eru ekki allir leiðtogar sem ráða við vandann. Heilbrigðir leiðtogar skipta gríðarlegu máli og leiðtoginn verður að líta inn á við.  Fyrsta verkefnið er að rýna inn á við.  Enginn getur orðið leiðtogi sem ekki þekkir sjálfan. Þegar þú þekkir sjálfan þig þá geturðu haldið áfram að hvetja aðra. En hvernig þarf framtíðarleiðtoginn að vera? Sigrún sagði að góður leiðtogi þyrfti að hafa hæfni til að aðlagast breytingum.  Hann þarf að getað lesið heiminn þ.e. hvað er brýnast núna.  Nú blasa við nokkur stór mál því við búum við óöryggi fram undan. Þetta tókst á Íslandi í vor, þökk sé og gæfa íslenskri þjóð að hafa þá leiðtoga sem voru í framlínunni. Heilsa, umhverfismál, lýðræði og mannréttindi eru stórir þættir sem er ógnað á okkar tímum.  Við þurfum öll að hjálpast að við að stofna skapandi leiðtoga.  Gefðu fólki frelsi því þá skapast margt.  Haukur sagði mikilvægt að þroska með sér gagnrýni þannig verða börn sjálfstæð.  Þannig verðum við góðir samfélagsþegnar og getum tekið að okkur leiðandi hlutverk.  Núna eru miklir möguleikar.  Menn hlusta í dag á fyrirlestra hvar sem er í heiminum. Við erum að fara í gegnum sérstaka tíma og áhugaverðir tímar fram undan.  Þriðja iðnbyltingin er merkilegt fyrirbrigði þar sem verður aukin skilvirkni í hagkerfinu sem við erum rétt að byrja að glitta í .  Haukur tók dæmi um Spotify þar sem hægt er að hlusta á alla tónlist í veröldinni á einum stað.  Mikilvægt er að spyrja sig og að það sé hlutverk okkar allra að gera heilt það sem brotið.

Sigrún fjallaði um að við þurfum að átta okkur á því að við erum frjálsar manneskjur og við þurfum að passa upp á að hver og einn hafi sjálfstæði og ábyrgð á sínu starfi. Við þurfum að passa okkur á því að vera ekki þrælar einhvers, verða frjáls og hafa áhrif.  Passa verður upp á að verða aldrei fórnarlömb.  „Hafðu áhrif“.  Mikilvægt er að draga andann og spyrja sjálfan sig hvort maður þurfi aðstoð, taka pásu og gefur lífsgæði og forðar manni frá að fara framúr sér og brenna út.  Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.  Haukur talaði um þetta innra samtal sem maður er stöðugt í.  Ef maður er með eitthvað í fartaskinu þá fær maður ekki þetta lífsgefandi afl þannig að maður geti á heilum sér tekið og unnið uppbyggilega með öðrum.  Maður þarf að vinna heill með innri hugann. Þú þarft að finna út hvað þarf að gera og setja fókus á það sem öllu máli skipta.  Taoisminn „þú gerir það sem þú gerir ekki“. Spyrja sig hvernig maður geti haft áhrif með því að gera minna en styður við framvinduna og leyfa hlutunum að gerast.  Það er mikilvægt að draga úr álaginu á sjálfum sér og skapa raunverulegan ávinning og lífsgæði.  Alltaf skal taka ákvarðanir sem leiða til mestu lífsgæða fyrir þig þ.e. í sátt við sjálfan sig og hleypa ástríðunni að og með uppbyggilegum hætti.  

Ágreiningur vesen eða vannýtt tækifæri?

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Faghópar um markþjálfun, mannauðsstjórnun og leiðtogafærni héldu í morgun vel sóttan fund á Teams sem bar yfirskriftina „Hvað eiga aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar sameiginlegt?“

Þóra Björg Jónsdóttir markþjálfi og ráðgjafi stofnandi Stokku byrjaði á að ræða um hvaðan ágreiningur kemur og hversu skemmandi hann getur verið. Orku, tíma og peningum er sóað með ágreiningi. Margir vinna með viðhorf og er eftirsóknarvert að vinna með ágreining. En hvaða virði er ágreiningur og hvaða verkfæri notum við.  Allt snýst um það að fólk leiti lausnanna sjálft því hver og einn þekkir sínar þarfir best. 

Flestir vilja vera lausir við ágreining og vilja halda friðinni því það er átakaminnst.  Ágreiningur er ósamkomulag, það þegar fólk er ekki sammála.  En hvernig er tekið á því þegar fólk er ekki sammála 1. Ósýnilegur ágreiningur 2.skapandi ágreiningur 3.skaðandi ágreiningur.

  1. Varðandi ósýnilegan ágreining það er þegar engin átök eru því allir eru sammála en þá koma ekki ólík sjónarhorn upp og umhverfið er stöðugt en kannski kraumar eitthvað undir því ekki er raunhæft að gera fyrir að enginn skoðunarmunur sé sýnilegur.  Stundum er hópurinn samstilltur og því allir sammála um allt. Þar sem er enginn ágreiningur er hætta á stöðnun.
  2. Í skapandi ágreiningi er talið eðlilegt og jákvætt að fólk sé stundum ósammála. Á slíkum vinnustað skiptist fólk á skoðunum. Málefnalegar og jafnvel snarpar umræður eru áður en ákvarðanir eru teknar. Þarna ríkir virðing og traust og fólk þorir að segja sínar skoðanir, svigrúm skapast til góðra umræðna og gæði ákvarðana eykst.
  3. Í skaðandi ágreiningi snýst allt um samkeppni og hlutir gerast persónulegir.  Á slíkum vinnustað er ósveigjanleiki og skortur á vilja og getu til samvinnu, gagnrýni á allt sem er ákveðið og gert og vanþakklæti fyrir allt sem er gert fyrir starfsfólk. Þar sem skaðandi ágreiningur þrífst eykst starfsmannavelta.

Þóra varpaði fram spurningunni: Hvar viltu vera viðskiptavinur? Alveg örugglega þar sem menningin er skapandi ágreiningur.  Mikilvægt er á vinnustöðum að skoða viðhorf innan hópa hvers til annars og fjölbreytni er kostur. Ekki er allt sem sýnist og því mikilvægt að vera ekki fljótur að draga ályktanir.  Stöðug sjálfsskoðun er því þörf og virðing í samskiptum.  Best að tala beint út og ekki í gátum. Okkar helsta tæki í samskiptum er að hlusta og skilja. Hvað er í gangi, hvers vegna er þetta sett svona fram, hvaða upplýsingar þarf ég. Nota aðferð eins og „Skil ég þig rétt?“ Hvar á samtalið sér stað, í einrúmi eða innan um aðra.  Það er svo mikilvægt að átta sig á hvað er í gangi.  Alltaf er verið að vinna með spurningar og um hvað málið snýst. Sáttamiðlarar eru alltaf að vinna að sameiginlegum skilningi þ.e. fólk skilji hvort annað. Án sameiginlegs skilnings getum við ekki haldið áfram í átt að góðri ákvörðun.  Spurningar eru til þess að fá upplýsingar.  Í grunninn snýst markþjálfun um að vinna með leiðir til að allir hafi skilið hvað er í gangi áður en er svarað.  Sms leiðin er algengust daglega, skilaboð – móttaka – svar. Líklegri leið til að ganga betur er skilaboð – móttaka – hlustun – spurningar – hagsmunir – skilningur – svar.  Markþjálfun og sáttamiðlun ganga út á þessa leið.  Lokaorð Þóru voru þau að við getum alltaf gert betur og haft áhrif.

Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari, lögfræðingur, og formaður Sáttar formaður sagði mikilvægt og sterkasta verkfærið að setjast niður.  Besta leiðin er að sinna forvörnum og bætt samskipti eru besta vörnin.  Aldrei er hægt að útrýma öllum ágreiningi.  Það á aldrei að vera eitrað að hafa aðra skoðun.  Málin verða stundum þrúgandi ef þau hafa fengið að grassera lengi.  Þegar hlutir eru orðnir óþægilegir þarf að taka þá upp á yfirborðið.  Í sáttamiðlaraskólanum eru teknar æfingar fyrir nemendur þar sem fólk er sett í aðstæður hvernig það getur komist að sameiginlegri niðurstöður.  Sáttamiðlun og markþjálfun setja ábyrgðina á einstaklinginn.  Aðilinn finnur sjálfur lausnirnar.  Viðhorfin á bakvið spurningarnar hafa svo mikil áhrif.  Þær þurfa að vera forvitnilegar og vekja skilning og bíða opinn eftir skilningi. Í lok fundar þakkaði Lilja Gunnarsdóttir formaðu faghóps um markþjálfun fyrirlesurum fyrir góð erindi. 

Áhugaverð útgáfa / Framtíðir

World Future studies Federation, gaf út nýlega rit með áhugvarðum greinum. Smelllið á vefslóðina ef þið hafið áhuga á hvað er við handan sjóndeildarhringinn!

https://issuu.com/wfsf.president/docs/issue_2_2020_hf_final_4_sept

 

Þróun vinnuvistar hjá Elkem á Íslandi

Í morgun fjallaði Sigurjón Svavarsson, öryggis- heilsu- og umhverfisstjóri Elkem á Íslandi um hvernig öryggismenningin hefur þróast þar á sl. 10 árum m.t.t. breytinga í umhverfi og þekkingu starfsmanna á vinnuvistfræði, helstu áskoranir og lausnir. Viðburðurinn sem var haldinn sem fjarfundur var vel sóttur og var hlekkur sendur til þeirra sem skráðu sig daginn fyrir viðburðinn.  Nálgast má ítarefni af fundinum undir viðburðinum.
Sigurjón hóf erindi sitt á að setja frá því að fyrirtækið Elkem hefur verið starfandi í meira en 100 ár, var í eigu Norðmanna og er í dag í eigu Kínverja.  Verksmiðjan sjálf hefur verið starfandi í rúmlega 40 ár.  Mikil áhersla hefur verið lögð undanfarin ár á öryggismál og vinnuvistfræði þar sem verið er að horfa á að hafa skýr lykilatriði eins og líkamsástand, rétta líkamssöðu, vinnuskipulag, hámarksþyngdir, stoðkerfi og einhæfa vinnu. 

Sem dæmi um þær aðgerðir sem Elkem hefur farið í á undanförnum árum er að sjúkraþjálfari heimsækir starfsstöðvar.  Elkem setti sér skýr markmið varðandi eldri starfsmenn til að fyrirbyggja langtímaveikindi vegna heilsubrests. Núllstaða var skilgreind mjög vel til að vita hvar Elkem er í dag. Hvert ætla þau að fara, ákveða þarf réttar aðgerðir, mæla þær og skila árangri. Helstu áskoranir sem komu út úr áhættumati var að hjá Elkem er unnið með þung verkfæri og verkfæri sem starfsmenn höfðu jafnvel aldrei séð áður.  Varðandi að opna og loka gámum þá þarf að beita réttri líkamsbeitingu.  Sigurjón sagði að þegar horft væri til síðustu fimm ára.  Helstu orsakir atvika hjá Elkem á síðustu fimm árum stafa af því að starfsmenn voru að beita líkamanum rangt.  Erfiðast er að ákveða hvort atvikið má rekja beint til vinnustaðarins eða til líkamsástand vegna samhliða vinnu.  Er kvillinn kominn frá hliðarvinnu, fyrri vinnu eða núverandi vinnu.  Til að fá rétta mynd af stöðunni er samtal við trúnaðarlækni og hjúkrunarfræðing.  Þá er gefið svar já/nei.  Allt þarf að vera mjög skýrt.  Varðandi úrbætur þá ákvað Elkem að fara meira út í fræðslu.  Í framhaldi komu starfsmenn með áhugaverðar nýjar lausnir og nefndi Sigurjón dæmi því tengt sem drógu úr líkum á atvikum. 

Fræðsla er reglubundin á fræðslufundum og síðan er dagleg fræðsla sem tekin er á vaktinni.  Þá er ákveðinn fókus í hverjum mánuði og nú í september er fókusinn á “hífingar”. Sjúkraþjálfari er fenginn á staðinn, sér hvernig starfsmenn vinna og kemur með úrbætur.  Þetta hefur hjálpað Elkem mest því starfsmenn taka þetta virkilega til sín og finna sjálfir lausnir. Fjöldi umbóta hefur komið frá starfsmönnum.  Nýjar áskoranir er unga kynslóðin, unnið er með aukna áherslu á að hafa störfin léttari og öryggi og bæði kyn í vinnu.  Að lokum sagði Sigurjón að þetta væri samspil stjórnenda og starfsmanna og sameiginleg ábyrgð.  Hver og einn verður að passa vel upp á sitt líkamlega ástand. 

 

Kick off fundur 27.ágúst - tengill á fundinn

Hér má nálgast tengil af fundinum á Teams.  Til að opna myndbandið þarftu að vera í hópnum á Teams.
Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi var haldinn 27.ágúst á Teams kl.08:45-10:00.  
Hér er tengill á fundinn í maí sem haldinn var fyrir stjórnir faghópa  á Teams. Til að opna myndbandið þarftu að vera í hópnum á Teams.

Tilgangur fundarins var að starta nýju starfsári af krafti. Farið var yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, og búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár kröftugt.

Galdurinn bakvið góðar kynningar

Stjórnvísi bauð í morgun öllum félögum upp á skemmtilegan og hagnýtur fyrirlestur þar sem María Ellingsen leikkona og þjálfari deildi helstu aðferðunum við að semja og flytja áhrifamiklar kynningar. Fundurinn var haldinn á Teams. Stefnt er að því þegar tækifæri gefst aftur til að hittast saman í hópum að bjóða stjórnendum í faghópum Stjórnvísi að skrá sig á námskeið 2x3 tímar (14 aðilar í hverjum hóp).   María ræddi m.a. eftirfarandi punkta: Líkamstjáning er 70%, röddin 20%, orðin 10% - vindur í seglinn - ef líkamstjáning og röddin stendur ekki með því sem að maður er að segja þá kemur þetta ekki heima og saman. Fókus út, gerið ykkur tilbúin að senda boltann til áhorfenda – lenda skilaboðin – nær fólk þessu?  Maður á að horfa á fólkið ekki punkt í salnum – ná sambandi og koma boltum til þeirra . Hugsa alltaf: " Hvað er ég að gera uppá sviði – ég var beðin um að halda þennan fyrirlestur – minn tilgangur – gera ykkur sterkari – eitthvað sem drífur mig áfram.  Byrja á – hvað vil ég að gerist í herberginu?

Strúktúr.  Vekja til umhugsunar - Vandamál – Lausn á vandamáli – deila framtíðarsýn – eyða efasemdum – spurningar – endum á lykilorði (skrifa niður og muna) – ekki hafa inngang, meginmál, samantekt – það er leiðinlegur fyrirlestur og gamaldags. 
Fyrst strútkúr og svo hvernig ætla ég að koma þessu skila - Hjálpar að vera með eitthvað myndrænt?  Stýrum hvenær við erum að sýna og benda þá á og gef aþá fókúsinn á hlutinn eða glærurnar. 

María tók dæmi um hvernig hægt er að kynna Rauða krossinn á margvíslegan hátt. 

Breytingar innan ft – taka efasemdir uppá borðið – því eftir fundinn þá talar fólk og grefur undan -

Ekki enda á að spyrja hvort það séy einhverjar spurningar – til að enda þetta fyrir mig – nú vil ég fá spurningar frá ykkur – 

Standa í báðar lappir – ekki halla höfði – ekki biðjast afsökunar – hafa fókusinn út – opna brjóstið og látið axlir aftur –

 

Sautján fyrirtækjum veitt viðurkenning fyrir góða stjórnarhætti

Myndir af viðburðinum má nálgast hér. Í dag, þann 21. ágúst 2020, veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland stjórnum 17 fyrirtækja viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og var þeim jafnframt veitt nafnbótin „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“.

Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg fyrir tæpum áratug síðan. Með tilkomu þess var ætlunin að bæta stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi og auka eftirfylgni stjórna þeirra við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi.

Í verkefninu felst að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda sinna. Einnig er könnuð fylgni við leiðbeiningarnar, almennar reglur og lög sem gilda um starf stjórna.

Í ársbyrjun 2020 tók Stjórnvísi, stærsta fagfélag landsins um stjórnun, verkefnið og framkvæmd þess að sér, en fram að því hafði Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hjá Háskóla Íslands sinnt því allt frá tilkomu þess u.þ.b. áratug áður.

 

Fyrirtækin sem hljóta þessa eftirsóttu nafnbót að þessu sinni, eru:

Arion banki hf.

Eik fasteignafélag hf.

Íslandsbanki hf.

Íslandssjóðir hf.

Kvika hf.

Landsbankinn hf.

Lánasjóður sveitarfélaga ohf.

Mannvit hf.

Reginn hf.

Reiknistofa bankanna hf.

Reitir hf.

Stefnir hf.

Sýn hf.

Tryggingamiðstöðin hf.

Vátryggingafélag Íslands hf.

Vörður hf.

Ölgerðin Egill Skallagríms hf.

 

Öll eru þessi fyrirtæki vel að nafnbótinni komin, starfshættir stjórna þeirra eru vel skipulagðir og þeir ásamt framkvæmd stjórnarstarfanna til fyrirmyndar.

 

Starfið í Stjórnvísi á tímum COVID-19.

Stjórn Stjórnvísi setur velferð samfélagsins í forgang og hvetur stjórnendur faghópa til þess að leita nýrra leiða og halda sem flesta fundi á meðan þetta ástand varir í fjarfundarbúnaði. Mikilvægt er að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum á vef landlæknis.  Varðandi boð Stjórnvísi til stjórna faghópa um að hittast á veitingarstað í hádegi og ræða dagskrána þá er hverri og einni stjórn í sjálfsvald sett að þiggja boðið, eiga það inni, hittast á veffundi eða hafa blöndu af hvoru tveggja, um að gera að ákveða í sameiningu hvað hentar hverjum og einum best.
Við vekjum athygli á Kick off fundinum í næstu viku sem haldinn verður á TEAMS ásamt fundinum með Maríu Ellingsen „Hver er galdurinn á bakvið góðar kynningar“.   Þema stjórnar árið 2020-2021 er „Ár aðlögunar“ og verður Haustráðstefna Stjórnvísi tengd því.  Um að gera að bóka sig sem fyrst þann 8.október kl.09:00-11:00. 

The Power of Inclusion - Fjölbreytnimenning innan fyrirtækja

Í tilefni af samstarfi Nasdaq við Hinsegin daga heldur Richard Taylor, VP of Employee Experience hjá Nasdaq opið klukkustundarlangt vefnámskeið þar sem hann veitir hagnýt ráð um hvernig koma megi á og hlúa að fjölbreytnimenningu innan fyrirtækja sem verndar og styður allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, þjóðerni eða aðstöðumun af einhverjum toga. Námskeiðið hentar stjórnendum fyrirtækja en einnig öllum öðrum áhugasömum um málefnið.
 
English: This short workshop will help organizations with the business case for diversity and inclusion, the challenges that must be faced, and very practical tips on how to re-imagine your hiring, talent development, and retention practices for maximum effectiveness.
 
Speaker: Richard Taylor is the VP of Employee Experience at Nasdaq, where he’s intent on transforming people’s relationship with work. This is through re-imagining everything from company values & culture, leadership, recognition, diversity and careers, to the day-to-day work environment like work environment, processes, and tools. Prior to Nasdaq, Rich has held HR leadership roles at Palo Alto Networks, LinkedIn, Applied Materials, Reuters, and several startups.
 
Event is online and can be accessed via Facebook page of Stjórnvísi. 
 

Hlaðvarp - Framtíðir

Hægt er að nálgast þrjá hlaðvarpsþættir á Spotify:

  • Framtíðir#1: Sviðsmyndir og framtíðarfræði.
  • Framtíðir#2: Framtíðir í menntamálum.
  • Framtíðir#3: Vinnustaðir og venjur.

Leitið undir Framtíðir

 

 

 

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um leiðtogafærni.

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um leiðtogafærni og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér
Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. 
Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa:  Áslaug Ármannsdóttir formaður, Berglind Björk Hreinsdóttir Hafrannsóknarstofnun, Berglind Fanndal Káradóttir Rannís, Bragi Jónsson BYKO, Elín Ólafsdóttir Flugger, Elísabet Jónsdóttir Löður, Gestur K Pálmarson sérfræðingur, Hafdís Huld hjá Rata, Helga Elísa Þorkelsdóttir Medís, Hildur Jóna Bergþórsdóttir Landsvirkjun, Ída Jensdóttir Hafnarfjarðarbær, Lilja Gísladóttir Íslandspóstur, Linda Rós Reynisdóttir Þjóðskrá, Laufey Guðmundsdóttir Markaðsstofa Suðurlands, Sara Valný Sigurjónsdóttir Marel, Sigríður Þóra Valsdóttir Háskólinn á Bifröst, Unnur Magnúsdóttir Dalecarnegie og Þórhildur Þorkelsdóttir Veitur.

Samfélagsskýrsla Krónunnar útnefnd besta skýrsla ársins 2020

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veittu fyrr í dag viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins. Þetta er í þriðja sinn sem viðurkenningin eru veitt. Myndir af hátíðinni má nálgast hér og hér er nánari frétt af viðburðinum ásamt frétt í Viðskiptablaðinu.

Í ár var það Krónan sem dómnefnd taldi eiga eftirtektarverðustu skýrsluna og hlaut viðurkenninguna 

Að þessu tilefni hélt Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq Iceland erindi þar sem meðal annars kom fram að aukin áhersla á útgáfu samfélagsskýrslna eru svar við auknum kröfum fjárfesta og stjórnvalda.

Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Krónan lítur á sig sem mikilvægan þátttakanda í samfélaginu og gerir sér grein fyrir því að í krafti stærðar sinnar geti fyrirtækið haft áhrif til góðs. Í því samhengi hefur umhverfisvernd, lýðheilsa og upplýst val verið skilgreind sem mikilvægustu málefnin.

„Við erum gríðarlega þakklát fyrir að hljóta viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu Krónunnar því við leggjum áherslu á að hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki – alltaf" - Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar.

Alls bárust 27 tilnefningar og voru það 19 skýrslur sem hlutu tilnefningu - skýrslurnar má allar nálgast hér: https://samfelagsabyrgd.is/samfelag…/samfelagsskyrslur-2019/

"Ár aðlögunar" er þema Stjórnvísi 2020-2021.

Nýlega hélt nýkjörin stjórn Stjórnvísi sinn fyrsta vinnufund.  Stjórnina skipa þau Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Advania formaður, Ásdís Erla Jónsdóttir Háskólinn í Reykjavík, Guðný Halla Hauksdóttir OR, Ingi Björn Sigurðsson sjálfstætt starfandi, Jón Gunnar Borgþórsson stjórnunarráðgjafi, Ósk Heiða Sveinsdóttir Pósturinn, Sigríður Harðardóttir Strætó, Stefán Hrafn Hagalín Landspítalinn og Steinunn Ketilsdóttir Intellecta. 

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður Stjórnvísi fór á fundinum yfir dagskrá og markmið dagsins.  Þá kynnti Aðalheiður  framtíðarsýn félagsins, gildi, lög og siðareglur. Mikilvægt er að gæta að fjölbreytni í stjórn Stjórnvísi eins og ný stjórn endurspeglar.  Stjórn sammæltist um að þema ársins yrði „Ár aðlögunar“.  Aðalheiður kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2020-2021 þar sem m.a. var sammælst um að 1.mæta undirbúin 2.tímalega 3.taka ábyrgð á verkefnum 4.hafa uppbyggilega gagnrýni 5. samskipti væru opin og eðlileg og 6.vera á staðnum.

Allar fundargerðir stjórnar Stjórnvísi má sjá á vef Stjórnvísi

Fyrsta stjórn faghóps um loftslags- og umhverfismál.

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um loftslags- og umhverfismál. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér. Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa: Stefán Kári Sveinbjörnsson Landsvirkjun formaður, Berglind Ósk Ólafsdóttir BYKO, Guðný Káradóttir Loftslagsráð, Jóhannes Þorleiksson Veitur, Líf Lárusdóttir Terra, Sigríður Ósk Bjarnadóttir VSÓ, Sigrún Melax Jáverk og Þóra Birna Ásgeirsdóttir Elkem.

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um tækni.

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um tækni.  Smelltu hér til að skrá þig í faghópinn. Fjöldi áhugaverðra aðila sýndi áhuga á að koma í stjórn faghópsins og úr varð níu manna stjórn sem hittist á Kringlukránni í hádeginu í dag og ræddi hugsanlegar áherslur faghópsins.  Stjórnina skipa: María Björk Ólafsdóttir Mementopayments formaður, Fjalar Sigurðarson Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Guðmundur Arnar Intellecta, Ragnhildur Ágústsdóttir Eldvirkni, Sigríður Hjörleifsdóttir ORF Genetics, Sigrún María Ammendrup Háskólanum í Reykjavík, Sigurjón Hákonarson Ozio, Valþór Druzin Icelandair og Víðir Ragnarsson Orkuveitu Reykjavíkur.  

 

Minnispunktar frá aðalfundi

Ágætu félagar í faghóp framtíðarfræða

Aðalfundur hópsins var haldinn mánudaginn 25 síðastliðinn eins og boðað hafði verið. Það var góð mæting, um 25 þátttakendur. Fundurinn byrjaði með stuttu innleggi frá Sævar Kristinssyni, sem hann nefndi Tækifæri í nýju starfsumhverfi. Síðan var farið yfir viðburði síðustu misseri. Í kjölfarið var hugarflug um áhugaverða efni og viðburði fyrir haustönnina. Í viðhenginu, undir ítarefni, eru tvö skjöl, annað um viðburði og atrið er tengjast síðasta starfsári ásamt dagsskrá fundar og svo slæður Sævars, en aftasta slæðan inniheldur niðurstöður hugarflugsins, sem Sveinbjörn Ingi Grímsson frá KPMG tók saman.

Eftirfarandi aðilar voru tekin inn í stjórn hópsins:

  • Ollý Björk Sigurðardóttir, deildarstjóri viðskiptasviðs – Terra
  • Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, þjónustusvið/starfsmannamál – VR
  • Stefán Kári Sveinbjörnsson,  verkefnisstjóri - Jarðvarmi og vindorka-  Landsvirkjun
  • Theodór Carl Steinþórsson, deildarstjóri, þróun og sérlausna – Securitas
  • Guðný Káradóttir – Loftslagsráð
  • Gunnar Haugen, CCP games

Hlökkum til nýrra viðburða í haust. Takk fyrir samstarfið á síðustu önn og gleðilegt sumar, Karl Friðriksson

Aðalfundur jafnlaunahóps

Aðalfundur stjórnar um jafnlaunastjórnun var haldinn í gegnum Teams 28. maí 2020. 

 

Á fundinum var farið yfir helstu áherslur stjórnar, ný stjórn var kjörinn og fjallað var um helstu áherslur næsta starfsárs. 

 

Stjórn Jafnlaunahóps árið 2020-2021

 
Gyða Björg Sigurðardóttir
Stjórnunarráðgjafi -  Formaður - Ráður
 
Anna Beta Gísladóttir
Stjórnunarráðgjafi -  Stjórnandi - Ráður
 
Davíð Lúðvíksson
Stjórnandi - Davíð Lúðvíksson
 
Falasteen Abu Libdeh
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Eimskip
 
Gerða Björg Hafsteinsdóttir
Annað -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg - öll svið
 
Gná Guðjónsdóttir
Háskólanemi -  Stjórnandi - Háskólinn í Reykjavík
 
Sólveig Bachmann Gunnarsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Samtök atvinnulífsins

Aðalfundur faghóps um upplýsingaöryggi

Þann 7.maí fór fram aðalfundur stjórnar faghóps um upplýsingaöryggi en faghópurinn var stofnaður þann 19.nóvember 2019. Á fundinum var farið yfir störf faghópsins síðan hann tók til starfa ásamt því að ný stjórn var kjörin.  

Stjórn faghóps Stjórnvísi um upplýsingaöryggi árið 2020-2021 skipa:

    • Anna Kristín Kristinsdóttir, Isavia. Formaður
    • Arnar Freyr Guðmundsson
    • Davíð Halldórsson, KPMG
    • Hrefna Arnardóttir, Advania
    • Jón Elías Þráinsson, Landsnet
    • Margrét Kristín Helgadóttir, Fiskistofa
    • Margrét V. Helgadóttir, Pósturinn
    • Margrét Valdimarsdóttir, Credit Info
    • Jón Kristinn Ragnarsson, Ion ráðgjöf (nýr)

Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum kærlega fyrir störf sín og bjóðum nýja stjórn hjartanlega velkomna til starfa.  

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?