Í morgun tók Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri Póstsins á móti faghóp Stjórnvísi um markþjálfun. Þátttakan var með ágætasta móti þrátt fyrir gula viðvörun. Sigga fór yfir hvað einkennir meðvirkni, meðvirkar aðstæður á vinnustöðum og hvað stjórnendur þurfa að hafa í huga. Að lokum benti hún á hvernig nýta má aðferðafræði markþjálfunar í þessu samhengi. Við þökkum Siggu og hennar teymi fyrir okkur. Slæðurnar fundarins má finna undir viðburðinum (https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/markthjalfun-gegn-medvirkni).
Við viljum minna á Markþjálfadaginn þann 30.janúar - sjá hér: https://markthjalfunardagurinn-2020.webflow.io/#Pricing
Næsti viðburður á vegum faghóps um markþjálfun verður haldinn hjá VIRK 20.febrúar nk. Þar verður farið yfir hvernig aðferðafræði markþjálfunar er nýtt í starfsendurhæfingu.
f.h. faghóps um markþjálfun
Ylfa Edith Fenger