Marel tók sannarlega vel á móti stjórnum faghópa Stjórnvísi í dag með frábærum veitingum og faglegri kynningu á Marel. Þetta er annað árið í röð sem Ketill Berg Magnússon mannauðsstjóri Marel tekur á móti Stjórnvísifélögum á afmælisdegi sínum. Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst komu fram góðar umbótahugmyndir og fór Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar örstutt yfir hvernig unnið hefur verið úr þeim. Útfrá þeim umbótahugmyndum flutti Ragnhildur Ágústdóttir frábært erindi: „HJÁLPI MÉR! HVERNIG Á ÉG AÐ NÁ UTAN UM ÞETTA ALLT? – nýjar vinnuaðferðir og tengslamyndun í nútíma samfélagi„
Nýársfagnaður stjórna Stjórnvísi - takk fyrir frábærar móttökur Marel.
Um viðburðinn
Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel. Boðið verður upp á léttar veitingar og gefst félögum tækifæri til að spjalla saman og eiga góða stund. Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst komu fram góðar umbótahugmyndir og mun Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar fara örstutt yfir hvernig unnið hefur verið úr þeim.
Útfrá þeim umbótahugmyndum þá fengum við frábæran fyrirlesara, hana Ragnhildi Ágústdóttur með erindið: „HJÁLPI MÉR! HVERNIG Á ÉG AÐ NÁ UTAN UM ÞETTA ALLT? – nýjar vinnuaðferðir og tengslamyndun í nútíma samfélagi„
Fólki er tíðrætt um það hvernig fjórða iðnbyltingin er að fara að breyta heiminum, vinnustöðunum og því hvernig við vinnum. Gervigreindin er byrjuð að banka á dyrnar og þegar farin að leysa sum störf af hólmi. Oft er talað um að yfir 25% starfa árið 2030 verði ný störf sem ekki eru til í dag. Allt þetta kann að hljóma ógnvekjandi en sannleikurinn er sá að við erum núþegar byrjuð að laga okkur að þessu. Það sem meira er, við finnum nú þegar fyrir því í störfum okkar að verkefnin eru fleiri, áreitið meira, teymin fleiri og allir að kikna undan álagi.
En þetta er nú ekki alveg svona slæmt heldur er þetta líka spurning um hvernig við nýtum tólin og tækin sem eru til staðar til að halda utan um verkefnin, nýta tengslanetið og ná betri árangri. Og til þess eru margar leiðir, sumar betri en aðrar og mun Ragnhildur sérstaklega beina spjótum sínum að Linkedin og Microsoft Teams.
Erindið mun:
- Fara yfir það hvernig heimurinn og vinnustaðirnir eru að breytast með nýrri tækni, hvaða störf munu hverfa og hvers konar hæfni kemur til með að verða eftirsótt
- Gefa þátttakendum aukinn skilning á því hvernig hægt er að nýta tól á borð við Linkedin og Teams sér til framdráttar með hagnýtum ráðum og sýnidæmum
- Höfða til allra sem vilja vaxa og dafna í leik og starfi, vekja athygli á sínum hugðarefnum, vinna betur með öðrum og ná utan um þau viðfangsefni sem verið er að fást við á hverjum degi.
Ragnhildur Ágústsdóttir er athafnakona með afar fjölbreyttan bakgrunn. Hún er menntaður viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og starfaði sem ráðgjafi á því sviði um nokkurt skeið. Í dag sinnir hún starfi sölustjóra Microsoft á Íslandi á daginn og er svo þess utan í frumkvöðlabrölti ásamt manninum sínum en þau opnuðu hina einstöku hraunsýningu Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal á síðasta ári sem hefur fengið frábærar viðtökur og hlotið viðurkenningu fyrir gæði og nýsköpun, m.a. frá samtökum ferðaþjónustunnar.
Þá hefur Ragnhildur einnig mörgum hnöppum að hneppa í einkalífinu en þau hjónin eiga þrjá hressa drengi á aldrinum eins til þrettán ára og eru tveir þeirra með einhverfurófsgreiningu og ýmsar aðrar sérþarfir. Hún stofnaði árið 2013 styrktarfélag barna með einhverfu sem staðið hefur fyrir vitundar- og styrktarátakinu Blár apríl ár hvert með það að leiðarljósi að auka almenna þekkingu, skilning og viðurkenningu á því sem einhverfir og þá einkum einhverf börn þurfa að glíma við á hverjum degi. Hún gegndi formennsku í félaginu frá stofnun og allt til byrjun árs 2019 þegar hún fór í auknum mæli að taka að sér að halda hvatningaerindi um valkyrjur, nýsköpun, tæknibyltinguna og mikilvægi þess að þora.
Stjórn hvetur alla í stjórnum faghópa til að mæta á nýársfagnaðinn í Marel, fræðast og eiga saman góða stund.
Viðburðurinn er opinn öllum Stjórnvísifélögum og allir hjartanlega velkomnir. Hlökkum til samstarfsins á árinu 2020.
Stjórn Stjórnvísi.
Fleiri fréttir og pistlar
Frá faghópi framtíðarfræða
Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.
Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.
Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:
Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunni, myndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir: Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun.
Í dómnefnd sátu
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona
Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00.
Þú bókar þig hér.
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.
Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska.
Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska.
Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér