Marel tók sannarlega vel á móti stjórnum faghópa Stjórnvísi í dag með frábærum veitingum og faglegri kynningu á Marel. Þetta er annað árið í röð sem Ketill Berg Magnússon mannauðsstjóri Marel tekur á móti Stjórnvísifélögum á afmælisdegi sínum. Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst komu fram góðar umbótahugmyndir og fór Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar örstutt yfir hvernig unnið hefur verið úr þeim. Útfrá þeim umbótahugmyndum flutti Ragnhildur Ágústdóttir frábært erindi: „HJÁLPI MÉR! HVERNIG Á ÉG AÐ NÁ UTAN UM ÞETTA ALLT? – nýjar vinnuaðferðir og tengslamyndun í nútíma samfélagi„
Nýársfagnaður stjórna Stjórnvísi - takk fyrir frábærar móttökur Marel.
Um viðburðinn
Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel. Boðið verður upp á léttar veitingar og gefst félögum tækifæri til að spjalla saman og eiga góða stund. Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst komu fram góðar umbótahugmyndir og mun Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar fara örstutt yfir hvernig unnið hefur verið úr þeim.
Útfrá þeim umbótahugmyndum þá fengum við frábæran fyrirlesara, hana Ragnhildi Ágústdóttur með erindið: „HJÁLPI MÉR! HVERNIG Á ÉG AÐ NÁ UTAN UM ÞETTA ALLT? – nýjar vinnuaðferðir og tengslamyndun í nútíma samfélagi„
Fólki er tíðrætt um það hvernig fjórða iðnbyltingin er að fara að breyta heiminum, vinnustöðunum og því hvernig við vinnum. Gervigreindin er byrjuð að banka á dyrnar og þegar farin að leysa sum störf af hólmi. Oft er talað um að yfir 25% starfa árið 2030 verði ný störf sem ekki eru til í dag. Allt þetta kann að hljóma ógnvekjandi en sannleikurinn er sá að við erum núþegar byrjuð að laga okkur að þessu. Það sem meira er, við finnum nú þegar fyrir því í störfum okkar að verkefnin eru fleiri, áreitið meira, teymin fleiri og allir að kikna undan álagi.
En þetta er nú ekki alveg svona slæmt heldur er þetta líka spurning um hvernig við nýtum tólin og tækin sem eru til staðar til að halda utan um verkefnin, nýta tengslanetið og ná betri árangri. Og til þess eru margar leiðir, sumar betri en aðrar og mun Ragnhildur sérstaklega beina spjótum sínum að Linkedin og Microsoft Teams.
Erindið mun:
- Fara yfir það hvernig heimurinn og vinnustaðirnir eru að breytast með nýrri tækni, hvaða störf munu hverfa og hvers konar hæfni kemur til með að verða eftirsótt
- Gefa þátttakendum aukinn skilning á því hvernig hægt er að nýta tól á borð við Linkedin og Teams sér til framdráttar með hagnýtum ráðum og sýnidæmum
- Höfða til allra sem vilja vaxa og dafna í leik og starfi, vekja athygli á sínum hugðarefnum, vinna betur með öðrum og ná utan um þau viðfangsefni sem verið er að fást við á hverjum degi.
Ragnhildur Ágústsdóttir er athafnakona með afar fjölbreyttan bakgrunn. Hún er menntaður viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og starfaði sem ráðgjafi á því sviði um nokkurt skeið. Í dag sinnir hún starfi sölustjóra Microsoft á Íslandi á daginn og er svo þess utan í frumkvöðlabrölti ásamt manninum sínum en þau opnuðu hina einstöku hraunsýningu Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal á síðasta ári sem hefur fengið frábærar viðtökur og hlotið viðurkenningu fyrir gæði og nýsköpun, m.a. frá samtökum ferðaþjónustunnar.
Þá hefur Ragnhildur einnig mörgum hnöppum að hneppa í einkalífinu en þau hjónin eiga þrjá hressa drengi á aldrinum eins til þrettán ára og eru tveir þeirra með einhverfurófsgreiningu og ýmsar aðrar sérþarfir. Hún stofnaði árið 2013 styrktarfélag barna með einhverfu sem staðið hefur fyrir vitundar- og styrktarátakinu Blár apríl ár hvert með það að leiðarljósi að auka almenna þekkingu, skilning og viðurkenningu á því sem einhverfir og þá einkum einhverf börn þurfa að glíma við á hverjum degi. Hún gegndi formennsku í félaginu frá stofnun og allt til byrjun árs 2019 þegar hún fór í auknum mæli að taka að sér að halda hvatningaerindi um valkyrjur, nýsköpun, tæknibyltinguna og mikilvægi þess að þora.
Stjórn hvetur alla í stjórnum faghópa til að mæta á nýársfagnaðinn í Marel, fræðast og eiga saman góða stund.
Viðburðurinn er opinn öllum Stjórnvísifélögum og allir hjartanlega velkomnir. Hlökkum til samstarfsins á árinu 2020.
Stjórn Stjórnvísi.
Fleiri fréttir og pistlar
Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!
Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.
https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844
https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/
https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla. Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.
Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason, Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín
Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:
https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc
https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK
- Inclusive Design and Policy: Moving beyond compliance to create accessible environments in workspaces and public life that respect autonomy and dignity.
- Intersectional Experiences: How disability intersects with race, gender, class, and other identities, creating unique challenges and opportunities for equity in both professional and social settings.
- Representation and Leadership: The critical need for disability-inclusive leadership and decision-making in workplaces, communities, and societal institutions.
- Cultural and Systemic Change: How workplaces and societies can address ableism, promote belonging, and establish sustainable frameworks for inclusion in all areas of life.
Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.
Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum?
Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.
Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.
Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.
Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá
Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!