Stjórnvísi hefur tekið við sem umsjónaraðili verkefnisins Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.
Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum er verkefni sem byrjaði formlega 25. maí 2010. Verkefnið var samstarfsverkefni Nasdaq á Íslandi, Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands. Dr. Eyþór Ívar Jónsson útfærði verkefnið og sá um framkvæmd. Árið 2016 voru Nasdaq á Íslandi og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti ábyrg fyrir verkefninu en vegna breytinga á Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti var ákveðið að fá Stjórnvísi til þess að sjá um utanumhald verkefnisins.
Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi, segir að það sé ánægjulegt að fá Stjórnvísi sem umsjónaraðila verkefnisins enda hafi Stjórnvísi sannað sig sem öflugur vettvangur fyrir ýmsar viðurkenningar fyrir atvinnulífið. Jafnframt vill Magnús þakka Dr. Eyþóri fyrir mikið frumkvöðlastarf í þágu góðra stjórnarhátta á Íslandi og að hafa verið hugmyndafræðingurinn og drifkrafturinn í verkefninu Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum frá upphafi. „Ég veit að Eyþór mun ennþá láta að sér kveða á þessum vettvangi sem framkvæmdastjóri StjórnarAkademíunnar.“ Jafnframt segir Magnús: „Nasdaq á Íslandi vill enn sem áður leggja áherslu á að hvetja fyrirtæki til þess að huga að góðum stjórnarháttum á Íslandi. Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hefur sannað sig sem áhrifaríkt tæki í þeirri vegferð.“
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi, telur að Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum falli vel að stefnu og framtíðarsýn félagsins því innan Stjórvísi er faghópur með yfir 400 félagsmenn um góða stjórnarhætti.
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi, Gunnhildur Arnardóttir, segist vera stolt með að Stjórnvísi hafi verið falið umsjá verkefnisins Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum. Hlúð verður að verkefninu hjá Stjórnvísi, enda mikilvægt að umræðunni um góða stjórnarhætti sé haldið á lofti og fyrirtæki hvött til þess að gera stöðugt betur þegar kemur að stjórnarháttum.
Módelið og endurmatsferlið sem notað er til grundvallar við mat á Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum var þróað af Dr. Eyþór Ívar Jónssyni út frá Leiðbeiningum um góða stjórnarhætti fyrirtækja og með hliðsjón af rannsóknum á góðum stjórnarháttum í samstarfi við erlenda fræðimenn. Módelið sem nefnt hefur verið stjórnarháttademanturinn og ferlið til viðurkenningar var samþykkt af samstarfsaðilum verkefnisins.
Módelið felur í sér skoðun á fimm meginþáttum: Skipulagi, hlutverki, ferli, starfsháttum og stjórnarmönnum.
Viðurkenndir úttektaraðilar (Advance, Capacent, Deloitte, Ernst & Young, Expectus, KPMG, PWC, Logos, StjórnarAkademían og BOG) sjá um gera úttektir byggðar á endurmatsferlinu og umsjónaraðili verkefnisins, sem núna er Stjórnvísi, hefur það hlutverk að fara yfir úttektir og meta að þær séu unnar í samræmi við kröfur verkefnisins.
Eftirfarandi fyrirtæki hafa fengið viðurkenningu:
Mannvit hf: 2012, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Stefnir hf: 2012, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Landsbréf hf: 2013, 2014, 2015, 2016
Íslandspóstur ohf: 2013, 2014, 2015
Icelandair hf: 2012, 2013
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.: 2013, 2014, 2015, 2016, 2019
Íslandssjóðir hf: 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018
Íslandsbanki hf: 2014, 2015, 2016, 2017, 2018
Advania hf: 2014, 2015
Advania Norden hf: 2015, 2016, 2017, 2018
VÍS hf: 2014, 2015, 2016, 2017
Greiðsluveitan ehf: 2014, 2015, 2016, 2017
Borgun hf: 2014
Fjarskipti hf: 2014, 2015, 2016, 2017
Sýn hf: 2018, 2019
Landsbankinn hf: 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Nýherji hf: 2015, 2016, 2017
Tryggingamiðstöðin hf: 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Síminn hf: 2015
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf: 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Arion Banki hf: 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Marel hf: 2015, 2016, 2017, 2018
Reiknistofa bankanna hf: 2015, 2016, 2017, 2018
Reitir hf: 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Eik fasteignafélag hf: 2016, 2017, 2018, 2019
Isavia ohf: 2017, 2018, 2019
Kvika hf: 2018, 2019
Vörður hf: 2019