Byggingarúrgangur: sóun og tækifæri

Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í morgun einstaklega áhugaverðan fund þar sem Bjarni G. Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá SORPU, fræddi Stjórnvísifélaga um stöðu og horfur varðandi byggingarúrgang.

Mannvirkjagerð fylgir gríðarlegt magn marvíslegs úrgangs og ætti því að vera nægt svigrúm til að gera betur, endurnýta efni og draga úr sóun.  

Bjarni byrjaði á að sýna hvað kemur inn á endurvinnslustöðina og móttökuna.  Hvernig verður byggingaúrgangur til og hvar?  Sorpa fylgist með neysluhegðun heimila.  Á höfuðborgarsvæðinu eru 87832 heimili og 132714 fjölskyldur. Það eru því fleiri en ein fjölskylda á hverju heimili.  Bílar, föt og klæði fara ekki í gegnum endurvinnslustöðvar.  Pappír og plast kemur heldur ekki til Sorpu.

Húsasorprannsókn er skipt í 28 flokka m.a. plast, kerti, málmar, timbur, garðúrgangur o.fl.  Sorpa er með vottun skv. ISO9001, 14001 o.fl.  Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu var 31676tonn árið 2019.  Í fyrra var hent í ruslið 8 milljón umbúðum af gosdrykkjum sem er 10% allra seldra umbúða.  Endurvinnslurnar lifa á þeim tekjum sem koma af gosumbúðum.   Sorpa tekur á móti böggum sem er blandaður úrgangur þ.m.t. byggingaúrgangur.  Fyrirtæki eru misgóð að bagga pappír.  Um 50% úrgangs í orkutunnu eru matarleifar eða um 67% kíló/íbúa.  Bjarni sagði að heimilin væru að standa sig einstaklega vel í flokkun á orkutunnu, blárri tunnu og plasti.    Sorpa hóf starfsemi 1991. Í dag fara 300 tonn í gegnum gas-og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi. Markmiðið er að urðun á lífrænum og brennanlegum úrgangi verði hætt árið 2020. 

Fram til þessa hefur lítið verið vitað um byggingaúrgang því mest hefur verið fókusað á heimilin.  Hvert er því umfangið?  Óbagganlegur úrgangur til urðunar 2019 voru 5000 tonn á 17,82 ca 90 milljón króna.  Grófur úrgangur frá framkvæmdum til urðunar 2019 var 3200 tonn á 24,46 ca 110 milljónir, óflokkaður úrgangur til urðunar 2019; 50% af 5.300tonn á 25,15 ca 100 milljón krónur eða samtals um 20.000 tonn á ári og um 300 milljón króna á ári. Þegar verið er að byggja í dag ætti að vera í tilboðinu frá byggingaraðilanum að flokka úrganginn.  Árið 2019 voru urðuð um 125þúsund tonn eða rétt rúm 50%.  Þarna liggja heilmikil tækifæri.  Í dag er rekjanleikakrafa á úrgang er varðar að skilgreina uppruna eftir póstnúmeri.  Í dag er töluvert endurunnið á Íslandi t.d. kertavax og landbúnaðarplast.  Önnur efnavinna er lítil sem engin.  Ólitað timbur er hakkað niður og Kísilmálmverksmiðjan nýtir það.  Endurnýting er því þó nokkur en endurvinnslan lítil. 

 

Um viðburðinn

Byggingarúrgangur: sóun og tækifæri

Bjarni G. Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá SORPU, fræðir okkur um stöðu og horfur varðandi byggingarúrgang.

Mannvikjargerð fylgir gríðarlegt magn marvígslegs úrgangs og ætti því að vera nægt svigrúm til að gera betur, endurnýta efni og draga úr sóun. Vonast er eftir líflegum umræðum :)

Húsið opnar kl. 8.20.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?