Byggingarúrgangur: sóun og tækifæri

Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í morgun einstaklega áhugaverðan fund þar sem Bjarni G. Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá SORPU, fræddi Stjórnvísifélaga um stöðu og horfur varðandi byggingarúrgang.

Mannvirkjagerð fylgir gríðarlegt magn marvíslegs úrgangs og ætti því að vera nægt svigrúm til að gera betur, endurnýta efni og draga úr sóun.  

Bjarni byrjaði á að sýna hvað kemur inn á endurvinnslustöðina og móttökuna.  Hvernig verður byggingaúrgangur til og hvar?  Sorpa fylgist með neysluhegðun heimila.  Á höfuðborgarsvæðinu eru 87832 heimili og 132714 fjölskyldur. Það eru því fleiri en ein fjölskylda á hverju heimili.  Bílar, föt og klæði fara ekki í gegnum endurvinnslustöðvar.  Pappír og plast kemur heldur ekki til Sorpu.

Húsasorprannsókn er skipt í 28 flokka m.a. plast, kerti, málmar, timbur, garðúrgangur o.fl.  Sorpa er með vottun skv. ISO9001, 14001 o.fl.  Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu var 31676tonn árið 2019.  Í fyrra var hent í ruslið 8 milljón umbúðum af gosdrykkjum sem er 10% allra seldra umbúða.  Endurvinnslurnar lifa á þeim tekjum sem koma af gosumbúðum.   Sorpa tekur á móti böggum sem er blandaður úrgangur þ.m.t. byggingaúrgangur.  Fyrirtæki eru misgóð að bagga pappír.  Um 50% úrgangs í orkutunnu eru matarleifar eða um 67% kíló/íbúa.  Bjarni sagði að heimilin væru að standa sig einstaklega vel í flokkun á orkutunnu, blárri tunnu og plasti.    Sorpa hóf starfsemi 1991. Í dag fara 300 tonn í gegnum gas-og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi. Markmiðið er að urðun á lífrænum og brennanlegum úrgangi verði hætt árið 2020. 

Fram til þessa hefur lítið verið vitað um byggingaúrgang því mest hefur verið fókusað á heimilin.  Hvert er því umfangið?  Óbagganlegur úrgangur til urðunar 2019 voru 5000 tonn á 17,82 ca 90 milljón króna.  Grófur úrgangur frá framkvæmdum til urðunar 2019 var 3200 tonn á 24,46 ca 110 milljónir, óflokkaður úrgangur til urðunar 2019; 50% af 5.300tonn á 25,15 ca 100 milljón krónur eða samtals um 20.000 tonn á ári og um 300 milljón króna á ári. Þegar verið er að byggja í dag ætti að vera í tilboðinu frá byggingaraðilanum að flokka úrganginn.  Árið 2019 voru urðuð um 125þúsund tonn eða rétt rúm 50%.  Þarna liggja heilmikil tækifæri.  Í dag er rekjanleikakrafa á úrgang er varðar að skilgreina uppruna eftir póstnúmeri.  Í dag er töluvert endurunnið á Íslandi t.d. kertavax og landbúnaðarplast.  Önnur efnavinna er lítil sem engin.  Ólitað timbur er hakkað niður og Kísilmálmverksmiðjan nýtir það.  Endurnýting er því þó nokkur en endurvinnslan lítil. 

 

Um viðburðinn

Byggingarúrgangur: sóun og tækifæri

Bjarni G. Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá SORPU, fræðir okkur um stöðu og horfur varðandi byggingarúrgang.

Mannvikjargerð fylgir gríðarlegt magn marvígslegs úrgangs og ætti því að vera nægt svigrúm til að gera betur, endurnýta efni og draga úr sóun. Vonast er eftir líflegum umræðum :)

Húsið opnar kl. 8.20.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Ný stjórn Stjórnvísi 2025-2026 kosin á aðalfundi í dag.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var í dag 7. maí 2025 á Nauthól var kosin stjórn félagsins.
Stjórn Stjórnvísi 2025-2026.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Engineering Manager Lead, JBT Marel, formaður (2025-2026) 
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar kosin í stjórn (2022-2026)
Héðinn Jónsson, Chief Product Officer hjá Helix health. (2025-2027)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, formaður faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi (2023-2026)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi kosin í stjórn (2022-2026) 
Matthías Ásgeirsson, Bláa Lónið, stofnandi faghóps um aðstöðustjórnun kosinn í stjórn (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, formaður faghóps um innkaupstýringu (2023-2026) 
Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni ON (2025-2027)
Viktor Freyr Hjörleifsson, mannauðssérfræðingur hjá Vegagerðinni. (2025-2027)  

Kosið var í fagráð félagsins.

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar (2025-2027)
Haraldur Agnar Bjarnason, forstjóri Auðkennis (2025-2027)
Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026)

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára á síðasta aðalfundi: 

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins*
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
  8. Kjör fagráðs.
  9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  10. Önnur mál.

Breytingar á lögum félagsins*

LÖG STJÓRNVÍSI eru yfirfarin reglulega og voru síðast samþykkt á aðalfundi 6.maí 2020 sjá hér

Eftirfarandi breytingar eru lagðar til á samþykktum félagsins og þær samþykktar einróma.  

2. gr.

Stjórnvísi er félag sem:

• Stuðlar að umbótum í stjórnun íslenskra fyrirtækja með miðlun þekkingar og

reynslu meðal stjórnenda.

• Eflir metnaðarfulla stjórnendur og hjálpar þeim að ná árangri.

 

Breyting:

2. gr. 

Stjórnvísi er félag sem: 

  • Stuðlar að umbótum í stjórnun í íslensku atvinnulífi með miðlun þekkingar og reynslu. 
  • Eflir metnaðarfulla stjórnendur og leiðtoga og hjálpar þeim að ná árangri. 

 

Í fyrirsögn innan samþykkta stendur: ”Félagsmenn”

Breyting:

Félagsaðild

4. gr.

Félagsmenn  skulu greiða árgjald til félagsins sem aðalfundur ákveður fyrir eitt ár í senn.

Breyting:

Félagar skulu greiða árgjald til félagsins sem aðalfundur ákveður fyrir eitt ár í senn.

 

5.gr.

 Í dag:

Til aðal- og aukafunda skal stjórnin auglýsa með þriggja vikna fyrirvara.

Breytist í:

Til aðal- og aukafunda skal stjórnin auglýsa  með þriggja vikna fyrirvara á miðlum Stjórnvísi.

 

Atkvæðarétt hafa fullgildir félagsmenn.

Atkvæðarétt hafa fullgildir félagar

 

6. gr.

Í stjórn Stjórnvísi eru níu stjórnarmenn.

Breytist í: 

Í stjórn Stjórnvísi eru allt að níu stjórnarmenn

  

9. gr.

Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi til tveggja ára og skal skipað fimm mönnum úr

háskóla- og atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Stjórn og

framkvæmdastjóri funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári.

 

Breytist í:  

Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi til tveggja ára og skal skipað fimm  aðilum úr háskóla- og atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Fulltrúi/ar stjórnar og framkvæmdastjóri funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári. 

 

Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is

 

 

Aðalfundur innkaupa-og vörustýringar

Aðalfundur innkaupa- og vörustýringar fyrir starfsárið 2024/2025 var haldin 05.maí 2025 síðastliðinn.

Starfsárið 2024-202 var gert upp, farið yfir hugmyndir að viðburðum næsta árs og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2025-2026 sem er eftirfarandi:

Ragnhildur Edda Tryggvadóttir (formaður)      Landsnet
Rúna Sigurðardóttir (varaformaður)                JBT Marel
Snorri Páll Sigurðsson                                     Alvotech
Björg María Oddsdóttir                                   Rannís
Kristín Þórðardóttir                                         Brimborg.
Sveinn Ingvi Einarsson                                  Bakkinn
Elín Bubba Gunnarsdóttir                              Einingaverksmiðjan
Jón Þór Sigmundsson                                   Alvotech hf.
 

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta! Viljum endilega hvetja þá sem hafa tillögur að erindum á dagskrá fyrir næsta vetur að vera í sambandi við formann stjórnar og varaformann.

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni 2025

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni var haldinn 30. Apríl síðastliðinn. 
Starfsárið 2024-2025 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2025-2026 sem er eftirfarandi:

Þórhildur Þorkelsdóttir, Marel, Formaður

Elísabet Jónsdóttir, 

Íris Hrönn Guðjónsdóttir, Háskóli Íslands,

Sigríður Þóra Valsdóttir, nemi, 

Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur    

Steinunn Ragnarsdóttir, Confirma

Unnur Magnúsdóttir, Leiðtogaþjálfun

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta! Viljum endilega hvetja þá sem hafa tillögur að erindum á dagskrá fyrir næsta vetur að vera í sambandi við formann stjórnar. 

Value based leadership workshop í tengslum við Wellbeing Economy Forum

Faghópur um leiðtogafærni vekur athygli á vinnustofunni hennar Lisu Vivoll Straume sem er hér á landi vegna Wellbeing Economic forum og er mjög eftirsóttur leiðtogaráðgjafi og leiðbeinandi. Hægt er að kaupa miða í gegnum tix.is

Einnig er ennþá hægt að skrá sig á ráðstefnuna sjálfa sjá hér.

Event info:

What is value-based leadership? Value-based leadership involves creating an environment where employees can utilize their strengths and resources. It’s about understanding what gives and takes energy and helping employees balance job demands with their available resources. This leadership style has proven to be highly effective.

Why join? Learn how to:

- Understand and apply key psychological mechanisms in leadership.
- Master communication techniques like active listening, asking insightful questions, and providing constructive feedback.
- Give values a clear voice and create a foundation for concrete change and development.

Dr. Lisa Vivoll Straume holds a PhD in Psychology and is a leading figure in value- and strength-based leadership. Straume has developed tools that enable leaders to lead in alignment with their own and their organization’s values.

 

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2025

Aðalfundur faghóps Stjórnvísi um góða stjórnarhætti var haldinn á TEAMS fundi í dag (30. apríl '25)

Rætt var vítt og breitt um starfið og kosið í nýja stjórn sem verður eftirfarandi:

Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA (formaður)
Jón Gunnar Borgþórsson, stjórnendaráðgjafi
Rut Gunnarsdóttir, KPMG
Sigurjón Geirsson, HÍ

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?