Framtíðin, framtíðir og framtíðalæsi
Áhuga- og fagfólk tengt framtíðarmálefnum (framtíðarfræði) hefur bent á áhugaverðar vefslóðir, viðburði og uppsprettur um framtíðarviðfangsefni nú um áramótin.
Meðfylgjandi er meðal annars, samantekt Adriana Hoyos, frá Harvard háskóla og Jerome Glenn, frá Millennium Project.
Einnig er rétt að benda á áhugaverðar bækur sem komu út hér á landi á síðasta ári sem fjalla á einn eða annan hátt um framtíðartengd málefni:
- Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson
- Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason
- Ísland 2052 - Svipmyndir úr framtíðinni. Smásögur eftir 25 höfunda um hvernig Ísland getur þróast, til góðs eða ills, á næstu 30 árum. Ritstjórn Hjörtur Smárason.
- Skjáskot eftir Berg Ebba
Framagreindur efniviður eykur framtíðalæsi
Framtíðalæsi hefur verið skilgreint; sem geta (færni) við að nýta ákveðna ímynd framtíðar í dag. Þar að segja greina og meta framtíðaráskoranir, tækifæri og ógnanir. Ef áhugi er á að fræðast enn frekar um framtíðalæsi, þá er bent á vefslóð UNESCO um framtíðalæsi, og vefslóðina á bókina Transforming the future: anticipation in the 21 st century
Gleðilegt nýtt ár og gleðilega framtíð, hún er björt, kær kveðja, Karl Friðriksson
Gott er að byrja yfirferðina á 99 jákvæðum fréttum.
Við viljum einnig benda sérstaklega á vefslóð vettvangsins Millennium Project. Faghópur þessa vettvangs er starfandi hér á landi. Vettvangurinn sett fram nýlega myndbandi um hvernig hægt er að nota hluta af vefslóðinni á hagnýttan hátt, sjá hér.
Efniviðurinn sem vitnað er til hér að framan er verulegur og því nauðsynlegt að kynna sér hann í bitum. Njótið