Árangursstjórnun á Íslandi. Eru íslenskir stjórnendur nóg?

Árið 2016 sögðu aðeins 36% íslenskra stjórnenda að árangursmælikvarðar væru skýrir í fyrirtækjum þeirra.  Aðeins 23% sögðu að árangursmælikvarðar væru öllum sýnilegir og aðgengilegir og tæplega helmingur stjórnenda (48%) sögðust þekkja vel markmið annarra hópa sem þeirra starfseiningar vinna náið með. 

Í ljósi þess að það eru yfir 1.000 ritrýndar vísindagreinar sem sýna fram á mikilvægi markmiðasetningar þá fannst þeim Kristni Tryggva hjá FranklinCovey og Trausta hjá Zenter ástæða til að taka stöðuna aftur núna þremur árum seinna.   Þeir spurðu 612 forstjóra, framkvæmdastjóra, fjármála- og markaðsstjóra íslenskra fyrirtækja og niðurstöðurnar voru kynntar á fundinum.

Könnunin byggir á hliðstæðum rannsóknum FranklinCovey og eru því samanburðarhæfar við niðurstöður frá öðrum löndum.  Þeir Kristinn og Trausti kynntu niðurstöður og ræddu leiðir til að gera árangurstjórnun enn markvissari.

Einungis þriðjungur stjórnenda segir að árangursmælikvarðar séu skýrir.  Mikilvægi þess að setja sér skýra árangursmælikvarða eru gríðarlega mikilvægir. Þegar niðurstöður eru kynntar þá eru þær oft véfengdar, t.d. sagt að spurningar séu illa orðaðar eða þátttakendur að misskilja eitthvað.  En af hverju erum við að þessu spurði Kristinn?  Hver er áskorunin? Hvað gerist þegar búið er að stofna fyrirtækið, skýrt hlutverk og stefna er komin, hvernig náum við þá að framkvæma og komast þangað sem við ætlum okkur.

Þó allir viðskiptaháskólar kenni hvernig á að móta stefnu skv. Porter 1980 þá er á hverju ári komið fram með hvernig við mótum stefnu og það nýjasta er „Design Thinking“ og alltaf eru þetta sömu tólin.  Þekkingin er því orðin gríðarlega mikil.  En hvernig er stefnan innleidd? Það er stóra áskorunin, ásetningurinn og árangurinn sem við náum.  Kristinn hvatti alla til að ræða saman um hverjar væru áskoranirnar.  En hver er lausnin?  Franklin Covey er búið að skoða þetta í 15 ár, þ.e. hvernig náum við innleiðingu á stefnunni. Tekin voru viðtöl við 500 þúsund starfsmenn með yfir 2,5milljón svara í gagnabankanum.  Þeir gáfu út 2012 The 4 Disciplines of Execution. Fjórir þættir þurfa að vera í lagi: 1.skýrleikinn þ.e. hvert er verið að fara 2. Veit starfsfólk hvað það þarf að gera til að markmiðin náist 3. Samvirkni 4.Samábyrgð 5. Skýrleiki.

En hver er þá staðan á Íslandi?  Trausti framkvæmdastjóri Zenter rannsókna sagði frá því að úrtakið var 1300 manns og svarhlutfall var 47% eða 612 svör.  Spurningarnar voru fullyrðingar sem stjórnendur svöruðu.  1. Fyrirtækið er með skýrt og sannfærandi hlutverk eða tilgang 57% svöruðu „mjög sammála“ 2. Fyrirtækið er með skýra stefnu 62% voru „mjög sammála“. Ég skil ástæðurnar fyrir stefnu fyrirtækisins 33% „mjög sammála“, markmið minnar deildar tengjast á skýran hátt hlutverki og stefnu fyrirtækisins 20% „mjög sammála“. Ég skil vel til hvers er ætlast af mér til að ná markmiðum fyrirtækisins 46% „mjög sammála“.

Stjórnendur voru spurðir hvort þeir skildu stefnuna en hvað segja starfsmenn?  Þar er mikið GAP á milli.  Einnig var spurt „Við skipuleggjum starf okkar út frá helstu markmiðum“ 54% voru sammála því. Við vinnum saman að því að greina og leysa vandamál þá er munur á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu.  Landsbyggðin er miklu hærri.  Spurt var hvort deildir hjálpi hvorri annarri að ná markmiðum sínum og því svara 51% játandi.  Traust milli yfir-og undirmanna er sterkt allt að 90% og traust til birgja er hátt um 88%.  Hversu skýrir eru árangursmælikvarðar, þar var svarið 36%, árangursmælingar eru nákvæmlega tengdar markmiðasetningu 21% árangursmælikvarðar eru öllum sýnilegir og aðgengilegir 28%, við ræðum reglulega hvernig gengur samkvæmt árangursmælikvörðum 64% segja ræða reglulega hvernig gengur samkvæmt árangursmælikvarða. En hvaða lærdóm getum við dregið af þessu?  Kúltúr Íslendinga er að við erum aðgerðarþjóð, fáum reynslu erlendis frá en erum samt ekki að ná að innleiða stefnuna.  Við þjöppumst saman þegar það er vertíð eða hamfarir.  En þegar kemur að daglegu skipulagi og að ná stöðugum árangri þá er þjóðarkúltúrinn ekki að hjálpa okkur þar.  Drifkraftar fyrir breytingu eru tilgangur sem við erum sammála um.  Af hverju erum við að þessu saman? 

Tækifærin liggja í að vekja athygli á að hver og einn þarf að vita til hvers er ætlast af honum.  Setja upp góða árangursmælikvarða sem allir tengja í heildarstefnu fyrirtækisins.  Einnig eru mikil tækifæri til að skerpa á áætlanagerð, samhæfingu hennar og eftirfylgni.  Mikið vantar enn uppá að árangursmælikvarðar séu skýrir, sýnilegir og tengdir umbun.   

 

 

Um viðburðinn

Árangursstjórnun á Íslandi. Eru íslenskir stjórnendur nóg?

Árið 2016 sögðu aðeins 36% íslenskra stjórnenda að árangursmælikvarðar væru skýrir í fyrirtækjum þeirra.  Aðeins 23% sögðu að árangursmælikvarðar væru öllum sýnilegir og aðgengilegir og tæplega helmingur stjórnenda (48%) sögðust þekkja vel markmið annarra hópa sem þeirra starfseiningar vinna náið með. 

Í ljósi þess að það eru yfir 1.000 ritrýndar vísindagreinar sem sýna fram á mikilvægi markmiðasetningar þá fannst þeim Kristni Tryggva hjá FranklinCovey og Trausta hjá Zenter ástæða til að taka stöðuna aftur núna þremur árum seinna.   Þeir spurðu 612 forstjóra, framkvæmdastjóra, fjármála- og markaðsstjóra íslenskra fyrirtækja og niðurstöðurnar …

… ja, þær verða kynntar á fundinum.

Könnunin byggir á hliðstæðum rannsóknum FranklinCovey og eru því samanburðarhæfar við niðurstöður frá öðrum löndum.  Þeir Kristinn og Trausti kynna niðurstöður og ræða leiðir til að gera árangurstjórnun enn markvissari.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?